Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 25
 28. október 2005 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Fátt bar til tíðinda á nýliðnum landsfundi Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs annað en það, að þar var rætt af mikl- um móð um aðskilnað ríkis og kirkju. Ég er sammála mörgum í litla flokknum með langa nafnið um það, að skilja beri að ríki og kirkju, en mig grunar, að ástæður mínar séu ólíkar þeirra. Vinstri - grænir eru eflaust ýmsir beinlín- is andvígir kirkjunni og vilja þess vegna hætta opinberum stuðningi við hana. Ég er hins vegar hlynnt- ur kristinni kirkju og tel opinber- an stuðning henni til trafala. Trúarlíf er því fjörugra og eðlilegra sem ríkið skiptir sér minna af því. Það hefur staðið íslensku kirkjunni fyrir þrifum, að ríkið skuli hafa tekið hana (eða öllu heldur eina deild hennar) að sér. Prestar þjóðkirkjunnar eru opinberir embættismenn, kontór- istar, eins og Kiljan myndi segja, og slíkir menn eru ekki líklegir til afreka. Það á að skilja að ríki og kirkju vegna kirkjunnar, ekki þrátt fyrir hana. Andstaða margra kirkjunnar manna er líka á hæpnum forsend- um. Þeir halda eflaust, að kirkjan myndi koðna niður, ef hún fengi ekki opinberan stuðning. Þetta er mikill misskilningur. Trúarþörf- in er jafnmikil nú og áður, eins og kannanir sýna. Menn leita nú sem fyrr tilgangs í lífinu, athvarfs í hörðum heimi, siðferðilegra leið- beininga. Þeir vilja eiga saman helgistundir, gleðjast og syrgja í því samneyti við liðna og óborna, sögu sína og eðli, sem kirkjan býður upp á. Þessari djúpu og miklu þörf getur kirkjan best full- nægt, ef hún er óháð, laus undan kæfandi faðmlögum ríkisins. Það geta ekki heldur verið hald- bær rök gegn aðskilnaði ríkis og kirkju, að erfitt sé að greiða úr fjárhagsmálum kirkjunnar. Hvað um öll þau lönd, þar sem ríki og kirkja hafa nýlega verið skilin að, til dæmis Svíþjóð? Þetta virtist ekki vera óleysanlegt verkefni þar. Auðvitað eru síðan önnur sterk rök fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju, og þau eru, að hér á landi er ekki fullkomið trúfrelsi, fyrr en þessu hefur verið hrint í framkvæmd. Ríkið á að mínum dómi ekki nauðsynlega að vera hlutlaust um verðmæti. Það kann að eiga að taka kristna trú fram yfir önnur trúarbrögð, jafnt í skól- um sem annars staðar. Við erum kristin þjóð og aðhyllumst kristi- leg verðmæti. Til dæmis höfnum við algerlega þeirri algengu skoð- un sumra annarra, að konur séu óæðri körlum og þurfi að hylja sig með blæjum. Fyrir Guði eru allir jafnir, karlar og konur, ríkir og fátækir, hvítir og svartir. En ríkið á ekki að gera upp á milli kristinna safnaða. Það á að leyfa einstökum kirkjudeildum að keppa um hylli trúaðs fólks. Þegar Kristur var eitt sinn spurður, hvernig við ættum að breyta til að öðlast eilíft líf, svar- aði hann með dæmisögunni um miskunnsama Samverjann. Hann liðsinnti ferðalang, sem stigamenn höfðu rænt á leiðinni frá Jerúsal- em til Jeríkó, en áður höfðu prest- ur og levíti (lærður maður) gengið fram hjá. Þessi litla saga felur í sér margvíslega lærdóma. Í fyrsta lagi er ríkið nauðsyn- legt, svo að stigamenn úr fjöllun- um ógni okkur ekki. Við þurfum öfluga lögreglu og traustar land- varnir. Í öðru lagi eru til margir menntamenn, sem ekki hjálpa náunga sínum, þótt þeir