Tíminn - 15.01.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.01.1977, Blaðsíða 13
Laugardagur 15. janúar 1977 13 — lékaðalhlutverkið hjé ÍR-liðinu, sem sigraði Gróttu í bikarkeppninni IR-risinn Ágúst Svavarsson lék aðalhlutverkiö hjá IR-liðinu, sem sló Gróttu út úr bikar- keppninni i handknattleik, með þvi að vinna sigur (26:24) yfir Seltjarnaness-liðinu á Nesinu. Ágúst sem virtist geta skorað hvenær sem hann vildi, skoraði g mörk i leiknum. Leikurinn var mjög jafn allan leikinn og var staðan 13:13 i hálfleik. Annars var fátt um fina drætti i leiknum, og leik- menn liðanna — fyrir utan AgUst, virðast vera æfingar- lausir, enda eru litil verkefni fyrir félagsliðin okkar, á meöan landsliðið æfir stift. Agúst í ham tiniiiníiii Símon kominn heim — leikur með Ármanns liðinu gegn Njarðvíkingum ★ Jimmy Rogers kemur ekki aftur frá Bandaríkjunum SIMON ólafsson — körfuknattleiksmaðurinn snjalli úr Ármanni/ sem hefur dvalizt í Bandaríkjunum undan- farin tvö ár, þar sem hann hefur stundað nám og leikið körfuknattleik, er nú alkominn heim og byrjaður að æfa með Ármanns-liðinu af fullum krafti. Símon mun leika sinn fyrsta leik með islandsmeisturunum gegn Njarð- víkingum á morgun. Þetta er mikill styrkur fyrir Ar- manns-liðið, sem hefur misst blökkumanninn Jimmy Rogers, en hann hélt til Bandarikjanna fyrir áramót — sagöist koma aftur. Ekkert hefur frétzt af Rogers og eru Armenningar búnir að afskrifa, að hann komi aftur. 1. deildarkeppnin i körfuknatt- leik hefst að nýju um helgina, og veröa þá leiknir þrir þýðingar- miklir leikir i 1. deildarkeppninni. Þórir meiddur Þórir Magnússon — skyttan mikla hjá Valsliðinu, mun ekki geta leikið með félögum sinum gegn tR-ingum i Kennaraskól- anum i dag kl. 13.30. Þórir á við meiðsli að striöa. Þá er óvist, hvort að Kristinn Jörundsson getur leikið með ÍR-liðinu, þar sem hann hefur verið veikur að undanförnu. IR-liðið er sigur- stranglegra, en þó er ekki hægt að afskrifa Valsliðið. Armenningar mæta Njarðvik- ingum i Hagaskólanum kl. 13.30 á morgun, og eins og fyrr segir þá leikur Simon Ólafsson aftur með Armenningum. Ekki er vitaö enn, hvort Guðsteinn Ingimarsson, fyrrum landsliðsmaður hjá Ar- manni, leiki sinn fyrsta leik með Njarðvikurliðinu, en eins og menn muna, þá skipti þessi leikni leikmaður um félag fyrir áramót. Einar ekki með KR-liðinu. Einar Bollason mun ekki leika StMON ÓLAFSSON — kemur til Ármanns á réttum tima. með KR-liðinu, sem mætir erki- fjendunum — stúdentum, strax að loknum leik Ármanns og Njarð- vikur. Einar, sem jafnframt þjálfar KR-liðið, meiddist illa á hendi á æfingu fyrir stuttu. Þá er óvist, hvort landsliðsmaðurinn Bjarni Jóhannesson getur leikið meö KR-liðinu, en hann hefur átt við meiðsli að striða að undan- förnu. Það er mikil blóðtaka fyrir KR-liðiö aö leika án þessara snjöllu leikmanna, sem eru mestu skyttur liösins. Stúdentar mæta aftur á móti með sitt sterkasta lið, og eru þeir þvi sigurstrang- legri, enda hafa þeir oft gert KR- ingum lifiö leitt aö undanförnu Eggert áfram hjá Reyni... Hlöðver með Leikni og Axel með Fylki Eggert Jóhannesson, fyrrum þjálfari Vfkings, Ármanns og landsliðsins, hefur verið endur- ráðinn þjálfari 2. deildarliðs Reynis frá Sandgerði. Eggert hefur náð góðum árangri með Reynis-liðiö — stýrði þvf upp i 2. deildarkeppnina sl. keppnistima- bil. Hlöðver Rafnsson hefur verið endurráðinn þjálfari Leiknis i Breiðholti, sem leikur i 3. deild. Leiknis-liöiö, sem er skipað ungum leikmönnum, náði at- hyglisverðum árangri sl. keppnistimabil, og var liðið þá ekkilangtfrá þviað tryggja sér 2. deildarsæti. Leiknir ætlar sér stóran hlut i sumar. Axel Axelsson úr Þrótti hefur verið ráöinnþjálfari 3. deildarliðs Fylkis i Arbæjarhverfi. Nýtt íþrótta- blað er væntan- legt á markaðinn Nú fljótlega er væntanlegt nýtt fþróttablað á markaðinn. Þarna er um aö ræða mjög vandaö iþróttablað, sem verður prentað I litum og gefið úr mán- aðarlega. Blaðið verður gefið út i 5000 eintökum til að byrja með og mun bjóða upp á fjölbreytt efni — til fróðleiks og gamans. Takmark nýja iþróttablaðs- ins, sem veröur selt i lausasölu er að bjóða iþróttaunnendum og öðrum upp á fjölbreytt efni, greinar og viðtöl við islenzka og erlenda Iþróttamenn og iþrótta- viðburði. „Hann hefur dottið á Höfuðið”, segir Ellert B. Schram TONY KNAPP — lætur ekki að sér hæða, hann er alltaf jafn kokhraustur og það er óhætt að segja, að hann svífst einskis,álíti hann það sér til framdráttar. Þeir sem hafa þekkt Knapp árum saman, eru hættir að taka það alvarlega, sem hann segir hverju sinni. • „VERTU VAKANDI í VÖRNINNI sést hér hér stjórna Fyrir stuttu birtist við- tal við Knapp i einu dag- blaðanna, þar sem hann segir: — ,,Ég er bæöi undrandi og leiður yfir að hafa ekkert heyrt frá K.S.I.”