Tíminn - 18.12.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.12.1976, Blaðsíða 20
20 lilMiÍÍ Laugardagur 18. desember 1976 fólk í listum og fleiri sýningar ’ ' ' t 111 Frá sýningunni a6 Kjarvalsstöðum Um seinustu helgi opnaði myndlistargeirinn af Sam- tökum gagnrýnenda sýningu að Kjarvalsstööum undir heitinu VAL ’76, en sýning þessi er þannig til komin að Kjarvals- staðir losnuðu um þetta leyti vegna forfalla. Fimm myndlistargagnrýn- endur dagblaðanna tóku sig þá saman og völdu listamenn og efndu til sýningar. betta er stór og falleg sýning, en alls sýna þarna 16 mynd- listarmen, málarar, grafíkerar, vefariog tveir myndhöggvarar, þau: Karl Kvaran Kristján Daviösson Jóhannes Geir Hjörieifur Sigurðsson, Kristján Kristjánsson Gunnar örn Kichard Waltengojer Torfi Jónsson Haukur Dór bórður Hall Ragnheiður Jónsdóttir Ragnheiður Ream Magnús Kjartansson Ásgerður Búadóttir Sigurjón Ólafsson og Magnús Páisson Val mynd- verkanna Listamenn þeir er þarna eiga verk voru valdir með sérstakri atkvæðagreiðslu, þannig að þeir sem hlutu fjögur atkvæði eða fimm var boðin þátttaka. Æski- legt hefði verið að velja einstök verk i samráði við listamenn- ina, og var svo gert i einstökum tilvikum, þvi öröugt er að panta ákveðin verk, enda allt eins liklegt að þau séu þegar seld, og þvi ekki lengur I eign og vörzlu listamannsins. Einn myndlistarmaöur, bor- valdur Skúlason, hlaut nægjan- legt atkvæðamagn, en gat ekki verið með. bá er einnig rétt að geta þess, að atkvæði voru einvörðungu greidd um þá, sem sýnt höfðu á árinu, annaöhvort — á einka- sýningum eöa samsýningum — enekkiyfirlitssýningum —og er það m.a. skýringin á þvi hvers vegna ýmsa vantar, sem lik- legir hefðu þótt, án þess aö nokkru sé slegið föstu. Enn- fremur komu myndlistarmenn, sem rita gagnrýnrað staðaldri, ekki til greina. bess hefur orðið vart að ekki eru allir allskostar ánægðir með þannárangur, sem náðsthefur. Er þv i rétt a ð taka það fram, að þeir sem sýna þarna eru þeir, sem samstaöa var um i lýðræðislegri atkvæðagreiöslu og meö samkomulagi. Varöandi það siðasta er átt við það, að allir gagnrýnendurnir fimm gátu tilnefnt einn listamann, án atkvæðagreiðslu og völdust fjórir listamenn þannig, þar eö tveir stungu upp á sama lista- manniog sá úrskuröur var ekki talinn afturkallanlegur. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort hér sé raunverulega um hápunkt islenzkrar myndlistar að ræða? Hvort þeir, sem nú sýna á Kjarvalsstöðum, séu hið endanlega úrtak á hæfustu lista- mönnum þjóðarinnar? betta held ég að enginn geti sagt meö fullri vissu: það eina sem við getum sagter, að þetta eru þeir menn, sem gagnrýnendur náðu samstöðu um, annaö ekki. Og með þetta i huga hljótum við að fagna þvi a.m.k. að Kjarvals- staðir standa þó ekki auöir i skammdeginu, heldur er þar lifandi og falleg sýning. Vonandi verður þessi sýning árviss viðburður og hvetur ýmsa myndlistarmenn, sem litið láta frá sér fara á sýningar til þess að vera með, sýna verk sin og afla sér m eð þvi m óti k jör gengis að óbreyttri tilhögun. Er þetta sagt vegna þess að i ljós hefur komið, að furðu margir góöir myndlistarmenn hafa látiö hjá líða að sýna verk sin opin- berlega, t.d. á haustsýningu FIM, svo eitthvað sé nefnt. Um einstök verk veröur ekki fjallaöhér, en menn eruhvattir til þess að sjá