Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Mįnudagsblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Mįnudagsblašiš

						Mánudagsblaðið
Máiradagut  21.  febrúar  1966
Margar merkilegar uppfinn-
ingar eru runnar frá Kinverj-
um og ein þeirra eru gleraug-
un. Enginn vafi mun vera á því
að Kinverjar hafi notað gler-
augu löngu á undan öðrum
þjóðum. Vitað er með vissu
að gleraugun voru allútbreidd
í Kína á tíundu öld. Þegar
Marco Polo var við hirð Kublai
Khans á þrettándu öld, sá hann
að sumir hirðmannanna notuðu
gleraugu, og þótti honum sá
siður skrýtinn.
1 Evrópu mun hafa verið
farið að nota gleraugu á síðari
hluta þrettándu aldar. Hinn
gáfaði Englendingur Roger Ba-
con getur um þau. Annars voru
gleraugu í fyrstu aðallega gerð
í Flórens á Italíu, og var Aless
andro di Spira hinn fyrsti gler
augnasmiður, sem vitað er um.
Ekki er óhugsandi, að uppfinn
ingin hafi borizt frá Kína til
Italíu, því að Italir áttu um
þessar mundir mikil verzlunar-
viðskipti við Austurlönd. Það
er til dæmis talið að spilin hafi
um þetta leyti borizt frá Kína
til Italíu, líklega með Araba
sem millilið. Hin fyrstu gler-
augu í Evrópu voru oft gerð
úr gimsteininum beryl og er
af því heiti dregið orðið brille.
Síðar var aðallega farið að nota
gler , og eftir það voru Núrn-
berg og Feneyjar um langan
aldur miðstöðvar gleraugna-
gerðar i Evrópu. Gleraugna-
smiðir höfðu með sér sérstök
iðnfélög eða gildi eins og flest-
ir iðnaðarmenn fyrr á öldum.
Verndardýrlingur   gleraugna-
Olafur Hansson menntaskólakennari:
GLERAU6U
smiða var heilagur Hieronym-
us kirkjufaðir. Þetta mun stafa
af því, að á frægu málverki
Ghirlandajos af heilögum Hiero
nymusi sjást gleraugu á borð-
inu.
A síðari öldum hafa auðvit-
að orðið margvíslegar framfar-
ir í gleraugnagerð. Einn þeirra
uppfinningamanna, sem hér
komu við sögu, var Benjamín
Franklin. Margvísleg tízka hef-
ur verið í gleraugnaumgjörð-
um. A seinni hluta 19. aldar
og fram á 20 öld voru um-
gjörðarlaus gleraugu mjög al-
geng. A síðustu timum hafa
plastefnin komið mjög við sögu
í gleraugnaumgjörðum.
A 19. öld og lengur fram á
þóttu gleraugun oft bera vott
um gáfur og andriki. Það er
haft fyrir satt, að mörg ung
skáld ' þeirra tíma haf i borið
gleraugu án þess að þurfa
þeirra með sjónarinnar vegna.
Bara til þess að verða gáfu-
legir á svipinn. Það er einnig
fullyrt, að smekkur kvenfólks
á karlmenn með gleraugu hafi
verið mjög evo sveiflum háð-
um. A sumum tímabilum kvað
það haf a aukið á kvenhylli karl
manna að ganga með gleraugu,
á öðrum kvað það heldur hafa
dregið úr henni. Hreint tízku-
fyrirbæri í sambandi við gler-
augun er einglyrnið (monocle).
Það var mikið í tízku seint á
nítjándu öld og fram yfir síð-
ustu aldamót. Þá þótti það ar-
istókratískt að ganga með ein-
glyrni. Það gerðu þá ýmsir
framámenn, svo sem Joseph
Chamberlain. Síðar fór þetta að
þykja bera vott um spjátrungs
skap og snobberí. Þó rekur
maður sig enn í dag einstöku
sinnum á menn með einglyrni,
einkum í Englandi og Þýzka-
landi. En einglyrnið er búið að
lifa sitt fegursta.
