Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG MIÐVIKUDAGUR �� � �� � � �� � �� �� � �� � � �� � �� � � �� � � �� ��������������� ���� ��� ���������������� ������������� �������������� ������������������������������ ������� ���������������������� > Markaðurinn Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... FYLGIR MEÐ FRÉTTABLAÐINU Í DAG Hægir á vexti McDonald’s Ekki nógu hollur biti Fjárfestirinn með járnkarlinn Pálmi Haraldsson á flugi Fyrsta afurð Mjólku Feti kominn á markað Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 26. október 2005 – 30. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 EasyJet hækkar | Gengi í breska lággjaldaflugfélaginu easyJet hækkaði mjög í vikunni og náði sínu hæsta gildi í gær þegar bréf- in fóru yfir 300. Þetta má rekja til væntinga um áframhaldandi kaup FL Group í fyrirtækinu. FL Group á nú um þrettán prósent í félag- inu. Keypti Sterling | FL Group og Fons eignarhaldsfélag undirrit- uðu samning á sunnudag um sölu á Sterling til FL Group fyrir 15 milljarða króna. Nýr Greenspan | George Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi Ben Bernanke, einn af efnahagsráð- gjöfum stjórnarinnar, sem arftaka Alans Greenspan, seðlabanka- stjóra Bandaríkjanna. Bernanke tekur við starfinu 31. janúar þeg- ar Greenspan lætur af störfum. Lækkar hámarkslán | Lands- bankinn hefur ákveðið að lækka hámark íbúðalána úr 90 prósent- um í 80 prósent af markaðsvirði eigna. Hvorki KB banki né Ís- landsbanki ætla að lækka há- markshlutföll að svo stöddu. SPRON veitir 80 prósenta lán að hámarki. 1.100 milljarðar | Heildareignir lífeyrissjóðanna voru orðnar 1.100 milljarðar í lok ágúst og höfðu aukist um 123 milljarða frá áramótum. Ef eignum lífeyris- sjóðanna væri skipt niður á hvert mannsbarn fengi hvert og eitt 3,7 milljónir króna í sinn hlut. Hannes forstjóri | Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, er nýr forstjóri félagsins. Ragnhildur Geirsdóttir hefur látið af starfi og hættir hjá félaginu. Skarphéðinn Berg Steinarsson tekur við stjórnarformennsku af Hannesi. Ármann forstjóri Singer & Friedlander 19. stærsti banki Bretlands. „Þetta er mjög spennandi verk- efni og umfang starfseminnar er meira en ég hef áður fengist við,“ segir Ármann Þorvaldsson nýráðinn forstjóri breska bank- ans Singer & Friedlander, sem KB banki tók yfir í sumar. Áður gegndi Ármann stöðu fram- kvæmdastjóra fyrirtækjaráð- gjafar en nú stýrir hann allri starfsemi KB banka í Bretlandi. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins er Singer & Fried- lander 19. stærsta fjármálafyrir- tæki Bretlands miðað við eigið fé. „Nú er unnið að því að sam- eina starfsemi Singer og Kaup- þings í London. Síðan liggur fyrir að við ætlum að láta fyrirtækið vaxa og auka hagnaðinn,“ segir Ármann aðspurður um framhald- ið. Vorið 2006 flytji öll starfsem- in undir sama þak í London þar sem um 500 manns muni vinna. Tony Shearer, sem gegnt hef- ur starfi forstjóra Singer & Friedlander, mun starfa við hlið Ármanns út nóvember. Aðspurð- ur um brotthvarf hans segir Ár- mann það í góðri sátt. Forsendur hafi breyst; Singer sé ekki lengur skráð félag heldur dótturfélag KB banka. Við starfi Ármanns tekur Helgi Bergs en hann hefur áður starfað sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri fyrirtækjaráð- gjafar Kaupþings banka á sam- stæðugrundvelli við hlið Ár- manns. . - hb/bg „Auðvitað höfum við mikinn áhuga á þessu félagi,“ segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group, um