Tíminn - 30.04.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.04.1977, Blaðsíða 1
Útvarpsræða Ólafs Jóhannessonar — bls. 8 fKNGM Áætlunarstaðir: BIIdudalur-Blönduóc BúðardatUr 'Flateyri-Gjögur-Hólmavík Hvammstangi-Rif-Reykhólar Sigluf jörður-Stykkishólmur , Súgandaf jörður Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 OQ 2 60-66 Slöngur — Barkar — Tengl WmXSimmaSu^m SMIÐJUVEGI 66 Kópavogi — Sími 76-600 vélabún- aðurinn óskemmd- ur gébé Reykjavík — Sú frétt að rekstri Kísiliðj- unnar verði hætt vegna þessara náttúruham- fara, er algjörlega úr lausu lofti gripin. Skemmdir á mannvirkj- unum er að vísu gífur- leg, en þegar eru hafnar athuganir á hvar og hvernig hægt væri að byggja nýja þró í stað þeirrar sem er ónýt. Hinar þrærnar tvær eru mikið skemmdar, og byrjað verður að aka efni í veggina á þró I í fyrramáliðtil aö styrkja hana, en hún er næst verksmiðjunni og hefur minnst skemmzt, enn sem komið er. Við erum þegar farnir að búa okkur undir að koma framleiðslunni í gang. Búið er að yfirfara allan vélabúnað KísiMðjunn- ar, en engar skemmdir hafa fundizt á þeim, né neinar sprungur á undirstöðum vélanna. Skrifstofuhúsið er mikið K sihöjan, hraefnisþrærnar þrjár, gufustrókarnir úr hitaveituholunum og vegurinn uppI Námaskarösjást greinilega á þessari mynd. Neösta þróin er þegar talin ónýt, en skaröiö, sem myndaöist i vegg hennar, sést lengst til vinstri. Allt vatn er fariö úr henm, svo og aö mestu leyti úr þrónni þar fyrir ofan. Þriðja þróin, sem er næst verksmiöjunni, hefur einnig oröiö fyrir skemmd- um. — Nokkru fyrir sunnan veginn, kom upp nýtt hverasvæöi ífyrrinótt. Ljósm. Kristján Sæmundsson. skemmt, en er alls ekki að hrynja niður, eins og menn hafa viljað halda. Þannig fórust Vésteini Guö- mundssyni i Kisiiiöjunni orö i gærkvöldi, þegar Timinn ræddi viö hann. Langmestu skemmdirnar, sem oröiö hafa viö Kisiliöjuna vegna sprungumyndunar, eru á ; þrónum þrem. Eins og sagt hefur veriö frá, er ailt vatn úr tveim þeirra fariö og hefur stærsta þróin veriö úrskuröuö ónýt. Þá sagöi Vésteinn, aö verkfræöingur Kisiliöjunnar, heföi veriö aö skoöa ummerki viö þrærnar i gær og i Ijós heföi komiö aö i þró eitt, sem er næst verksmiöjunni, hafi sézt votta fyrir sprungum, á einu horni hennar en áætlað væri aö styrkja það i dag. — Þaö hefur ekkert lekiö úr þeirri þró, sagöi Vésteinn. — Þaö er sprunga viö sprungu á malbikaöa planinu viö Kisiliöjuna. Gólf hafa sprungiö i húsum verksmiöj- unnar, svo og i veggjum i skrifstofubyggingunni, en ekkert i veggjum i verksmiöj- unni sjáifri, sem er stálgrind- arhús. Viö finnum jarö- skjálftakippi hér af og til og liönunin heldur áfram, þó miklu hægarnú en áöur. Og aö lokum vil ég segja þaö, aö þaö hefur enginn látiö sér detta i hug aö rekstri Kisiliöjunnar veröi hætt. Stjórnarfundur er ákveöinn i næstu viku og þar vcröa ákvarðanir teknar um framkvæmdir viö viögeröir og annaö, sagöi Vésteinn Guö- mundsson. GOSI LOKIÐ Hrauniö, sem rann úr nýrzta gfgnum, sést nokkuð greinilega á þessari mynd, en gosiö viröist svotil alvegdottið niöur. Þaö rýkur þóvel úr bæöi hrauninu og gignum, en myndin var tekin laust fyrir há- degii gærmorgun. Gigurinn á bak viö til hægri, er einn af nyrztu gigunum á Leirhnúkssprungunni, en hann gaus I Mývatnseldunum 1727. Ljósm. Kristján Sæmundsson. gébé Reykjavlk — Gos hættu I öllum glgunum noröur af Leir- bnúk I gær. Þaö er einróma álit jarövlsindamanna, aö þessi hrina sé aö mestu leyti yfirstaöin. Ennþá er þó mikil jaröskjálftavirkni á svæöinu, og voru upptök skjálftanna I gær á milli Hllöarfjalls og Hverfjalls. Skjálftavirknin fór mjög hægt minnkandi I gær- dag, og virtist á stundum al- veg standa I staö. Engar tölur voru um hve mikil virknin'er, en stööugur titringur er alveg hættur. Enn er landrek f gangi og gliönun I sprungum, sérstak- lega I Bjarnarflagi, en þar er heildargliönun á rúmlega eins kflórnetra stóru svæöi, oröin rúmir tveir metrar. Austast I Bjarnarflagi er mikiö mis- gengi, en viö þaö hafa mynd- azt gufuhverir og hættulegar gjár allt aö fjögurra metra djúpar og er full ástæöa til aö vara fólk viö þeim. — Þessi umbrot, alla vega fram aö þessu, eru aö mestu leyti endurtekning Mývatns- eldanna 1724-1729, þar sem þessi hrina hefur hagaö sér mjög svipaö, sagöi Karl Grön- voldt jaröfræöingur I gær. Sprunguhreyfingamar viröast heldur fara minnkandi, en mesta sprungumyndunin hef- ur veriö I Bjarnarflagi eins og fyrr segir, eöa frá Grjótá- gjársprungunni aö vestan aö Krummaskaröi. Miklar sprungur hafa myndaít norö- ur af Bjarnarflagi og gliönun- ar hefur oröiö vart allt suöur I Dimmuborgir en er þó oröin lltil þegar þangaö er komiö. — Þaö er ekki gott aö segja hver þróunin veröur hér, en ekki óllklegt aö viö lendum I svipaöri aöstööu eftir nokkra Framhald á 5. siöu. k Mynd á 3. síðu 7 • Dómsmálaráðherra Norðmanna um afbrot og afbrotafólk — bls. 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.