Tíminn - 01.02.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.02.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Súhnudagúr 1. febrúár 1976. óreiöa bytlingarsinnaðra hreyfinga vera andstyggileg. Þess i stað aðhylltist hann ein- ræöisherrann Mussólini. „Ljóð um ást og dauða fána- berans. Christoph Rilke”, sem skáldið samdi 1899, er fullt af bar- dagaanda og var veganesti þúsunda hermanna i tveimur heimsstyrjöldum. En Rilke skrifaði einnig: — Hver talar um sigra? — aðalatriðið er að komast af. Fátækt var i hans augum „glæsileiki innan frá”. Honum fannst hann þó allt sitt lif vera af komandi eðalborinnar ættar, en faðir hans hafði verið liðsforingi og orðið að hætta þvi. Þetta fingerða skáld sóttist stöðugt éft- ir að umgangast aðalmenn. Prófessor Herbert Cysarz i Múnchen kallaði hann „leynilega eðalbetlarann”, en það var af þvi að hann skrifaði betlibréf til tigins fólks. 1920 skrifaði Rilke til „kæru náðugustu frúarinnar” Gudi Nölke: „Teningum þessa Faguryrtur og töfrandi persónuleiki töfrum Rilke til að ná I kærustur sinar. Ljóðasafnið „Stunda- bókin” náði upplagi metsölubóka. Fyrir skömmu komu verk hans „h á 1 f g ra f i n n fjársjóður Með ástkonu sinni Lou Andreas-Salomé heimsótti Rilke bændaskáldið rússneska, Spridon Droschin. viðkvæmustu tilfinninga” eins og skáldið Karl Krolow segir, á ný fram á sjónarsviðið. Insel-for- lagið i Frankfurt stofnaöi til skáldaverðlauna i hans nafni og gaf út verk hans á ný i 12 binda út- gáfu. Það kemur heim og saman við hundrað ára afmælið. Hann fæddist 4. desember 1875 i Prag. Árum saman var móðir hans svartklædd. Hún var i sorg, af þvi að faðir hans varð að hætta við liðsforingjaferil sinn, vegna þráláts hálssjúkdóms. Hann lifði þvi fábrotnu lifi sem embættis- maður. Eftir það byggði hún allar vonir sinar á einkasyninum, René Karl Wilhelm Johann Josef Maria. En hermannsferill hans varð heldur ekkilangur. Grannvaxni ungling- urinn tók stúdentspróf frá menntaskóla i Prag, i staðinn fyrirað fara i herskóla. Hann hóf siöan nám i heimaborg sinni. Móöir hans og ríkur frændi ætluðu að gera hann að lögfræðingi. En þegar Rilke fór til Munchen árið 1896 kollvarpaði hann öllum dýrðardraumum móður sinnar, sem var metnaðargjörn og i engu sérstöku uppáhaldi hjá honum. „Skemmtanasjúk, vesöl vera... tóm eins og flik”, sagði hann um hana. Hann gerðist listamaður. Þegar hann var 21 árs, hafði föl- leita skáldið með þreytulega augnaráðið, tiginmannlega vangásvipinn og fingerða nefið ort fyrir mörg blöð og almanök og komizti ýmis sambönd i borginni af þvi að hann hafði næma rimtil- finningu. 1 Múnchen kynntist hann einnig hinu fagra snilldarkvendi, Lou Andreas-Salomé. Hún var á þess- um tima orðin þekktur rithöfund- ur. Hún var þó þekktust fyrir það, að hún vildi ekki gerast frú Nietzsche. Eftir fjögurra mánaða kynni af Rilke i Múnchen, tók hún hann inn á heimili sitt i Berlin. Hann flýr tii Parisar. Þar ætlar hann að skrifa bók um mynd- höggvarann Auguste Rodin (1840-1917) Clara Rilke-Westhoff lætur barn sitt i hendur foreldrum sinum og fer einnig til Parisar. Þegar meistari Rodin leitar eftir ritara, reynir skáldið i siðasta sinn að fást við reglubundna vinnu. En hann er svo kærulaus, aö Rodin, sem ekki var smá- smugulegur, vill ekki hafa hann. Rilke tekur föggur sinar — rekinn