fjár- festingar félagsins í easyJet. Hann vill þó ekkert segja um næstu skref FL Group vegna strangra yfir- tökureglna í Bretlandi. Í breska blaðinu The Independent í gær segir að kaupin á Sterling geri hlutabréf í easyJet enn eftir- sóttari fyrir FL Group. Næstu skref hljóti að vera til- raun til yfirtöku á félaginu. Það geti þó verið erfitt því sannfæra verði auðkýfinginn Stelios Haji-Ioann- ou, sem á um 40 prósent í félaginu, um að selja sinn hlut. Hlutabréf í easyJet hækkuðu um sex prósent í gær og hafa hækkað um ellefu prósent frá því að til- kynnt var um kaup FL Group á Sterling. Dönsku blöðin veltu fyrir sér í gær hver hagnað- ur Fons af bréfunum í Sterling er og hvert kaupverð- ið á Maersk-flugfélaginu var, sem rann svo saman við Sterling. Pálmi Haraldsson, einn eigandi Fons, vill ekki gefa upp kaupverðið á Maersk en segist hafa keypt Sterling á fjóra milljarða. Hann vill þó taka fram að það sé fjarri lagi að hann hafi hagnast um tíu eða ellefu milljarða króna eins og hafi komið fram í fjölmiðlum. Hann leggur mikla áherslu á trú sína á Sterling og að FL Group hafi gert góð kaup. Eftir sölu Fons á Sterling hafa félög í eigu Pálma Haraldssonar, Fengur og Fons, mikla burði til að láta til sín taka. Pálmi getur ekki gefið upp eigið fé félag- anna. „Ég get þó sagt að fjárfestingargeta félaganna Fengs og Fons er á bilinu þrjátíu til fimmtíu millj- arðar eftir eðli verkefna. Þá geta menn séð styrk þessara félaga.“ Nokkur gustur hefur verið um FL Group að undanförnu en ekki er langt síðan þrír stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn félagsins. Engar skýringar feng- ust þá á skyndilegu brotthvarfi þeirra þegar Mark- aðurinn leitaði eftir því. Þá varð samkomulag milli stjórnar félagsins og forstjórans, Ragnhildar Geirs- dóttur, að hún lyki störfum hjá félaginu í síðustu viku. Hlutabréf í FL Group hafa hækkað lítið í Kauphöll Íslands eftir að tilkynnt var um þessi viðskipti á sunnudaginn. - sjá fréttaskýringu á bls. 10 og úttekt í miðopnu F R É T T I R V I K U N N A R 2 12-13 7 Hagnaður Íslandsbanka nam 4,8 milljörðum króna á þriðja árs- fjórðungi en var 3,7 milljarðar á sama tíma í fyrra. Er þetta tölu- vert betri árangur en spáð hafði verið en meðaltalsspáin hljóðaði upp á 4.228 milljónir. Hagnaður bankans fyrstu níu mánuði ársins er því orðinn um 15,4 miljarðar króna sem er met í sögu hans. Hreinar vaxtatekjur námu 6,7 milljörðum króna á tímabilinu og hækkuðu um 3,8 milljarða milli ára eða um 130 prósent. Útlán bankans hafa meira en tvöfaldast frá áramótum. Aðrar rekstrartekjur voru um 2,8 milljarðar sem er lækkun upp á fjörtíu prósent á milli ára. Sam- anlagðar tekjur eru því 9,5 millj- arðar og hækka um 1,3 milljarða milli ára. Ein skýring á því að uppgjör bankans var umfram væntingar markaðarins liggur í minni kostnaði en búist var við. Rekstrargjöld voru 3,5 milljarðar en voru til samanburðar 3,2 millj- arðar í fyrra. Kostnaðarhlutfall á fjórðungnum, það er hlutfall kostnaðar af tekjum, var því um 36 prósent sem er svipað hlutfall og fyrir árið í heild. Markaðsaðil- ar höfðu spáð að hlutfallið yrði 40 prósent. Heildareignir samstæðunnar eru komnar í 1.319 milljarða króna og hafa aukist um 95 pró- sent frá áramótum. Eigið fé Ís- landsbanka er orðið 76 milljarðar króna. - eþa Útrásarvísitalan lækkar: DeCode hækkar DeCode hækkaði mest allra fé- laga í úrvalsvísitölunni milli vikna eða um 4,75 prósent. Lækk- anir einkenndu félög í útrásar- vísitölunni en breska félagið NWF