Tíminn - 06.09.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.09.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 6. september 1975. TÍMINN 9 LJÓS 75 Á KJ ARVALSST ÖÐUM MIÐVIKUDAGINN 3. septem- ber opnaöi sýningin LJÓS, sem eru sýningarsamtök ungra ljós- myndara. Er þetta þriðja ljós- myndasýningin á þeirra vegum. Erfitt er að kasta tölu á myndirnar, þvi þeim er hvorki gefið númer né nafn. Þeir, sem þarna sýna myndir eru Gunnar S. Guðmundsson, Kjartan B. Kristjánsson, Pjétur Þ. Maack og Mats Wibe Lund, en sá siðasttaldi sýnir sem gest- ur. Það skal viðurkennt i upphafi þessa máls, að menn eru hér á landi dálitið - óvanir ljósmynd- um. öðru máli gegnir um mál- verkið, þar er samanburður frá degi til dags, frá viku til viku. Þótt hér sé um samsýningu að ræða, eru myndirnar mjög rækilega aðgreindar, þannig að i raun og veru er um fjórar einkasýningar að ræða og þvi liklega rétt að fara örfáum orð- um um þær, hverja fyrir sig, en þó verður ekki komizt hjá þvf að fjalla sameiginlega um sameig- inleg einkenni sýningarinnar. Það er fyrst og fremst tilgangur sýningarinnar að vera listrænn, a.m.k. tjáðu tveir höfundar að myndunum þeim, er þetta ritar, að svo væri. Frá þvi sjónarmiði er sýningin hæpin, liklega fyrst og fremst vegna þess, að hún stendur naumast fyrir þvi sem slik, þegar á heildina er litið. Þetta eru bara venjulegar myndir. Ekkert sérstakt mani- fest, engin sýnileg stefna, ekki sú angist er heltekur, né sú formgleði er hrifur. Ekki heldur neinn boðskapur. Auðvitað eru góðar og skemmtilegar myndir innan um og saman við, en erfitt er að gera grein fyrir þeim sérstak- lega, eða vikja að þeim, þar sem hvorki nöfn né númer eru við- höfð á sýningunni, nema hjá Mats Wibe Lund. En vikjum nú að einstökum listamönnum, ljósmyndurum. Pjetur Maack sýnir margar myndir af sömu stúlkunni, Helgu Eldon, listdansara. Við- fangsefnið er frumlegt og áhugavert, en sem heild segja þessar myndir ekkert. Súrreal- istiskt samhengi er ekki frá einni mynd til annarrar. For- sendur virðast þvi veikar, ef stellingum er ekki ætlað að segja neitt sérstakt. Hinu er ekki að leyna, að sumar þessar myndir eru dæmalaust vel gerðar og má þar nefna mynd við innganginn, sem reyndar hefur birzt i dagblaði. Ef til vill segir þessi deild okkur meira um þessa sýningu en aðrar: þetta eru yfirleitt venjulegar myndir, án sérstaks ákalls til áhorfandans. Framköllun er lika (frá leik- mannssjónarmiði) venjuleg. Hin grafisku viðhorf gleymast, núansar og smámunir hins út- smogna tæknimanns, þyrftu að fá meira umfang i vinnslu myndanna. Kjartan B. Kristjánsson virð- ist vera hugmyndarikastur þeirra félaga. Sumar myndir hans eru hreinasta afbragð, en tilfinning fyrir myndbyggingu er dræm. Að visu má segja sem svo, að það sé smekksatriði hvemig mynd er stækkuð, en viss lögmál ber þó að hafa i heiðri og margar myndirnar væru betri, ef sumum atriðum hefði verið sleppt i stækkun. Mynd af Pétri Einarssyni (?) leikara er gott dæmi um mynd- byggingu, sem fær staðizt gagn- rýni. Hinar hanga meira uppi af stemmningu eða einhvers konar húmör. Gunnar S. Guðmundssonvirö- ist sterkastur á svellinu þeirra félaga hvað varðar form og myndbyggingu. Hins vegar eru myndefni hans ekki sérlega áhugaverð. Nagandi kviði ögur- stunda stórborgarinnar er ekki að finna i þessum myndum, né heldur hina meðfæddu óskýrðu gleði Parisar. Ef til vill heföi þessi deild mátt vera svolitið pólitiskari. Sá, sem sýnir manni Paris verður að hafa skoðun, þaðeraðsegja.ef að myndirnar hans eiga að flokkast undir listaverk. Mynd af húsgafli, svörtum, rétt við innganginn er listaverk i forminu og mynd af gengilbeinu undir seglhatti aö afgreiða einhverja menn, sýnir að höf- undur hefur auga. Mats Wibe Lund er liklega sjóaðastur þeirra félaga. Hann er fagmaður, sem hlotið hefur frama innan viðskiptalifsins. Myndir hans virðast samt eiga