Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Föstudagur 16. janúar 1976.
40 milljón króna
tap á innanlands-
flugi Fíugleiðo
Enginn grundvöllur fyrir að reka það
til frambúðar með sama hætti og undan-
farin ár, segja forráðamenn félagsins, en
hækkanir á fargjöldum fást ekki
FLUGLBÐIR HF
Farþegatekjur 1975 bandaríkjadaur
SJ—Reykjavik. Gert er ráð fyrir
aö hagnaöur verði af rekstri
Flugleiða árið 1975, en að hann
verði ekki mikill. f greinargerð
sem örn O. Johnson, einn af for-
stjórum fyrirtækisins flutti fyrir
hönd stjórnarnefndar þess á fundi
meðfréttamönnum þakkaði hann
þetta sameiningu flugfélags ts-
lands og Loftleiða árið 1973 ásamt
margháttaðri hagræðingu og
sparnaði I rekstri. Taldi hann
Flugleiðamenn geta sæmilega við
unað miðað við aðstæður þ.e.a.s.
samdrátt í flutningum og mikla
hækkun rekstrarkostnaðar vegna
verðbólgu. Hins vegar er innan-
landsflug félagsins rekið með
tapi, og er það áætlað um 40
milljónir króna fyrir árið 1975.
Forráðamenn Flugleiða telja
ekki grundvoll fyrir að reka
innanlandsflugið með halla til
frambúðar. Flugfélag tslands,
sem áður rak flug innanlands, var
i framkvæmd einrátt um hækkan-
ir á fargjöldum fram til 1971, og
taldi örn Johnson félagið hafa
reynzt verðugt þess trausts, en
innanlandsflugið var aldrei rekið
með miklum hagnaði og stundum
með nokkru tapi. Frá 1971 hefur
hins vegar gengið illa að fá að
hækka flugfargjöldin innanlands,
og nú að undanförnu hefur það
alls ekki fengizt, en afleiðingin er
taprekstur á innanlandsfluginu.
Bent var á að árið 1969 hefði það
tekið Dagsbrúnarverkamann um
17 klst. að vinna fyrir flugfari frá
Reykjavik til Akureyrar en nú
tæki það hann um 10 klst. Þá
skýrði örn 0. Johnson frá þvi að
flugfargjöld innanlands I Dan-
mörku, Noregi og Svlþjóð væru
næstum helmingi hærri á öllum
leiðum, en fargjöld eru hér á
landi. Sé fargjaldið frá Reykjavik
til Kaupmannahafnar borið
saman við fargjöld frá öllum fjór-
um höfuðborgum hinna Norður-
landanna til staða i svipaðri f jar-
lægð, kemur i ljós, að þau eru öll
hærri, þetta frá 18 upp i 42%, eða
að meðaltali 34%.
Ekki er ætlunin að breyta
rekstri innanlandsflugsins frá þvi
sem verið hefur, t.d. með notkun
minni flugvéla. 1 ráði er að
Norðurflug kaupi 19 farþega Twin
Otter flugvél, sem talin er hag-
kvæm i flugi milli staða norðan-
lands, en Flugleiðir eiga 35%
hlutafjár i Norðurflugi. Að sögn
Arnar Johnson eru slikar vélar
hins vegar alltof litlar fyrir aðal-
flugleiðir Flugleiða  innanlands.
Unnið er að lögn hitaveitu og
nýrrar raflýsingar i þvi flugskýli
Flugfélags íslands, sem hefur
verið notað til viðhalds Fokker-
flugvélanna, siðan flugskýlis-
bruninn varð á Reykjavikurflug-
velli 13. janúar i fyrra. — Viðun-
andi vérður ástandið i þessum
málum þó ekki fyrr en byggt
hefur verið nýtt skýli, ásamt
yerkstæðum, og er unnið að þvi að
það mál komist i höfn á þessu ári,
sagði örn Johnson i greinargerð
sinni. örn var að þvi spurður
hvort Flugleiðamenn hfðu áhuga
á þvi að flytja viðhald og skoðanir
flugvéla inn i landið i auknum
mæli umfram það, sem endur-
byggt skýli á Reykjavikurflug-
velli gæfi tilefni til. Sagði hann
það svo vera i þeim mæli sem það
væri hagkvæmt. Hins vegar hefðu
stór erlend flugfélög talið hag-
kvæmt að sameinast um vissa
þættiviðhaldssinna véla og koma
þannig á sérhæfingu. Mikill stofn-
kostnaður væri þvi samfara að
taka viðhald flugvéla i auknum
mæli inn í landið. Þarna væri um
mikið vandamál að ræða, sem
tæki nokkur ár að leysa, og
meginatriðið væri að komast að
raun um hvað væri hagkvæmti
þessu efni og hvað ekki.
Flugleiðir voru i tiunda sæti
þeirra flugfélaga, sem halda uppi
áætlunarflugi yfir Norður-
Atlantshaf milli Bandarikjanna
og Evrópu hvað farþegafjölda
snertir. Flutti félagið 3,3% flug-
farþega á þessari leið árið 1974 og
3.5% fyrstu átta mánuði árið 1975.
Nýtingin hjá Flugleiðum er hins
vegar betri en hjá nokkru öðru
flugfélagi, sem heldur uppi sam-
göngum milli heimsálfanna.
