Tíminn - 04.09.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.09.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 4. september 1976 Mannfæð á haustsýn ingu Það er komið haust og bráð- um verður kominn vetur. Laufin á tr jánum eru sum orðin rauð og gul í framan og tilveraner regn- grá i vöngum. Það sem tekur þó öll tvimæli af um árstfðaskipt- in, er að útsöiurnar eru byrjað- Skúlptúr eftir Sigurjón óiafsson. Ein af myndum Agústs F. Peter- sens, dæmigerö fyrir manna- myndir hans. Asgerður Búadóttir sýnir vandaðan, listrænan vefnaö sem teljast veröur I sérflokki. við Grátmúrinn ar og haustsýning Félags is- lenzkra myndiistarmanna hefur verið opnuð almenningi. Það siðarnefnda er eins konar punktur aftan við sumarlanga stöðvun menningarinnar, þvi veturinn er sá ársthni, sem menn sinna listum og visindum bezt á tslandi. Um þátttöku og tilgang Haustsýning FIM hefur um langt skeið vakið dálitla eftir- væntingu, auk þess sem hún er marktæk um árstiðaskiptin, en ég veit ekki hversu oft hún hefur veriö haldin, né heldur hvaða stefnuskrá sýningarnefndinni er ætlað að starfa eftir, Hjörleifur Sigurðsson, for- maður Félags islenzkra mynd- listarmanna segir á þessa leið I ávarpi um haustsýninguna: „Haustsýning Félags ís- lenzkra myndlistarmanna er aftur komin i Kjarvalsstaöi. Það er félaginu vitaskuld fagn- aðareftii af ýmsum ástæðum. Fyrst má nefna, aö hér gefst rými til aðkynnafólki i borginni — og reyndar landinu öllu — stór verk og vfðtækt úrval myndlistar þessarar stundar. 1 annan stað höfum við jafnan lit- ið svo á, að samtök myndlistar- manna hafi átt nokkurn þátt 1 byggingu hússins á Miklatúni enda varð viðskilnaður við það um stundarsakir engan veginn sársaukalaus. Nú munu hvorki raktir þræðir né hnútar Kjar- valsstaðadeilunnar. Hún varð að sumu leyti til góðs fyrir myndlistarlífiö og framrás þess. Við vonum, aö samtök list- manna og stjórnendur Reykja- vikurborgar haldi áfram að styrkja grundvöllinn, sem báö- um er hagkvæmur og eðlileg forsenda grósku i listum og menningarmálum. En hver er tilgangur Haustsýningar? Ég nefndi aðalatriðin i þriðju setn- ingunni. Auk þess skulum viö jafnan kref jastendurnýjunar og nánari tengsla viö stærri hópa og fleiri einstaklinga samfélags okkar.” Alls bárust sýningarnefndinni um 300 verk og var tæplega helmingur þeirra tekinn á sýn- inguna, en alls sýna 48 lista- menn þarna verksin og sjösýna nú i' fyrsta skipti á haustsýningu FIM, þeir ómar Skúlason, Kristján Kristjánsson, Þórður Hali, Jón örn Asbjörnsson, Gúsi Guðmann, Haukur Dór og Salome Fannberg. Við getum verið sammála for- manni félagsins FIM, aö haust- sýningin eigi að rúma „stór verk og viðtækt úrval myndlist- ar þessararstundar”, en til þess að svo sé að þessu sinni, vantar verk of margra á þessa haust- sýningu. Má þar t.d. nefna mál- ara eins og Svavar Guðnason, Þorvald Skúlason, Hjörleif Sig- urðsson, Karl Kvaran, Vetur- liða Gunnarsson, Benedikt Gunnarsson, Jóhannes Jó- hannesson, Steinþór Sigurðsson, Hrólf Sigurðsson, Sverri Har- aldsson, Jóhann Briem, Erro og Finn Jónsson, svo eitthvað sé nefnt af nöfnum. Þetta er bent á til þess að vekja athygli á þeirri stað- reynd, að frægustu málarar okkar virðast einhverra hluta vegna, sniðganga þennan grát- múr