. Ellert B. Schram, formaöur K.S.I., svarar þessu þannig: — „Annað hvort er Knapp mjög góður leikari, eða hann hefur dottið á höfuö- ið. Það er ekki rétt hjá honum, að við höfum ekki haft samband viö hann, þvi að ég sendi honum bréf i byrjun desember, þar sem ég skýrði honum frá því, að viö hefðum fullan hug á að fá hann hingað til starfa i sumar, ef um semdist”. Það er greinilegt, að Knapp er þarna að beita stjórn K.S.l. þrýstingi til að flýta þvi, að stjórnin gangi frá samningum viö hann. Það kemur svo skýrar i ljós, þegar hann segir i viðtalinu: — ,,Ég hef þegar fengið nokkui tilboð frá Evrópu, sem ég er nú að Ihuga — og I næstu viku eru væntan- legir Amerikanar hingað til Englands, og ég hef vissu fyrir þvi, að þeir muni gera mér tilboð um aö koma til Bandaríkj- anna. Að sjálfsögðu mun ég láta þá hjá K.S.I. vita um það, sem ég hyggst gera i minum málum, en eitt er vist, að ég get ekki endalaust setið og beöið eftir að heyra frá K.S.I.”. Svo mörg voru orð Knapps. Þaö er ekki ný saga hjá Knapp, að hann segist vera með tilboð frá hinum og þessum upp á vasann. Og vanalega hef- ur það fylgt á eftir, að þau tilboð hafi verið miklu betri heldur en frá K.S.I. — en að hann hafi frekar viljað koma til Islands. Þetta er alltaf sama góða lumman, sem stjórn K.S.I. hefur síðan trúað, eins og nýju neti. Knapp heldur siðan áfram og segist hann nú starfa hjá 1. deildarliðinu Norwich. Á morgnana að- stoði hann við þjálfun á aðalliði félagsins. Iþróttasiðan hefur aflað sér upplýsinga um þetta, og er þetta helber lygi hjá honum. Knapp var rekinn frá Norwich 1974, þegar hann var einn af mörgum aðstoðarþjálfurum félagsins. Forráðamenn Norwich fengu þá nóg af honum — og létu hann taka pokann sinn. Hann hefur siöan ekkert komið nálægt Norwich-liðinu, nema þá sem áhorfandi að leikjum liðsins, eins og aðrir ibúar borgarinnar. Knapp sagði, aö auk þess sem hann aðstoðaði við þjálfun, fylgdist hann með leikjum annarra fé- laga — leikaðferðum og ýmsu ööru. Hann væri á förum til London þar sem ætlunin væri að fylgjast með leik I bikarkeppn- inni. Knapp býr þarna til handa sér nýtt starf hjá Norwich. Þegar að er gáð, þá voru ekki margir spennandi leikir i bikar- ii iii landsliðinu. keppninni í London þenn- an dag. Þó má vel vera,að Knapp hafi fariö til Lon- don, en þá læðist að manni sá grunur, að hann .hafi farið til aö sjá Middlesbrough leika sinn alkunna varnarleik gegn utandeildarliöinu Wimbledon. Það er leik- aðferð að skapi Knapps og hann hefur örugglega farið ánægöur heim, þvi að „Boro” tókst að merja jafntefli (0:0) gegn smá- liðinu, með sterkum varnarleik. Rúslnan i pylsuendan- um er, þegar TONY KNAPP heldur þvi fram i viðtalinu, að George Kirby, þjálfari Skaga- manna, hafi verið rekinn frá Kuwait, þar sem hann starfar nú sem þjálfari. Það er greinilegt, að Tony Knapp Knapp ber káldan hug til Kirbys — þvi að þetta eru ósannindi hjá honum. Kirby er enn þjálfari i Kuwait. En við vitum, að Knapp hefur alltaf haft minnimáttarkennd gagn- vart Kirby og öfundað hann, þar sem hann veit fullvel, að Kirby er mörg- um gæðaflokkum fyrir of- an hann, sem þjálfari. Aö lokum má geta þess hér, úr þvi að við erum að tala um Knapp og kok- hreysti hans, aö maður að nafni TONY KNAPP sótti um framkvæmdastjóra stöðu hjá 4. deildarliði i Englandi fyrr i vetur. Maöur þessi, þrátt fyrir alla sina kunnáttu — fékk ekki starfið. A næstu dögum mun það skýrast, hvort hann verði endurráðinn þjálf- ari landsliös ISLANDS?. KNAPP — lætur »kki ð sér æða...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.