Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 30
FÖSTUDAGUR 28. október 2005 3 FRANSKUR RÉTTUR SEM SÖNG- KONAN SIGNÝ SÆMUNDSDÓTTIR MÆLIR MEÐ Á HAUSTDÖGUM. 1 kg kjúklingur í bitum 2 msk. smjör smá hveiti 3 dl soð (vatn og teningur) 1 msk. tómatsósa 50 g beikon 100 g sveppir 100 g laukur salt pipar steinselja Kryddlögur 1/2 flaska létt rauðvín 1 gulrót 1 laukur 1 lárviðarlauf 1 tsk. timjan steinselja Kjúklingabitarnir eru lagðir í kryddlöginn og látnir standa þar í nokkra klukkutíma. Síðan er lögurinn sigtaður frá og bitarnir þerraðir og steiktir. Sömuleiðis eru sveppirnir steiktir og laukurinn og beikonið. Öllu blandað saman og sett í eldfast mót með loki, það sett í ofn og rétturinn soðinn í 30-40 mínútur við 200 gráður. Áður en hann er borinn fram er steinseljan klippt yfir. „Þetta er herramannsmatur með brauði og hrásalati,“ segir Signý og bætir við að lokum. „Svo er maður búinn að opna rauðvíns- flösku til að láta í löginn og það er sjálfsagt að deila henni í góðum félagsskap. Opna svo bara aðra þegar rétturinn er tilbúinn! uppskrift Hani í víni The International Wine and Spirit Competition í London útnefndi í byrjun þessa árs spænska vínhúsið Baron de Ley besta spænska vínframleiðandann síðastliðið ár. Hér á landi hefur vínið einnig hlotið góðar viðtökur vínrýna og vínþjóna. Um síðustu helgi var í fyrsta skipti veitt viðurkenningin „Gyllta glasið“ sem Vínþjónasamtök Íslands veita. Inn- flytjendur tilnefndu vín í verðflokknum 1.200 til 1.500 kr. og sáu keppendur á Norðurlandamóti vínþjóna um að velja tíu bestu vínin. Eitt þeirra tíu vína sem hlutu „Gyllta glasið“ var Baron De Ley Reserva. Vínhúsið Baron De Ley var stofnað 1985 og hefur á þessum skamma tíma unnið sér inn orðstír sem nútíma- legt vínfyrirtæki sem framleiðir gæðavín á góðu verði. Sagan hófst á því að eigendurnir keyptu Imaz-setr- ið, sem er við bakka árinnar Ebro, í byrj- un árs 1980. Í kringum setrið var mikið af gömlum vínekrum og munkaklaustrið „Finca Mona- sterio“ frá 16. öld sem er bæði notað undir höfuðstöðvar og vínkjallara fyrir Baron De Ley auk þess sem helsta vín fyrirtækisins er nefnt eftir því. Eigendurnir plöntuðu um 90 hekturum af vínvið þar sem meirihlutinn var þrúgan tempranillo. Að auki var plantað um 20 hekturum af cabernet sauvignon-þrúg- unni sem er leyfilegt að gera samkvæmt spænskum lögum í tilraunaskyni en mjög strangar reglur gilda um hvaða þrúgur eru notaðar í vín frá Rioja þar sem tempranillo er ríkjandi. Mikið gæðaeftirlit er með vínupp- skerunni og eru allar þrúgur handtíndar til þess að auka á gæðin. Vínið er svo sett yfir á eikartunnur þar sem amerísk eik er notuð í meirihluta en í bland við franska eik. Baron De Ley Reserva er frábært matarvín sem á vel við flest rautt kjöt og grillmat. Það hefur notið sívaxandi vinsælda hér á landi og fæst nú í öllum helstu vínbúðum. Verð í Vínbúðum 1.490 kr. Á haustin er sniðugt að fara og tína fjalla- grös. Fjallagrös eru holl og góð og þau má nota á ýmsan hátt. Það er tilvalið að sjóða fjallagrasamjólk úr fjallagrösum en uppskrift að henni er að finna í bókinni Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðar- dóttur. 