Tíminn - 08.07.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.07.1976, Blaðsíða 1
Leigu f lug—Neyöa r f lug ,HVERT SEAA ER HVENÆR SEM ÉR FLUGSTÖÐIN HF Símar 27122 — 11422 ■m 148. tölublað — Fimmtudagur 8. júli 1976—60. árgangur. J Viðræðurnar við AAikla Norræna: Engin óstæða til bjartsýni — segir Gaukur Jörundsson, form. viðræðunefndarinnar gébé Rvik. — Ég tel enga sér- staka ástæöu til bjartsýni, viö veröum aö biöa og sjá hvaö þeir ætla sér, enda eru viöræöurnar aöeins á byrjunarstigi, sagöi dr. juris Gaukur Jörundsson, prófessor, sem er formaöur nefndar þeirrar sem samgöngu- málaráöuneytiö skipaöi til aö taka upp viöræöur viö Mikla Norræna Ritsimafélagiö um framkvæmd gildandi samninga rikisins og félagsins, en fyrsti fundurinn var i byrjun þessa mánaöar. Þar geröi nefndin nánari grein fyrir þeirri stefnu Islenzkra stjórnvalda aö koma á sambandi viö umheiminn um jaröstöö og gervihnött. Engin ákveöin svör bárust frá fulltrúum Mikla Norræna aö sögn Gauks, munu þeir Ihuga þau rækilega fyrir næsta fund, sem af ýmsum ástæöum veröur ekki hægt aö halda fyrr en i september. — Viðræðurnareru algjörlega á byrjunarstigi og þvi ekki tima- bært að segja neitt um þær, sagði Gaukur, en hann tók fram að einu uppsagnarákvæðin I samning- unum við félagið væru þau, að hann er uppsegjanlegur með tveggja ára fyrirvara, en sem kunnugt er gildir samningurinn til ársins 1985. Hjá samgönguráðuneytinu hefur komið fram, að það telur nauðsynlegt að kanna til þrautar, hvort félagið getur fallizt á stytt- ingu samningstimans og þá með hvaða skilmálum. Einnig er það ákveðin stefna Islenzkra stjórn- valda, að koma á sambandi við umheiminn um jarðstöð og gervi- hnött sem fyrst og eigi siðar en þegar gerður samningur viö Mikla Norræna Ritsimafélagið fellur úr gildi eða árið 1985. Stjórnvöld vilja einnig, að það komi skýrt fram, að ekki kemur til mála af íslands hálfu nein sú leið, sem takmarkar á einn eða annan hátt yfirráð Islendinga á þeim samböndum sem um væntanlega jarðstöð fást, nema að svo miklu leyti, sem leiða kann af almennum skilmálum eignar- aðila gervihnattar. FERÐAGJALDEYR- IR HÆKKAÐUR hs-Rvik. — „Viðskiptaráöuneytiö hefur ákveöiö, aö gjaldeyrisyfir- færslur til þeirra, er fara i skemmtiferöir til útlanda, skuli hækka úr kr. 37.500 I kr. 50.000 á mann. „Þannig hljóöaöi frétt frá Viöskiptaráöuneytinu, sem Tim- anum barst i gær. Við leituðum til Björgvins Guð- mundssonar skrifstofustjóra ráðuneytisins, eftir frekari upp- lýsingum I tengslum við þessa frétt. — Astæðan fyrir þessari hækkun, er sú, að frá þvi að þess- ar reglur voru settar, hefur allur kostnaður við ferðalög aukizt mjög mikið. Reglunum var þvi breytt til samræmis við þennan aukna tilkostnað, sagði Björgvin. Hann sagði að engin breyting hefði verið gerð á feröamanna- gjaldeyrinum siðan árið 1967,, nema hvað hann hefði hækkað I krónutölu, I samræmi við gengis- fellingar á krónunni. Þetta er þvl fyrsta hækkunin bæði I krónum og gjaldeyri slðan 1967 og verður ferðamannagjald- eyririnn I dollurum núna 280, en var áður 210 dollarar, og nú fást 155 pund I stað 115 áður. Björgvin sagðist vilja taka það skýrt fram, að þessi upphæð, 50 þúsund, væri við það miðuð, að menn ferðuðust á eigin vegum. Ef ferðast væri á vegum ferða- skrifstofu, drægist frá