Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG Pantanir í síma 483 4700 info@hotel-ork.is • www.hotel-ork.is jólaeyra page 1 Thursday, October 13, 2005 13:08 Composite ARNALDUR INDRIÐASON Vetrarborgin kemur út á miðnætti Gestir geta fengið hlutverk í Mýrinni FÓLK 34 VEÐUR Vitlaust veður var í Vestur Húnavatnssýslu í gær og höfðu Lögregla og björgunarsveitir á svæðinu í nógu að snúast. Úrkoma var mikil og skyggni ekkert svo margir vegfarendur lentu í vand- ræðum. Einhverjir voru fastir í bílum sínum vegna ófærðar eða þorðu ekki að aka áfram vegna skyggnis. Þá höfnuðu nokkrir bílar út af. Að sögn lögreglunnar á Blöndu- ósi var veðrið svo slæmt að flestir hættu sér ekki út úr bílum sínum. Björgunarsveitir á Blönduósi, Hvammstanga og Laugabakka voru kallaðar út og aðstoðuðu veg- farendur við að koma sér af stað eða fluttu fólkið í skjól. Að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands má búast með áframhald- andi éljagangi á Norður- og Aust- urlandi í dag. Hann reiknar með því að um miðja vikuna fari að hlýna og snjóa gæti farið að leysa á miðvikudag eða fimmtudag. Aftakaveður á Norðvesturlandi: Fólk fast í bílum ÖRN ÁRNASON: Endurnýjaði pallinn svo hann er sem nýr *hús *fasteignir Í MIÐJU BLAÐSINS Flýgur frjáls Ítalinn og tónlist- armaðurinn Leone Tinganelli lætur drauminn rætast með sinni fyrstu plötu þar sem hann syngur um ástina og lífið. FÓLK 34 MÁNUDAGUR 31. október 2005 – 294. tölublað – 5. árgangur Sími: 550 5000 ���������������������� � �� � � SLYDDA EÐA SNJÓKOMA á Vestfjörðum og Norðurlandi, rigning eða slydda austan og suðaustan til. Gæti dropað suðvestan til. Hiti 2-5 stig syðra en við frostmark nyrðra. VEÐUR 4 ÍRAK Varnarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna telur að 26.000 Írakar hafi látist í árásum skæruliða í landinu síðan í janúar á síðasta ári. Tala þeirra sem falla dagslega virðist jafnframt vera að aukast jafnt og þétt samkvæmt ráðu- neytinu. Þetta eru fyrstu opin- beru tölurnar sem eru birtar af mannfalli Íraka á þessu tímabili. Að sögn ráðuneytisins deyja eða særast yfir 60 heimamenn á degi hverjum. Stríðið í Írak: Um 26 þúsund Írakar fallnir STJÓRNMÁL Megn óánægja er meðal sveitarstjórnarmanna í Suðvestur- kjördæmi með breytt fyrirkomu- lag í samskiptum við þingmenn kjördæmisins. Í umræðum utan dagskrár á fundi Sambands sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) á föstudag var talað um að sniðganga fundinn. Í stað þess að funda með hverri sveitarstjórn fyrir sig verður stór fundur í félagsheimili Kópavogs í dag. Árni M. Mathiesen, fjármál- aráðherra og fyrsti þingmaður kjördæmisins, boðaði til fundarins fyrir hönd þingmannanna. Sveitarstjórnarmenn telja sig sumir ekki geta tjáð sig jafnfrjáls- lega við þingmennina og öðrum finnst tímasetning in erfið. „Það er svolítið einkennilegt að boða þetta á vinnutíma því flestir bæjarfull- trúar eru náttúrlega í fullri vinnu,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, for- seti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi. „Á föstudaginn heyrði maður að rosalegur urgur var í liðinu,“ segir Einar Sveinbjörnsson, bæjarfull- trúi í Garðabæ. Hann segir að í ljósi þess hve þingmenn mættu illa á fund SSH hafi verið rætt um að snið- ganga fundinn í dag. Einungis þrír af 33 þingmönnum Reykjavíkurkjör- dæmanna og Suðvesturkjördæmis, Guðmundur Hallvarðsson, Sigurrós Þorgrímsdóttir og Valdimar Leó Fri- ðriksson, mættu fyrir helgi. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir óánægju mikla með tilhögun fundarins. „Það er kjördæmavika og öllu troðið á einn dag. Auðvitað eiga þingmennirnir að koma og ræða okkar mál í sveit- arfélaginu. Það er eins og verið sé að ota bæjarfélögunum saman,“ segir hann og telur lítinn áhuga á því meðal sveitarstjórnarmanna að metast um hvaða vegaframkvæmd- ir ættu helst að vera í forgangi. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, tekur undir að svo virtist sem sveitar- félögum væri att saman. „Þetta er náttúrlega ekki boðlegt og ekki sti- llt upp fyrir sveitarfélögin, heldur þannig að þetta sé sem þægilegast fyrir þingmennina.“ Ármann Kr. Ólafsson, sem bæði er bæjarstjórnarmaður í Kópavogi og aðstoðarmaður Árna Mathiesen, segir nýtt fyrirkomulag eiga að hafa í för með sér meiri heildarsýn á mál kjördæmisins. „Lagt er upp með að fá fulltrúa vegagerðar og ráðuneyta til að fara yfir verkefni á sameigin- legum fundi þar sem þingmenn og sveitarstjórnarmenn geta skiptst á skoðunum,“ segir hann og furðar sig á óánægjuröddum. -oká Sniðganga fund með þingmönnum Sveitarstjórnarmenn í Suðvesturkjördæmi eru ósáttir við þingmenn kjördæmis- ins. Ráðstefna á að koma í stað hefðbundinna funda í kjördæmaviku. Stelpudagur hjá Haukum Kvennalið Hauka í handbolta og körfubolta voru í eldlínunni í gær að Ásvöllum. Hið unga körfuboltalið félagsins lagði Keflavík og svo vann handbolta- liðið góðan sigur á Stjörnunni. ÍÞRÓTTIR 27 Byltingin Um konur á vinnumarkaði var haft hugtakið „að vinna úti“, sem hljómaði óneitanlega svolítið eins og að „verða úti“. Vinnumarkaðurinn var með öðrum orðum skil- greindur sem útlönd fyrir konur, útskúfun – eða útlegð. Í DAG 16 ROSA PARKS BORIN TIL GRAFAR Hundruð manna voru viðstödd minningarathöfn í Alabama þegar Rosa Parks var borin til grafar í gær. Parks, sem var 92 ára þegar hún lést, er frægust fyrir að hafa neitað að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni í Alabama árið 1955. Er hún almennt talin eiga stóran þátt í jafnréttisbaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum. SÆRÐ ÍRÖSK STÚLKA Fjöldi Íraka hefur særst síðan ráðist var inn í landið. SVEITARSTJÓRNARMÁL Hvorki Gísli Marteinn Baldursson né Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson sem berjast um fyrsta sætið á lista sjálfstæð- ismanna í komandi borgarstjór- anarkosningum telja tímabært að huga að eyjabyggð. Í vor kynnti borgarstjórnarflokkur Sjálfstæð- isflokks hugmyndir um allt að 30 þúsund manna byggð í Örfirisey, Álfsey, Engey, Viðey og í Geld- inganesi. „Hugmyndir okkar sjálfstæð- ismanna voru góðar til að sýna fram á suma af þeim möguleikum sem okkur standa til boða í fram- tíðarbyggingarlandi. Við verðum hins vegar að horfast í augu við staðreyndir,“ segir Gísli Mart- einn og bendir á að Reykvíkingum muni ekki fjölga um nema 20 til 30 þúsund til ársins 2045. „Framtíð- arbyggingarland okkar Reykvík- inga tel ég að sé í Geldinganesi þar sem við getum gert fallega 10 þúsund manna byggð og í Vatns- mýri þar sem við getum sett til dæmis 15 þúsund manna byggð.“ Hugmyndir um eyjabyggð telur hann ekki vera inni í myndinni næstu 50 árin. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson áréttar að hugmyndirnar sem borgarstjórnarflokkurinn kyn- nti í vor hafi verið framtíðarsýn sem í meginatriðum hafi fengið mjög góðar undirtektir. „Umfjöll- un okkar um nýjar skipulagshug- myndir og framtíðarsýn í þeim efnum og umfjöllun um önnur mikilvæg skipulagsmál, svo sem Vatnsmýrina, hafa breytt og frísk- að umfjöllun borgarbúa um þessi mikilvægu hagsmunamál,“ segir hann og telur framtíðarbygging- arland borgarinnar vera í Geld- inganesi, Úlfarsfelli, Vatnsmýri og svo kannski eyjabyggð. „Þarna erum við að tala um ferli og land- nýtingu sem eiga mun sér stað á næstu áratugum.“ - óká Baráttumenn um oddvitasæti sjálfstæðismanna í Reykjavík: Hættir við byggð í eyjunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.