Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						2 24. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR
AUSTURRÍKI, REUTERS Breski sagn-
fræðingurinn David Irving, sem 
austurrískur dómstóll dæmdi í 
þriggja ára fangelsi fyrir að afneita 
helförinni gegn gyðingum, sagði í 
sjónvarpsviðtali á miðvikudag að 
hann teldi að sagnfræðingum ætti 
að vera heimilt að draga viðtekna 
sögutúlkun í efa. Auk þess fæli tján-
ingarfrelsið í sér ?rétt til að hafa 
rangt fyrir sér?.
?Ég kem frá frjálsu landi og ég 
læt ekki þagga niður í mér,? tjáði 
hann Sky-fréttastöðinni bresku. 
Saksóknarar í máli hans áfrýjuðu 
dómnum á þeim forsendum að hann 
væri of vægur. Irving hefur kallað 
réttarhaldið allt ?skrípaleik?.
Ákærurnar á hendur honum 
byggja á orðum sem hann lét falla í 
Austurríki árið 1989. Irving var 
handtekinn í nóvember.
Hann hefur játað sig sekan um 
að hafa ?skjátlast? varðandi umfang 
útrýmingarherferðar nasista gegn 
gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni 
- hann væri ekki lengur þeirrar 
skoðunar sem hann var þá. En sak-
sóknarar segja hug ekki fylgja máli 
og Irving eigi sér því engar máls-
bætur.
Dómurinn hefur ekki síst vakið 
athygli vegna umræðunnar sem 
Múhameðsteikningafárið hefur 
vakið um mörk tjáningarfrelsisins.
 - aa
IRVING KEIKUR David Irving (t.h.) ásamt 
verjanda sínum Elmar Kresbach í dómsal í 
Vínarborg á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Dómnum yfir David Irving áfrýjað af saksóknurum í Austurríki:
Segist ekki láta þagga niður í sér
STÚDENTAPÓLITÍK Röskva og Vaka, 
sem lengi hafa tekist á í stúdenta-
pólitíkinni í Háskóla Íslands, hafa 
ákveðið að vinna saman að hags-
munamálum stúdenta. Meirihluta -
samstarf þeirra í Stúdentaráði var 
undirritað í gær.
Ekkert þriggja framboða hlaut 
meirihluta atkvæða í kosningum 
fyrr í mánuðinum, en mynda þurfti 
starfhæfan meirihluta. Samstarf 
Röskvu og Vöku varð ofan á en 
hvor fylking á níu fulltrúa í Stúd-
entaráði. Háskólalistinn, sem 
einnig bauð fram, á tvo fulltrúa.
Ásgeir Runólfsson, oddviti 
Röskvu, verður framkvæmda-
stjóri Stúdentaráðs og Sigurður 
Örn Hilmarsson, oddviti Vöku, 
verður formaður þess. - bþs
Tímamót í Stúdentaráði HÍ:
Fornir fjendur 
vinna saman
SAMSTARFIÐ HANDSALAÐ Sigurður Örn 
Hilmarsson og Ásgeir Runólfsson ánægðir 
með samstarfið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SPURNING DAGSINS
Jón, eru skilnaðir tíðir hjá 
embættinu?
,,Ekki tíðari en gengur og gerist 
annars staðar.?
Á heimasíðu embættis Sýslumannsins í 
Keflavík má innan um tölfræðiupplýsingar 
um bílbeltanotkun og reglur um notkun 
skotvopna finna tengil á enska vefsíðu um 
tilfinningar tengdar skilnaði fyrir þá sem 
hafa hugsað sér að skilja við maka sinn. 
Jón Eysteinsson er sýslumaður í Keflavík.
FINNLAND Meira en hálf milljón 
Finna lifir undir fátæktarmörk-
um ESB, samkvæmt niðurstöðum 
nýrrar rannsóknar. Þetta kemur 
fram á vefútgáfu finnska dag-
blaðsins Helsingin Sanomat.
Bilið milli fátækra og ríkra hefur 
aukist mikið og voru í hittifyrra um 
600 þúsund Finnar, tólf prósent 
þjóðarinnar, undir fátæktarmörk-
um. Mörkin eru miðuð við 975 evrur, 
rúmar áttatíu þúsund krónur eftir 
skatta, á mánuði. - ghs
Lífskjör í Finnlandi:
Yfir hálf milljón 
Finna fátæk
PRÓFKJÖR Vegna veikinda innan 
uppstillingarnefndar Framsókn-
arflokksins í Reykjavík hefur ekki 
verið ákveðið hver skipar 2. sæti 
listans fyrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar. 