kunni að mæla fagurlega úr ræðustól. Hér voru þeir presturinn og levítinn. Í þriðja lagi var miskunnsami Samverjinn aflögufær. Hann gat keypt fórnarlambinu gistingu og aðhlynningu. Með öðrum orðum er nauðsynlegt, að til sé sæmilega efnað fólk, en allir séu ekki jafn- fátækir. Í fjórða lagi gerði miskunn- sami Samverjinn góðverk sitt á eigin kostnað, en ekki annarra. Í sjónvarpinu eru viðtöl á hverju kvöldi við fólk, sem vill gera góð- verk, en þegar nánar er að gáð, eru þau góðverk jafnan á kostnað annarra. Það eru engin takmörk fyrir manngæskunni, ef menn þurfa ekki að greiða sjálfir fyrir hana, en um leið hættir hún auð- vitað að vera manngæska. Við þurfum presta (og söfnuði), sem breyta eins og miskunnsami Samverjinn, en ekki eins og prest- urinn og levítinn, sem flýttu sér fram hjá ferðalangnum á vegin- um. Til þess þarf kirkjan að verða frjáls. Í DAG ÞJÓÐKIRKJAN HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Menn leita nú sem fyrr tilgangs í lífinu, athvarfs í hörðum heimi, siðferðilegra leiðbein- inga. Þeir vilja eiga saman helgistundir, gleðjast og syrgja í því samneyti við liðna og óborna, sögu sína og eðli, sem kirkjan býður upp á. Þessari djúpu og miklu þörf getur kirkjan best fullnægt, ef hún er óháð, laus undan kæfandi faðmlögum ríkisins. Skiljum að ríki og kirkju AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5. Víðtæk þjónusta Ritstjóri Morgunblaðsins rekur ekki aðeins sakamálaráðgjöf og þýðing- arstofu eins og frægt hefur orðið. Á skrifstofu hans er líka lítil - en vafalaust áhrifamikil - vottunarstofa þar sem for- stjórar fyrirtækja geta fengið uppáskrift um gæði starfsemi sinnar og jafnvel eigið siðferði. Í sviptingum viðskiptalífs- ins þykir sumum gott að hafa slíkt vott- orð í vasanum. Hafa ber þó í huga að breytingar eru örar á þessum vettvangi og vottorðin gilda aðeins þar til þau eru afturkölluð. „Standa undir ábyrgð“ Í ársbyrjun 2004 fjallaði ritstjóri Morg- unblaðsins um nýja eigendur Flugleiða í forystugrein blaðsins. Svohljóðandi vottorð var þá gefið út: „Það er mikil ábyrgð fólgin í því að taka að sér eignarhald á svo stórum hlut í Flugleið- um. Þeir Jón Helgi Guðmundsson og Hannes Smárason og fjölskyldur þeirra hafa sýnt að þeir eru til þess fallnir að standa undir slíkri ábyrgð.“ Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Annar ofangreindra, Hannes Smárason, virðist orðinn persona non grata í augum ritstjórans sem lætur starfsmenn vott- unarstofunnar hringja í helstu eftirlits- stofnanir þjóðfélagsins til að þráspyrja um það hvort viðkomandi sé ekki örugglega undir opinberri rannsókn og ef svo er ekki, hverju það sæti. Enn heilagur Bót er í máli að um hinn manninn, Jón Helga Guðmundsson, eiganda Byko, Krónunnar og fleiri stórfyrirtækja, er enn skrifað eins og um dýrðlinga í heilagra manna sögum. Í viðskiptapistli ritstjórans, Innherja, í Morgunblaðinu í gær er Jón Helgi góði maðurinn í verð- stríði Byko og Húsasmiðjunnar, fullyrt er að lágt vöruverð í Bónusi sé honum að þakka (!) og rúsínan í pylsuendan- um er svo uppástunga ritstjórans um að það kæmi sér vel fyrir landsmenn ef „Jón Helgi og hans fólk keyptu Iceland Express“. Segi menn svo að fjölmiðlar séu hlutlausir í stríði viðskiptablokk- anna! gm@frettabladid.is Það er orðinn fastur liður nú síðastliðin ár