Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Þriðjudagur 5. april 1977
Loðnuver-
tíðin að
syngja sitt
síðasta
gébé Reykjavik — Allar llkur
benda til þess aö loönuvertíðin sé
að syngja sitt siðasta. Aflinn I slð-
ustu viku reyndist aðeins vera
tæp þrjú þúsund tonn, og voru það
aðeins ellefu skip, sem hann
fengu. t gær fékk blaðið þær upp-
lýsingar hjá Andrési Finnboga-
syni hjá Loðnunefnd, að aðeins
væri vitað um fimm báta, sem
enn væru við veiðar, þrjá I utan-
verðum Eyjafirði og tvo út af
Vestfjörðum, þar sem loðna
fannst rétt fyrir s.l. helgi. Sam-
kvæmt skýrslum Fiskifélags ts-
lands var heildaraflinn s.l.
laugardagskvöld orðinn 547.377
tonn. A sama tlma I fyrra var
hann 334.786 tonn, og þá höfðu 76
skip fengið afla en I ár 81 skip.
Sigurður RE var enn aflahæstur
og mest hafði verið landað af
loðnu I Vestmannaeyjum, en alls
hefur loðnu verið landað á 23 stöð-
um á landinu á þessari vertfð.
Rétt fyrir siðustu helgi fundu
togarar góöar loðnutorfur I
Vikurálnum fyrir vestan land, og
fóru bátar frá miðunum I Eyja-
firði vestur. Hins vegar fór veður
versnandi á þeim slóðum, og
fengu aðeins tveir bátar afla, Vfk-
ingur og Pétur Jónsson, sem voru
með á þriðja hundrað tonn hvor.
Rannsóknaskipið Arni Friðriks-
son er um þessar mundir fyrir
vestan land að fylgjast með þess-
um loðnutorfum. t gærdag fór
veður batnandi fyrir vestan, og
ekki er óliklegt að einhver afli
hafi fengizt þar s.l. nótt.
f fyrra lauk loðnuvertfðinni
fyrstu dagana i april, og virðast
allar likur á að svo verði einnig
nu.
Hér á eftir fer listi yfir þá
loðnubáta, sem afla hafa fengið á
vertiðinni, svo og skýrsla um
löndunarhafnir:
Sigurður RE 4	20725
BörkurNK122	18390
Guðmundur RE 29	18158
GIsli Arni RE 375	17445
Grindvikingur GK 606	14518
Pétur Jónsson RE 69	14316
Súlan EA 300	14043
Orn KE 13	12818
HilmirSUm	12766
Eldborg GK 13	12538
Rauðsey AK14	12462
Loftur Baldvinss. EA 24	12344
FffillGK54	12099
Albert GK 31	11705
Gullberg VE 292	11138
Jón Finnsson GK 506	10946
Hákon ÞH 250	10689
Asberg RE 22	10622
Arni Sigurður AK 370	10608
Huginn VE 55	10451
Þörður Jónasson EA 350	10020
Helga Guðmundsd. BA 77    9873
Hrafn GK 12              9797
Guðmundur Jónsson GK 475  9557
SkarðsvikSH205           9544
Bjarni Olafsson AK 70       9210
Kap IIVE 4               8895
Helga IIRE 373            8652
Stapavlk SI4              8533
Óskar Halldórsson RE 157   8411
Sæbjörg VE 56             7557
SvanurRE45             7175
lsleifurVE63             7133
MagnúsNK72             6410
Helga RE 49              6114
SkirnirAK16              5877
Keflvikingur KE 100        5716
Gunnar Jónsson VE 555     5622
HilmirKE7               5553
Freyja RE 38             5468
Húnarost AR 150           5322
NáttfariÞH60             5285
ArsællSigurössonGK320    5274
Flosi 1S 15                5205
HrafnSveinbjarnars.GK255 5106
Arsæll KE 77              4904
Vöröur ÞH 4              4873
Skógey SF 53              4843
DagfariÞH70             4770
Vikurberg GK 1            4557
Sigurbjörg OF 1           4461
Vonin KE 2               4340
SæbergSU9              4270
FaxiGK44               3948
Andvari VE100            3656
Arni
Magnússon AR 9         . 3425
ArnarnesHF52          . 3405
Kári Sölmundarson RE 102   3300
Ólafur Magnússon EA 250    3102
Þórkatla IIGK197         2586
Bára GK 24               2577
Framhald á bls. 19.
