Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Ótrúleg opnunartilboð TÆKNIBLAÐIÐ NÝ TEGUND AF FARTÖLVU Teiknað beint á skjáinn SÉRBLAÐ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Slefandi aðdáendur Nýjungar frá Apple BLS. 2 Setur á pásu Ragnar Santos BLS. 4 Stafrænt ferðaútvarp Tivoli Audio BLS. 8 Hljómtæki fyrir iPod i-deck BLS. 10 Linsan með hristivörn Stafræn myndavél frá Kodak BLS. 11 Vökvakristals- og raf- gasskjáir Hvað er það? BLS. 12 Tekur karatespörk og ropar Nýjasta leikfangið BLS. 14 EFNISYFIRLIT tækniblaðið [ SÉRBLAÐ UM NÝJUSTU TÆKNI – FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 ] STRÍÐIÐ ER HAFIÐ Ný kynslóð leikjatölva SJÁ BLS. 4 HVAR OG HVENÆR SEM ER Tölvupósturinn í Blackberry SJÁ BLS. 8 01 tækni 27.10.2005 16:10 Page 3 GÍSLI PÉTUR HINRIKSSON Leikur til að skilja *rómantík *hátíska *súpur BIRTA FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG bækur heilsa tíðarandi börn m meðganga matur tónlist tíska SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 28 . o kt ób er – 3 . n óv em be r br os ir g eg nu m tá ri n RÓMANTÍK » matur, myndir og margt fleira ELTUR UPPI FEGURÐAR- DROTTNINGAR » þróun ímyndarinnar » Gísli Pétur Hinriksson 01 birta-forsíða 25.10.2005 16.53 Page 1 28. október 2005 – 291. tölublað – 5. árgangur Sími: 550 5000 FÖSTUDAGUR VÍÐA VONSKUVEÐUR SUNNAN og vestan til í fyrstu en víða í kvöld og nótt, síst austan til. Slydda nyrðra en rigning sunnan og austan til. Rigning, sl- ydda eða snjókoma vestan til síðdegis. Hiti 0-9 stig, hlýjast suðaustan til. VEÐUR 4 VEÐRIÐ Í DAG Draumur rithöfundar rætist Allir vilja skrifa bók sem kemur einhverju góðu til leiðar. Það hefur Gerði Kristnýju tekist með Myndinni af pabba. FÓLK 50 ÍSILAGT RAUÐAVATN Frosthörkur eru fullorðna fólkinu oft til trafala. Skafa þarf af bílnum áður en lagt er af stað í vinnuna, skipta yfir á vetrardekkin og gefa sér lengri tíma til að komast á milli staða. Á sama tíma skemmta börnin sér oft best í frostinu. Hér berjast tveir ungir Árbæingar um pökkinn á Rauðavatni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA KVIKMYNDAGERÐ „Ríkisútvarpið veldur ekki hlutverki sínu. Það borgar fyrir íslenskt efni af með- aumkun og okrar á kvikmynda- gerðarmönnum þegar þeir vilja nota efni úr safni þess,“ segir Ólaf- ur Jóhannesson kvikmyndagerðar- maður. Ólafur gerði meðal annars heimildarmyndina Blindsker sem fjallar um ævi og störf Bubba Mort- hens og sýnd var á síðasta ári. Ríkisútvarpið greiddi Ólafi 1,5 milljónir króna fyrir sýningarrétt myndarinnar í sjónvarpi en hann þurfti að greiða stofnuninni 1,4 milljónir fyrir not á efni úr safni Sjónvarpsins. Alls notaði Ólaf- ur átján mínútur af safnaefni en myndin er 100 mínútur að lengd. Ólafi var að vissu leyti nauð- ugur einn kostur að selja Ríkis- útvarpinu sýningarréttinn því ellegar hefði hann þurft að greiða meira fyrir safnaefnið. „Ég fékk að nota þetta efni gegn því að ég myndi selja RÚV myndina. Mér var sagt að ég yrði að greiða miklu meira fyrir safnaefnið ef ég seldi hana til Stöðvar tvö.“ Blindsker hlaut góðar viðtökur, sló aðsóknarmet heimildarmynda í kvikmyndahúsum og hlaut Eddu- verðlaun sem besta heimildar- myndin 2004. Gerð hennar kostaði 14,5 milljónir króna en innkoman nemur 11,3 milljónum. Mismun- urinn er 3,2 milljónir. Ólafur segir mikilvægt fyrir heimildarmyndagerð í landinu að kvikmyndagerðarmenn geti notað safnaefni Sjónvarpsins gegn eðli- legu umsýslugjaldi. „Safnaefnið er ekki einkaeign Ríkisútvarpsins heldur almenningseign. RÚV á að safna samtímaefni og kvikmynda- gerðarmenn eiga að spegla það framan í þjóðina. Þetta má ekki vera tekjustofn fyrir RÚV enda ekki í djúpa vasa að seilast.“ Ólafur segir örðugt að vinna að heimildarmyndagerð við þær aðstæður sem hér ríkja. „Það er ansi hart ef við þurfum að flytja í burtu. Það er ekki nóg að Kvikmyndamið- stöðin standi sig vel, þetta er ekki hægt nema Ríkissjónvarpið spili með,“ segir Ólafur og hvetur nýjan útvarpsstjóra til að gera breytingar enda beri Ríkisútvarpinu að styðja við bakið á menningunni. „Mér fannst Ólafur vera sátt- ur þegar hann samdi við Ríkis- útvarpið um sýningarrétt á Blindskeri og verð á efni úr safni Sjónvarpsins. Þetta var sú niður- staða sem varð ofaná og undirrit- aður var samningur um eftir að fleiri kostir höfðu verið skoðaðir. Athugasemdir hans nú koma mér algjörlega á óvart,“ segir Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarps. bjorn@frettabladid.is