GLERAUGU OG ÞJÓBTRU
Þó að gleraugu séu ekki ýkja
gamalt fyrirbæri hefur mynd-
azt um þau ýmisleg þjóðtrú.
Þessi trú á að miklu leyti ræt-
ur sínar að rekja til eldfornra
hugmynda um töframátt aug-
ans og augnaráðsins. Slíkar
hugmyndir eru útbreiddar um
allan heim. Einna mest kveður
að trúnni á hið „illa auga", sem
á að geta gert ýmislegt mein,
jafnvel valdið sjúkdómum og
Kaupmenn - Kaupfélcg
ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI:
Vefnaðarvara:
Damask.  margar gerðir hvítt
og mislitt.
Lakaléreft
Handklæði.  margar gerðir. .
Þurrkudregill.
Eldhúsþurrkur..
Þvottapokar.
Smávara:
Hárspennur.
Hárburstar.
Hárnet
Hárgreiður.
Tvinni. Mölnlycke.
Teygja.
Bendlar.
Herraveski.
Reykjarpipur.
ULLARGARN:
Skútugarn - ZERMATT BENFICA CORVETTA
Bsarni Þ. Halidársson & Co. sef.
Garðastræti 4,  Reykjavík. Símar  19437 og 23877.
Tilbúinn fatnaður:
Perlonsokkar.
Nylonsokkar.
Crepesokkar. dömu og herra.
Herraskvrtur, ANGLI.
Herranærföt.
Sundskýlur.
Herrapeysur.
Vinnuvettlingar.
Gúmmívörur:
Gúmmíhanzkar.
Bleviubuxur.
Snuð
Hitapokar.
Barnapelar.
Túttur.
dauða. Víðast hvar þekkist ým-
is konar varnargaldur gegn
hinu illa auga.
1 þjóðtrúnni í sambandi við
gleraugun kemur fljótlega fram
tvískinnungur. Annars vegar
kemur fram sú trú, að með
gleraugum geti menn gefið illt
auga á harla máttugan hátt.
Kvað svo rammt að þssu, að í
sumum ítölskum borgum var
mönnum um hríð bannað með
lögum að ganga með gleraugu.
Á hinn bóginn kom einnig
snema fram sú trú, að gleraug-
un væru til varnar gegn illu
augnaráði annarra, það beit
ekki á þann, sem gleraugu bar.
Varnarmátt gleraugnanna gegn
þessum áfögnuði mátti einnig
auka með ýmsum aðferðum, svo
sem að binda litla borða,
skráða galdrastöfum, við um-
gerðina. Oft voru þessir borðar
rauðir á lit, en rautt var í
fyrndinni oftast talinn litur
frjósemi, hagsældar og heilla.
Á 17. öld fer að bera á margs
konar trú í sambandi við töfra-
gleraugu af ýmsu tagi. Þá kem
ur upp trú á gleraugu, sem
gera mönum fært að sjá fram
í tímann eða aftur í tímann. Til
voru sögur um það, að framtíð-
argleraugun hefðu stundum
bjargað lífi manna, þau hefðu
varað við ókomnum hættum,
svo sem eldsvoða, fárviðri eða
skriðuhlaupum. Til þess að sjá
aftur í tímann höfðu menn oft
þá aðferð að nota augnatóftir
úr bauskúpum dauðra manna
sem umgjörð um glerin. Þá sáu
menn heiminn eins og hann
hafði verið á dögum hins
dauða. M. R. James notar þessa
gömlu þjóðtrú sem uppistöðu í
eina af smásögum sínum. Önn-
ur töfragleraugu höfðu þá nátt
úru, að með þeim gátu menn
séð leyndustu hugsanir manna,
og ekkert leyndarmál var svo
djúpt grafið, að það fengi
leynzt fyrir slíkum gleraugum.
Og enn önnur gleraugu sýndu
menn í líki dýra, sem samsvör-
uðu þeirra eðli. Menn sáu ná-
granna sína í líki refs, úlfs,
svins, hýenu eða höggorms.
Yfirleitt var talið, að slík gler-
augu gerðu menn harla svart-
sýna á innræti mannkindarinn-
ar.
