Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Miövikudagur 14. janúar 1976.
TÍMINN
Þetta mætti gera með þvi að
haga framkvæmdum þannig að,
A. Veitt yrðu hlutfallslega lakari
lán til óhóflegra, traustra og
endingargóðra ibúða. Með þvi
næðist markmið 1.
B. Veitt væru hlutfallslega betri
lán eftir þvi sem bygginga-
kostnaðurinn væri lægri og
byggingartiminn styttri. Auðvit-
að mætti þetta ekki vera á kostn-
að gæða. Þannig næðist markmið
4.
C.  Upphæð lána ákvarðaðist af
húsnæðisþörf i hlutfalli við fjöl-
skyldustærð, þannig að 5 manna
fjölskylda fengi hærri lán en 2
manna fjölskylda, þvi að 5 manna
fjölskylda þarf stærri ibúð. Þann-
ig næðist markmið 5.
D. Með þvi að gera hverjum og
einum kleift að fá lánsfjármagn
til húsbyggingaframkvæmda,
næðist markmið 6 af sjálfu sér.
Að visu er þetta nokkur einföld-
un, en óneitanlega myndi ástand
húsnæðismála batna verulega við
verulega bættan aðgang að láns-
fjármagni.
Ýmsir kunna að halda, að með
þvi að veita allt að 100% lán til
húsbyggingaframkvæmda,
myndi skapast gifurleg þensla á
vinnumarkaði byggingaiðnaðar-
manna og hús myndu hækka i
verði sem næmi bættum lánskjör-
um. Þessu er til að svara, að með
þvi að halda skynsamlega um
stjórnvölinn, má afstýra slikri
spennumögnun með einföldu
móti.
Benda má á það, sem hefur
staðið stórum byggingafélögum
og húseiningaverksmiðjum fyrir
þrifum á undanförnum árum, er
mjög takmarkaður aðgangur að
lánsfjármagni. Um leið og lána-
kjör á ibúðarhúsnæði batna veru-
lega, munu stór byggingafélög
risa upp, þvi þau geta að jafnaði
framleitt hilsnæði mun ódýrara
en handverksiðnaður. Bygginga-
timi er styttri, og hægt er að beita
ófaglærðu vinriuafli i mun rikara
mæli en við venjulegar húsbygg-
ingar með handverksaðferðum.
Öþarft er að hræðast gæði verk-
smiðjuframleidds húsnæðis, þar
sem fyrir hendi er margra ára-
tuga reynsla á þessu sviði i öðrum
löndum. Þar að auki er eina raun-
hæfa leiðin, sem fær er til þess að
halda verði húsnæðis innan skyn-
samlegra takmarka, sú að byggja
á hverjum tima nægilega mikið af
góðu og ódýru húsnæði til að
mæta eftirspurninni. Það er þvi
mikið atriði að sjá til þess að um
leið og lánskjör yrðu bætt, yrði
jafnframt séð til þess, að fram-
leiðslugeta byggingaiðnaðarins
ykist að þvi marki, að unnt væri
að framleiða húsnæði upp i þarfir.
Framleiðslugetuna yröi að auka
með bættri tækni, og þar með
auknum vinnuhraða, þ.e. til
dæmis framleiðslu á húseiningum
i verksmiðjum, en ekki með þvi
að bæta við vinnuafli, til þess að
mæta hinni auknu eftirspurn.
Þar sem það virðist vera láns-
fjármagnið, sem öllu ræður'um
það, hvort okkur megi takast að
koma yfir okkur þaki með skyn-
samlegu móti, skulum við lita
nánar á það dæmi. Það kostar nú
um 6 millj., eins og áður er getið,
að byggja hverja meðal ibúð, að
minnsta kosti. Ef byggja á 2500
ibúðir á ári, verður heildar-
kostnaður 2500x6 millj. = 15 mill-
jarðar kr.
1 landinu öllu eru nú vinnandi
um 90 þús. menn. Við skulum
hugsa okkur að þeir gætu orðið
sammála um þörfina fyrir að
byggja upp sjóð til þess að fjár-
magna allar húsbyggingar sem
þörf er fyrir i landinu. Hvernig
má það þá takast?
Réttlátast kæmi það niður á
þessar 90 þús. vinnandi hendur,
að sjóðurinn væri að fullu verð-
tryggður. Með þvi móti greiddi
hver og einn nákvæmlega það
sem honum bæri. Sjóður, sem
getur lánað út 15 milljarða kr. á
ári, er óhjákvæmilega mjög stór,
og við skulum nú athuga, hvort
unnt sé að byggja upp slikan sjóð,
og þá hvernig.