25 g fjallagrös (1 hnefi) 1 1/2 l mjólk 1 tsk. salt 1 msk. púðursykur Grösin eru þvegin vel úr köldu vatni og hreinsuð. Þegar mjólkin sýður eru grösin látin út í. Soðið í fimm mínútur og saltað eftir smekk. Það bætir mjólkina að láta ofurlítið af sykri í hana. Einnig má sjóða mjólkina í tvær klukkustundir. Verður hún þá íþykk, límkennd og svolítill sætukeimur af henni. Lystugt er að borða súran blóð- mör með mjólkinni. Hollt Fjallagrasamjólk FJALLAGRÖS ERU HOLL OG GÓÐ. BARON DE LEY: Góðar viðtökur vínrýna og vínþjóna Frábær köld með kjúklingi og lambakjöti og út á pizzuna. Góð á saltkexið með rifsberjahlaupi og sem ídýfa. SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* Meistarakokkurinn Philippe Girardon og yfirmatreiðslu- meistari hans, Friðgeir Ingi Eiríksson, standa fyrir frönsk- um sælkeradögum á Hótel Holti. Friðgeir Ingi verður næsti keppandi fyrir Íslands hönd í Bocuse d‘Or matreiðslu- keppninni. Philippe Girardon er mörgum Íslendingum kunnur enda komið hingað til lands áður, matunnend- um til gleði. Girardon er eigandi veitingastaðarins Domaine de Clairefontaine sem er einn vin- sælasti staðurinn í Lyon. Veitinga- staðurinn hefur hlotið Michelin gæðastjörnuna og er Friðgeir Ingi Eiríksson yfirmatreiðslumeistari staðarins og hefur starfað hjá Gir- ardon frá árinu 2002. Friðgeir mun keppa fyrir hönd Íslands í Bocuse d‘Or 2007 mat- reiðslukeppninni sem er sú virt- asta í heiminum. Girardon hefur þjálfað alla íslensku keppendurna í Bocuse d‘Or keppninni og sér hann nú um að þjálfa Friðgeir. Girardon er bjartsýnn á keppnina og hefur mikla trú á Friðgeiri. Friðgeir er byrjaður að und- irbúa sig fyrir Bocuse d‘Or og kemur til með að nota Bress kjúkling sem aðalhráefni í rétt- inum sínum. Kokkarnir eru að þróa sig áfram í átt að eina sanna réttnum sem mun verða eldaður í Bocuse d‘Or og nýttu þeir tæki- færið til að kynna fyrir íslenskum blaðamönnum hugmyndirnar sem þeir eru að vinna með. Kokkarnir báru fram kjúkling frá Reykja- garði með trufflubragði, eldaðan í grísamaga. „Við erum sífellt að þróa nýjar aðferðir við verk- un, matreiðslu og úrbeiningu á kjúklingnum,“ segir Friðgeir. „Við prófum okkur áfram þang- að til við dettum á eitthvað nýtt. Við viljum líka tengja réttinn við Ísland. Kjúklingalærin eru söltuð og reykt í anda íslenskrar mat- reiðslu og langelduð.“ Keppendur munu hafa rúma tvo tíma til að klára réttinn og aukastig eru gefin fyrir flókna framleiðslu, sem sölt- un og reykjun er, þar sem það ætti að taka mun lengri tíma. Friðgeir og Girardon verða í eldhúsinu á Hótel Holti um helg- ina. Þar standa þeir fyrir frönsk- um sælkeradögum. Kokkarnir hafa sett saman sjö rétta matseð- il sem er ótrúlega girnilegur og bæði fágaður og frumlegur. Meistarakokkar í meistarakeppni Reykjagarðs kjúklingur með trufflum eldaður í svínsmaga. HEIÐA Friðgeir Ingi Eríksson yfirmatreiðslumeistari og Philippe Girardon meistarakokkur. HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.