Þorlákur Björnsson, formaður 
nefndarinnar, segir ekki ákveðið 
hvort frambjóðendur sem kosnir 
voru í opnu prófkjöri færist upp 
um eitt sæti og Óskar Bergsson 
skipi þá annað sætið eða hvort 
kona verði fyrir valinu í stað Önnu 
Kristjánsdóttur, sem ákvað að 
taka ekki sæti á listanum. 
Kosning var bindandi í tvö 
efstu sætin í prófkjörinu. 
- gag
Framsókn í Reykjavík:
Óákveðið hver 
skipar 2. sætið
DÓMSMÁL Nítján ára piltur sem hjó 
ítrekað með sveðju í höfuð jafn-
aldra síns í Garðabæ í byrjun okt-
óber á yfir höfði sér allt að sextán 
ára fangelsisdóm. Árásin er talin 
tilraun til manndráps en hann neit-
ar sök. Hann er ákærður fyrir 
fjórar alvarlegar líkamsárásir á 
síðasta ári, þar af tvær hópárásir.
Annað fórnarlambanna í sveðju-
árásinni hlaut tvo langa og djúpa 
skurði á höfði, sprungur í höfuð-
kúpu í botni sáranna og blæðingu 
á yfirborði heilans. Hann skarst 
svo illa á hægri hendi eftir eitt 
högganna að vöðvar, taugar og 
slagæðar fóru í sundur. Árásar-
maðurinn hjó einnig í mann sem 
skipti sér af árásinni og hlaut sá 
skurð á hendi. Við húsleit heima 
hjá sveðjumanninum fannst lítil-
ræði af tóbaksblönduðu hassi og 
lagði lögreglan hald á svokallaðan 
butterfly-hníf úr bíl hans.
Maðurinn er einnig ákærður 
fyrir að hóta öðrum pilti með 
sveðjunni fyrr um kvöldið í and-
dyri heimahúss við Bæjargil í 
Garðabæ, en hann neitar því. 
Tveir félagar hans eru ákærðir 
fyrir að taka þátt í þeirri árás og 
gætu hlotið árs fangelsidóm. 
Annar þeirra játaði fyrir rétti í 
gær að hafa kýlt piltinn í andlitið 
inni í húsinu en neitar ásamt 
sveðjumanninum að hafa sparkað 
í hann eftir að sá þriðji, sem einnig 
neitar sök, er sagður hafa snúið 
hann niður með hálstaki og haldið 
eftir að stympingarnar bárust út 
að hringtorgi við götuna. 
Sveðjumaðurinn er einnig 
ákærður fyrir sérstaklega hættu-
lega líkamsárás á Menningarnótt 
er hann réðist á átján ára pilt og 
barði ítrekað í höfuð og líkama 
með gaddakylfu. Sá hlaut allmörg 
sár á herðum, bak og vinstri kinn 
auk skurðsárs á hálsi.
Sveðjumaðurinn og sá sem 
kýldi piltinn í Bæjargili auk 
tveggja annarra eru einnig ákærð-
ir fyrir að hafa ráðist á sambýlis-
fólk á útivistarsvæði við Lyngmóa 
í Garðabæ föstudaginn 13. maí. 
Konan var slegin með flösku í and-
litið og maðurinn barinn niður og 
sparkað í hann þar sem hann lá á 
jörðinni. Kvarnaðist úr tönn og 
hruflaðist hann og marðist um 
allan búkinn og í andliti. 
Fórnarlömbin, utan sambýlis-
fólksins, fara fram á skaðabætur 
frá hálfri og að einni milljón 
króna. Hafna sakborningar bóta-
kröfunum. Aðalmeðferð verður 
20. og 21. mars. Mótmælti verj -
andi sveðjumannsins því þar sem 
gæsluvarðhaldsúrskurður hans 
nær einungis til 10. mars. Ríkis-
saksóknari á von á að varðhaldið 
verði framlengt. 
 gag@frettabladid.is 
VIÐ FYRSTA GÆSLUVARÐHALDSÚRSKURÐ-
INN Sveðjuárásarmaðurinn var úrskurðaður 
í gæsluvarðhald daginn eftir árásina og 
hefur verið í fangelsi síðan. Hann er nítján 
ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sveðjuárás talin til-
raun til manndráps
Nítján ára piltur er ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir árás á jafnaldra 
sína með sveðju í október. Hann barði annan með gaddakylfu á Menningarnótt 
og var með í hópárás á sambýlisfólk á útivistarsvæði á föstudagskvöldi í maí. 