Húsnæðismálastjórnarlán
munu nú eftir áramótin nema um
2 millj. kr. á hverja ibúð, eða um
1/3 af raunverulegum bygginga-
kostnaði, að meðaltali.
Miðað við óbreyttar aðferðir
við fjármögnun á þeim hluta
sjóðsins, sem fyrir er, þyrftum
við að byggja upp sjóð, sem gæti
lánað út afganginn, eða 67% af 15
milljörðum kr., sem eru 10 mill-
jarðar kr. á ári. Þetta svarar til
þess, að á hverju ári væri bætt i
sjóðinn ákveðinni upphæð þannig
að höfuðstóll nýja sjóðsins yrði
136 milljarðar kr. að lokum. Hér
er miðað við að vextir séu 4% og
að hvert lán sé til 30 ára.
Við getum nú valið hve langan
tima við viljum láta það taka að
byggja upp slikan sjóð, og ræðst
þá upphæð árlegra innborgana til
sjóðsins af þvi, og jafnfrámt hlut-
fallslegur vöxtur útlána.
Ýms rök liggja til þess, að ekki
muni þykja skynsamlegt að veita
alveg 100% lán til byggingafram-
kvæmda. Ástæða er til að ætla, að
lánshlutfall yrði 80-90%, en hvilik
bót yrði það ekki frá núverandi
ástandi.
Ýmsar leiðir eru færar til þess
að byggja upp slfkan sjóð:
1 fyrsta lagi væri hægt að
byggja upp sjóðinn með sérstök-
um skatti, sem hægt væri að haga
margvislega og dreifa honum á
mismunandi hátt á þegna þjóð-
félagsins að vanda, en hér skulum
við samt staldra við og gera okk-
ur grein fyrir þvi, að sjóðurinn
kæmi okkur öllum i hag, hvar i
stétt sem við stöndum. Þar er þvi
enginn þegn eða stétt undanskil-
inn.
Ef við hugsuðum okkur, að
lagður væri skattur á hvern vinn-
andi mann að upphæð lOþús. kr. á
ári, væri heildarupphæðin 900
millj. kr. á ári. Ef upphæðin væri
lögð við sjóði húsnæðismála-
stjórnar rikisins, myndi lánshlut-
fall húsnæðismálastjórnarlána
hækka þegar á 1. ári úr 33% af
byggingakostnaði i 40%, og til-
svarandi, ef skatturinn væri 20
þús kr. á mann, úr 33% i 45%. A
meðfylgjandi töflu sést, hve mik-
ið lánshlutfallið hækkar með vax-
andi skatti.
meðan verið er að byggja upp
sjóðinn. Meðfylgjandi mynd sýnir
glögglega, hvernig lánshlutfallið
vex eftir árum, miðað v.ið mis-
munandi háan skatt. Hér er mið-
að við að byggðar séu 2500 ibúðir
á ári, og að meðalverð ibúða sé
um sex millj. kr. Þar að auki
heldur Húsnæðismálastjórn
áfram að lána 1/3 af verði hverr-
ar ibúðar, eins og verið hefur.
um húsnæðismálastjórnar, og
nauðsynlegar innborganir myndu
lækka úr 50 þús: kr. i 30 þús. kr. á
ári.
Ýmsar aðrar leiðir en beinn
skattur eru fyrir hendi til þess að
fjármagna þennan viðbótarsjóð.
Til dæmis nema niðurgreiðslur
landbúnaðarvara hátt á 5. mill-
jarð kr. árið 1976. Það væri held
ég andskotalaust, þótt klipið væri
fyrir þvi, að það getur ekki verið
skynsamlegt að eyða ellilifeyri
sinum fyrirfram. Stjórnvöld
reyna eftir mætti að fá lifeyris-
sjóðina með góðu til þess að
kaupa sifellt meira og meira af
verðtryggðum skuldabréfum, til
þess að tryggja sjóðfélögum
öruggan lifeyri, en mikil tregða
virðist ennþá vera á þvi af hálfu
sjóðanna að kaupa þessi verð-
%
30
20
10
Lán til byggmgaframkvœmda sem hlutfall af byggingakostnaói
Lánshluttall
Núverandi ástand
Ar   1    2    3    4    5    6    7
Eins og sést á þessari mynd, er
lánshlutfallið, miðað við 50 þús
kr. skatt á ári, komið i 70% eftir
aðeins 3 ár, i 80% eftir 7 ár, og
90% _     lánshlutfall næst eftir
11 ár. Hvert okkar vildi ekki
leggja á sig 50 þús kr. skatt, ef
jafnframt væri tryggt, að það
fengist helmings hækkun ibúöar-
lána nú þegar, og enn meira, þeg-
ar fram i sækir? Ef sú leið yrði
farin, sem svarar til 50 þús. kr.
