Tíminn - 13.01.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.01.1976, Blaðsíða 1
TNGIR" Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmui—Rif Súgandáfj. Sjúkra- og leiguflug um allt land |Símar: 2-60-60 & 2-60-66 Hefðu skipir í sko llið saman hefði annað fari< $ á botninn Gsal-Reykjavik — Ég hef oft séö grófar aðfarir hjá brezku her- skipunum, en þetta er þaö algróf- asta sem ég hef orðið vitni að, sagði Helgi Hallvarðsson, skip- herra á Þór í viðtali við Tlmann i gær, en á sunnudag gerði her- skipið Bacchante 27 ásiglingartil- raunir á Þór með dyggilegri að- stoð eftirlitsskipsins Statesman, sem viðfrægt er úr siðasta þorskastriði. — Þessar ásiglingartilraunir eru þær hættulegustu sem við höf- um lent i, sagði Helgi. — Það var mjög þungt i sjóinn og skipstjóri herskipsins hreinlega réði ekkert við skipið. Það get ég fullyrt, að ef skipin hefðu skollið saman, hefði annað hvort þeirra farið á botn- inn. Brezka herskipið gerði þessar ásiglingartilraunir um 43 milur út af Gerpi á sunnudag, að sögn Helga, og kvaðst hann þá hafa verið á leið að togarahópi sem hefði verið nokkru sunnar. — Stýrið var allan timann á fullu, ýmist hart i bakborða til að forðast árekstur eða á stjórn- borða til að komast i stefnu. Areynslan á stýrið var þvi mjög mikil, og það hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, ef stýrið hefði gefið sig, sagði Helgi. — Þrisvar sinnum varð ég að snúa skipinu i 360 gráður, eða heilan hring, til að forðast árekst- ur, sagði Helgi, og bætti við, að brezku fréttamennirnir um borð i varðskipinu hefðu verið farnir að fölna við þessar aðfarir. „Þeir héldu að þetta væri það siðasta”, sagði Helgi. Herskipið reyndi að sögn Helga ýmist að sigla beint á varðskipið sjálft, eða haga siglingu sinni þannig, að óumflýjanlega lenti varðskipið á Statesman. Þegar þessi aðferð þeirra gaf ekki sem bezta raun, reyndi skipstjóri her- skipsins, aðsögn Helga, að hrekja varðskipið i átt til tveggja ann- arra herskipa, sem voru ekki langt undan. Eftir rúmlega klukkutima til- raunir til ásiglinga gáfust brezku „verndarskipin” upp og hættu að- förinni. Þór hélt aftur á miðin eftir sjó- prófi’' . gærkvöldi. Sjóprófum á Seyðisfirði lauk i gærkvöldi, og tjáði Erlendur ÓLAFUR JÓHANNESSON, DÓMSAAÁLARÁÐHERRA: Allt bendir til að stjórnmálasambandi verði nú slitið OÓ-Reykjavik. Landhelgisnefnd var kölluð saman til fundar I gær. Þar var skýrt frá hvernig deilu- mál við Breta stæðu, og hvaða að- ferð yrði höfð við frekari aðgerð- ir. Ólafur Jóhannesson, dóms- málaráðherra, sagði i gærkvöldi i viðtali við Timann, að beðið yrði eftir sjóprófunum, vegna ákeyrslunnar á Þór, og er niður- stöður þeirra liggja fyrir verður tekin ákvörðun um stjórnmálaslit við Breta. Sjópróf fóru fram á Seyðisfirði i gær, en verið getur að einhver staðfesting þurfi að fara fram i dag, þriðjudag, i Reykjavik. Verða þá lagðar fram myndir, sem skipherra á landhelgisgæzlu- flugvélinni Sú tók af atburðum, svo og myndir blaðamanna, sem voru um borð i Þór. Aður en til kemur að formlega verði gengið frá stjórnmálaslit- um yrði það i öllu falli borið undir utanrikisnefnd alþingis, sagði dómsmálaráðherra. Þegar svip- að stóð á, eða i landhelgisdeilunni 1973 og slitum var hótað, voru dómkvaddir þrir sérfróðir menn til að fara yfir sjóprófið til frekara öryggis. En ekki er enn ráðið, hvort sami háttur verður hafður á nú. Eftir upplýsingunum eins og þær liggja fyrir núna, bendir allt til þess, að stjórn- málaslit