Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Þriðjudagur 4. nóvember 1975
TÍMINN
11
ST
Allir málarar eiga sér sina
liti, sem eru hluti af þeim sjálf-
um, hugsun þeirra og eoli. Þrátt
fyrir margvisleg myndefni,
veröa myndirnar of einhæfar, ef
alltaf er verið mei> það sama i
penslunum. Einhversstaðar sá
ég það á prenti, eðn heyrði i
samtali, að nýrra tiðinda væri
að vænta úr húsi Einars
Hákonarsonar, þetta væri sem-
sé kveðjusýning til þessa lita-
timabils i ævi málarans. Það
eru út af fyrir sig góð tiðindi.
Það sem einkum gleður mann
á sýningu Einars Hák'onarson-
ar, er það, hversu markviss
vinnubröð hans eru orðin.
Af miklu öryggi segir einn
pensildráttur stóra sögu: verð-
ur fjall, sjór eða blóm.
Halia Haraldsdóttir.
Halla Haraldsdóttir
— myndir á bannsvæði
Þá langar mig til þess að
minnast á Höllu Haraldsdóttur,
sem nú sýnir á bannsvæðinu,
Kjarvalsstöðum.
Halla er á miðjum aldri, ættuð
frá Siglufirði, þar sem hún að
sögn vakti dálitla athygli fyrir
mynd, sem hún gerði fyrir
spitalann þar. Alla tið siðan
hefurhún unnið að myndlist, og
nú sýnir hún 81 verk að Kjar-
valsstöðum.
Myndir Höllu er gerðar úr
steypu (flestar).Þar eru mótuð
ýms form, og siðan er litað yfir
með ollu eða acryl-litum. Aðrar
myndir eru limdar upp með
lituðum smámiðum.
Um fyrri gerðina vil ég vera
fáorður, en upplimingar Höllu,
eru öllu betur i stakk búnar.
Sumar eru vel unnar, bæði aö
formi og lit. Vil ég þar til nefna
mynd, er hún nefnir „1
tunglskini nætur", og landslags-
mynd, sem hangir á fyrsta skil-
rúmi til vinstri, þegar gengið er
inn.
Halla Haraldsdóttir steypir
myndir sinar og málar yfir, hún
limiruppmiða(mosaik).Ég hef
áður fundið að þvi, að ýmsar
nýjungar i efni geta verið
hættulegar. Maður veit ekki,
hversu þær standast I timans
flaumi. Mé virðist sem mark-
mið Höllu Haraldsdóttur hlióti
að vera mosaik, sem hún annað
hvort gerir sjálf, eða lætur
gera. Ein mynd er gerð i
Þýzkalandi eftir upplimingu, og
sýnir hún< að ýmis framvinda
er hugsanleg i gerð slikra
mynda.
Sýning-.Höllu hefur hlotið lof-
samlegar viðtökur hjá al-
menningi, og mörg verk hafa
selzt, en menn eru ekki á einu
mali um gildi þess. Það er ýmist
taliö vera algildur mælikvarði á
lágkúru, eða hin eina og sanna
viðurkenning.
Kjarval eftir
dúk og disk
Sýningu barna Jóhannesar
Kjarvals hafa ekki verið gerð
sérstök skil I þessum þáttum,
þótt reynt hafi verið með skrif-
um að vekja athygli á afmæli
Kjarvals, að hann hefði orðið
niræður 15. október s.l. ef hann
hefði lifað.
Sýningin er uppsóp, ef svo má
að orði komast, á þvi siðasta,
sem eftir meistarann liggur eða
kemur fram.Þarna erumargar
dýrðlegar, litlar myndir.
Þrátt fyrir þetta verður ekki
sagt, að neitt verulega nýtt
komi þar fram, en áhugaverðir
hlutir eru á sýningunni, eins og
ávallt, þar sem myndir Kjar-
vals koma saman.
Hér verður ekki fjallað um
sýninguna, við það er engu að
bæta I sjálfu sér, en á hitt er að
Hta, að þarna er sýnt eitt og
annað af persónulegum skjölum '
Jóhannesar Kjarvals. Bækur
frá skólaárum, eintak af blaði
um listir, skjöl frá veðlánurum,
bréf, sem hann fékk. o. fl.
Ég hef áður vikið að þvi, að
reynt verði að koma Kjarval
„öllum til skila" við næstu
kynslóðir. Þeim, em áttu hann
að vini og samferðamanni,
verðura.m.k. aðendastaldur til
þess. Við vitum, að þeim er nú
sópað ofan I grafir, sem tilheyra
gullaldartimum Kjarvals sem
málara, og upp eru að vaxa
ungmenni, sem eru hærri til
hnésins en við, stóreygar ungar
manneskjur, sem hafa ekki
heyrt á Kjarval minnzt, nema
sem listmálara, ef að pau þá
vita það.