skatts á ári, rynnu 4,5 milljarðar
á ári til sjóðsins. Þessa 4,5 mill-
jarða væri ekki nauðsynlegt að
taka i formi beinna skatta. Það er
alltaf nokkuð framboð á frjálsum
markaði innanlands, af fjár-
magni. Rikistryggð skuldabréf
voru seld á siðasta ári fyrir um 2
milljarða kr. Peningarnir hafa
verið notaðir til ýmissa fram-
kvæmda, og flestra þarflegra án
efa.gallinn viðþærer bara sá, að
ekki er séð fyrir endann á þvi,
hvernig unnt eigi að vera fyrir
rikissjóð, að innleysa þessi lán,
þegar fram liða stundir. Það
kemur alltaf að gjalddaga, þó að
enginn virðist vera farinn að
hugsa fyrir þvi ennþá.
Ef Byggingasjóði rikisins væri
veitt einkaleyfi á útgáfu verð-
tryggðra spariskirteina, mætti
þarna fá tæpan helming af þvi
fjármagni, sem á þyrfti að halda
á hverju ári, eða um 2 milljarða
af 4,5 milljörðum kr. Með þessu
móti fengist þrennt, rikissjóður
gæti ekki lengur eytt umfram
10   11   12   13   14   15   16   17   18   19   20   21   22   23   24
SKATTUR	þús. kr.	L'ANSHLUTFALL % crf byggingakostnaói
	10	33'/3    %
	20	40   *
	30	45
	40	51
	50	63
	60	69
	70	75
	80	81
	90	87
	100	93
Það er vert að gera sér grein
fyrir þvi, að lánshlutfallið vex ár
frá ári, sé skattinum haldið á
efni, sjálfkrafa væri séð fyrir þvi
að hin nýju spariskirteini væru
innleyst með afborgunum af lán-
eitthvað af þeim og lagt i sjóðinn.
Einnig má benda á það, að
áætlað er að útflutningsbætur á
útfluttar landbúnaðarafurðir
verði um 900 millj. kr. á næsta
ári, en landbúnaðarafuröir eru
fluttar út á um það bil hálfvirði,
og væri nær að selja þær innan-
lands, eins og gert var siðast liðið
haust, er nautakjötið var lækk-
að um 30-40%, i stað þess að flytja
það út á rúmlega 1/10 af
kostnaðarverði.
Langsamlega mikilvægastir
gætu verið lifeyrissjóðirnir, til
fjármögnunar ibúðarhúsnæðis. Á
næsta ári er áætlað, aö ráð-
stöfunarfé lifeyrissjóða verði um
7,7 milljarðar kr. Þar af verði
veittlán til fjárfestingalánasjóða,
þar á meðal Byggingasjóðs rikis-
ins, um 2,2 milljarðar kr., en f jár-
magn, sem variö er til sjóðs-
félaga beint, þ.e. lánað beint til
sjóðfélaga, verði 4,8 milljaröar
kr. Það er viðurkennt af ölluni
þeim, sem þekkja til starfsemi
lifeyrissjóða, að þetta fé rennur
að meira eða minna leyti beint til
neyzlu, þ.e. til kaupa á lúxusbil-
um og til utanlandsferða, og til
kaupa á ýmsum lúxusvörum, sem
kaupa verður inn i landið fyrir
beinharöan gjaldeyri. Væri þessu
fjármagni, 4,8 milljörðum kr.,
varið til þess að byggja upp sjóð
Húsnæðismálastjórnar rikisins,
væru þegar komnir allir þeir pen-
ingar, sem á þyrfti að halda, til
þess að þegar i stað væri hægt að
auka útlánahlutfall húsnæðis-
málastjórnar upp i 65% af
kostnaðarverði ibúða.