„Og á þessum indæla degi,/ ástkæru systur og bræður", kvað Guðmundur Böðvarsson. Þau orð eiga vel
við unga fólkið hér á myndinni.
Tlmamynd Róbert

HORFNUM KAUP-
MANNI STEFNT
JH — Reykjavik. — t siöasta
tðlublaði Lögbirtings er birt
stefna á liendur Ragnari
Þjóðólissyni kaupmanni,
sem um skeið rak verzlun, er
nefndist Húsgögn og raftæki
i Iðnaðarmannahúsinu við
Hallveigarstlg. Er honum
stefnt að kröfu Páls S. Páls-
sonar, Iðgfræðings Húsfélags
iönaðarins, vegna van-
greiddrar húsaleigu og hlut-
fallslegs kostnaðar vegna
gæzlu, rafmagns, upphitunar
Og ræstingar, og jafnframt
krafizt haldsréttar á mun-
um, sem bornir voru út úr
vcrzlunui 28. janúar 1976.
Forsaga þessa máls er sú,
að I janúarmánuði I fyrra-
vetur yfirgaf buðareigand-
inn, sem stefnt er I máli
þessu, húsnæðið fyrirvara-
laust, en skildi þar eftir
ýmsa muni, þar á meðal
lampa, hillur, spegla,
skrautmuni og dyrabjöllur
og auk þess nokkuð af sæl-
gæti. Var þetta flutt brott ur
búðinni fyrir atbeina fógeta
á sinum tima, og fengið
stefnanda til varðveizlu.
Sjalfur hvarf kaupmaðurinn
úr landi, og er nú ókunnugt
um heimilisfang hans.Eng-
ínii hefur gefið sig fram sem
umboðsmann hans.
Málavextir eru að öðru
leyti sagðir þeir að siðastlið-
ið haust hafi kaupmaðurinn
verið kominn i verulegar
vanskilaskuldir, og afhenti
hann þá stefnanda átta
hundruð þúsund króna vixil
upp i þær. Þegar hann hvarf,
brast þó á, að þessi vixill
nægði fyrir skuldum hans, og
er talið, að rumlega 177 þús-
und krónur hafi vantað upp
á.
Sterk reykjarlykt í
Skagafjarðardölum
AS Mælifelli 4/4 — Undir
miðnætti á laugardagskvöld
fundu menn á Tunguhálsi I
Tungusveit, Goðdölum I
Vesturdal og viðar I Skaga-
f iaröardölum, sterka
reykjarlykt svo sem eldur
væri uppi I grenndinni og
timbur brynni, en jörð er hér
hvarvetna rök, svo að ekki
gat komið til mála að sinu-
eldur væri nokkurs staðar
norðan jökla, enda var lyktin
likari þvi að logaði I lyngi og
hris. Svo sterk var bruna-
lyktin að Finnbogi Stefans-
son bóndi á Þorsteinsstöð-
um, sem staddur var frammi
d Tunguhálsi þetta kvöld, fór
yfir i Svartárdal til þess að
athuga hvort þar væri uppi
eldur. Hvergi var elds vart.
Veðurstofan gaf þær
upplýsingar I gær, að bruna-
lykt hefði einnig fundizt i
Sandbúðum en skýringin
ófundin. Var getum að þvl
leitt, að lyktin stafaði frá
sinubruna i Borgarfirði, en
einnig nefnt að vera kynni
frá skálanum I Jökuldal
suður á miðhálendinu. A
Hveravöllum hafði einskis
orðið vart.
Virðuleg útför
Magnúsar
ÁS Mælifelli 4/4 — S.l. laugardag
var útför Magnúsar Glslasonar,
skáldbónda á Vðglum I Blðndu-
hlið, gerð frá Miklabæjarkirkju.
Sr. Sigfús Arnason flutti
minningarræðuna og jarðsöng en
Björn ólafsson á Krithóli stýrði
sðng. Magnús á Vðglum var bor-
inn ogbarnfæddur Blðndhliðingur
og hefði orðið áttræður hinn 31.
marz s.I. Hann kvæntist Ingi-
bjðrgu Stefánsdóttur 1921, og
bjuggu þau alla tið á Vöglum, en
Ingibjörg lézt 1971.
