Fréttablaðið - 28.02.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.02.2006, Blaðsíða 36
 28. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR24 menning@frettabladid.is ! Svolítið af Mozart, heilmik- ið af Schumann og splunku- nýtt eftir Atla Heimi. Færeyski píanóleikarinn Johannes Andreasen leikur við hvern sinn fingur í Saln- um í kvöld. „Ég setti Mozart á efnisskrána af því að hann á 250 ára afmæli,“ segir færeyski píanóleikarinn Johannes Andreasen, sem heldur tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld í tónleikaröðinni Tíbrá. Á tónleikunum ætlar hann að leika sónötu og fantasíu í c-moll eftir Mozart og sinfónískar etýður eftir Schumann, en einnig frum- flytur Jóhannes nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson. „Atli Heimir nefndi þetta fyrst við mig fyrir nokkru að hann væri að spá í að skrifa fyrir mig verk,“ segir Johannes. „Síðan minnti ég hann á þetta og svo kom þetta frá honum núna fyrir jólin. Þá hafði hann samið þetta í haust. En því miður er hann staddur í Tékklandi núna og kemst því ekki á tónleik- ana. Það hefði verið gaman að hafa hann með.“ Johannes segir þetta nýja píanóverk Atla Heimis vera frek- ar stutt en ákaflega fjölbreytt, ýmist kraftmikið eða lágvært. „Mér finnst þetta mjög spenn- andi, sérstaklega hægu kaflarnir, þeir eru mjög fallegir.“ Eftir hlé ræðst Johannes síðan í það stórvirki að flytja sinfónísku etýðurnar eftir Schumann, sem er eitt aðalverk píanóbókmenntanna. „Flestir píanóleikarar glíma við þetta verk, en þetta er í fyrsta skipti sem ég flyt það,“ segir Johannes. Johannes er fæddur í Þórshöfn í Færeyjum, kennir þar við Fær- eyska tónlistarskólann og hefur víða komið fram með ýmsum tón- listarmönnum, bæði færeyskum og þekktum erlendum einleikur- um. Hann hefur oft leikið einleik með Færeysku sinfóníuhljóm- sveitinni og hefur einnig komið fram með íslenska tónlistarhópn- um Caput og Blásarakvintett Reykjavíkur. „Mér finnst alltaf fagnaðarefni að koma til Íslands því ég bjó hér á árunum 1993-96. Þá kenndi ég við Tónlistarskóla Kópavogs, þannig að mér finnst ég vera hér á heimaslóðum.“ JOHANNES ANDREASEN Í kvöld sest hann við píanóið á sviði Salarins í Kópavogi, þar sem hann segist vera á heimaslóðum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Hrifinn af hægu köflunum Kl. 12.05 Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur heldur fyrirlestur í hádeginu í dag um þýðingu sína á bókinni Leynilíf býflugnanna (The Secret Life of Bees) eftir Sue Monk Kidd. Fyrirlesturinn er haldinn í stofu 102 í Lögbergi á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. > Ekki missa af ... ... sýningu Kvikmyndasafns Íslands á mynd Rogers Corman, The Fall of the House Usher, sem hann gerði árið 1960 eftir smásögu Edgars Allans Poe í Bæjarbíói klukkan 20 í kvöld. ... sýningum á verkum Snorra Arinbjarnar og Gunnlaugs Blöndal, sem opnaðar voru í Listasafni Íslands um síðustu helgi. ... fjölskyldutónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í Háskóla- bíói á laugardaginn kemur. Hinn rómaði Kór Kársnesskóla syngur með hljómsveitinni. Skáldafélagið Nýhíl stendur fyrir uppákomu í kvöld á Café Rosenberg við Lækjargötu, sann- kallaðri sprengidagskrá enda haldin á sjálfan sprengidag. „Þetta verður klassískt Nýhíl kvöld,“ segir Kristín Eiríksdótt- ir, ein þeirra skálda sem koma fram í kvöld. „Þau hafa yfirleitt verið haldin á Grand Rokk en við höfum vært okkur yfir á Rosen- berg.