Það er furðulegt, að á sama
tima og spáð er 15 milljarða kr.
viðskiptahalla (1976), skulu
stjórnvöld ekki reyna að tryggja,
að þessir 4,8 milljarðar, sem
koma frá lifeyrissjóðunum, verði
notaðir til þjóðhagslega arðbærr-
ar fjárfestingar, svo sem hús-
byggingaframkvæmda. Það segir
sig sjálft, að ef þriðjungur við-
skiptahallans á næsta ári gæti
orðið vegna útlána lifeyrissjóð-
anna einna saman, þá er það
beinlinis skylda stjórnvaldanna
að gripa inn i útlánastarfsemi
sjóðanna með þeim hætti, að þeir
tryggi að minnsta kosti, að lif-
eyrissjóðslán til sjóðfélaga verði
aðeins veitt til húsbygginga eða
húsnæðiskaupa.
Höfuðmarkmið með starfsemi
lifeyrissjóða hlýtur að vera að
tryggja sjóðfélögum laun, þegar
þeir eru komnir á efri ár og geta
ekki lengur séð fyrir sér sjálfir.
Þeim mun meira sem lánao' er út
af fé sjóðanna óverðtryggt, þeim
mun minna verður þaö, sem sjóð-
félagar fá i laun, þegar þeir hafa
lokið starfsævi sinni og þurfa að
lokum á lifeyrissjóðsgreiöslum að
halda. Það fjármagn, sem lánað
hefur verið úr lifeyrissjóðunum
til ýmissa fjárfestingarsjóða, hef-
ur jafnan verið verðtryggt, en það
fjármagn, sem lánað hefur verið
til sjóðfélaga, hefur verið óverð-
tryggt. Það er kominn timi til
þess að landsmenn geri sér grein
tryggðu skuldabréf. Það er afar
hryggilegt, að ekki skuli nást
samstaða, enn sem komið er, um
það að sjóðirnir láni allt sitt ráð-
stófunarfé út til fjárfestingar-
sjóða i formi kaupa á verðtryggð-
um skuldabréfum, þvi hægt væri
að leysa svo óhemjumargan
vanda i þjóöfélaginu með þvi einu
saman.
íslendingar eru langt á eftir
öðrum þjóðum hvað fjármögnun
ibúðarhúsnæðis snertir. Viðast
hvar er hægt að fá 80-90% lán til
langs tima, til húsbygginga óg
ibúðarkaupa, en hér aðeins um
30%. (Lifeyrissjóðslán, sem eru
mjög mismunandi eftir sjóðum,
eru hér ekki meðtalin.)
Lausn húsnæðisvandans hefur
aldrei notið forgangs hjá
stjórnvarvöldum, og þess vegna
eru húsnæðismál Islendinga i
slikum ólestri sem raun ber vitni.
Lánamálin má leysa veglega
með tiltölulega sársaukalitlum
aðgerðum, eins og bent er á hér
að framan.
Skilyrði fyrir þvi að unnt sé að
koma lánamálunum i viðunandi
horf, er að lánin verði að fullu
verðtryggð með byggingavisi-
tölu. Til þess að sýna, að það er
ekki óheilbrigt að ætlast til sliks,
fylgir hér með linurit, sem sýnir
annars vegar byggingavisitölu
frá 1. jan. 1957, og hins vegar visi-
tölu timakaups verkamanns við
hafnarvinnu i Reykjavik frá
sama tima. Báðar visitölurnar
eru 100 stig 1. jan. 1957.
Línurit það
sem hér
átti að vera,
varð vegna
stærðar sinnar
að vera á
bls. 15
Af linuritinu má lesa, að tima-
kaup verkamanna hefur hækkað
hraðará timabilinu en bygginga-
kostnaður. Það er sem sé hlut-
fallslega ódýrara að byggja nú en
1957.
Það er min skoðun. að nú þegar
verði að breyta um stefnu i hús-
næðismálum. Stjórnmálamönn-
um hefuralltof lengi liðizt að láta
þau eins og vind um eyrun þjóta.
Við höfum kosið þá á þing til þess
að leysa úr okkar brýnustu þörf-
um á farsælan hátt, þjóðinni allri
til heilla. Stjórnmálamenn verða
að skilja það. að við þurfum nóg
að bita og brenna. næga atvinnu
og þak yfir höfuðið. VID ÞURF-
UM HÚSNÆÐI FYRIR ALLA
HED V1 ÐR AÐ AN LEG U M
KJÖRUM!
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16