Tíminn - 04.05.1977, Blaðsíða 10
10
Miðvikudagur 4. mai 1977
Tíu sækja
um stöðu
fræðsiu -
stjóra
Tiu sóttu um stöBu fræöslu-
stjóra I Austurlandskjördæmi, en
staöan var auglýst þann 6. aprfl
s.l. meöumsóknarfrestitil 1. mai.
Samkvæmt frétt frá mennta-
málaráðuneytinu eru umsækjend-
ur þessir: Björn Eirfksson, tal-
kennari, Reykjavik, Elin óskars-
dóttir, kennari, Reyöarfiröi, Elln
Siguröardóttir, kennari, Húsavlk,
Guömundur Magnússon, skóla-
stjóri, Reykjavlk, Hermann Guö-
mundsson, skólastjóri, Vopna-
firöi. Jón Ingi Einarsson, skóla-
stjóri, Vlk f Mýrdal. Einar Rafn
Haraldsson, kennari, Egilsstöö-
um, Kristinn Þ. Einarsson, skóla-
stjóri, Siguröur H. Þorsteinsson,
skólastjóri, Hvammstanga, Þórö-
ur Kr. Jóhannsson, kennari Hafn-
arfiröi.
Bók-
mennta-
kynning á
Héraðs-
vöku
StÐUSTU þættir Héraösvöku fóru
fram I Valaskjálf laugardags-
kvöldið 30. april og sunnudaginn
1. maf. Húsfyllir var á laugardag
á sveitarkynningu Skriðdælinga
og dagskrá þeirra fjölbreytt. A
sunnudag sá Siguröur ó. Pálsson
skólastjóri um bókmenntakynn-
ingu. Kynnt voru verk látinna
alþýðuskálda á Héraöi eftir 1850,
24 kvenna og karla alls.
Lesarar, auk Siguröar, voru
Jónbjörg Eyjólfsdóttir og Ar-
mann Halldórsson. Félagar úr
Tónkórnum fluttu lög viö ljóö
þeirra, þrjár stúlkur úr Eiöaskóla
sungu lög viö ljóö Jörgens E.
Kérúlf og Arndls Þorvaldsdóttir
fluttu ljóö eftir Sigfús Guttorms-
son undir kvæöalagi.
Bókmenntakynningin var vel
sótt og flytjendum klappaö lof I
lófa. 1 vökulok afhenti Þorsteinn
Sigurösson héraöslæknir viöur-
kenningu fhrir snyrtimennsku og
fegrun húsa. Hana hlaut Laufás I
Hjaltastaöarþinghá, var þaö fag-
urlega útskorin fánastöng úr
birki, gerö af Halldóri Sigurös-
syni frá Miöhúsum. Stöngin mun
veröa farandgripur, en einnig var
veitt skrautritaö skjal, er viötak-
endur halda eftir.
Aö lokum voru gestir kvaddir
og vökunni slitiö.
Formaöur Menningarsamtaka
Héraösbúa er Þurlöur Skeggja-
dóttir I Geitageröi I Fljótsdal.
Þriðja hefti
Samstöðu
komið út
HV-ReykjavIk.— Fyrir fáeinum
dögum kom,út þriöja hefti tlma-
ritsins Samstaöa, sem gefiö er út
af Vletnamnefndinni á Islandi.
Tlmarit þetta er gefiö út sem
liöur í baráttu gegn heimsvalda-
stefnu, fyrir þjóöfrelsi og sósial-
isma, eins og segir I leiöara þess,
en ritstjóri og ábyrgöarmaöur er
Þröstur Haraldsson, blaöamaöur.
Meöal efnis timaritsins ber
hæst greinar um Rómönsku Ame-
rlku, þ.e. yfirlitsgrein, og greinar
um Argentlnu og Brasillu, svo og
greinar um Afrlku, þaö er um
Zaire, Angólu, Azaniu og Nlgerlu.
Meöal greinahöfunda eru
Tómas Einarsson, Ævar
Kjartansson, Orn Jónsson, Eirlk-
ur Guöjónsson og örn Ólafsson.
Listasafn tslands heitir þessi mynd.
KJARVALSSÝNINGIN
Siðan i vetur hefur
staðið yfir á Kjarvals-
stöðum sýning á verk-
um Jóhannesar
Kjarvals, og mun hún
standa fram á haust.
Sýningin er i austursal
hússins, en hann er sér-
staklega ætlaður til
sýninga á verkum
meistarans sem
kunnugt er, þótt stund-
um sé salurinn notaður
til annars, einkum
þegar um stórsýningar
er að ræða i húsinu,
eins og t.d. norræna
vefjalistin og fl.
Myndir i einkaeign
Eins og flestum er kunnugt,
þá á Reykjavíkurborg stórtsafn
mynda eftir Jóhannes Kjarval.
Sumt haföi borgin keypt af mál-
aranum, en eitt siðasta verk
þessa gjafmilda manns var aö
gefa bonginni svo til allar sinar
myndir eftir sinn dag, sem er
ómetanlegt safn stórra mynda
og smárra.
A sýningunni að Kjarvals-
stöðum eru þó aðeins tvær af
myndum. borgarinnar, hitt er
fengið að láni hjá einstaklingum
og stofnunun semsýnthafa þá
fórnfýsi að vera án þessara
mynda i hálft ár, eöa lengur.