“ Auk Kristínar lesa úr verkum sínum þau Haukur Már Helga- son, Þórunn Valdimarsdóttir, Didda, Ófeigur Sigurðsson, Guð- rún Eva Mínervudóttir, Ingibjörg Magnadóttir og Kari Ósk Ege. „Þetta kvöld er reyndar haldið út af því að tveir meðlimir Nýhils eru að fara til útlanda,“ segir Kristín. Þær Ingibjörg Magna- dóttir og Guðrún Eva Mínervu- dóttir eru báðar að flytja til Berlínar. „Við ætluðum bara að ná í þær áður en þær færu,“ segir Kristín, en þótt Ingibjörg og Guðrún Eva fari af landi brott þá hefur Nýhil bæst liðsauki sem ætti að geta fyllt í skörðin því nýverið gengu þær Þórunn Valdimarsdóttir og Didda til liðs við Nýhil. Dagskráin á Café Rosenberg hefst klukkan 22. Aðgangseyrir er enginn og allir velkomnir. ■ Sprengidagskrá Nýhils KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR Hún er ein þeirra Nýhílskálda sem lesa upp úr verkum sínum á Nýhílkvöldi á Café Rosenberg. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FEBRÚAR 25 26 27 28 1 2 3 Þriðjudagur ■ ■ KVIKMYNDIR  20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir hryllingsmyndina The Fall of the House of Usher eða Hús hinna fordæmdu frá árinu 1960. Myndina byggir leikstjór- inn Roger Corman á smásögu eftir Edgar Allan Poe. Sýnt er í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Færeyski píanóleikarinn Jóhannes Andreasen heldur einleiks- tónleika í Tíbrá í Salnum, Kópavogi. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Sigurlið laganema við Háskólann á Akureyri, sem er á leið í úrslit alþjóðlegu Jessup málflutn- ingskeppninnar, flytur styttar útgáfur af erindum sínum á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri í stofu L201 á Sólborg.  12.05 Guðrún Eva Mínervudóttir rit- höfundur heldur fyrirlestur um þýðingu sína á bókinni Leynilíf býflugnanna (The Secret Life of Bees) eftir Sue Monk Kidd. Fyrirlesturinn er haldinn í stofu 102 í Lögbergi á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. ■ ■ SAMKOMUR  22.00 Nýhil stendur fyrir uppákomu á Café Rosenberg við Lækjargötu. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Tvær sýningar Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu verða framlengdar um viku, eða til næsta sunnu- dags. Þetta eru sýningar Gabríelu Friðriksdóttur og Kristínar Halldórsdóttur Eyfells. Báðum sýningunum átti að ljúka um síðustu helgi en aðsóknin hefur verið svo góð að ástæða þótti til að gefa fleirum kost á að kynna sér þær. Gabríela Friðriksdóttir var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum síðastliðið sumar þar sem hún sýndi verkið Versations / Tetralógía sem nú er uppi í Hafnarhúsinu. Um er að ræða innsetningu sem stendur saman af fjórum myndböndum, sem hún gerði m.a. í samvinnu við Björk Guðmundsdóttur, Daníel Ágúst Haraldsson, Ernu Ómarsdóttur, Sigurð Guðjónsson, Borgar Þór Magnason og Jónas Sen. Kristín Halldórsdóttir Eyfells (f. 1917) bjó og starfaði lengi vestan hafs en hún lést árið 2002. Sýning Kristínar varpar ljósi á lífsverk afkastamik- illar listakonu sem helgaði málverkinu mestan sinn tíma. Á sýningunni eru sýnd fjölmörg verka Kristínar; stórar, litríkar og grófgerðar andlitsmyndir einkum af þekktum einstaklingum á sviði stjórn- mála eða lista. Gabríela og Kristín áfram

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.