Ég veit ekki, hvort þessi skjöl
eru föl, eða hvort fleiri eru til en
sýnd voru almenningi i sjón-
varpinu, seinast I Vöku. En alla-
vega varða þau almenning lika,
ekki siður en afkomendur Kjar-
vals, þvi að I sumu tilliti eru
allir Islendingar afkomendur
Kjarvals         og         annarra
mikilmenna, sem lifað hafa i
landinu. Skjölin þyrftu að
komast I örugga vörzlu, ef þau
eru á annaö borð föl.
Auðvitað mun Kjarval lifa i
þúsundum mynda, sem hann
gerði, en myndirnar voru að-
eins hluti af meistaranum,
manneskjan bak við þær er lika
mikils virði fyrir stil
samtiðarinnar.
Jónas Guðmundsson.
Mynd frá Lundúnaárum Kjarvals 1912. „Himininn er hvitur og
helmingi mjórri", skrifar listamaðurinn.
Flautusónötur Bachs á fyrstu
tónleikum Kammermúsíkklúbbsins
Kammermúsikklúbburinn er
nú að hefja tónleikahald sitt á
nýju starfsári. Fyrstu tónleikarn-
ir verða hinn 16. nóv. n.k. Verða
þá fluttar tvær af flautusónötum
Jóhanns Sebastians Bachs og auk
þess partfta fyrir einleiksflautu.
Flytjendur verða Manuel Wiesler
(flauta), Helga Ingólfsdóttir
(sembal) og Pétur Þorvaldsson
(selló).
A timum Bachs tiðkaðist mjög
að semja tónverk fyrir flautuleik.
Nokkur óvissa rfkir um það, hve
margar flautusónötur Bach
samdi. Þær hafa oft verið taldar
sex. Af einni eru reyndar aðeins
til tveir kaflar. I þrem af sónötun-
um er leikið á sembal með flaut-
unni, en I hinum þrem er gert ráð
fyrir „basso Continuo" með flaut-
unni. Til þess voru áður notuð
sembal og eitthvert bassahljóð-
færi, t.d. fagott eða „viola da
gamba", strengjahljóðfæri svip-
að litlu selló en með fleiri strengj-
um. Viola da gamba er fágætt
hljóðfæri nú og er oftast leikið á
selló i staðinn.
Flautusónötur Bachs eru taldar
meöal merkustu tónverka, sem
samin hafa verið fyrir flautu.
Kammermúsikklúbburinn   beitir
sér nú fy rir þvi, að þær verði allar
fluttar hér, Hkt og hann hefur gert
um Brandenborgar-konserta og
sellósvltur Bachs. Er ráðgert, að
þær fjórar flautusónötur, sem eft-
ir eru, verði fluttar siðar á vetrin-
um.
Eftir nýár er ennfremur gert
ráð fyrir tónleikum, sem helgaðir
verða kammertónlist eftir
Brahms.
1 stjórn Kammermúsikklúbbs-
ins eru Guömundur Vilhjálmsson
lögfræðingur, formaður, Einar B.
Pálsson verkfræðingur, Dr.
Jakob Benediktsson og Þórarinn
Guðnaspn læknir.
Öld
aóbaki
og enn ung
Zoéga nafnið hefur nú verið tengt ferðamálum á íslandi í heila öld.
Að þeirri reynslu býr ferðaþjónusta Zoéga i dag.
Húnerung
í anda, fersk og hugmyndarík. Við
bjóðum yður ferðir jafnt til fjölsóttra
staða sem lítt þekktra, innan lands
og utan. Við tryggjum yður góðan
aðbúnað bæði á leiðinni og í áfanga.
Húnerauðug
af reynslu heillar aldar. Viðskipta-
sambönd okkar erlendis hafa
staðið í allt að 100 ár. Við vitum
af reynslunni hvaða þjónustuupp-
lýsingar eru áreiðanlegar. Hverjum
sé treystandi til að veita yður
þá þjónustu sem þér óskið.
þérfáið
yðarferð
hjáokkur
hringið í
síma 25544
Húnervirt
Spurningin um hvort þér séuð
á vegum áreiðanlegrar ferða-
skrifstofu, sem standi við sínar
skuldbindingar skýtur ekki upp
kollinum. Slíkt er löngu hafið yfir
aNan efa.
Húneryðar
ef þér óskið. Við höfum aðstöðu
til að taka vel á móti yður
í Hafnarstræti 5.
Gjörið svo vel. Komið og veljið
yðar ferð hjá okkur.
FERÐASKRIFSTOFA HAFNARSTR/ETI 5

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20