Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						12
TÍMINN
Laugardagur 17. janúar 1976.
20
E*í?
Cf
«SV
:v«
m
Ovelkominn gestur
Næstu dagana varð hún oft vitni að þessu, en fékk
alltaf einhver.ja leiðindatilfinningu og varð jafnvel
óglattog hún kenndi sárt i brjósti um veslings dýrin.
I þrjá daga hafði Jane ekki séð Dick eða Neil bregða
fyrir. Þeir fóru snemma á fætur og borðuðu með vinnu
mönnunum í matsalnum og komu síðan heim á kvöldin,
þegar kvenfólkið var háttað. Henni fannst þetta ekki
beinlínis leitt, því að eftir að hafa ekið fram og aftur
með matinn allan daginn, hjálpað Wilmu með þúsund
hluti og reynt að gera frú Conway til hæfis, var hún
meira en þreytt um háttatíma. Hún var uppgef in. Allt
sem varðaði brottf ör hennar og Dick varð að bíða betri
tíma.
Síðdegis á miðvikudaginn var hún farin að þrá rólegu
skrifstof una sína í Vancouver. Aldrei á ævi sinni hafði
hún unnið svona mikið. Hún ók jeppanum rétt meðf ram
hlöðunum og hesthúsunum, að matsalnum og losaði af
honum. Guði sé lof, að þetta var síðasta hlassið í dág.
Neil kom í Ijós í dyrunum, hikaði lítið eitt, en kom svo
til að tala við hana. Ekki var að sjá, að hann væri hið
minnsta vandræðalegur, heldur var hann rétt eins og
ekkert hefði gerzt milli þeirra.
Jane heilsaði honum með gremju. Skelfing var hann
öruggur með sig eins og alltaf.
— Ö ...Jane....! Viltu skila til Wilmu, að ég taki George
McCarthy með heim í kvöldmat í kvöld:
Hún kinkaði kolli. Hún var stirð og þreytt, þegar hún
steig niður úr bílstjórasætinu. Neil stóð og horf i á hana,
stríðnislegur á svip og líklega var það þess vegna sem
hún hrasaði um stein og var nærri dottin.En Neil rétti
fram handlegginn og bjargaði henni og andartak kom
einkennilegur svipur á andlit hans.
— Ertu nokkuð að láta ganga f ram af þér, Jane?
Hún beit á vörina og vingjarnleikinn í rödd hans kom
henni á óvart.
Hann horf ði rannsakandi á hana og geðjaðist vel að því
sem hann sá — granna, stælta stúlku í þröngum, gráum
síðbuxum, grænni silkiblússu og flauelismjúka húð, sem
fór einkar  vel við rauðgullið hárið.
— Jane, ertu reið við mig ennþá? sagði hann næstum
blíðlega.
Hún leit þreytulega upp á hann, vissi ekki almennilega
hvernig hún átti að bregðast við þessari nýju hlið á hon-
um og leitaði í huga sér ef tir einhverju svari.
Hann misskildi þögn hennar, tók eitt skref aftur á
bak og sagði stuttlega: — Allt í lagi, ef þú vilt hafa það
þannig...! Séþig. Hann sneri sér frá henni og gekk inn
aftur.
Hún gat með naumindum bælt niður reiðina og
einbeitti sér að því að bera kjöt og brauð inn í matsalinn.
Hann hafði ekki beðið afsökunar á hegðun sinni kvöldið
góða með einu orði... Háls hennar herptist saman og það
munaði minnstu að hún hlæi biturlega. Við hverju hafði
hún svo sem búizt? Að þessi merkilegi Neil krypi á kné
fyrir henni?
Þrátt fyrir það sem gerzt hafði, var það í vissu augna-
miði, sem hún fór í sægrænan silkikjól og málaði sig
svolítið, áður en hún fór fram í kvöldmatin. Kvöldin
höfðu verið heldur leiðinleg uppá síðkastið, þegar aðeins
Móðir Dicks og Davíð voru heima við.
Hún gaf sér betri tíma nú til að snyrta sig en venju-
lega, og þegar hún loks leit á sig í spegilinum, Ijómuðui
grænu augun af eftirvæntingu. Neil fékk hana til að sjá
rautt, en henni var að minnsta kosti ekki sama um hann,
því að í hvert sinn, sem hún hitti hann, vakti hann ein-
hverja tilfinningu hjá henni, sem ekki vildi dofna.