að þegar þing Norðurlandaráðs kemur saman heyrast raddir um að leggja beri stofnunina niður. Hún sé orðin óþörf og úrelt. Einkum er nefnt að of miklum tíma og peningum sé varið í veisluhöld, skálaræður og innihaldslitla málfundi. Þessi sjónarmið hafa orðið æ meira áberandi eftir að Danir, Finnar og Svíar gengu í Evrópusambandið. Í fyrra hvöttu tveir þingmenn á finnska þing- inu til þess að starfi Norðurlandaráðs yrði hætt. Þeir vildu í stað- inn efna til nýrra þingmannasamtaka ríkja í Norður-Evrópu. Í gær sagði leiðarahöfundur sænska dagblaðsins Dagens Nyheter að þótt Norðurlandaráð ætti sér glæsta sögu hefði það lokið hlutverki sínu og tími væri kominn til að kveðja það. Í blaðinu var kveðið fast að orði um gagnsleysi þingsins, sem nú fer fram í Reykjavík; fréttir af því skiptu engu máli og það sem fram færi væri lítils virði. Til samanburðar var nefndur fundur leið- toga Evrópusambandsins, sem nú fer fram í London. Það væri þýðingarmikil samkoma. Ekki verður því á móti mælt að dregið hefur úr mikilvægi þess að blásið sé til margra daga árlegrar samkomu þingmanna og ráðherra norrænu ríkjanna. Flestir veigamestu þættir nor- ræns samstarfs sem máli skipta hafa fyrir löngu komist í far- veg stofnana, reglna og venja sem ekkert þinghald þarf til að tryggja eða halda utan um. Í þessu sambandi nefnir Dagens Nyheter réttilega sameiginlegan vinnumarkað Norðurlandanna sem löngum hefur verið talinn mikilvægasti ávinningur sam- starfsins. Hann komst í gagnið fyrir hálfri öld og er jafn góður og gagnlegur norrænu þjóðunum þótt skál hans sé ekki drukkin árlega af nokkur hundruð prúðbúnum þingmönnum í dýrustu veislusölum Norðurlanda. Raunar virðist norrænt samstarf smám saman vera að þokast frá hinni dýru yfirbyggingu stofnanavæðingar undanfarinna áratuga. Hagræðing og sparnaður hafa um skeið verið meðal helstu umræðuefna á þingum Norðurlandaráðs og fundum norrænna ráðherra. Í tengslum við þingið í Reykjavík ákváðu ráðherrar Norðurlandanna á miðvikudaginn viðamikinn niður- skurð á stofnanaþætti norræns samstarfs. Um tuttugu sam- starfsnefndir og menningarstofnanir sem starfað hafa á vegum Norðurlandaráðs verða lagðar niður. Frá sjónarhóli Íslendinga er norrænt samstarf mikilvægt. Fjárframlög byggjast á höfðatölu og vegna fámennis þjóð-arinnar er hlutur okkar margfalt minni en ávinningurinn. Okkur vex því ekki eins í augum kostnaðurinn af starfseminni, sem Dagens Nyheter telur hins vegar allt of mikinn. En við eigum að skoða og meta allar ábendingar og athugasemdir sem snerta þetta samstarf. Vel má vera að enn megi hagræða á þess- um vettvangi án þess að það skaði norrænt samstarf, Kannski er of mikið borið í þinghaldið. Ef til vill er nægilegt að þing Norð- urlandaráðs sé til dæmis aðeins haldið á tveggja eða þriggja ára fresti. En ástæðulaust og óréttmætt er að einblína á veisluþátt þessarar samkomu og kostnaðinn, sem er óverulegur þegar litið SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Þing Norðurlandaráðs ekki eins áberandi og áður. Enn má hagræða Raunar virðist norrænt samstarf smám saman vera að þokast frá hinni dýru yfirbyggingu stofnanavæð- ingar undanfarinna áratuga. Hagræðing og sparnað- ur hafa um skeið verið meðal helstu umræðuefna á þingum Norðurlandaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.