Jóhannes Kjarval var einn
stórbrotnasti listamaður
þjóðarinnar og málaði ógrynni
málverka og mynda. Sýningin
sem nú stendur spannar ekki
nein ákveðin tlmabil I list
meistarans, né heldur er hún
heill þverskurður, eða úrtak af
lifsverkinu, en þó sýnir hún hin-
ar ýmsu hliðar á listsköpun
hans. Elzta myndin er frá árinu
1917, en sú yngsta frá árinu 1968,
en það ár fór Kjarval á sjúkra-
hús og átti þaðan ekki
afturkvæmt.
Það voru þeir Jóhannes
Jóhannesson, listmálari, Alfreð
Guðmundsson, forstööumaður
Kjarvalsstaða og Guðmundur
Benediktsson, myndhöggvari,
sem völdu þessar myndir, en
allir eru þeir vanir sýninga-
menn og kunnugir listaverkum
Kjarvals á einn eöa annan hátt.
Þeir hafa gengiö hús úr húsi og
falazt eftir myndum, og hefur
þeim félögum greinilega veriö
vel tekiö. Sumir einstaklingar
eiga söfn af myndum Kjarvals,
aðrir aðeins eina mynd. En allt
um það þótt engum sögum fari
af því að nefndinni hafi verið
neitað um mynd, þá verður ekki
annað sagt enað eftirtekjan hafi
veriö góð, þvi að þarna eru
margar myndir hreinasta af-
bragð. Þarna eru fallegar
myndir, lika ljótar myndir, en
fyrst og fremst eru þær
kjarvalskar og hafa i sér þann
guðsneista, sem gefur listinni
gildi.
Ahrifamesta myndin þótti
mér vera Haust (115x276) No.
11, sem er I eigu Frimúrara-
reglunnar á tslandi, annað eins
veðurfar hefur maður ekki fyrr
séð I einni mynd. Hún er bull-
andi af lifi, og það er svo sann-
arlega vetur í nánd.
Þau lánuðu myndir.
Það væri að æra óstöðugan að
fara að telja upp allar þessar
myndir og fara um þær orðum.
Sýningum veröur ekki komið til
skila á blöðum, þær verða menn
að fara og sjá.Til þess er leikur-
inn gerður, en eftirtaldir aöilar
hafa lánaö verk sin og standa
meö auöa veggi á meöan:
Kristján Jónsson, Sigrún
Ragnarsdóttir, Þorvaldur
Guömundsson, Alfreö
Guðmundsson Guömundur
Jónsson, Jóhann Friðriksson,
Frimúrarareglan á Islandi,
Guðrún Þóröardóttir, Sverrir
Sigurösson, Ingólfur Jónsson,
Seölabanki Islands, Perla
Kolka, Sveinn Benediktsson,
Ölafur B. Thors, Þórhallur
Þorláksson, Nanna Agústsdótt-
ir, Haukur Ragnarsson, Alfreö
Eliasson, Steingrlmur
Hermannsson, Forseti Islands,
Kristján Eldjárn, Jón
Þorsteinsson, Torfi Hjartarson,
Sigurjóna Jakobsdóttir,Magnús
E. Baldvinsson og Reykjavikur-
borg.
Þessi nöfn eru okkur kunn,
velflest og eru þaö ýmist nánir
vinir Kjarvals, sem þarna
standa að verki, eöa afkomend-
ur þeirra, er handgengir voru
meistara Kjarval.
Vandi fylgir
vegsemd hverri.
Reykjavikurborg axlaöi tals-
verða ábyrgð með -þvi að taka
við stórgjöf Kjarvals. Höfuö-
borgin ber ábyrgö á því aö koma
meistara Kjarval á framfæri
við nýjar kynslóöir, auk annars.
Þetta verður einna bezt gert
með þvi að sýna myndir.láta
meistarann talafyrirsig sjáfan.
Þó verður það að segjast eins
og er, að það er tæplega nóg.
Kjarval var margt annað en
málari, hann var þjóðsagna-
persóna, skáld, rithöfundur,
kritiker og manneskja.
Málverkið er aðeins einn þáttur
þessa máls, — að visu sá merk-
asti, enhinirmegaþóekki alveg
gleymast.
1 sýningarskrá fyrir þessa
sýningu boöar borgarstjórinn,
aö ritun á sögu Kjarvals sé i
undirbúningi. Nú hefur Indriði
G. Þorsteinsson, rithöfundur
tekiö þaö verk aö sér, og er það
mikill fengur, að jafn reyndur
sagnahöfundur og blaðamaöur
skuli hafa tekiö sér þetta verk
fyrir hendur, þvi þegar sú bók
kemur er fyrst von til aö unnt sé
að kynna þennan merkilega
listamann rækilega fyrir þeim,
sem þekktu hann ekki nema af
þessum dásamlegu myndum
sem hann gerði.
Sýningin á Kjarvalsstööum er
opin frá kl. 16.00—22.00 alla
daga nema mánudaga, og eru
menn hvattir til þess aö láta
hana ekkifram hjá sér fara, þvi
ár og dagar geta liöið þar til þær
koma aftur á opinbera sýningu,
ef þær þá gera þaö nokkurn
tlma aftur.
Jónas Guömundsson.
Sýningarnefndin, sem fór hús úr húsi til þess aö fá lánaðar A myndinni eru Jóhannes Jóhannesson, listmálari, Alfreö
myndir á sýninguna. Nefndin mun hafa skoöaö hundruð mynda Guömundsson, forstööumaöur Kjarvalsstaöa og Guömundur
hjá tugum einstaklinga og stofnana. Benediktsson, myndhöggvari.