Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 41
8 ■■■■ { tækniblaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ SongBook ferðaútvarpstækið er búið afar næmum FM/AM-móttakara. Stöðvarnar má stilla handvirkt eða með 10 forrituðum eftirlætishnöpp- um. SongBook-tækin geta einnig leitað eftir sendingum útvarps- stöðva. Vekjaraklukka er í tækinu með tuttugu mínútna lúrutakka. LCD-skjár sýnir stöðvaval ásamt klukku. Song- Book er með tengi fyrir aukatæki, auk tengis fyrir heyrn- artæki en hvort tveggja er með gúmmíhlífum. Ferðaútvarpið notar hefðbundnar AA alkaline rafhlöður eða hleðslurafhlöður (NiMH/NiCad). Hleðslutæki er innbyggt í útvarpið. Þá má tengja útvarpið við straum með 12V straumbreyti eða beint í 12V straum- gjafa. SongBook-útvarpstækin fást í sex litum. Þau eru nett og traust- byggð og komast til dæmis auðveldlega fyrir í skjala- töskum. SongBook út- varpstækin fást í Epal, Kokku, Duka, CM- búðinni og Mirale. Aðgangur að tölvupósti hvar og hvenær sem er Mikill áhugi er á BlackBerry samskiptatækinu frá Vodafone hér á landi. Gísli Þorsteins- son, upplýsingafulltrúi Og Vodafone, segir að fjölmörg fyrirtæki hafi nú þegar ákveðið að velja BlackBerry enda tryggi það örugg GSM- og tölvupóstsamskipti. tækið mitt } Ennþá að reyna að læra almennilega á hana Elva Dögg Melsteð blaðamaður segir nýju fínu tölvuna hennar vera uppáhaldstækið sitt. Elva Dögg, tölvan hennar og sonur hennar, Gylfi Þór Magnússon. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SIGURÐSSON „BlackBerry er fremsta þráðlausa samskiptatækið í dag en það gerir notendum mögulegt að vera í stöð- ugum tengslum við viðskiptavini, samstarfsmenn eða vini um GSM eða með tölvupósti,“ segir Gísli. Hann segir að tækið hafi slegið í gegn víða um heim enda sé það einfalt í notkun og einstaklega vel hannað fyrir tölvupóstsamskipti. Auk þess að vera farsími og tæki til þess að sýsla með tölvupóst býr yfir BlackBerry fjölmörgum viðbót- areiginleikum. Tækið býr yfir vafra, SMS/MMS, lista yfir tengiliði og dagbók sem er samstillt tölvupósti í tölvu notanda. „Hins vegar eru fjölmargir notendur sammála um að einn megin- kostur tækis- ins sé hversu mikinn tíma það sparar þeim í vinnu því þeir geti tekið á móti, svarað og skoð- að tölvupóst og viðhengi óháð stað og stund,“ segir Gísli. Tvenns konar lausnir fyrir Black- Berry eru í boði. Ann- ars vegar svokölluð BlackBerry Enterprise Solution og hins vegar BlackBerry Internet Service. „Og Vodafone getur með BlackBerry Enterprise Solution boðið viðskiptavinum sín- um upp á aðgang að tölvupósti um póstþjón sem er samtengdur póst- þjóni fyrirtækja. Með þessum hætti geta notendur meðal annars skoðað viðhengi og samþætt þjónustu fyrir síma, vafra, dagbók og aðrar upp- lýsingar.“ Gísli segir að BlackBerry Enter- prise Solution flétti hins vegar sam- an Microsoft Exchange, IBM Lotus Domino og Novell GroupWise og vinnur með þeim kerfum fyrirtækja sem fyrir eru. „Slík leið skapar ör- uggan og þráðlausan aðgang að tölvupósti og öðrum gögnum fyrir- tækisins um einn snertiflöt.“ Elva segir að valið hafi staðið á milli tölvunnar og sjónvarpsins og varð tölvan fyrir valinu. ,,Þetta er glæný fartölva með öllu saman. Hún samein- ar margt sem mér finnst svo skemmtilegt. Ég get horft á sjónvarpið í henni, ég get talað við vini mína í útlöndum, bloggað, lesið fréttir og bara allt. Svo er hún með risa stórum skjá og gott að horfa á hana.“ Elva segist hafa fengið hana fyrir um mánuði síðan og sé ekki einu sinni búin að læra al- mennilega á hana. Hún segist nota hana mest heima en einnig í vinnunni. ,,Það er kveikt á henni mestallan daginn, en meðan maður sinnir börnun- um þá fær hún smá pásu,“ segir Elva en vill samt ekki meina það að tölv- an fái meiri tíma en börnin. ,,Hún er samt sem áður mjög vinsæl,“ segir Elva að lokum. Gísli Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Og Vodafone. SongBook frá Tivoli Audio Tivoli Audio, framleiðendur hinna rómuðu Tivoli út- varpstækja, hafa sett á markað stafrænt ferðaútvarps- tæki með vekjaraklukku sem nefnist SongBook. Blackberry-tækið hefur notið mikilla vinsælda. 08-09 tækni lesið 27.10.2005 16:09 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.