Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						MARKAÐURINN 22. MARS 2006 MIÐVIKUDAGUR10
F R É T TA S K Ý R I N G
?Þessi aukni áhugi á félaginu ætti að vera 
núverandi hluthöfum fagnaðarefni,? sagði 
Örn Karlsson, stjórnarformaður Kögunar, á 
dramatískum aðalfundi félagsins sem hald-
inn var í síðustu viku. Vísaði hann þar til 
kaupa Exista og Símans á 39 prósenta hlut 
í Kögun, stærstu samsteypu landsins í hug-
búnaðargeiranum. Þrátt fyrir þessa sterku 
stöðu félaganna tveggja eru þau í minnihluta 
innan stjórnar eftir að stjórnendur Kögunar, í 
samstarfi við Straum-Burðarás, náðu þremur 
stjórnarsætum af fimm með 56 prósentum 
atkvæða fundarmanna.
Stjórn Kögunar skipa: Örn og Vilhjálmur 
Þorsteinsson hugbúnaðarhönnuður, fyrir 
hönd stjórnenda, Brynjólfur Bjarnason, 
forstjóri Símans, og Orri Hauksson, fram-
kvæmdastjóri hjá Símanum, fyrir hönd 
Símans og Exista, og Guðmundur Þórðarson, 
framkvæmdastjóri hjá Straumi-Burðarási.
ÞRÝST Á YFIRTÖKU
Síminn eignaðist tæplega 27 prósenta hlut í 
Kögun snemma í febrúar síðastliðnum með 
kaupum á bréfum sem áður voru í eigu FL 
Group og Straums-Burðaráss. Síminn leit 
á Kögun sem vænlegan fjárfestingarkost 
með frekari samtvinnun fjarskiptatækni og 
upplýsingatækni og vera í forystuhlutverki í 
þeirri trú að félögin tvö ættu samleið á mörg-
um sviðum. Þá hafa verið mikil viðskipti milli 
Símans og félaga í Kögunarsamstæðunni í 
gegnum tíðina. 
Exista, stærsti hluthafinn í Símanum, 
keypti sjálft um tíu prósent af KB banka 
nokkrum dögum síðar til viðbótar við það eina 
prósent sem fjárfestingarfélagið átti fyrir. 
Nokkra daga á eftir fóru Exista og KB 
banki, hluthafi í Exista og Símanum, saman 
með yfir fjörutíu prósent hlutafjár í Kögun 
og kannaði Yfirtökunefnd hvort yfirtöku-
skylda hefði myndast en ákvað að aðhafast 
ekkert frekar þar sem eignarhlutur KB banka 
í Símanum náði ekki þriðjungi atkvæða.
Þegar Síminn kom inn í hluthafahóp 
Kögunar voru stjórnendur hans spurðir hvað 
þeir hygðust fyrir og þeir svöruðu að ekkert 
hefði verið ákveðið, einungis að þeir vildu 
fara inn í Kögun og kynna sér reksturinn og 
markmiðin.
Samkvæmt heimildum munu stjórnar-
menn í Kögun hafa óskað eftir því við Símann 
að hann færi í yfirtöku því það væri ómögu-
legt fyrir aðra hluthafa að eiga bréf í Kögun 
ef Síminn og og tengdir aðilar ætluðu að 
?hanga? í 39 prósentum og ekkert segja hvað 
þeir hygðust fyrir. Það myndi að mati ann-
arra stórra hluthafa skaða hlutabréfaverð í 
Kögun.
Síminn svaraði því þannig að hann ætlaði 
ekki að fara í yfirtöku og hefði ekki hug-
myndir um slíkt. Þó er ljóst að Síminn tekur 
ekki yfir Kögun með lántöku einni saman 
vegna ákvæða í samningum við lánardrottna. 
Annað gildir hins vegar um Exista.
VANMÁTU STRAUM OG STJÓRNENDUR
Síminn og Exista höfðu óskað eftir því að 
fá þrjá menn í stjórn og þeir tveir sem eftir 
sætu yrðu þeir Örn Karlsson og Vilhjálmur 
Þorsteinsson hugbúnaðarhönnuður, fyrir hönd 
stjórnenda Kögunar. Þriðji fulltrúi Símans 
yrði óháður stjórnarmaður, það er Katrín 
Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis, sem 
náði ekki kjöri á endanum. Sjálfgefið þótti 
að Gunnlaugur M. Sigmundsson, forstjóri 
Kögunar, og Ingimundur Sigurpálsson færu 
út úr stjórninni. Höfðu Símamenn talið sig 
örugga með hreinan meirihluta án þess að 
þurfa að fara í yfirtöku.
Stærstu mistök Símans og Exista í þessum 
slag kunna að hafa legið í því að halda að 
Straumur hefði ekki áhuga á sæti í stjórninni 
og væri eins konar þögull hluthafi en Straumur 
og dótturfélagið Iða eiga yfir fimmtán pró-
sent hlutafjár í Kögun. Því tækjust á tvær 
blokkir, annars vegar Síminn og hins vegar 
stjórnendur og starfsfólk Kögunar, en ekki 
þrír hópar eins og síðar kom á daginn.
Á þriðjudegi - daginn fyrir aðalfund - kom 
tilboð á markaðsverði frá ónefndum fjárfesti 
í eigin hlutabréf Kögunar sem stjórn sam-
þykkti. Eftir því sem næst verður komist 
munu stjórnendur Kögunar, sem standa að 
eignarhaldsfélaginu Teton, hafa talið að staða 
þeirri væri það ótrygg að ekki væri á vísan 
að róa að fá tvo stjórnarmenn og myndu því 
klemmast á milli Símans og Straums með 
aðeins einn mann. Keyptu þeir því þrjú pró-
sent á þó nokkru yfirverði og greiddu sjötíu 
krónur fyrir hvern hlut. Hlutur Tetons fór því 
í 11,8 prósent.