burtu eins og þjófur, segir hann. Hann á samt ekki slæmar endurminningar um mynd- höggvarann. Rodin læknaði hann nefnilega af hljómkenndu engla- og stúlkusögunum frá Prag, —■ hrifningu, sem streymdi til allra átta. Hann fékk hann til að halda sér meira við efnið. Eftir að Rilke er hent út i Paris, er hann stöðugt á ferðalögum til dauðadags. Konur, sem dá list hans, opna fyrir honum borgara- legar hallir og kastala. A fjórum árum býr hann á fimmtiu mis- munandi stöðum. Hann er langt frá þvi að vera Fágað andrúmsloft I fyrirmannlegum húsakynnum var Rilke að skapi. Ari áður en hann lézt heimsótti hann sembalóleikarann fræga Wanda Landowska. Hann dáði tónlist. Það var með samþykki manns hennar, sem var 15 árum eldri en hún, sérfræðingur i Vestur-Asiu- málum og heilbrigðispostuli. Einu fyrirmælin, sém hann gaf skáldinu og hinni sjálfstæðu konu sinni, voru, að Rilke yrði að ganga berfættur i ibúðinni. Þau fóru i tvö ferðalög saman til Rússlands, og þá vaknaði hrifning Rilkes á skáldinu Leo Tolstoj og rússneskum trúar- brögðum. Leikræn trúarhræsni móður hans hafði vakið andúð hans á rómversk-kaþólsku trúnni, sem hann sneri nú baki við, og bar hann kross austur-evrópsku kirkjunnar á brjósti sér. A timabili virðist hann einnig ætla að snúa baki við ástmey sinni. í þorpinu Worpswede hjá Bremen, sem er vinsælt meðal málara, hittir hannhina hávöxnu, svarthærðu Clöru Westhoff, sem ermyndhöggvari. Hann er 25ára, húnþremurárum yngri. Þau gift- ast og setjast að á sveitabýli. Fullur ákafa reynir Rilke að hafa ofan af fyrir sérog sinum með rit- launum frá blöðum. En eftir tæpt hálft annað ár er hinn ungi fjölskyldufaðir orðinn leiður á hjónabandi og búsetu. ■M Hann var of veikburða fyrir herskóiann. ' áb, . vetrar hefur verið kastað. Ég hef bæði hrist mina duglega og haft brögö i tafli.... Ég hef komið þvi til leiðar, að ég hef verið boðinn heim til fólks, sem ég þekki alls ekki.” Hann var vanstillt sál. Hann var þunglyndur, og eins og gagn- rýnandinn Hans Egon Holthusen komst að orði „skriftafaðir ljúfs, ástriðukennds innileika.” Þessi ljóðræni ástmögur töfraði heila kynslóð með kvæðum sinum. Há- fleygir synir betri borgara beittu ▲ Rilke með máiaranum Bala- dine Klossowska og syni hennar Baitusz. 1921 lét hún innrétta fyrir hann afskekktan kastaiaturn I Wallis i Sviss. Þar bjó hann I fimm ár til dauðadags. „Hæna, sem hefur verpt nokkrum gulieggjum”, sagði Thomas Mann um Rilke. Fyrir hundrað árum fæddist Rainer Maria Rilke. Ljóð hans endurspegluöu tilfinningar heill- ar kynslóöar. Ljóö hans gerðu hann frægan, skáldlegar myndir i orðum, sem báru vott um áður óþekkta snilli og fegurð, eins og rithöfundurinn Klaus Mann komst að orði. Faðir hans, Thomas, var ekki eins faguryrtur um samtiðarmann sinn, skáldið Rilke: — Hæna, sem hefur verpt nokkrum gulleggjum. Verk Rilkes eru, eins og hann sjálfur, full mótsagna. Hann laðaðist ætiö aö konum, sem dáðu hann, en strax á unga aldri komst hann að raun um, að — engin má nokkru sinni gefa sig skáldinu, þó að auga hans bæöi um konu. Þegar hann var 42 ára, var hann hlynntur umbreytingum og Múnchenar-lýðveldinu frá 1918. En skömmu seinna fannst Rilke, sem útgefandi hans Katharina Kippenberg taldi vera „barn i stjórnmálum”, — ruglingsleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.