takmarkað erindi á list- sýningu. Þetta eru vel unnar, „fallegar” myndir. Ég hefi komið á marga þessa staði og unnt væri að gefa með- mæli með myndunum i ferða- bækur, en sem sjálfstæö lista- verk draga þærskammt. Mynd- irnar eru ekki teknar á hinu gullvæga augnabliki, þegar samspil ljóss og skugga leikur sér í kvöldroða og morgunsári. Gott dæmi um þetta eru mynd- irnar frá Diskó og Jakobshavn. Diskóbugtin er liklega einhver stórbrotnasti staður á jörðunni og manni er til efs, að það eigi að útskrifa fólk úr listaskólum, án þess að það hafi verið þar einn sólbjartan dag. Diskó kemst ekki til skila i þessum myndum og svo er um fleira. Hitt er svo annað mál, að formskyn Mats Wi:b e Lund er i ágætu lagi. Þetta eru faglega séð góðar myndir, en heyra meira undir landafræði en myndlist. Hér að framan hefur verið fjallaö um LJÓS 1975 útfrá ákveði.nni forsendu þ.e. mynd- list almennt. Það er bezt fyrir alla að ræða þau mál af hrein- skilni, með tveim hrútshornum. Eitt eiga þessir ungu menn þó umfram svo marga aðra, sem með myndavélar fara, að þeir leggja á sig vinnu, taka á sig áhættu, fjárhagslega og sið- ferðislega. Þvf verður að meta framtak þeirra og áræði. Ljós- myndasýningar eru oft mjög skemmtilegar og sá, sem þetta ritar, hefur sótt þær svo að segja frá upphafi. Ef til vill getur þetta framtak örvað til frekari sýninga á ljósmyndum hér á landi. Jónas Guðmundsson. AAálverk agúrkur í Eden Einn af nýju sýningarstöðun- um er gróöurhúsið EDEN i Hveragerði, þar sem menn sýna myndlistir innan um tómata, agúrkur og talandi fugla. Eden er vondur staður fyrir mynd- listarsýningar en viðfeldinn staður fyrir þá, sem þiggja vilja veitingar og kaupa sér gúrkur. Yfir staðnum er upphafning, sem fylgir stórum vörusýning- um og glæsilegum iþróttamót- um. Væri ef til vill rétt fyrir eig- endur staðarins að gefa mynd- listinni raunverulega eitthvert rúm í salarkynnum sinum. Það mætti vera minna, en gera meira gagn. Gunnar Hjaltason hefur haldið margar málverkasýn- ingar og hefur hendur úr gulli. Hann er stundum fenginn til þess að smiða konungsgersem- ar, gjafir til erlendra þjóðhöfð- ingja, þvi að hann er gullsmiður að atvinnu. Málverkið, mynd- listin kemur seinna inn i lif hans. Gunnar er góður teiknari og fundvis á mótif,hann teiknar og °9 málar með pastellitum, þekju- litum og mörgu öðru og svo málar hann oliumálverk. A sýningunni i EDEN hengir hann upp svo til einvörðungu oliumálverk. Gunnar Hjaltason ræður yfir góðri tækni i oliumálverkinu. Hann beitir svo að segja sömu aðferðinni við allar landslags- myndirnar og notar gjarnan sömu litina. Þetta eru vel gerð- ar myndir og lausar við ýmsan vandræðagang, sem oft fylgir landslagsmyndum. Þó væri ef til vill réttara að gefa sér laus- ari tauminn. Mynd er hlutfall milli skáldskapar og stað- reynda. Við óskum eftir meiri skáldskap I hverja mynd. Þetta er að finna i sumum myndum, t.d. vetrarmynd og mynd af Drápuhliðarfjalli, en þar geng- ur hann ögn frá hinu hefð- bundna eða þvi, sem hann hefur tamið sér. Ég sá að fleiri höfðu lagt á fjallið en ég til þess að sjá þessa sýningu, enda vel þess virði, þvi að handbragðið er ósvikið. Það Gunnar Hjaltason. rennir þvi stoðum undir það, sem farið var fram á hér að framan, að sköpuð verði viðun- andi aðstaða fyrir myndir i EDEN, ef þar á framvegis að sýna myndir. Myndir Gunnars Hjaltasonar njóta sin ekki i þessu skrúðlega umhverfi og ein er bak við lauf- þungt sorgbúið tré. Nafnmiði er festur við hverja mynd og er það ekki nógu gott. Fjölrituð sýningarskrá, eða skrá, sem fest er á veggi á nokkrum stöðum er betri. Þess- ir miðar fara illa á sýningum. Sýning Gunnars mun standa eitthvað fram eftir mánuðinum ogskulu menn.sem leið eiga um garð hjá Eden i Hveragerði hvattir til þess að lita inn hjá manninum sem smiðar kon- ungsgersemar. Jónas Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.