Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						 6. maí 2006  LAUGARDAGUR32
V
iðskiptaráð Íslands fól 
Frederic Mishkin, prófess -
or við Colombia-háskóla að 
kanna fjárlmálastöðugleika á 
Íslandi, ásamt Tryggva Þór Her-
bertssyni, forstöðumanni Hag-
fræðistofnunar Háskóla Íslands.
Niðurstaðan kom ekki mörgum 
hér heima á óvart. Efnahags- og 
fjármálakerfið er traust, þrátt 
fyrir tímabundið ójafnvægi og 
vaxandi þenslu. Þessu hafa 
íslenskir hagfræðingar haldið 
fram, en lítið mark verið tekið á 
þeim á erlendum vettvangi. Þar 
hafa neikvæðar skýrslur unnar af 
minni þekkingu á íslenska hag-
kerfinu haft meiri hljómgrunn. 
Bölvuð og blessuð athyglin
Það er ekki sama hvaðan gott 
kemur. Frederic Mishkin er virt -
ur hagfræðingur og á leiðinni inn 
í bandaríska Seðlabankann sem 
aðstoðarbanksstjóri. Mishkin er 
því afar virtur hagfræðingur og í 
hópi helstu þungavigtarmanna 
þegar peningamálastefna og fjál-
málamarkaðir eru annars vegar. 
Þegar talað er fyrir daufum 
eyrum þarf að finna einhvern sem 
hlustað er á. Viðskiptaráð Íslands 
setti sig því í samband við Mish -
kin og bað hann um að rita skýrslu 
um íslenska hagkerfið og hættuna 
af óstöðugleika fjármálakerfisins. 
Meðhöfundur skýrslunnar er 
Tryggvi Þór Herbertsson. 
Þeir kollegarnir segja í upphafi 
skýrslunnar. ?Það hafa borist 
góðar og slæmar fréttir af íslenska 
hagkerfinu. Góðu fréttirnar eru 
að íslenska hagkerfið hefur vakið 
mikla athygli. Slæmu fréttirnar 
eru að íslenska hagkerfið hefur 
vakið mikla athygli.?
Athyglin getur í senn verið 
bölvun og blessun. Veldur á því 
hvernig á henni er haldið. Fundur-
inn í New York var tilraun til að 
nýta sér fremur blessun athygl-
innar, en bölvun hennar. Mæting 
var góð á fundinn og fyrir utan þá 
sem tengjast Íslandi beint eða 
óbeint voru mættir fulltrúar 
helstu fjölmiðla sem skrifa um 
efnhagsmál og fulltrúar fjármála-
fyrirtækja. Áhuginn á þessu litla 
skrýtna hagkerfi sem hefur vaxið 
langt út fyrir sjálft sig virtist 
nægur. Hvergi var autt sæti í saln-
unm.
Geir má vel við una
Erlendur Hjaltason, formaður 
Viðskiptaráðs setti fundinn og 
bauð gesti velkomna. Auk 
Mishkins ávörpuðu fundinn þeir 
Ólafu Jóhann Ólafsson sem er 
einn yfirstjórnenda Time Warner 
og Geir Haarde, utanríkisráð-
herra. Ólafur Jóhann gerði grein 
fyrir Mishkin og kynnti hann til 
sögunnar. Mishkin á að baki glæst -
an feril í bandarísku háskólasam-
félagi og ritað fjölda bóka og 
greina um hagfræði. 
Geir mátti vel una við fundinn 
og skýrsluna sem fyrrverandi 
fjármálaráðherra. Heima fyrir 
hefur Geir mátt þola meiri gagn-
rýni á stjórn ríkisfjármála, en 
finna má í skýrslu Mishkins. Í 
heildina tekið telur hann að á flest-
um sviðum hafi verið haldið skyn-
samlega á stjórn ríkisins og kerf-
isbreytingar undanfarinna ára 
leitt til úrbóta sem auki styrk 
íslensks efnahagslífs. ?Ég tel að 
þetta hafi verið vönduð skýrsla,? 
sagði Geir. ?Við munum að sjálf-
sögðu skoða ábendingar í skýrsl-
unni og horfa til þeirrar gagnrýni 
og tillögur af úrbótum.?
Hann sagði að á flestum svið-
um stæðu Íslendingar framarlega. 
Við værum ofarlega á öllum list-
um um velsæld og samkeppnis-
hæfni. ?Ég er stoltur af þessum 
breytingum og fagna því að 
skýrsluhöfundar veiti þeim 
athygli,? sagði Geir og bætti því 
við að þeir væru kannski tilleiðan-
legir til að setja sig í samband við 
pólitíska andstæðinga sína til að 
útskýra þetta fyrir þeim. 
Ekkert að grunninum
Niðurstaða skýrslunnar er skýr. 
Þrátt fyrir ójafnvægi í þjóðarbú-
skapnum um þessar mundir er 
hættan á alvarlegum áföllum ekki 
mikil. Fjármálakerfið og aðrar 
grunnstoðir efnahagslífsins 
standa traustum fótum og hafa 
styrk til þess að takast á við áföll. 