verði — nema eitthvað nýtt gerist, til að mynda að frei- gáturnar fari út úr islenzkri fisk- veiðilögsögu. Á fundi landhelgisnefndar var engin ákvörðun tekin, en almenn- ar umræður voru um þessi mál. Ekki kvaðst Ólafur Jóhannesson geta gefið upp neina dagsetningu um, hvenær stjórnmálasambandi við Breta yrði slitið, en það verð- ur mjög bráðlega ef engin breyt- ing verður á. Björnsson, bæjarfógeti, Tim- in islenzku með ásiglingu, Eftir anum, að þau hefðu staðfest þvi, sem fram hefði komið i það álit, að Bretar væru visvit- sjóprófunum hefði sök herskips- andi að reyna að laska varðskip- ins Brezka herskipiö Bacchante á Austfjarðamiðum um helgina. Njósnaþyrla kemur til skipsins. Timamynd: örn Rúnarsson. OÓ—Reykjavik. — Pétur Thorsteinsson, ráðuneytisstjóri utan- rikisráðuneytisins, fór utan s.l. sunnudag og mun heimsækja höfuðborgir allra Atlantshafsbandalagsrikja á meginlandi Evrópu og ræða við ráðamenn um deilu íslendinga og Breta. Hann fór fyrst tii Oslóar og þaðan til Kaupmannahafnar. Þar náði Timinn taii af honum I gærkvöldi, og sagðist hann hafa hlot- ið afbragðsviðtökur hjá þeim mönnum, sem hann hafði þá haft tal af. Á sunnudag ræddi Pétur við Frydenlund, utanrikisráðherra Noregs, varnarmálaráðherra landsins ogembættismenn. Erindi ráðuneytisstjórans er fyrst og fremst að útskýra hvað er að ske i landhelgismálum Islendinga. Sagði hann, að ekki væri við að bú- astneinum ákveðnum aðgerðum af hálfu þeirra aðila, sem hann ræðir við, málið er ekki á þvi stigi, en bæði i Noregi og Dan- mörku, þar sem hann ræddi við K.B. Andersen, utanrikisráð- herra, svo og landvarnarráðherrann og fleiri, kvaðst hann hafa orðið var við mikla vinsemd i okkar garð og vilja til að gera það sem hægt er, okkur til stuðnings. 1 Noregi tók Agnar Kl. Jónsson, ambassador, þátt i fundunum og Sigurður Bjarnason, ambassador, i Danmörku. I dag fer Pétur til Bonn og hittir þar að máli Gencher, utan- rikisráðherra, og Visneski, aðstoðarutanrikisráðherra. Þar mun Arni Tryggvason.ambassador, taka þátt i fundum. Frá Þýzka- landi fer ráðuneytisstjórinn til Italiu, Grikklands og Tryklands. Ekki er endanlega búið að ákveða við hverja Pétur ræðir I þeim löndum. Reiknað er með, að ferðin taki um 20daga. Luns kemur miðvikudag OÓ-Reykjavik. Jospeh Luns, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, kemur til Reykja- vikur siðari hluta miðvikudags n.k. og dvelur hér fram á föstu- dag. Eins og kunnugt er, óskaði rikisstjórnin eftir þvi, að fram- kvæmdastjórinn kæmi hingað til lands, til viðræðna vegna ofbeldis brezkra herskipa i islenzkri fisk- veiðilögsögu. Luns mun ræða við rikis- stjórnina um deiluna og verða sjónarmið íslendinga útskýrð fyrir honum og munu verða gerðar kröfur um að brezku her- skipin verði kvödd burt, sagði Ólafur Johannesson dómsmála- ráðherra i gær. Ekki vildi ráðherrann svara neinu um, hvort rikisstjórnin muni setja Nato einhverja kosti, verði ekki orðið við óskum hennar um að brezku herskipin verði kvödd ] burt, en sagði, að gert væri ráð fyrir, að aftur yrði kallaður saman fundur i fastaráði Nato, eftir að Pétur Thorsteinsson hefur farið um og rætt við rikis- stjórnir annarra rikja banda- lagsins og Luns hefur rætt við rikisstjórnina hér. Auk rikisstjórnarinnar mun Luns ræða við stjórnarand- stöðuna, ef óskað er eftir slikum viðræðum. 300 ferkílómetr- ar á hreyfingu Kísiliðjan á svæðinu og sprunga í stefnu á stöðv- arhúsið við Kröflu -o

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.