Hún settist í sæti sitt milli Dicks og Davids. Frú
Conway talaði og talaði venjulega mest, einkum um föt
og garð, þangað til David, var orðinn hundleiður yfir
umræðuefninu, brosti til Jane og deplaði auga i hvert
sinn sem hún leit á hann.
En þennan daginn yfirgnæfði tal karlmannanna um
hin daglegu störf rödd hennar Þeir voru einmitt að Ijúka
við síðustu bitana af ábætinum, þegar George sneri sér
að Dick og sagði:
— Ég heyrði af tilviljun í bænum, að Eve Wilson og
móðir hennar erukomnar afturfrá Evrópu.
Það varð óþægileg þögn. Jane f ann spennuna í lof tinu,
og sá að frú Conway leit næstum með angistarsvip til
sonar síns. Hæðnisglott Neils hvarf  af andliti hans,
þegar gesturinn héltáfram: — Sonia Harrington er víst
lika í heimsókn hjá þeim, af því ég hef heyrt.
George stakk gaff linum í siðasta bitann af ábætinum
og hélt áf ram, alveg óvitandi um þau áhrif, sem orð hans
höfðu haft á viðstadda: — Ég býst við að þið munið eftir
dóttur hans Nortons gamla.....giftist allt í einu einhverj-
um kvikmyndajöfri.... það kom öllum á óvart. En hjóna-
^bandið stóð bara tvö ár. Veslings maðurinn fórst í flug-
Ming er með vörö viíV Og öðruvisi • vvið
hvert hlið, tilbúinnað'  en inn um     verðum
' hliðin komumst  að nota
hliðin.
Laugardagur
17. janúar
7.00 Morgúnútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.) 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45. Kristin Sveinbjörns-
dóttir les „Lisu og Lottu"
eftir Erich Kastner I
þýðingu Freysteins
Gunnarssonar (10) til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög
milli atriða. óskalög
sjúklinga kl. 10.25. Kristin
Sveinbjörnsdóttir   kynnir.
Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.   Tónleikar.
13.30 tþróttir. Umsjón: Jón
Asgeirsson.
14.00 Tónskáldakynning Atla
Heimis  Sveinssonar.
15.00 Vikanframundan.Björn
Baldursson kynnir dagskrá
útvarps og sjónvarps.
16.00 Fréttir
16.15 Veðurfregnir. íslenzkt
mál. Dr. Jakob Benedikts-
son flytur þáttinn.
16.40 Popp á laugardegi.
17.30 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 t þjónustu Hfs. Arnar
Jónsson leikari les úr ljóða-
þýðingum  Daniels    A.
Danielssonar  og   velur
tónlist með þeim.
20.05 Hljómplöturabb. Þor-
steins Hannessonar.
20.50 Gamla Gúttó, horfin
menningarmiðstöð þáttur i
umsjá Péturs Péturssonar,
fyrsti hluti.
21.50 Hljómsveit   Eduards
Melkusleikurgamla dansa
frá Vinarborg.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.  Danslög.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Laugardagur
17. janúar
17.00 íþróttir. Umsjónar-
maöur Ómar  Ragnarsson.
18.30 Dóminik. Breskur
myndaflokkur fyrir börn og
unglinga. 10 þáttur.
Fjölskylduvinir. Þýðandi
Ellert  Sigurbjörnsson.
19.00 Enska knattspyrnan.
Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Dagskrá og auglýsingar
20.30 Læknir I vanda. Breskur
gamanmyndaflokkur.
Lokaþáttur. Aðalstign innan
seilingar. Þýðandi  Stefán
Jökulsson.
20.55 Nordjass. Norræni jass-
kvintettinn leikur nútima-
jass. Þýðandi Jón Skapta-
son. (Nordvision-Danska
sjónvarpið)
21.35 Góðrarvonarhöfði.
Heimildar-
mynd um dýralif á suður-
odda meginlands Afriku.
Fyrir mörgum árum var
dýralifi útrýmt á þessum
slóðum, en nú hefur dýra-
stofnum verið komið upp á
nýjan leik. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson.
22.00 Fahrenheit 451. Bresk
biómynd frá árinu 1966,
byggð á samnefndri sögu
eftir Ray Bradbury
Leikstjóri er Francois
Truffaut, en aðalhlutverk
leika Julie Christie og
Oscar Werner. Myndin
gerist einhvern tlma I
framtiðinni. Bækur eru
bannaðar. Montag hefur
það starf með höndum að
leita uppi bækur dg brenna
þær. Dag nokkurn vaknar
áhugi hans á bóklestri.
Þýðandi Kristmann Eiðs-
son.
23.50 Dagskrárlok.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16