Mishkin vísaði á bug öllum saman -
burði um að Íslandi svipaði til 
Taílands og Tyrklands í aðdrag-
anda kreppu. Ísland er minnsta 
hagkerfi heims með sjálfstæðan 
gjaldmiðil og fljótandi gengi. Við-
skiptahallinn er mikil, en hagkerf-
ið hefur áður aðlagað sig að slíku 
ójafnvæi og viðskiptahalli  horfið 
á tiltölulega skömmum tíma. 
Skýrsluhöfundar benda á að 
staða ríkisfjármála sé sterk og 
fjármálakerfið hafi verið leyst úr 
viðjum hafta og miðstýringar.
Forsendur fjármálalegs óstöð-
ugleika eiga sér rætur í óskyn-
samlegri peningamálastefnu, 
ójafnvægi í ríkisfjármálum og 
skuldum ríkisins og alþjóðavæddu 
hagkerfi sem er með ófullkomið 
regluverk og veikt eftirlitskerfi. 
Hann bendir á að skuldasöfnun 
einkaaðila megi að stórum hluta 
skýra með mikilli erlendri fjár-
festingu. Ekki sé ástæða til annars 
en ætla að sú fjárfesting sé vel 
ígrunduð og muni skila arði til 
framtíðar.
Ekkert af þessu á við að mati 
Mishkins. Hann er ekki einn um 
að benda á þessa þætti. Íslenskir 
kollegar hans hafa einmitt bent á 
að Ísland sé þróað hagkerfi með 
sambærilega innviði og stærri 
þróuð hagkerfi. Mishkin skrifar 
undir þetta og segir ekkert í stoð-
um hagkerfisins benda til hættu á 
fjármálakreppu.
Umræðan ein veldur tæplega 
skaða
Ef hættu er ekki að finna í grund-
vellinum verður að leita hennar 
annars staðar. Eitt af því sem 
menn hafa haft áhyggjur af er að 
umræða eins og sú sem íslenskt 
efnahagslíf og fjármálakerfi hafa 
mátt þola geti uppfyllt sjálfa sig 
og leitt til kreppu. Óttinn við slíkt 
var einmitt orsök þess að Við-
skiptaráðið greip til þess að leita 
til virts og viðurkennds hagfræð-
ings til að fjalla um kerfið. Menn 
töldu nokkuð ljóst að vönduð 
fræðileg úttekt myndi leiða í ljós 
að grunnurinn væri góður. Mishkin  
segir að þótt ekki sé hægt að úti-
loka slíkt sé afar ólíklegt að 
umræða leiði til kreppu ef undir-
stöðurnar séu jafn sterkar og 
raunin sé á Íslandi. Hættan sé því 
lítil.
Þetta eru góðar fréttir, en eng-
inn horfir fram hjá því að hættur 
eru fyrir hendi og það þarf að 
stíga yfirvegað og varlega til jarð-
ar á næstunni. Mishkin og Tryggvi 
benda á að nokkrar breytingar 
væru æskilegar til að tryggja enn 
betur góða stöðu hagkerfisins og 
fjármálakerfisins. Í fyrsta lagi 
telja þeir að Fjármálaeftirlitið 
ætti að snúa til baka í Seðlabank-
ann. Bankarnir ættu að auka upp-
lýsingagjöf sína og auka gagnsæi. 
Slíkt leiðir til þess að minna rýmir 
er fyrir neikvæðar getgátur um 
stöðu þeirra. Til framtíðar telja 
skýrsluhöfundar að taka eigi hús-
næðislið úr vísitölu neysluverðs. 
Það verður þó tæpast gert fyrr en 
jafnvægi hefur skapast eftir 
núverandi hagsveiflu. Fjórða 
atriðið er að halda aftur af ríkis-
fjármálum og stefna að því að 
umsvif ríkisins vaxi ekki umfram 
það sem gera má ráð fyrir í lang-
tíma hagvexti. 
Þrjú fyrstu atriðin eru væntan-
lega auðveld viðureignar ef vilji 
er fyrir þeim. Hið síðasta er hins 
vegar eins og Geir Haarde benti á, 
auðveldara um að tala en í að kom-
ast. Þar veldur að pólitík lýtur 
stundum öðrum lögmálum en hag-
fræðin, hvað sem allri skynsemi 
líður.
VEL MÆTT Fulltrúar helstu fjölmiðla sem skrifa um viðskipti sendu fulltrúa á fundinn í New York . Hvert sæti var skipað í salnum í Skandinavina House.
Topphagfræðingur gefur góða einkunn
Frederic Mishkin kynnti skýrslu sína um fjármálastöðugleika á Íslandi í New York síðastliðinn miðvikudag. Niðurstaða hans 
er að íslenskt hagkerfi og fjármálakerfi standi traustum fótum. Hafliði Helgason fylgdist með kynningarfundi skýrslunnar.
MISHKIN OG TRYGGVI ÞÓR Vonir standa til þess að skýrsla þeirra dýpki umræðu 
um efnahagslífið og fjármálakerfið og dragi úr hættu á því að hagkerfið verði 
talað niður af þeim sem lítið þekka til innviða íslenska hagkerfisins.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96