lækkaði mest milli vikna eða um 10,63 prósent. Ellefu fé- lög af fimmtán lækkuðu milli vikna og mælist útrásarvísitalan nú 105,54 stig og lækkar um 2,98 prósent frá því í síðustu viku. - hb Aukinn áhugi FL Group á easyJet Forstjóri FL Group segist hafa mikinn áhuga á easyJet. Eftir söluna á Sterling er fjárfestingargeta félaga Pálma Haraldssonar á bilinu 30 og 50 milljarðar. Gott uppgjör hjá Íslandsbanka Rekstargjöld minni en búist var við. Hreinar vaxtatekjur stóraukast. A F K O M A Í S L A N D S B A N K A Á 3 . Á R S F J Ó R Ð U N G I ( í m i l l j ó n u m k r ó n a ) Hagnaður 4.801 KB banki 4.400 Landsbankinn 4.055 Meðaltalsspá 4.228 01_24_Markadur 25.10.2005 16:19 Page 3 EINAR BÁRÐARSON Í Lundúnum að koma Nylon á framfæri Verða þær næstu Sugababes? FÓLK 34 Hvalreki kórlistarinnar Finnski karlakórinn YL er talinn með þeim bestu í heiminum. Hann er í heimsókn á Íslandi. MENNING 24 FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR Hnattvæðing og velferðarkerfi Þær einföldu klisjur sem menn endurtaka í sífellu um hina einu og mögu- legu stjórnarstefnu á tímum hnattvæðingar eru ekki upplýsingar að mati Jóns Orms Halldórssonar. Í DAG 18 26. október 2005 – 289. tölublað – 5. árgangur Sími: 550 5000 AFRAM ÉL fyrir norðan og norðaustan, annars yfirleitt léttskýjað. Þykknar heldur upp vestan til síðdegis. Vægt frost um allt land í dag. VEÐUR 4 HAMFARIR Í dag eru tíu ár liðin frá því að mannskætt snjóflóð féll á Flateyri og olli þar gífurlegri eyði- leggingu. Tímamótanna er minnst með ýmsum hætti í dag. Flateyrar- kirkja verður opin þeim sem þar vilja hugleiða og klukkan átta í kvöld verður minningardagskrá í íþróttahúsi bæjarins. Þá verður bænastund í Nes- kirkju fyrir Önfirðinga á höfuð- borgarsvæðinu sem þar vilja minnast látinna í flóðinu. Snjóflóðið féll rétt fyrir klukk- an fjögur að morgni í ofsaveðri, eyðilagði fjölda húsa og kostaði 20 lífið. Í fyrstu voru aðstæð- ur til leitar mjög erfiðar vegna veðurs og myrkurs, en staðurinn var með öllu rafmagnslaus. Með morninum sljákkaði svo í veðrinu og aðstoð björgunarsveita barst. Heimamenn hafa haft á orði að þessi tíu ár sem liðin eru frá flóð- inu hafi varla snjóað sem nokkru nemi fyrir vestan. - óká / Sjá síðu 16 Minningardagskrá fyrir vestan: Tíu ár liðin frá Flateyrarflóði FRIÐRIK INGIMUNDARSON Japanskar teiknimyndir kveiktu áhugann á japönsku nám ferðir Í MIÐJU BLAÐSINS STJÓRNMÁL Carsten Hansen, þing- maður danskra jafnaðarmanna, gagnrýndi íslensk stjórnvöld í upphafi umræðna á þingi Norður- landaráðs fyrir lítil framlög til þróunaraðstoðar. Hann spurði Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra hvort og þá hvenær þróunaraðstoð Íslendinga yrði viðlíka mikil hlutfallslega og hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Anders Fogh Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, hvatti til þess í sinni ræðu að 0,7 prósent- um þjóðartekna Norðurlandanna yrði varið til þróunaraðstoðar. Samkvæmt norrænum hagtölum verja Íslendingar 0,19 prósentum þjóðarframleiðslunnar til þró- unaraðstoðar. Finnland ver 0,35 prósentum og 0,87 prósent af þjóðartekjum Norðmanna renna til þróunaraðstoðar og er þeirra framlag hæst meðal Norður- landaþjóða. Halldór sagði að Íslendingar hefðu þrefaldað framlag sitt til þróunaraðstoðar á fáum árum. Ætlunin væri að ná 0,35 prósenta marki árið 2009 og vafalaust yrði markið sett enn hærra. - jh Íslendingar sæta gagnrýni frændþjóða vegna lítilla framlaga til þróunaraðstoðar: Lægstu framlögin frá Íslandi HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Forsætisráðherra á norðurlandaráðsþingi. FRIÐARGÆSLA Fleiri en þrjátíu mál sem tengjast nauðgunum, mútu- þægni og skjalafalsi ásamt öðrum lög- og agabrotum starfsfólks friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í Pristina í Kosovo eru nú til rann- sóknar. Það er innri endurskoðun Sameinuðu þjóðanna, OIOS, sem stýrir rannsókninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sameinuðu þjóðunum. Íslendingar hafa unnið við friðargæslu á flugvellinum í Pristina frá því árið 2002 og um tíma var flugvallarstjórnin í hönd- um Íslendinga. Á blaðamannafundi hjá Sam- einuðu þjóðunum fyrir helgi sagði Inga-Britt Ahlenius, aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá stofnuninni, að hún þekkti til þess að misferli hefði átt sér stað á flugvellinum, en hún hefði ekki haft bein afskipti af rannsóknum. Ahlenius gegndi áður starfi innri endurskoðanda í Kos- ovo. Endurskoðunarskýrslan var kynnt allsherjarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmri viku. Samkvæmt því sem Fréttablað- ið kemst næst hófust rannsóknir nar á meðan flugvöllurinn var enn undir stjórn Íslendinga. Þær rann- sóknir hafi þó fyrst og fremst bei- nst að flugstöðvarhluta flugvallar- ins en hann hefur verið rekinn af heimamönnum. Í skýrslunni sem lögð var fyrir allsherjarnefndina er þó skýrt tekið fram að um sé að ræða brot- lega hegðun friðargæsluliða Sam- einuðu þjóðanna enda hefur alls- herjarnefndin beðið um frekari rannsóknir á þessum málum og vinnur jafnframt að smíði reglu- verks og þjálfunar sem miði að því að hindra óhæfuverk af þessum toga í framtíðinni. Glæpasamtök hafa sterk ítök í viðskiptum á þessu svæði og talið er að þau teygi anga sína inn á flug- völlinn. Leitað var umsagnar Hall- gríms N. Sigurðssonar, varafram- kvæmdastjóra flugmálastjórnar og fyrrum flugvallarstjóra í Pristina, en hann vildi ekki tjá sig opinber- lega um málið. - saj Gruna friðargæslu- liða um nauðganir Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Pristina í Kosovo sæta nú rannsókn vegna ásakana um nauðganir, spillingu og mútuþægni. Íslenskir hermenn sáu um rekstur flugvallarins í Pristina og enn eru vopnaðir Íslendingar þar að störfum. PRISTINA, AP Ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í vikunni um að hefja viðræður um framtíðar- stöðu Kosovo hafa glætt vonir Kosovo-Albana um að héraðið fái fullt sjálftstæði. Serbar krefjast þess hins vegar að Kosovo verði áfram undir þeirra stjórn. „Frelsun Kosovo er hafin,“ var forsíðufyrirsögn Lajm, stærsta dagblaðs Kosovo-Albana, í gær. „Við höfum beðið eftir þessu í sex ár,“ sagði Mazllum Qerkezi, íbúi í höfuðborginni Pristina. Þrír kostir eru til umræðu. Kosovo gæti orðið sjálfstætt ríki, þó undir alþjóðlegri verndar- hendi; héraðinu gæti verið skipt á milli þjóðarbrotanna eða að það héldi áfram að vera undir tak- markaðri stjórn Serbíu. Viðræður um stöðu Kosovo: Vonir glæðast um sjálfstæði Upplausn hjá Val Bikarmeistarar Vals í knattspyrnu gætu misst átta lykilmenn frá liðinu í vetur. Forystumenn félagsins segjast ekki vera farnir að örvænta. ÍÞRÓTTIR 30 STJÓRNARSKRÁIN SAMÞYKKT Stjórnvöld í Írak lýstu því yfir í gær að þjóðin hefði lagt blessun sína yfir stjórnarskrána í atkvæðagreiðslunni 15. október síðastliðinn. Á meðal þeirra sem fögnuðu úrslitunum voru Kúrdar en í borginni Sulaimaniyah héldu Peshmerga-sveitir þeirra hersýningu í tilefni dagsins. Sjá síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.