islenzkrar myndlistar, haustsýninguna, og meöal- mennskan fær óáreitt að halda eins konar innanfélagsmót i málverki og myndlistum undir djörfu og velþekktu merki. Maður getur skilið það, að einn og einn merkilegan málara vanti, en þegar breiðsiöan á drekanum snýr annað ár eftir ár, þá veit maður naumast leng- ur undir hvaða f ána er barizt, og haustsýningin 1976 er ekki „viö- tækt úrval myndlistar þessarar stundar”, heldur eitthvað ann- að. Þá vil ég geta þess, að dálitið er um „gamlar” myndir, þ.e. myndir, sem áður hafa verið sýndar almenningi. Sumar hafa nú veriö „yngdar” I sýningar- skrá af einhverjum orsökum, t.d. myndin af Gylfa Gislasyni teiknara, hún er sögð máluð 1976, en var samt á sýningu um réttirnar i fyrra. Allmargar myndir aðrar hefur maður séð áöur á ýmsum sýningum aftar i tiðinni, og er þaö i meira lagi torskilið hvaða erindi þær eiga nú allt I einu við liðandi stund, myndlist „þessarar stundar”, eða þá ögurstund, sem skiptir sköpum. Auövitað eru á haustsýning- unni verk eftir menn, sem skipta máli fyrir islenzka myndlist, og það verulega miklu máli, en þetta er þó ekki það úr- tak sem viö höfðum vonaö aö fá að sjá. Myndum fækkað Sýningamefnd (12 listamenn, formaður Leifur Breiðfjörð) fer einnig mjög vafasama leið, eða umdeilanlega að þessu sinni. Eftir hálfgerð vandræði með húsnæði og lausn deilunnar um Kjarvalsstaði, fær sýningar- nefndin nú allt húsið undir haustsýninguna, tvo sali, ganga og útisvæöi, auk skilrúma. 1 stað þess að velja þá leið að sýna sem flest verk, t.d. með þvi að nota húsið eins og gert var á yfirlitssýningunni, sem haldin var á þjóöhátiðarárinu 1974, þá er flokkun beitt, og reynt er (að sögn) að gefa betri mynd af einstökum listamönn- um með þvi að hafa fleiri verk eftir hvern þeirra, 5&6 frá hverjum. Þetta hefur þann auglj kost, að sýningin fær betriheild- arblæ en ella hefði orðið, en obb- inn af myndverkum margra manna fer ofan i kjallarann aft- ur i geymslu. Að minu mati oi nú átt að nota tækifærið og setjaupp skilrúmin og hengja á þau myndverk og nota sömu- leiðis ganga og kaffihúsið undir myndlistarverk. Þá hefðu þau getað orðið mun fleiri og FIM hefði fengið tækifæri til þess að kynna viötækara úrval mynd- listar en þarna er gert. Þvi var á sinum tima haldið fram, að ófé- lagsbundnir menn, t.d. Reyk- vikingar, sem mála án þess að vera i málarafélagi, gætu sent verk sin á samsýningu FIM a.m.k. einu sinni á ári. Þetta átti að réttlæta að starfsemi Kjarvalsstaða gæti oröiö skyn- samlegt listmat, án þess að rek- in væri hrein einokunarpólitik. Sýningarnefndin hefur ekki skýrt frá þvi, hversu margir myndlistarmenn sendu verk, aöeins sagt, að 8 manns, sem ekki hafa áöur sýnt með félag- inu, væru nú með, og aö 13 utan- félagsmenn væru með verk, en 35 félagsmenn. Verður það að teljast mjög sanngjarnt hlutfall, og hefur ekki á sér einokunar- blæ, Myndirnar á sýningunni En víkjum nú ögn að myndun- um. Agúst F. Petersensýnir fimm verk og eru mjög i þeim anda, sem verið hefur. Baldur Edwins (1918) á eina mynd, sem vakið hefur verulega athygli. Þessi mynd er sögð frá 1976, en mér er sagt, að málarinn hafi fyrir þremáratugum „málað svona” og þótt vondur málari. Núna er þetta i takt við timann og vekur myndin mikla athygli. Gaman