Spurður hvort samkomulag um skiptingu 
stjórnar hefði legið fyrir aðalfundinn svar-
ar Brynjólfur Bjarnason því þannig: ?Menn 
höfðu rætt saman hvernig skipan stjórnar-
innar gæti verið.?
ÚTRÁSIN SÖLTUÐ Í BILI
Á aðalfundi Kögunar kom fram að áætluð 
velta félagsins á þessu ári yrði 21 milljarð-
ur króna en þá hefur ekki verið tekið tillit 
til kaupa Kögunar á 58 prósenta hlut í EJS. 
Ljóst er að Kögun hefur vaxið gríðarlega á 
síðustu árum. Velta félagsins var um fjórir 
milljarðar króna árið 2004 og 17,4 milljarðar 
á síðasta ári. 
Hraður vöxtur félagsins beinist nú að 
erlendum miðum. Á hluthafafundinum 
umrædda vakti mikla athygli að fyrrum 
stjórn dró til baka tillögu um að hún fengi 
heimild til að auka hlutafé félagsins um 85 
milljarða, eða fimm milljarða að markaðs-
virði, sem yrði meðal annars nýtt til að greiða 
niður skammtímaskuldir vegna nokkurra 
fjárfestinga. Brynjólfur Bjarnason stóð upp 
og benti á að fyrir væri heimild til 
að auka hlutafé Kögunar um fjöru-
tíu milljónir króna, um 2,8 milljarða 
að markaðsvirði, sem ætti að nægja. 
Taldi hann að tillaga stjórnar væri 
ekki tímabær þar sem stjórnin hefði 
ekki útskýrt hvernig heimildinni 
yrði ráðstafað.
Samkvæmt upplýsingum sem 
komu ekki fram á fundinum ætl-
aði stjórnin að nýta aukna heimild 
til frekari fjárfestinga erlendis og 
voru nokkur erlend félög á lista 
stjórnar. Samkomulagi var komið 
á við Straum um ráðgjöf vegna 
verkefnisins og umsjón með hluta-
fjáraukningunni. Þessi útrás átti að 
stuðla að frekari vexti Kögunar og 
væntanlega meiri hækkkunum á 
hlutabréfaverði.
SPILAÐ UPP Á YFIRTÖKU?
En hver eru næstu skref í Kögun? 
Víst er að stjórnendur Kögunar og 
Straumur halda meirihluta innan 
stjórnar en Exista og Síminn eru í 
þeirri stöðu að gera yfirtökutilboð með því að 
bæta við sig einu prósenti hlutafjár eða svo. 
Miðað við þann herkostnað sem Gunnlaugur 
M. Sigmundsson og félagar í Teton hafa lagt 
út í með miklum kaupum á hlutabréfum 
munu hvorki þeir né aðrir stórir hluthafar 
selja hluti sína til Símans og Exista á núver-
andi markaðsgengi. 
Þótt aðstæður séu vissulega einkennileg-
ar í Kögun, þar sem hvorki ríkir vopna- né 
valdajafnvægi, er vart hægt að skynja mikla 
gremju eða reiði milli hluthafahópa sem 
gæti truflað starfsemi félagsins. Verður vart 
annað skilið en að stjórnendur Kögunar og 
Straumur séu reiðubúnir til að selja bréf sín 
fyrir viðunandi yfirtökuverð. 
NOKKRIR AF STJÓRNENDUM 
KÖGUNAR Mynduðu fyrir aðalfund 
bandalag við Straum sem tryggði þeim 
meirihluta innan stjórnar. Sú ákvörðun 
stjórnenda að kaupa hlutafé rétt fyrir aðal-
fund bendir eindregið til þess að þeir meti 
félagið á hærra virði komi til yfirtöku af 
hálfu Símans og Exista. 
 Markaðurinn/GVA
Beðið við símann í Kögun
Stjórnendur Kögunar og aðrir stórir hluthafar virðast vera reiðubúnir að selja hlutabréf sín til 
stærstu hluthafanna, Exista og Símans, fyrir viðunandi verð. Síminn taldi sig vera kominn með sam-
komulag um skiptingu innan stjórnar Kögunar þegar stjórnendur keyptu hlutafé og náðu meirihluta 
í stjórn Kögunar með fulltingi Straums. Vopnin eru í höndum Símans og Exista en völdin í höndum 
stjórnenda og Straums, skrifar Eggert Þór Aðalsteinsson.
1 5 S TÆ R S T U H L U T H A F A R N I R 
Í K Ö G U N H I N N 2 0 . M A R S
1 Síminn 26,94%
2 Teton ehf. 11,79% *
3 Exista 11,04%
4 Straumur-Burðarás 8,78%
5 Iða fjárfesting 6,83% **
6 Fjárfestingarfélagið Máttur 3,63%
7 Gildi - lífeyrissjóður 2,71%
8 Landssjóður hf., úrvalsbréfadeild 2,38%
9 Meson Holding S.A. 1,71% ***
10 Kögun 1,64%
11 Lífeyrissjóður Vestfirðinga 1,47%
12 K13 Holding S.A. 1,13% ****
13 Kaupþing banki 0,97%
14 Arion safnreikningur 0,94%
15 Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 0,92%
* Eigendur Teton eru Gunnlaugur M. Sigmundsson, 
  Vilhjálmur Þorsteinsson og Örn Karlsson
** Dótturfélag Straums
*** Félag í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar
**** Félag í eigu Arnar Karlssonar

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64