Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 63
 28. október 2005 FÖSTUDAGUR34 menning@frettabladid.is ! Kl. 12.15Hildur Halldórsdóttur flytur fyrirlestur um tengsl lista- skáldsins góða og ljóta andar- ungans, þeirra Jónasar Hall- grímssonar og H.C. Andersen, í stofu 201 í Árnagarði. > Ekki missa af ... ... sýningu Þorbjargar Þorvaldsdóttur, Staðir fyrir minningar, sem nú stendur yfir í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. ... tónleikum finnska karlakórsins YL í Hallgrímskirkju í kvöld þar sem hann flytur eldri sem yngri tónlist. ... sýningunni Tími Romanovættarinn- ar í Rússlandi sem nú stendur yfir í Gerðarsafni í Kópavogi. Haraldur Jónsson myndlistarmað- ur opnar sýningu í 101 Gallery klukkan 17 í dag. Verk Haraldar hafa verið áber- andi í myndlistarlífinu að und- anförnu. Skemmst er að minnast ljósmyndasýningar hans á Þjóð- minjasafninu og sýningar hans í Hafnarhúsinu sem var hluti af Listahátið í Reykjavík 2005. Um þessar mundir eru verk Haraldar til sýnis á alþjóðlegum tvíæringi í Belgíu og í nóvember verður hann einn af fulltrúum Íslands á sýningunni Mythos und Melankolie í Köln í Þýskalandi. „Verk Haraldar Jónssonar eru stundum svo fínleg að þau virð- ast búin til úr engu,“ segir í texta Jóns Proppé um verk Haraldar. „Hið innra líf okkar er eitt megin- þemað í mörgum verkum Harald- ar og sýningin í 101 Gallery snýst um það: Tilfinningar, kenndir og geðshræringar.“ Haraldur opnar sýningu í 101 HARALDUR JÓNSSON Sýnir verk sín í 101 Gallery við Hverfisgötuna. Þegar átta hundruð karlar hefja upp raust sína í einu og syngja saman má búast við býsna voldugum hljómi. Þetta getur fólk upplifað um kvöldmatarleytið á morgun í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. „Miðbærinn í Hafnarfirði verður allur undirlagður af söngmönnum og gestum þeirra,“ segir Jón Kristinn Cortez, stjórnandi karlakórsins Þrasta í Hafnarfirði sem er gestgjafi hinna kóranna. „Hingað koma 19 kórar frá öllum landshlutum.“ Mótið hefst með æfingum í fyrramálið en síðan verða haldnir þrennir tónleikar klukkan 14 þar sem hver kór fær fimmtán mínútur til umráða. Tónleikarnir verða í Hafnarborg, Hásölum og Íþróttahúsinu við Strandgötu, og hver kór kemur fram á tvennum af þessum þrennum tónleikum. „Við ætlum síðan að ljúka landsmótinu með hátíðartónleikum í Íþróttahúsinu klukkan 18.30 þar sem allir kórarnir syngja saman með Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Þar flytjum við átta íslensk verk, allt saman stór karlakóralög eins og Brennið þið vitar.“ Raddir átta hundruð karla Í kvöld frumsýnir Vest- urport leikritið Woyzeck í Borgarleikhúsinu eftir frægðarför hópsins með verkið til London. Ingvar E. Sigurðsson leikur þar ógæfumanninn Woyzeck, sem þarf að kljást við áreiti úr öllum áttum. „Þetta er búið að vera ansi mikið ævintýri og mikil spenna,“ segir Ingvar E. Sigurðsson, sem leikur Woyzeck í uppfærslu Vesturports. „Ekki þó þannig að við værum stressuð að sýna þetta á ensku heldur var tíminn svo knappur fyrir alla tæknivinnnu. Sviðið þarna úti er allt öðruvísi en svið- ið sem við æfðum á, þannig að við vorum ansi brothætt á frumsýn- ingunni. En það hafðist samt og síðan vorum við að leika á hverj- um einasta degi þannig að núna erum við orðin ansi vel smurð held ég.“ Verkið var frumsýnt í Barbi- can Centre í London fyrr í mánuð- inum og hlaut frábæra dóma hjá gagnrýnendum þar ytra. Vesturp- ort hafði áður vakið athygli fyrir dirfsku þegar hópurinn sýndi Rómeó og Júlíu á sama stað. Ýmislegt fleira er á döfinni hjá Vesturporti erlendis, þótt enn hafi ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Leikhús í fleiri löndum hafa boðið hópnum að koma með bæði Woyzeck og Rómeó og Júliu. Einnig hefur Brim, verk Jóns Atla Jónassonar, vakið athygli út fyrir landsteinana. „Það eru að koma leikhússtjór- ar frá Bretlandi að horfa á okkur, en maður veit aldrei hvað kemur út úr svona hlutum.“ Woyzeck er eftir þýska leik- skáldið Georg Büchner, skrifað á nítjándu öld, en í meðförum Vest- urports tekur leikritið á sig tölu- vert breytta mynd. „Það er svo auðvelt að leika sér með þetta leikrit og menn hafa oft leyft sér það. Þetta eru mjög knappar og stuttar senur sem hægt er að raða upp á alla vegu.“ Sýningin breyttist líka heilmik- ið í meðförum leikhópsins meðan á sýningum stóð úti í London. „Það höfum við svo sem alltaf gert, líka með Rómeó og Júlíu og líka Brim. Við höfum alltaf verið að endurskoða verkin og oft tekið extra æfingar og breytt senum. Þetta er aldrei endanlegt hjá okkur.“ Leikarar í sýningunni, auk Sigurðs, eru þau Árni Pétur Guð- jónsson, Björn Hlynur Haralds- son, Erlendur Eiríksson, Harpa Arnardóttir, Jóhannes Níels Sig- urðsson, Nína Dögg Filippusdótt- ir, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egill Egilsson og Víkingur Kristj- ánsson. Auk þess tekur 11 manna karlakór þátt í sýningunni. Leikstjóri er Gísli Örn Garð- arsson en tónlistin er eftir ekki minni menn en Nick Cave og Warren Ellis. „Woyzek er fátækur maður,“ segir Ingvar um persónuna sem hann leikur. „Hann reynir að drýgja tekjurnar með því að vera tilraunadýr hjá vísindamanni eða lækni sem er að rannsaka hegðun mannsins, hegðun dýra og hegðun náttúrunnar. Woyzeck er orðinn hálf skrýtinn af þessum tilraun- um og svo bætist ofan á að hann heldur að konan hans hafi svikið sig. Hann er mjög þjakaður af alls kyns áreiti.“ Woyzeck stígur á svið ÚR WOYZECK Ingvar E. Sigurðsson og Víkingur Kristjánsson í hlutverkum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.