Flugleiðir hafa gert samanburð
á rekstri finnska flugfélagsins,
Finnair, og sinum eigin. En bæði
félögin halda uppi innanlands- og
utanlandsflugi, og taka auk þess
þátt I farþegafíugi yfir N-Atlants-
haf þótt hlutur Flugleiða sé þar
meiri. Niðurstaðan af saman-
burðinum varð sú, að rekstur
Flugleiða reyndist hagkvæmur
miðað við Finnair. Velta Finnair
1974 var 132 milljónir Bandarikja-
dala en Flugleiða 83 milljónir, en
afköst á hvern starfsmann voru
mun meiri hjá Flugleiðum en
Finnair eða 185.500 tonn-km á
móti 106.906 tonn-km. Farþega-
kílómetrar Finnair voru 2.953
milljónir  en  Flugleiða  2.617
jan   feb mar apr mai  jún  júl  ág  sept okt  nóv des
MARKAÐSRANNSÓKNADBLD 5/1 1976
FLUGLBÐIRHF
visrröujR(iQ80=ioo)
M400
H200
•1000
800
1-600
1-400
SAMANBURÐUR DAGSBRÚNARKAUPS, FARGJALD
REYKJAVfK-KAUPMANNAHÖFN OG
REYKJAVfK-AKUREYRI
vfsnðújR
VÍSITÖLUR 1960=100
-------- DAGSBRÚN
— REYKJAVÍK-AKUREYRI
"— REYKJAVÍK-KAUPMANNAHOFN
200

1950   '61    '62
HAGOBLD 5/1 1976
milljónir. Tonn-km Finnair voru
327.349.000 en Flugleiða
268.212.000. Þegar talað er  um
farþegakilómetra er átt við
hversu margir farþegar eru flutt-
ir hve langar vegalengdir, en
þegar rætt er um tonn-km er
einnig tekið tillit til hve mikinn
þunga flugvélarnar flytja.
Átta ,,vond listaskáld" flytja verk sín í dag
yrkja og skrifa. t vetur hélt þessi
hópur, ásamt fleiri, skáldavöku i
Norræna húsinu, sem sætti nokk-
urri gagnrýni fyrir hve löng dag-
skráin hefði verið, og einnig - að
húsrými hefði ekki verið nóg-fyrir
þá mörgu áheyrendur sem þar
mættu. Þvi hefði verið tekið það
ráð að taka Háskólabió á leigu,
koma upp barnagæzlu, svo og
takmarka tima hvers einstaks
flytjenda.
Þegar hópurinn var spurður að,
hvers vegna þau hefðu valið sér
þetta nafn, „Listaskáldin vondu",
svaraði Megas þvi til, að þeim
hefði verið bent á, að listaskáldin
góðu sé aðeins notað yfir látin
skáld, ,,en við erum öll ofanjarð-
ar! Orðið vondur i þessu tilfelli
getur þýtt allt nema ófriður!"
Aðgöngumiðasala er þegar haf-
in i Háskólabiói, en börn innan 12
ára komast inn ókeypis, svo og
ellilaunþegar. „Verði er stillt i
,,óhóflegt hóf", aðeins 250.- kr.,
sem er minna en kostar inn á
margar kvikmyndasýningar"
sögðu þau. ,,Ef við förum út úr
þessu með bullandi tapi, þá verð-
um við bara að endurtaka þetta!"
gébé Rvik — Hópur ungra skálda,
sem nefna sig „Listaskáldin
vondu", munu     laugardag 17.
janúar, flytja verk sin i Háskóla-
liiiii. Þau ætla að lesa upp, bæöi
bundið og óbundið mál, en auk
þcss flytur eitt skáldið verk sin
með hljómlist. Sú nýbreytni verð-
ur tekin upp, að barnagæzla verð-
ur i anddyri biósins á meðan dag-
skráin fer fram, en hún hefst
klukkan tvö e.h. og stendur yfir I
tvo tima. „Listaskáldin vondu",
sem eru átta talsins skýrðu
blaðamönnum frá fyrirhugaðri
skáldavöku á fundi nýlega.
Þau, sem þarna koma fram
eru: Birgir Svan, Guðbergur
Bergsson, Hrafn Gunnlaugsson,
Megas, Pétur Gunnarsson,
Sigurður Pálsson, Steinunn
Sigurðardóttir og Þórarinn Eld-
járn, en kynnir verður Sigurður
Karlsson. Hvert skáld hefur
iimmtán minútur til umraða, til
að flytja verk sin.
Þórarinn Eldjárn sagði, að hér
væri ekki að ræða um nein sam-   Listaskáldin vondu, taliö frá vinstri: Megas, Steinunn Sigurðardóttir,  Sigurftur Pálsson, Birgir Svan, Þórarinn Eldjárn, Pétur Gunnarsson og
tök né fastan hóp, heldur l'ólk,   Guðbergur Bergsson. Hrafn Gunnlaugsson komst ekki á blaðamannafundinn, þar sem hann sat fastur i skafli, og er þvl ekki með á mvnd-
sem á þaö sameiginlegt, að þau   inni. Timamynd: Róbert

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16