GLERAUGU A ISLANDI
Ekki er vitað með öruggri
vissu, hvaða Islendingur hefur
fyrstur gengið með gleraugu.
Ekki er ósennilegt, að íslend-
ingar hafi fyrst kynnzt þeim
hjá Hansakaupmönnum, sem
ráku hér verzlun á 15. og 16.
öld. Gleraugu munu um þser
mundir hafa verið orðin tals-
vert algeng i Þýzkalandi. Vera
má, að Pétur Einarsson hafi
fyrstur manna borið gleraugu
á Islandi. Svo mikið er víst, að
gleraugu þóttu um þær mundir
svo mikil nýlunda hér á landi,
að hann var af þessu nefndur
Gleraugna-Pétur. Pétur var
göfugra manna, sonur séra Ein-
ars Snorrasonar Ölduhryggja-
skálds og Ingiríðar, systur
Stefáns biskups Jónssonar.
Bróðir Péturs var Marteinn
biskup Einarsson. Gleraugna-
Pétur kom talsvert við sögur á
sextándu öld, fór stundum með
sýslumannsvöld, en var síðast
prestur í Hjarðarholti. Hann
notaði gleraugu er hann tók að
gerast sjóndapur á efri árum.
Pétur hafði á unga aldri dval-
izt í Þýzkalandi, og hefur senni
lega kynnzt gleraugum þar.
Ætla jná, að eftir þetta hafi
gleraugu tekið að breiðast eitt-
hvað út hér á landi, í fyrstu
líklega einkum hjá klerkum og
öðrum embættismönnum. Al-
þýðan mun hafa átt erfiðara
um vik að notfæra sér þessa
nýjung framan af. Á 19. öld
fara þó gleraugu að  fá tals-
verða útbreiðslu meðal almenn-
ings. Sérmenntaðir augnlæknar
koma þó tiltölulega seint til
sögunnar hér á landi. Hinn
fyrsti þeirra er sennilega Björn
Ólafsson, eem hlaut sérmennt-
un sína í Kaupmannahöfn litlu
fyrir 1890.
Lengi vel mun það hafa þótt
fremur nýstárlegt hér á landi
að sjá menn með gleraugu
nema við lestur og skriftir. Til
slíks gæti bent hin alkunna
vísa Bólu-Hjálmars um Sölva
Helgason:
Heimspekingur hér kom einn í
húsgangs klæðum.
Með gleraugu hann gekk á
skíðum
gæfuleysið féll að síðum.
Það hefur þótt heldur fárán-
leg sjón í þann tíð að sjá mann
á skíðum með gleraugu. En
þessi meistaralega, gróteska
mynd af hinum gáfaða óláns-
manna verður ógleymanleg.
Ólafur Hansson.
SÖLUBðRN
Mánudagsblaðið vantar sölubörn, sem búa
í úthverfunum.
Blaðið verður sent til þeirra sem óska.
MANUDA6SBLAÐIÐ
— Sími 13975 — 13496.
KROSSGÁTAN
tp    m        1/2                  R/3 rir      i^|      i'*  R™' 'íh                  Út'4 1«         ii     I22 x             9  m 2>           WVt   it           ÚÚ
yn    rm
LÁRÉTT:
1 Fjötrar
8 tJrgangnr
10 Upphalsstafir
12 Þvottnr
13 Upphafsstafir
14 Heyrnartæki
16 Hernaðarbandalag
18 Berja
19 Grjótskriða
20 Topp
22 Klifur
23 Alþjóðasamtök
24 ForfeSur
26 Ósamstæðir
27 Slitnir
29 Heiðarbýli
LÖBRÉTT:
2 Upphafsstafir
3 Sönn
4 Drykkjustaður
5 Sár
6 Ending
7 Prédikari
9 Alþýðusöngvar
11 Bæjirnir
13 Öfriður
15 Sjór
17 Peningur
21 Látin
22 Stafur
25 Hvfldi
27 Tvíhljóði
28 Friður
•- #
t \
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6