Magnús var ræktunarmaður og
góður bóndi. Þekktastur var hann
þó að kveðskap sinum en hann
var nafnkunnugt skáld.'.
Magnus Gislason var svipmikill
persónuleiki og hugsjónamaður,
vel máli farinn, skemmtinn og
vinsæll. Fjöldi fólks var við utfór-
ina.
Reykjafjarðar-
áU:
Friðaða
svæðið
opnað að
austan
gébé Reykjavlk — A mánudag
gaf sjávarútvegsráöuneytið út
breytingu á reglugerð um frið-
unarsvæði við tsland, þar sem
austurhluti friðaða svæðisins I
Reykjafjarðarál var opnað
fyrir togveiðum. Þetta er
breyting á reglugerð nr. 415
frá 7. desember 1976.
Akvarðast austurmörk frið-
aða svæðisins i Reykjafjarð-
arál nú af 20 gr. 40 min, v. lg. i
stað 20. gr. 20 min v. lg. svo
sem verið hefur. Þessi breyt-
ing er gerð samkvæmt tillög-
um Hafrannsóknarstofnunar,
sem telur útbreiðslusvæði
þorskungviðis ná skemmra til
austurs en áður. Sérfræðingar
Hafrannsóknastofnunar hafa
fylgzt náið með þessu svæði
frá þvi þvi var lokað.
Dagsbrún
heiðrar
Tryggva
Emilsson
A aðalf uudi verkamannafélags-
ins Dagsbrúnar, sem haldinn
var á sunnudaginn, var Tryggvi
Emilsson, hðfundur bókarinnar
Fátækt fðlk, sæmdur gullmerki
félagsins og auk þess voru hon-
um veitt þrjú hundruð þúsund
króna heiðurslaun fyrir bók
slna. Tryggvi var um tuttugu
ára skeið I stjórn Dagsbrúnar,
lengst af ritari eða varaformað-
ur.
A þessum sama fundi var
samþykkt að veita þrjár
milljónir króna til kaupa á húsi
fyrir listasafn alþýbu, sem
stofnað var með gjöf Ragnars
Jónssonar i Smára og verka-
lýösfélögin hafa bundizt sam-
tökum um að koma I viðhlitandi
húsnæði. Loks var Alþýðu-
leikhúsinu á Akureyri veittur
150 þúsund króna styrkur.
1 stjórn félagsins voru kjörnir
Eðvarð Sigurðsson formaður,
Guðmundur J. Guðmundsson
varaformaður, Halldór Björns-
son ritari, Baldur Bjarnason
gjaldkeri, Andrés Guðbrands-
son fjármálaritari og með-
stjórnendur Gunnar Hákonar-
son og óskar ólafsson.
Tvær tillögur voru samþykkt-
ar á fundinum — önnur þess
efnis að fagna samþykkt siðasta
þings A.S.t. gegn erlendum her-
stöðvum á tslandi og aðild ts-
lands að Atlantshafsbanda-
laginu, en hin áskorun á borgar-
yfirvöld og rikisstjórn ab efla
bæjarútgerðina verulega, fá tvo
skuttogara af minni gerð og
bæta aðstöðu alla I landi.
Togari siglir á ísjaka
Tveggja metra rifa
myndaðist
JB-Reykjavik — Seint I gær-
kvöldi fékk Tlminn þær
upplýsingar, að Islenzkur tog-
ari, Harðbakur, sem er eign
Ctgerðarfélags  Akureyrar
hefði rekizt á Isjaka, þar sem
hann var á veiðum á Hala-
miðum.Talsverðkvika var, er
áreksturinn varð, en ekki var
talið að skipið væri I yfirvof-
andi hættu.
Eftir þvi sem blaðiö komst
næst, haföi allt að tveggja
metra rifa myndazt á lest
skipsins og 5-10 cm dæld var á
hliðinni. en búið var að dæla
oliu á milli tanka, þannig að
skipið hallaðist og stóð rifan
upp úr þó slettist talsvert enn
um hana. Togarinn Svalbak-
ur, sem einnig er i eigu ÚA og
var á veiðum á svipuðum slóð-
um var kominn á vettvang, og
þá var og varðskip á leið á
slysstað. Eins. og fyrr segir,
var skipið ekki talið I yfirvof-
andi hættu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24