Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 33

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 33
Sunnudagur 2. nóvember 1975. TÍMINN 33 stórt tjald, sem her- mennirnir áttu. — Þetta var nú verri sagan, sagði lestin við sjálfa sig. — Nú sit ég föst, þvi að ég kann ekki að aka aftur á bak. Og svo fór hún að hágráta. Kisa litla, sem hafði heyrt i henni hljóðin og haldið að þarna væri mús á ferðinni, kom nú hlaupandi inn i tjald- ið. — Nú, ert þetta þú? sagði kisa undrandi, Af hverju ertu að gráta? — Ég er að gráta af þvi að ég kemst ekki út úr tjaldinu, sagði leik- fangalestin snöktandi. Og ég sé svo mikið eftir þvi að hafa farið út af sporinu. — Blessuð hættu þessu væli, sagði kisa. Ég skal hjálpa þér. Svo dró kisa ^eik- fangalestina yíir þvert barnaherbergisgólfið og ýtti henni upp á teinana. Og mikið var litla lestin fegin að vera aftur kom- in heim. Nú gat hún ekið þennan gamalkunna hring án þess að óttast, að hún lenti i árekstrum. Hún blés glaðlega til brottferðar, ók varlega út af járnbrautarstöð- inni i Litlabæ, gegnum göngin, yfir brúna og aftur inn á stöðina, alveg eins og hún hafði alltaf gert. , ; Suóurnesjamenn athugió: Vió flytjum nú frá Hafnargötu 31 Vatnsnesveg 14 VCRZLUNRRBflNKI ÍSIRNDS Hf ÚTIBÚ KEFLAVÍK SÍM11788 Lausar stöður íslenzka járnblendifélagið h.f. auglýsir hér með eftir umsóknum um eftirtalin störf við járnblendiverksmiðju félagsins að Grundartanga i Hvalfirði. I. Stýritölvufræðingur (process control computer engineer) 'Umsækjendur þurfa að hafa B.S. próf eða jafngildi þess i rafmagnsverkfræði og gott vald i enskri tungu. Starfsreynsla i gerð forskrifta og notkun tölva er æskileg, en ekki nauðsynleg. Umsækjendur verða að vera fúsir til þess að fara innan skamms til Bandarikjanna til þjálfunar og starfa að hliðstæðum verk- efnum hjá Union Carbide Corporation, og að þvi búnu að vinna að uppsetningu, próf- un, gerð forskrifta og starfrækslu stýri- tölvu verksmiðjunnar. 1. Málmfræðingur (metallurgist) Umsækjendur þurfa að hafa menntun á sviði málmfræði eða ólifrænnar efnafræði, og gott vald á enskri tungu. Starfsreynsla er æskileg, en ekki skilyrði. Umsækjendur verða að vera fúsir til þess að fara utan til þjálfunar, ef þörf krefur. Starfið er fólgið i stjórnun i ofnhúsi undir yfirstjórn tæknilegs framkvæmdastjóra. Það nær til reksturs ofnanna, hráefna- blöndunar, aftöppunar og málmsteypu. Skriflegar umsóknir sendist til íslenzka járnblendifélagsins h/f, Lágmúla 9, Reykjavik—fyrir 17. nóvember 1975. Reykjavik, 24. október 1975 islenska járnblendifélagið hf. BYGGINGAVÖRUR Armstrong HLJÓÐEINANGRUNAR - PLÖTURog tilheyrandi LÍM Wicondeí) VEGGKORK í plötum KDRKOPLAST GÓLFFLÍSAR Armaflex PÍPUEINANGRUN Armstrong GÓLFDÚKUR GLERULL Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armúla 16 sími 38640

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.