sýninguna VAL ’76, en henni lýkur um helgina. bá er einnig rétt a)j geta þess, að boðskort voru ekki send út vegna þessarar sýningar. Armensk leiktjöld MIR Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarrikjanna starfar nú með miklum þrótti, eins og menn hafa orðið varir við. Aður hefur verið sagtfrá fögrum list- munum frá Armeniu, sem til sýnis eru á Kjarvalsstööum (kaffistofa). bar eru sýnd 15 flosteppi og ofnar myndir eftir armensk börn og unglinga. bá eru i glerskápum munir eftir ýmsa handverksmenn og lista- menn, brúður og munir. Um hefgina var svo opnuö sýning á leiktjaldavinnu Sarkis Arutsjan. bar sýnir hann leik- myndir: ennfremur penna- teikningar, túss og krítarmyndir. Sarkis Arútsjan er „heiðurs- listamaður” i Armeniu og er fæddur árið 1920. Um hann segir i kynningu m.a. á þessa leið: „Fyrstu sýningar sem hann gerði leikmyndir við, vöktu þegar athygli fyrir óskeikula myndvisi og sérstæðar lausnir. Arútsjan kom fram sem full- gildur meðhöfundur sýninganna og hefur kveikt áhuga margra leikstjóra lýðveldisins, sem um aldarfjórðungs skeiö hafa litið á hann sem samstarfsmann sem jafnan mætti tengja góðar vonir við. Sarkis Arútsjan hefur á þess- um árum unnið við margar leik- sýningar. Um langt skeið var hann aöalleikmyndateiknari stærsta leikhúss Armeniu, Hins akademiska Súndúkjan-- leikhúss. Still hans er sérstæður og auðþekktur. Hann leysir vanda sviðsins með aöstoð áhrifa- Sarkis Arútsjan sterkra og oft margskiptra eininga og með þessu móti er einatt sem hann bjóði upp á áhugaverða m.öguleika fyrir leikstjórann. Leikmynd’ir hans, sem sameina skúlptúr nútima byggingarlist stuðla að magn- aðri hreyfingu sýningarinnar og sterkum heildarsvip. Hófsemd og litagleði fylgjast að. Sjálf hin ytri gerð lausna hans, sem vekur upp sterk tilvisandi áhrif, kemur þegar fram i frum- drögum, sem ávallt eru unnin af nákvæmni og taka alltaf tillit til sérkenna þess sviðs sem unnið er fyrir.” bað verður að segjast eins og er, að frá myndlistarlegu sjónarmiði er þessi sýning ekki mjög góð. A hinn bóginn er það ljóst, að Sarkis er frumlegur leikmyndasmiður, svo ekki sé meira sagt. Verk hans eru þeim mun athyglisverðari, þegar það er skoðaö i samhengi við þau viðhorf Sovétrikjanna " til abstraktlistar, sem kynnt hafa verið I fjölmiðlum, sbr. sýning- ar á abstraktlist undir berum himni i Moskvu og fl. Einkum eru teppi eða tjöld hans athyglisverð frá myndlistarlegu sjónarmiði. Sýningin er haldin i MIR salnum að LaugaveL(i 178 og stendur hún fram yfir áramót. bar liggja einnig frammi listaverkabækur frá Sovétrikjunum, þar sem menn geta kynnt sér nútimalist og eldri myndlist i Sovétrikjunum. Islandus A dögunum var opnað nýtt galleri i Aðalstræti i Reykjavik, sem hlotið hefur nafnið Galleri Sólon Islandus, en að galleriinu standa nokkrir ungir mynd- listarmenn, sem hafa lagfært salarkynni, sem áður hýstu hinn fræga Adlon bar, eða Langabar, sem Silli og Valdi ráku þar um árabil. Hlutu aðilar nokkurn styrk til þessa verkefnis frá menntamálaráðuneytinu og Reykjavikurborg. Er þarna nú ágæt aðstaða til sýningahalds, einkum á minni myndum. beir félagar fara vel af stað með samsýningu, og verður þeirrar sýningar getið sérstak- lega siðar, ef timi vinnst til. Jónas Guðmundsson vf*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.