væri að fá að sjá fleiri myndir eftir hann. Björg Þorsteinsdóttir er meö griðarstóra myndþrennu, 146x362, er hún nefnir „Gjald- eyrisleyfi”. Bragödauf og kraft- laus með öllu, þr átt fyrir stærð- ina. Bragi Asgeirsson rær á dökkumiðum, en myndir hans eru sem fyrr mjög athyglisverð- ar og sterkar. Eirikur Smith er með vatas- litamyndir, sem voru á einka- sýningu hans i sama húsi fyrir nokkrum mánuðum. Elias B. Halldórsson er með eina i svipuöum anda og kom fram I seinustu sýningu hans. GIsli Guðmann Jónssoner með fallega gerðar pastel myndir, en þyrfti að reyna að skapa sér persónulegri stil. Hafsteinn Austmann er við það sama Haukur Dór Sturlusoner með sex myndir og auk þess leir- mynd. Oliumyndir hans eru ekki mjög persónulegar fyrir hann sjálfan, en tússmyndirnar fólk í listuir á hinn bóginn athygli verðar. Hörður Agústssoner með sex myndkrili, hálfgerð frimerki, en mjög skemmtilegar. Gott dæmi um það hvaða árangri hefði verið unnt að ná með þvi að notfæra sér meira skilrúmin. Jóhannes Geirer með fjórar oiiumyndir og er gleðilegt að vita til þess, aðhann er nú aftur byrjaður að ná tökum á oliu- málverki eftir áralanga vinnu i pastel. Kjartan Guðjónsson er með þrjár vel byggðar myndir, nokkuö „súrar” i lit. Hann þyrfti að snúa aftur i birtuna. Kristján Daviðssoner glossa- legur. Stóra myndin er ekki i hópi beztu verka málarans, en hinar eru betri. Magnús Kjartansson, Sigurð- ur örlygsson og Ómar Skúlason eru með það, sem þeir nefna blandaða tækni. Þetta eru skemmtilegar myndir i hæfi- iegri fjarlægð. Gáski þeirra félaga setur að visu fjörlegan blæ á sýninguna, en mannierþó tilefs.að myndir þeirra varðveitist óskemmdar nema fáeina mánuði. Ég hefi t.d. séð hvemig gömul blöð fára i ljósi. Ef til vill ættu svona myndir að vera undir gleri, ef þeim er ætlað lif. Það hafa sagt mér sérfróðir menn, að isienzkir myndlistar- menn séu ekki allir nógu gætair i efnismeðferð. Tugir mynda Gunnlaugs Schevings munu liggja undir skemmdum, þvi unnið var með vondu efni, og það sama er að segja um mynd- ir Jóns Stefánssonar og fl. Þær þola bókstaflega ekki venjuleg- an geymslustað, þ.e. að hanga á vegg, og stórum fjárhæðum veröur að verja til þess aö reyna að bjarga þeim frá því að springa og molna i sundur. Ég sá eina mynd eftir einn þeirra félaga á dögunum, sem var mjög illa farin eftir aðeins fáeina mánuði. Sem sagt, þeir verða, allra hiuta vegna, að finna sér útrás i varanlegra efni. Erlendis standa menn frammi fyrir svipuðum vanda málum. Margrét Þ. Jóelsdóttir og Stephen Fairbairneru með blið- lynd.sérstæð verk. Maria H. ólafsdóttir sýnir tvær myndir frá 1974. Hafa þær verið á sýningu áður og veita þvi ekki viðbótarupplýsingar um þennan ágæta málara. Matthea Jónsdóttir sýnir „Hitabylgju”,sem sver sig I ætt við fyrri myndir, nema liturinn er heitari. Kristján Kristjánsson sýnir þrjár poppmyndir, sem eru ó- venju vel gerðar frá sjónarmiði formfræðinnar. Þessi myndgerð er orðin dá- litið þreytandi að vísu, en þess- ar þrjár litlu myndir eru f sér- flokki. Frumdrög eftir Kjartansson Ragnar oiiumálverk eftir Kjartan Guðjónsson örlygur Sigurösson á þrjár myndir á sýningunni, einskonar „lausavis- ur" úr ferðalögum málarans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.