Sjónvarpið rukkar sama og það borgar Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðarmaður gagnrýnir RÚV fyrir að okra á starfsstétt hans. RÚV greiddi Ólafi 1,5 milljónir fyrir sýningu á Blindskeri en rukkaði hann um 1,4 milljónir fyrir not á efni úr myndasafni Sjónvarps.Fer á glæpaþing Árna Þórarinssyni hefur verið boðið á ráðstefnu um glæpasögur í Litháen. FÓLK 50 PAUL VOLCKER Stýrði rannsókninni. SÞ, AP Um 2.200 fyrirtæki sem komu að viðskiptum við Írak í gegnum svonefnda „olía-fyrir-mat“-áætlun Sameinuðu þjóðanna greiddu sam- tals um 1,8 milljarða Bandaríkja- dollara, andvirði um 111 milljarða króna, í mútur og leynilegar auka- greiðslur til ríkisstjórnar Saddams Husseins. Þetta er niðurstaða óháðr- ar rannsóknarnefndar. Þetta er nærri helmingur allra fyrirtækja sem þátt tóku í áætlun- inni 1997-2003. Flest eru fyrirtæk- in sem um ræðir bandarísk, frönsk, rússnesk eða þýsk, en á hinum langa lista er einnig að finna fyrir- tæki á Norðurlöndum. Volvo er þar á meðal. Alls eru fyrirtæki og ein- staklingar frá 66 löndum ásökuð um mútugreiðslur. - aa „Olía-fyrir-mat“-hneyksli: Milljarðamút- ur til Saddams 28% 42% Matgæðingar velja Fréttablaðið* Fr é tt a b la ð ið Fr é tt a b la ð ið M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í september 2005. Tímarit Mbl. á sunnudegi Matur ofl. á föstudegi Lestur meðal 20–40 ára. UPPSAGNIR Gunnari Val Gunnars- syni var sagt upp störfum hjá fyr- irtækinu Medcare flögu fyrir að leka upplýsingum til starfsmanna um yfirvofandi flutninga rekstr- arins og uppsagnir á starfsfólki. Gunnar vann við hugbúnaðarsmíð hjá fyrirtækinu. Uppgefið upp- sagnarefni var alvarlegt trúnað- arbrot. Gunnar heyrði á tal stjórnenda í fyrirtækinu þar sem áform um flutning starfseminnar bar á góma. Gunnar hringdi í félaga sinn og bað hann að leita staðfestingar á því sem hann hefði heyrt því hugsan- lega væri um að ræða staðfestingu á orðrómi sem lengi hefði heyrst meðal starfsmanna. Staðfesting á fyrirætlunum félagsins fékkst sama kvöld frá millistjórnanda í fyrirtækinu. Á vinnustaðnum er þannig um hnúta búið að kaffivél er við hlið fundarherbergis og er það alkunna meðal starfsfólks að heyra megi mælt mál úr fundarherbergi fram að kaffivél. Gunnar fékk sér kaffi og heyrði þá á tal stjórnenda. Fund- armenn vissu af veru starfsmanna í húsinu. Fjörutíu manns hefur verið sagt upp hjá fyrirtækinu. Tuttugu af þeim störfum verða flutt til Banda- ríkjanna, Evrópu og Kanada en tuttugu störf leggjast af. - saj Medcare flaga rak Gunnar Val Gunnarsson fyrir að leka upplýsingum: Fékk sér kaffi og var rekinn STJÓRNMÁL Rússar vilja nánara samstarf við Norðurlandaráð og hafa lagt fram tillögu um það í forsætisnefnd ráðsins. Gennadij Khripel, sem fór fyrir sendinefnd Rússa á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík, telur að þetta megi gera með gagn- kvæmum sam- starfssamningi. R a n n v e i g Guðmundsdóttir, forseti Norður- landaráðs, lofaði engu en margir fulltrúar í ráðinu eru fylgjandi því að efla samstarfið. Samstarfsfundur norrænna og rússneskra þingmanna verður í Osló í byrjun næsta árs. - jh Norðurlandaráð: Rússar vilja auka samstarf GENNADIJ KHRIPEL Breiðablik, nei takk! Valsstúlkurnar Margrét Lára Viðarsdóttir og Laufey Ólafsdóttir hafa ekki áhuga á því að spila með kvenna- liði Breiðabliks sem safnar gríðarlegu liði þessa dagana. ÍÞRÓTTIR 44 Vill aðskilnað ríkis og kirkju „Menn leita nú sem fyrr tilgangs í lífinu, athvarfs í hörðum heimi, siðferðilegra leiðbeininga. .... Þessari djúpu og miklu þörf getur kirkjan best fullnægt, ef hún er óháð, laus undan kæfandi faðmlögum ríkisins,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson. UMRÆÐAN 24 DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Vestfjarða frá því í febrúar um að Hraðfrysti- húsið Gunnvör greiði sjómanni veik- indalaun. Frystihúsið þarf að greiða manninum rúmlega 1,9 milljónir króna með vöxtum. Sjómaðurinn mætti ekki til vinnu eftir frítúr 5. júní 2002, en hann hafði misst son sinn sem lést eftir hrottalega líkamsárás í Hafnar- stræti í Reykjavík. Hann mætti ekki til vinnu fyrr en í nóvember sama ár. Frystihúsið taldi manninn hafa verið í launalausu leyfi, en fyrir lá veikindavottorð. Mat dómsins var að frystihúsinu hefði verið kunnugt um aðstæður mannsins. - óká Héraðsdómur staðfestur: Sjómaður fær veikindalaun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.