Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000      HORFUR Í HÖFUÐBORGINNI Suðvestanátt og nokkur vindur fram eftir degi og skúraveður. Hitinn ætti að ná sex til átta stigum yfir daginn. Á morgun má búast við heldur minni vætu og jafnvel bjartviðri um tíma en það kólnar dálítið á morgun. VEÐUR 4 SUNNUDAGUR 2. október 2005 - 265. tölublað – 5. árgangur Jón Atli Jónasson Brim hlaut fyrstu verð- laun á New Drama Festival í Moskvu. FÓLK 38 Ískaldur Léttur öllari ROYAL Nýr konunglegur! Hannar skartgripi úr skíragulli og demöntum. HENDRIKKA WAAGE Utangarðs á Íslandi Franz Stavarsson hafði legið látinn í íbúð sinni í hálfan mánuð þegar hann fannst. Margt hefur skýrst varðandi æviferil hans eftir að hann lést. FÉLAGSMÁL 22 Sigur og tap hjá Haukum Haukar spiluðu tvo Evrópuleiki í handbolta á Ásvöllum í gær. Karlarnir töpuðu með einu marki fyrir danska liðinu Arhus en konurnar unnu 16 marka stórsigur á svissneska liðinu St. Ottmar. ÍÞRÓTTIR 24 Undirbúningur jólanna er víða hafinn þó enn séu 83 dagar til jóla: Jólakortin ger› í sumarbústö›um VEÐRIÐ Í DAG JÓL Undirbúningur jólanna er þegar hafinn á sumum heimil- um, þótt enn sé vel á þriðja mán- uð til jóla. Samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins færist það í vöxt að fólk hefji jólaundirbún- inginn snemma og eru dæmi um að fólk kaupi efni til jólakorta- gerðar á vormánuðum og verji sumarleyfinu til verksins. Ingibjörg Guðmundsdóttir, starfsmaður Garðheima, segir efni til jólakortagerðar hafa selst vel í allt sumar og telur að fólk dreifi undirbúningi jólanna yfir lengri tíma en áður svo það geti notið desembermánaðar í friði og ró. Sunna Guðmundsdóttir í Jóla- húsinu við Skólavörðustíg segir greinilegt að fólk sé farið að hugsa til jólanna og í sama streng tekur Kristinn Einars- son, framkvæmdastjóri Blóma- vals. Þar verða jólavörurnar settar í búðir eftir helgi. Jólahúsið er opið allan ársins hring en Sunna segir flesta sem í búðina koma yfir sumarmán- uðina gera það af forvitni. Nú sé hins vegar greinilegt að fólk sé farið að huga að sjálfum jóla- undirbúningnum. - bþs HELGARVIÐTAL 18 ▲ STERKASTI FATLAÐI MAÐUR HEIMS Finninn Pahvo Jauhojarvi sigraði í gær þriðja árið í röð í keppninni um sterkasta fatlaða mann heims. Pahvo er einfættur og í hjólastól eftir alvarlegt slys sem hann lenti í ellefu ára að aldri, en þá féll háspennulína á hann og hann fékk í tvígang 10.000 volta straum í gegnum líkamann. JÓLIN KOMA Sunna Guðmundsdóttir í Jólahúsinu merk- ir á viðskiptavinum að jólaundirbúningur- inn sé víða hafinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N EIÐUR SMÁRI Hefur verið óheppinn það sem af er tímabili en hann er harðákveð- inn í því að gefast ekki upp. Eiður Smári Guðjohnsen: Eflist til muna vi› mótlæti› FÓTBOLTI Keppnistímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Eiði Smára Guðjohnsen, leikmanni Chelsea, en hann hefur verið afar óheppinn með veikindi og meiðsli það sem af er. Að auki hafa nokkrir leikmenn bæst í hópinn hjá stjörnumprýddu liði Chelsea sem ógna stöðu Íslendings- ins í liði meistaranna. Eiður trúir því að hann muni vinna sér sæti í liðinu á endanum. „Ég er þannig gerður að ég eflist til muna við allt mótlæti og þegar á reynir þá held ég að mínir bestu leikir með Chelsea hafi oft verið þegar mest liggur við. Allar hindranir