sú upphæð, sem ferðaskrifstofurnar fengju yfirfærðar vegna hótelkostnaöar, eins og raunar verið hefur. Þeir sem ferðuðust með ferðaskrif- stofu til t.d. Spánar fengju núna 11.000 peseta I stað 9.500 peseta áður. — Mln skoðun er sú, að þetta dugi fyrir tveggja vikna ferð til sólarlanda ef búið er á þokkaleg- um hótelum, en dvölin geti oröið þrjár vikur ef lélegri hótel eru valin, sagði Björgvin, er hann var spurður að þvl, hve lengi væri ætlazt til að þessi gjaldeyrir ent- ist ferðalöngum ferðaskrifstof- anna. HAÞRYSTIVORUR okkar sterka hlið iBSSSSiEQiH Síðumúla 21 Sími 8-44-43 I dag Fyrsti stöpullinn undir Borgarfjaröarbrúna er nú fullgeröur og mótin hafa veriö fjarlægö. Stöplarnir veröa alls tólf talsins og eru þeir mjög sterkbyggöir, enda veitir ekki af, þvi aö mikiil straumur er oft I Borgarfiröinum viö falla- skiptin. Sjá nánar um Borgarfjaröarbrúna á bls 6. Tlmamynd: Gunnar. Tveir ungir menn játa morðið á Guðjóni Atla Gsal-Reykjavlk — Slödegis I gær handtók rannsóknariög- regian IReykjavik tvo pilta um tvltugt vegna morösins á Guöjóni Atla Arnasyni, sem fannstlátinn á þriöjudagsmorg- un viö Fif uhvammsveg I Kópa- vogi. Piltarnir tveir játuöu viö yfirheyrzlur 1 gærkvöidi aö hafa oröiö Guöjóni Atla aö bana, aö þvi er Asmundur Guömundsson rannsóknarlögreglumaöur I Kópavogi, sem stjórnar morö- rannsókninni sagöi I samtali viö Tlmann I gærkvöldi. Ekki kvaöst Asmundur á þessu stígi geta greint frá þvi, hvaða ástæöu piltarnir hefðu gefiðupp um morðiöá Guöjóni Atla. Mjög umfangsmikil rannsókn hefur farið fram vegna þessa óhugnanlega morös, bæöi I Reykjavlk og Kópavogi, allt frá þvi bílstjóri á steypubll fann lik- ið á þriðjudagsmorgun, og leiddi hún til þess að piltarnir tveir voru handteknir slðla dags Igær. — Þaö ermikiö gott að við erum búnir að finna þá, sagði Asmundur I gærkvöldi, en bætti viö, að rannsóknarlögreglu- menn úr Reykjavlk heföu haft mestan starfa viö rannsóknina. Það voru Njöröur Snæhólm og Haukur Bjarnason, sem rannsökuöu málið á vegum rannsóknarlögreglunnar I Reykjavlk, en Asmundur Guömundsson, Leó Löve og Jón Sigurgeirsson á vegum rannsóknarlögreglunnar I Kópavogi. Aö sögn Asmundar fundust blóðblettir I bifreið Guðjóns Atla, en bifreiðin fannst sem kunnugt er I fyrrakvöld á Kaplaskjólsvegi I Reykjavik. Blóöblettirnir benda til þess, að einhver átök hafi orðiö i bllnum, en hins vegar þykir jafn fullvlst, að morðiö hafi veriö framiö á þeim staö er ltkið fannst, enda vpru bæði lurkur og hnullungur við llkið er komiö var að þvi, og var hvoru tveggja atað blóði, jafnframt þvi sem mannshár fundust á hvoru tveggja. Þá er jafnframt nokkuö vist, aö morðingjarnir hafi notað bll Guðjóns Atla til þess aö komast burtu af morðstaðnum og skiliö hann eftir á Kaplaskjólsvegi, en bllinn skildi Guðjón Atli eftir viö heimili sitt við Elliðavatn á mánudagskvöldið. Alls er óvlst, hvort um ráns- morö hafi veriö að ræöa, þótt svo peningaveski Guðjóns Atla og ýmis önnur gögn I eigu hans, þ.á.m. vixlar, hafi fundizt skammt frá moröstaönum nokkru áður en lik hans fannst. BDl Guöjóns Atla var fyrst skráður á hans nafn hjá bæjar- fógetanum i Hafnarfirði á þriðjudag, eöa sama dag og morðið var framiö, en hann hafði nokkrum dögum áöur fest kaup á bilnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.