Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						16
TÍMINN
Sunnudagur 2. nóvember 1975.
M vndhöggvariiin Asmundur
Sv einsson. sjállur líkt og höggv-
iim iii úr bjórgum landsins, seg-
ir i texta með þessari teikningu
líerts Olls.
SVEN O. Bergkvist er maður,
sem margir Islendingar
kannast vjð frá ferðum hans
hingað. Fyrir nokkrum árum
skrifaði hann bók um tsland og
nefndi í fótspor Engströms. Nú
fyrir skömmu er komin út eftir
hann ný Islandsbók, A barmi
eldgigsins (Pa vulkanens
brant) Þessa bók hefur hann
gert isamvinnu við annan Svia,
Bert Olls, sem lagt hefur til
margar teikningar — sumar
býsna skemmtilegar.
Nafn bókarinnar er sýnilega
valið með fleira én eitt i huga.
bað skirskotaði öðrum þræði til
þess, að tsland er eldfjallaland,
og fólk sums staðar i þvi nábýli
við eldinn i iðrum jarðar, að út-
lendingum getur miklazt. Þetta
er nábýli, sem sannazt hefur i
Vestmannaeyjum og einnig gæti
sannazt viðar, til dæmis á
Reykjanesskaga. En öðrum
þræði vakir fyrir höfundi,
hversu hlálega efnahagsmálum
er háttað á tslandi, þar sem
verðbólgan og viðskiptahallinn
kallast á eins og tröllin i fjöllun-
um og aukast með goskynjuðum
hraða.
Sven 0. Bergkvist kemur viða
við i bók sinni, sem þó er ekki
nema um tiu arkir — þar i f jöldi
teikninga. Að hætti margra út-
lendinga, sem skrifa ferðabæk-
ur af svipaðri gerð, f jallar hann
um Þingvelli og Gullfoss og
Geysi, Reykholt og Mývatns-
sveit, fornsögurnar og islenzka
barmi
gígsins
hestinn (það hefur verið gert i
þess konar bókum i hundrað ár)
og það, sem siðar er til komið:
Halldór Laxness, Vestmanna-
eyjar og hvalveiðar tslendinga,
sem vekja viða ugg og ógeð. En
hann ber miklu viðar niður.
Hann lýstir stórborginni litlu,
Reykjavik, sem mörgum útlend
ingum finnst ekki vera það ts-
land, er þeir vilja kynnast, og
Akureyri með öll umsvif sam-
vinnuhreyfingarinnar og
Matthiasarkirkjuna, þar sem
hærra rið er upp að ganga er tið-
ast gerist i guðshús — eiginlega
umtalsverður hluti af leiðinni til
himna,enda erekkiá færi nema
tölvisra manna að telja þrepin.
Hann segir grein á skáldum og
listamönnum, og hann drepur á
vegina, em ekki fá háa einkunn,
jarðskjálftana i Borgarfirði i
fyrrasumar, hersetuna á Kefla-
vikurflugvelli og verksmiðjur
og náttúruvernd. Hann á orða-
stað við Nýalssinna og Asatrú-
armenn, sem hann komst i
kynni við fyrir meðalgöngu
hjálpsams prests, og hann segir
frá börnum, sem byrja að
drekka ellefu ára, og viðræðum
sinum við fólk i landshlutum,
sem hafa verið afræktir af
stjórnmálamönnum og goldið
fyrir það með herskörum af
ungu fólki, er leitað hefur brott.
Þessi bók er öll hin læsileg-
asta, og hún hefur það fram yfir
mikinn fjölda bóka, sem útlend-
ingar skrifa um tsland og ts-
lendinga, að yfirleitt er rétt frá
skýrt og fyllstu hófsemi gætt i
dómum og ályktunum. Það er
ekki nema á örfáum stöðum, að
höfundinum skeikar, svo sem
þar sem helzt er að skilja af
samhenginu,   að   Drekkingar-
hylur hafi verið aftökustaður i
fornöld, og danska einokunin
hafi komið til sögunnar i lok
átjándu aldar, þegar henni var
raunar aflétt. Það er Hka mis-
skilningur, að fólk hafi búið i
hellinum á Laugarvatnsvöllum i
heimsstyrjöldinni siðari, þvi að
búsetuna þar hefði hann átt að
miða við heimsstyrjöldina fyrri.
Um það má deila, hvaða fólks er
getið I bókmenntakaflanum og
hvers er látið ógetið, en óneitan-
lega rekur maður upp stór augu,
þegar Sigrúnar Jónsdóttur er
getið, þegar Örfáir fremstu
myndlistarmenn þjóðarinnar
eru nefndir.
En þetta er allt léttvægt, þeg-
ar litið er á kosti bókarinnar.
Sums staðar gripur höfundur
til upplifgandi gamansemi. Eitt
dæmi er frá tslandsferð höfund-
ar á árunum upp úr 1960. Hann
Allsherjargoðinn Sveinbjörn Beinteinsson, sem er einbúi og
hugsuður inn á milli fjallanna á sumrin, er skáld f höfuðborginni
á vetrum með tíðar setur á kaffistofunni Mokka.
hafði mælt sér mót við þing-
mann á Austurvelli, en honum
seinkaði dálitið. Þessi þingmað-
ur, sem maður grunar annars
um ofurlitla drýldni, var löglega
afsakaður, þótt stundvisin
brygðist. A fund hans hafði
komið bóndi af Norðurlandi,
sem flutti honum langt kvæði
með endarimi, miðrimi og
höfuðstöfum — harða ádeilu á
stjórnarfarið og kröfu um nýja
og betri skipan mikilvægustu
mála. Þingmaðurinn, sem
skilja má, að verið hafi stjórn-
arsinni, varð að tylla sér niður
og visa ásökunum norðlenzka
bóndans á bug i jafndýrkveðnu
máli. Og þetta hafði tekið ofur-
litl'a stund.
Annað dæmi um svipaða
glettni, er hann segir frá þvi, er
Asatrúarmenn fengu fyrirheit
forsætisráðherrans um það, að
söfnuður þeirra skyldi fá viður-
kenningu stjórnvalda. Þá gerð-
ust nefnilega teikn og furður.
,,Þegar þeir hittust, forsætis-
ráðherrann og goðinn, sló niður
eldingu, svo að öll Reykjavikur-
borg myrkvaðist. Eftir það vildi
rikisstjórn ekki hætta á annað
en veita Asatrúnni viðurkenn-
ingu".
JH
Kgill Skallagrimsson i rekkju sinni að Böðvari drukknuðum ug
Þorgerður dóttir hans að tclja hann á aðyrkja Sonatorrek.
Kgill Skallagrimsson ber hornið að vörum
Irainan i hann.
ef til vill i drykkjustofu Armóðs, áður en hann spúOi
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40