eru til þess að yfirstíga þær en ekki til þess að forða sér undan þeim,“ seg- ir Eiður Smári í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í dag. -mh / sjá nánar á blaðsíðu 26 STJÓRNMÁL Svandís Svavarsdóttir bar sigur úr býtum í forvali vinstri grænna í Reykjavík sem haldið var í gær og mun hún því skipa efsta sætið á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Vinstri græn í Reykjavík geng- ust í gær fyrir forvali á framboðs- lista sinn fyrir borgarstjórnar- kosningarnar á vori komanda. Á kjörskrá voru 750 félagar í hreyf- ingunni og komu 392 gild atkvæði upp úr kosningunum. Þegar rætt var við Stefán Pálsson, formann kjörstjórnar rétt áður en kjör- fundi lauk í gærkvöld kvaðst hann ánægður með kjörsóknina. „Það hefur gengið vel í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem við göngust fyr- ir slíku forvali og þar sem ekki var búist við miklum átökum um fyrstu tvö sætin erum við sátt.“ Tíu voru í kjöri og þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær- kvöld var ljóst að Svandís Svav- arsdóttir, formaður VG í Reykja- vík, hefði borið sigur úr býtum en 277 greiddu henni atkvæði sitt í fyrsta sæti, eða rúmlega sjötíu prósent gildra atkvæða. Á hæla henni kom Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi með samtals 167 at- kvæði í fyrstu tvö sætin. Í þriðja sæti hafnaði svo Þorleifur Gunn- laugsson með 160 atkvæði í fyrstu þrjú sætin. Svandís kvaðst afar ánægð með svo afgerandi stuðning í samtali við Fréttablaðið í gærkvöld og sagðist hlakka til kosninganna í vor. Aðrir í kjöri voru Ásta Þorleifs- dóttir, Grímur Atlason, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Magnús Bergsson, Sóley Tómasdóttir, Ugla Egilsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson. Vinstri grænir hyggjast bjóða fram svonefndan fléttulista þar sem sætin skiptast jafnt á milli karla og kvenna. Í ljósi þessa er ljóst að kona mun skipa fjórða sæti listans. Vinstri grænir stefna að því að fá þrjá borgarfulltrúa í kosningun- um og var ljóst fyrir forvalið að slagurinn stæði því um þriðja sæt- ið. Í skoðanakönnun sem Frétta- blaðið gerði fyrir rúmum mánuði sögðust hins vegar 8,8 prósent að- spurða ætla að kjósa vinstri græna og fengju þau samkvæmt því að- eins einn borgarfulltrúa. - shg Svandís hlutskörpust Svandís Svavarsdóttir sigra›i í forvali vinstri grænna í Reykjavík í gær. Árni fiór Sigur›sson skipar anna› sæti á lista flokksins í vor og fiorleifur Gunn- laugsson fla› flri›ja. Kjörsókn var tæplega sextíu prósent. Sveltir bræður: Átu milliveggi BANDARÍKIN New Jersey ríki hefur verið dæmt til að greiða fjórum ungum bræðrum jafnvirði 760 milljóna króna í skaðabætur en starfsmönnum félagsmálayfirvalda yfirsást að fósturforeldrar þeirra höfðu svelt þá árum saman. Upp komst um málið árið 2003 en þá var elsti bróðirinn, þá nítján ára gamall, gripinn við að gramsa í ruslatunnum. Hann leit út fyrir að vera sjö ára. Í ljós kom að fjórir bræður hans sem komið hafði verið í fóstur voru í svipuðu ásigkomu- lagi. Þeir höfðu verið sveltir en reynt að draga fram lífið á gifsþil- plötum og hráu pönnukökudeigi. Fósturforeldrarnir neituðu öll- um ásökunum og sögðu drengina glíma við átröskun. ■ Smí›ar allan daginn Í MIÐJU BLAÐSINS ● atvinna ▲ SIGURÐUR AXEL SVEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.