Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 39

Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 39
Sunnudagur m. ágúst 1975 TÍMINN 39 UTANLANDSFERÐ Steinþór Artarinó Gunnarsson með 88 verk ó afmælissýningu á Kjarvalsstöðum JG-HVK — A laugardag opnaði Steinþór Marinó Gunnarsson málverkasýningu en sýninguna heldur listamaöurinn i tilefni af 50 ára afmæli sinu. Steinþór Marinó er fæddur á Isafiröi 18.7. 1925, en flutti til Akraness áriö 1935, þá frá Súgandafirði, en þar bjuggu for- eldrar hans. Árið 1945 hóf hann nám i málaraiðn og er starfandi málarameistari. Hann hefur ávallt verið áhugasamur um myndlist, og hefur farið margar kynnisferðir til annarra landa til þess að skoða söfn og sækja sér þekkingu. Hann hefur haldiö fjölda málverkasýninga, og tvis- var hefur hann sýnt myndir sinar erlendis — I Noregi. Þetta mun vera sjöunda einka- sýning Steinþórs Marinós, , en að auki hefur hann tekið þátt I samsýningum FIM. Hann sýnir nú alls 88 verk, þar af 50 oliumálverk, 30 vatnslita- myndir og 8 relif-myndir. Þess má að lokum geta að Steinþór Mariná er bróðir þeirra listmálaranna, Veturliða Gunnarssonar og Benedikts Gunnarssonar. A blaöamannafundi á Kjarvals- stöðum kvað hann hafa ákveðiö aö halda stóra sýningu að þessu sinni, verkin væru frá ýmsum timum, sum hefðu áður verið á sýningum, en önnur hefðu ekki áöur verið sýnd almenningi. JG Útgerðarmenn mótmæla r Arnessýsla Ferð til Vínarborgar september Þeir sem áhuga hafa á þessari ferð hafi samband við flokksskrifstofuna. Nánari upplýsing- ar um ferðina á flokksskrif stof unni. Simi 2-44-80. Síðustu forvöð vaxtahækkun EFTIRFARANDI var samþykkt á fundi stjórnar L.l.Ú. þann 20. ágúst: „Stjórn L.I.Ú. mótmælir harð- lega þeirri ákvörðun rikisstjórn- arinnar, að tvöfalda vexti Fisk- veiðasjóðs á einu ári, jafnframt þvi, sem lánstimi er styttur, lán- tökugjöld margfölduð og gengis- og verðtryggingar stóraukn- ar. Stjórn L.I.Ú. lýsir furðu sinni á þvi, að rikisstjórnin, með ákvörðun sinni lætur eins og hún viti ekki, aö stór hluti fiskiskipa- flotans liggur nú bundinn við bryggju vegna rekstrarerfiðleika og annar hluti hans berst i bökk- um. Þessir aðilar eru þvi sizt af öllu færir um það nú, að taka á sig stóraukin útgjöld, nema það sé vilji rikisstjórnarinnar, að fiski- skipaflotinn stöðvist allur. Stjórn L.l.Ú. varar rikisstjórn- ina viö að stofna nú til átaka við útvegsmenn, þegar mest á riður á að halda fiskiskiptaflotanum i gangi til öflunar gjaldeyristekna og til aö tryggja fulla atvinnu, og væntir þess, að ákvörðun þessi verði endurskoðuð.” Til skýringar skal það tekið fram, að vaxtagreiðslur munu nema vegna nýs skips . eftir hina nýju ákvörðun rikisstjórnarinn- ar, kr. 12.00 til 15.00 á hvert kíló fisks, sem aflað er. Verð á karfa er nú kr. 19.00, ufsa af millistærð kr. 20.60 og á þorski af millistærð kr. 35.80. Af þvi veröi fær skipshöfnin um 45%. Hlutur útgeröarinnar til að standa undir vaxtagreiðslum, af- borgunum og öllum rekstrar- kostnaði er af verömæti hvers kilós af karla kr. 10.50, ufsa kr. 11.30 og þorski kr. 19.70. Útboð Mosfellshreppur óskar eftir tilboðum i lögn hita- og vatnsveitustofnæða i Álfa- tanga, Brekkutanga og Bjargartanga. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu Mos: fellshrepps, Hlégarði, gegn 500 kr. skila- tryggingu, frá og með mánudeginum 25. ágúst 1975. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16 miðvikudaginn 3. september 1975 og verða tilboð þá opnuð að viðstöddum bjóðend- um. Sumarhátið Framsóknarmanna i Arnessýslu veröur haldin aö Arnesi 30. ágúst og hefst kl. 21. Ræður flytja Halldór E. Sigurðsson ráðherra og Gerður Stein- þórsdóttir kennari. Magnús Jónsson óperusöngvari syngur, Baldur Brjánsson töframaöur skemmtir og Stuðlatrió leikur fyr- ir dansi. Allir velkomnir. Héraðsmót í Neskaupstað Héraðsmót Framsóknarmanna á Austurlandi veröur haldið i Egilsbúð Neskaupstað laugardaginn 30. ágústog hefst kl. 21. Ræður flytja Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráöherra og Halldór Asgrimsson alþingismaður. Omar Ragnarsson, hljóm- sveit Ragnars Bjarnasonar og Halli og Laddi flytja nýja skemmtidagskrá. Hljóinsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi. Sólun SÓLUM HJÓLBARÐA A FÓLKSBtLA, JEPPA- OG VÖRUBILA MEÐ DJOPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð tekin <3 sólningunni. Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða. önnumst allar „viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. Héraðsmót í Skagafirði Héraðsmót framsóknarmanna i Skagafirði verður haldið aö” Miðgarði 30. ágúst og hefst það kl. 21. Einar Agústsson utanrikis- ráðherra og Jón Sigurðsson varaformaður SUF flytja ræður Óperusöngvararnir Svala Nielsen og Guðmundur Jónsson syngja við undirleik Carls Billich. Gautar leika fyrir dansi Kjördæmisþing á Austurlandi Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið i Egilsbúð Neskaupstað laugardaginn 30. og sunnudaginn 31. ágúst. Þingið hefst kl. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.