STJÓRNMÁL Hjálm-
ar Árnason, þing-
maður og þing-
flokksformaður 
Framsóknar-
flokksins, fékk 
hjartaáfall í 
fyrrinótt. ?Hann 
var nýkominn 
heim til sín í 
Keflavík af fundi 
á Flúðum þegar hann fékk hjarta-
áfall,? segir Sigurður Eyþórsson, 
framkvæmdastjóri Framsóknar-
flokksins. ?Hann fékk viðeigandi 
meðferð á Heilsugæslustöð 
Suðurnesja en var svo sendur á 
spítala í Reykjavík. Þar fór hann í 
hjartaþræðingu í gærmorgun og 
er nú úr allri hættu og við ágæta 
líðan,? segir Sigurður.
Hann telur að Hjálmar verði 
frá störfum í nokkrar vikur en 
sæti hans á þingi tekur Ísólfur 
Gylfi Pálmason. 
Magnús Stefánsson mun gegna 
embætti þingflokksformanns 
meðan Hjálmar er fjarverandi.
- jse
Hjálmar Árnason þingmaður:
Úr hættu eftir 
hjartaáfall
HJÁLMAR ÁRNA-
SON
MÆTTI OG NEITAÐI SÖK Sá sem hér sést, með lögmönnum sakborninganna á hvora hönd, 
er ákærður fyrir að hafa snúið og haldið jafnaldra sínum á meðan félagar hans spörkuðu í 
hann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
DÓMSMÁL Magnús Einarsson var í 
gær dæmdur í ellefu ára fangelsi 
fyrir að hafa banað konu sinni, 
Sæunni Pálsdóttur, á heimili þeirra 
í Hamraborg í Kópavogi aðfara-
nótt 1. nóvember 2004. 
Magnús var dæmdur í níu ára 
fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness 
og var honum gert að greiða 
tveimur börnum sínum rúmar ell-
efu milljónir króna. Þá var Magn -
ús einnig dæmdur til þess að 
greiða foreldrum Sæunnar tvær 
milljónir króna.
Sæunn lést af völdum áverka 
sem hún fékk í átökum við Magn -
ús en hann þrengdi að hálsi henn-
ar með þvottasnúru þangað til hún 
lést. 
Sæunn hafði átt í ástarsam-
bandi við tvo menn áður en Magn -
ús réðst að henni á heimili þeirra. 
Samkvæmt mati sálfræðings og 
geðlæknis framdi Magnús verkn -
aðinn þegar hann var í andlegu 
ójafnvægi vegna afbrýðisemi. 
Hann fylgdist grannt með konu 
sinni þegar hún átti samskipti við 
mennina tvo og tók það meðal ann-
ars upp á myndband þegar hún 
yfirgaf heimili annars þeirra. 
Hjónaband þeirra hafði um langt 
skeið verið stormasamt og ætluðu 
þau að ganga frá skilnaði hjá 
Sýslumanninum í Kópavogi fimm 
dögum eftir að Magnúsi banaði 
Sæunni. 
Magnús hefur setið í gæslu -
varðhaldi frá 1. nóvember 2004 og 
dregst sá tími frá fangelsisdómi 
Hæstaréttar. - mh
Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjaness í manndrápsmáli: 
Dæmdur í ellefu ára fangelsi
MAGNÚS EINARSSON Í HÉRAÐSDÓMI 
Hæstiréttur staðfesti mat héraðsdóms 
á málsatvikum en sá ástæðu til þess að 
þyngja dóminn um tvö ár vegna þess hve 
hrottaleg árásin var. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
STJÓRNMÁL Af óviðráðanlegum 
ástæðum hefur Geir Haarde utan-
ríkisráðherra hætt við fyrirhug-
aða opinbera heimsókn til Ind-
lands um þessa helgi. Í hans stað 
fer Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra.
Í heimsókninni mun hún ræða 
við indverska ráðamenn og einnig 
opna nýtt sendiráð Íslands í Nýju 
Delhi.
Útflutningsráð Íslands hefur í 
samvinnu við utanríkisráðuneytið 
skipulagt viðskiptaráðstefnur og 
tvíhliða fundi indverskra og 
íslenskra fyrirtækja í Nýju Delhi, 
Mumbai og Bangalore. - jse
Utanríkisráðuneytið:
Geir fer ekki 
til Indlands

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64