Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 2. nóvember 1975. TÍMINN 17 Vetraráætlun Vængja gengin í gildi: Dag- legar ferðir til Snæ- fellsness MÓ—Reykjavik. Nýlega gekk vetraráætlun Vængja h.f. í gildi. Með henni er stefnt að meiri nákvæmni i tfmasetningu, en áð- ur hefur verið, og þvi ætlaður rýmri timi fyrir hverja ferð en áöur hefur verið. Þá er um aö ræða fjölgun á ferðum til Snæfellsness og er nú flogið þang- að dagiega. Innan skamms er áætlað að hefja áætlunarflug til Súganda- fjaröar og hefst það vonandi um miðjan nóvember. Þá heldur Flugfélagið Vængir uppi áætlunarflugi til 12 staöa á land- inu, og eru farnar um 40 áætlunarferðir á viku. Fastar áætíunarferðir eru þrisvar I viku til Bildudals og Flateyrar. Til Blönduóss og Siglufjarðar eru ferðir fjórum sinnum i viku, en daglega til Ólafsvikur og Stykkishólms. tvisvar i viku er svo flogið til Hólmavlkur, Gjögurs, Hvamms- tanga og Reykhóla, og ef óskað er, er komið við i Búðardal, þegar flogið er til Reykhóla. Ein ferð er i viku til Mývatns. Auk þessa eru farnar aukaferð- ireftir þörfum, og likur eru taldar til að þær verði með mesta móti i vetur. Nú eru fjórar flugvélar i eigu félagsins. Tvær þeirra eru 19 sæta af Twin Otter-gerð og tvær 9 sæta af Islander-gerð. Á þessu ári er áætlað, að farþegafjöldi með vélum félags- ins verði um 30 þúsund, og er það um 25% aukning frá fyrra ári. Verðlauna teikningar af nytsömum byggingum „VERÐLAUNASJÓÐUR dr. phil. Ólafs Danielssonar og Sigurðar Guðmundssonar arkitekts” var stofnaður árið 1954 af frú Svan- hildi ólafsdóttur, dóttur hins fyrrnefnda og eiginkonu hins sið- arnefnda. Tilgangursjóðsins er tviþættur, annars vegar að verðlauna is- lenzkan stærðfræðing, stjörnu- fræöing eða eðlisfræðing, og heita þau verðlaun „Verðlaun Ólafs Danielssonar”, en hins vegar að verðlauna teikningar Islenzkra arkitekta aö nytsömum bygging- um i landinu eða skipulagningu innanbæjar i Reykjavik, að und- angenginni samkeppni, og heita þau verðlaun „Verðlaun Sigurðar Guðmundssonar”. Fjórum sinnum hafa „Verðlaun Ólafs Danielssonar” verið veitt, og hlutu þau prófessorarnir dr. Leifur Asgeirsson, dr. Trausti Einarsson og Þorbjörn Sigur- geirsson, og dr. Guðmundur Pálmason, forstööumaður jarð- hitadeildar Orkustofnunarinnar. Verðlaununum er úthlutað án umsókna. t stjórn verðlaunasjóðsins eiga sæti Guðni Guðmundsson rektor, dr. Halldór í. Eliasson prófessor og Birgir Thorlacius ráðuneytis- stjóri. Flugvél Vængja á Reynihliðarflugvelli. Timamynd G.E. Hérsésthún Brúnka á beit á bökkum Vatnsdalsár, skammt fyrir framan Eyjavatns- bungu. Hún lætur litiö yfir sér og viröist hin rótegasta, en myndin af henni var tekin úr flugvél I vikunni. Ekki er Brúnka þó alltaf svona róleg. Tvisvar lentu gangnamenn i miklum eltingaleik við hana i haust, og I bæði skiptin fór hún með sigur af hóimi, og gengur þyi ennþá iaus frammi I af- réttinni. Innan skamms munu menn verða sendir fram á heiöina og gera tilraun til að sækja hana. Þá er hætt við að þetta villta hross verði að láta I minni pokann og verði rekið til byggða, ásamt folaldinu sinu, sem var skammt frá henni, þegar við flugum þarna yfir Grimstunguheið- ina. Timamynd MÓ. 10. október 1936, sonur Haralds Kristinssonar húsasmiðs og Helgu Benónýsdóttur. Hann stundaði i æsku margvisleg störf, bæði á sjó og landi. Lærði ungur að fara með blýant og vatnsliti, svo að snemma hefur beygzt krókurinn til þess, sem verða vildi. Námsferil á hann langan aö baki. Tvitugur að aldri lauk hann búfræðinámi eftir tveggja vetra dvöl á Hvanneyri, og siðan eins árs nám i búfræðideild Mennta- skólans á Laugarvatni. Tvo vetur var hann við nám i Handiða- og myndlistarskólanum i Reykjavik, og sömuleiðis tvo vetur i Mynd- listaskólanum. Þá stundaði hann nám i Þýzka- landi og Noregi. Hann lauk smiðakennaraprófi frá Handa- vinnudeild Kennaraskólans, og frá rikisskóla i Noregi lauk hann kennaraprófi i myndlistum með litaíræði og skrift sem aðal- greinar. Hann hefur ásamt öðrum gefið út kennslubók i leturgerð. Að sögn Björgvins sýnir hann tæplega 70 verk á sýningunni i Norræna húsinu. Eru það túss- myndir, túss- og vatnslitamyndir, kolmyndir, oliumálverk, skúlp- túrar og lágmyndir. Björgvin er sjóðaður vel i list sinni, og meðal kunnra verka eftir hann er höggmynd Reykja- vikurborgar „Landnám”, sem er hálfur fimmti metri á hæð, og er myndinni fyrir komið við Háa- leitisbraut. -JG. Björgvin Sigurgeir sýnir í Norræna húsinu Björgvin Sigurgeir Haraldsson hefur opnað málverkasýningu i Norræna húsinu, og stendur sýning hans til 9. nóvember. Björgvin hélt einkasýningu i Unuhúsi árið 1968 og hann hefur sýnt myndir sinar á samsýning- um FÍM frá árinu 1963. Þá liefur hann og tekið þátt i samsýning- um. Björgvin er kennari við Myndlista- og handlðaskóiann i Reykjavik og kennir þar litafræði og skrift (lcturgerð). Björgvin Sigurgeir Haraldsson fæddistað Haukabergi i Dýrafirði /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.