Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Mįnudagsblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Mįnudagsblašiš

						SlaSJyrir alla
18. árgangur.
Mánudagur  7. marz 1966
8. tölublað.
Róttækar breytingar á borgarstjérn-
arframboði Sjálfstæðisflokksins?
Mikill undirMníngur — Hörð keppní — Sigurði Magnússyni sparkað? —
Mifclar bollaleggingar standa yfir um þessar mundir varð-
andi framboðslista Sjálfstæðismanna í borgarstjórnar-
kosningunum, sem ekki eru langt undan. Mun Geir vilja
vanda mjög til liðsins nú og talið víst að einum eða tveim
fulltrúum verði sparkað af listanum eða settir í vonlaust
sæti en aðrir láti af störfum fyrir elli sakir. Vissulega
mun ákveðið að sparka Sigurði Magnússyni og talið er
að Gróa Pétursdóttir muni hætta. Þá hefur verið skimað
eftir líklegu fólki til vinsælda en allt þar er enn í óvissu.
ÓLÁNSFERILL
SIGURÐAR MAGNÚSSONAR
Ferill Sigurðar Magnússonar
£ borgarstjórn hefur verið
Sjálfstæðisflokknum í senn til
Bkapraunar, bölvunar og fylgis-
taps. Sigurður hefur æ komið
fram til úlfúðar og notað hvert
tækifæri og áhrif til að koma
borgarbúum í einhver vand-
ræði eða óhagræði. Hann er
forustumaður að vitleysunni um
lofcun, upphafsmaður „sölugat-
arnia" illræmdu og annars þess
sem hinum almenna borgara má
verst koma. Hefur sá armur
flokksins, sem skilur atkvæða-
smöhm,  löngum
síðu' Sigurðar.
haft  horn  í
LIÐSMENN
OGÓVINIR
Geir mun sjálfur vera að
koma sér upp einskonar innra
hring, snaran hóp tryggra f ylg-
ismanna, sem hann getur treyst.
Ku þar vera einna f remstur for-
ustumaður í Heimdalli, tryggur
og myndarlegur piltur, áhuga-
maður um mannvirðingar. List-
inn, eins og hann var, hefur
vakið nokkrar deilur enda hafa
margir þar verið heldur at-
kvæðalitlir í baráttu við harð-
snúna andstæðinga einkum Ein-
ar Ágústsson, sem verið hefur
all-óvæginn í ádeilum sínum á
borgarstjórnina, vel máli far-
inn og réttsýnismaður. Hefur
mest mætt á Geir að vera til
vamar en hinir liðsmenn held-
ur linir.
KOST OG LÖST
Það þykir vitað, að barátt-
an framundan verður bæði hörð
og óvægin. Cleyst verkefni eru
æðimörg og kröfurnar æ há-
værari um meiri framkvæmdir.
Geir og flokkur hans geta þó
bent á ærið margt sem unnið
hefur verið á síðasta kjörtíma-
bili hans. Gatnagerðin hefur
stóraukizt og verið til mikils
sóma, "byggingarmálin eru á
hraðri leið upp á við, örlítið
hefur dregið úr alvaldi borgar-
innar í ýmsum rekstri og ein-
staklingum og fyrirtækjum gef-
in nokkur tækifæri. Þá hefur
og tekizt vel í ýmsum öðrum
greinum, þótt enn sé mörgu á-
bótavant. Cskiljanlegt sam-
starfsleysi hefur verið milli
hinna  einstöku  framkvæmda-
deilda borbarinnar og f rámuna-
legur klaufaskapur og athug-
unarleysi hefur kostað borgar-
búa off jár.
UNDIRBUNINGUR
Nú er verið að undirbúa leik
inn af miklum krafti og innan
skamms mun Mánudagsblaðið
ræða einstakar framkvæmdir,
jákvæðar og neikvæðar, sem um
verlur deilt. Þá verður og geró
grein fyrir framboðum og öðru
eins og gert hefur verið undan-
farin ár.
Flugmenn mótmæla
— segjast órétti beittir
Hæstvirti f jármálaráðherra.
Við undirrituð, flugliðar hjá
Loftleiðum h.f., leyfum okkur
að mótmæla mismuni þeim, sem
gerður er á farmönnum á skip-
um og loftförum í ákvæðum
hirinar nýju tollareglugerðar.
Teljum við á okkur hallað í
þessu máli, og krefjumst þess
að fullt jafnrétti verði látið
ríkja í þessum efnum milliþess
ara tveggja stétta farmanna.
Álit okkar er, að magn það
af tollfrjálsum varningi, sem
sjómönnum verður leyft að
flytja inn í landið á hverjum
tuttugu dögum, sé talsvert
meira en okkur verður leyfi-
legt að hafa með á sama tíma.
Þá álítum við og, að með hinni
nýju reglugerð verði brotin á
okkur hefð, þar eð hingað til
hefur okkur leyfzt að flytja
með okkur einn kassa (24 fl.)
af sterku öli í stað áfengis, sem
reglugerðin nýja gerir ekki ráð
fyrir, að slíkt verði leyft.
Hvað varðar eftirlit með því,
að rétt magn áfengis verði
flutt inn á tilskildu tímabili
(sbr. reglugerðina), þá álítum
við það einfalt framkvæmdaat-
riði, sem leysa mætti auðveld-
lega, t.d. á þann hátt að hver
flugliði bæri á sér litla kvitt-
anabók, sem tollverðir bókuðu
i.
Nokkrar flugáhafnir Loft-
leiða eru nú í þjálfun í Kanada
og geta því ekki ritað hér und-
ir, en við álítum, að okkar orð
séu einnig þeirra.
Virðingarfyllst,
Nöfnum sleppt.
Utlendingar gerðir að fífíum
Aulaspurningar útvarpsins um álit á landinu
Sýna má perlufestar með ýmsu móti.
Hve lengi á það að líðast að
erlendir gestir séu dregnir upp
í útvarpið okkar, algjörlega
varnarlausir og beinlínis skip-
að að segja álit sitt á landi og
fojóð? Hvernig geta menn, sem
setið hafa hnípnir yfir taflborði
hér í Reykjavík, djúpt sokknir
í taflleiki, látið nokkra skoðun
í ljós varðandi þjóð og land?
Þessar spurningar eru vissu-
lega tímalegar. Þessi aðferð
við þessa erlendu gesti er ná-
kvæmlega sú sama og ef manni
væri boðið í kvöldverð hjá ó-
kunnu fólki og spurður álitg á
húsgögnum eða herbergjaskip-
an. Hann er, samkvæmt venju-
legum umgengnisvenjum, nauð-
beygður til þess að segja, að
allt sé fagurt og blessað —
ella kallaður dóni.
Það er dálítið kjánalegt þeg-
ar útvarpið — og stundum blöð
in — fara að yfirheyra þetta
saklausa fólk, og vitanlega er
ákaflega takmarkað mark tek-
ið á þessum yfirlýsingum. Gall-
inn er bara sá, að þær eru svo
barnalegar af okkar hendi, sem
spyrjum, að brosað er að af-
káraskap okkar í laumi. Það
væri ekki óheppilegt að leyfa
þessu „fræga" fólki að dvelja
hér a.m.k. mánuð áður en það
myndar sér endanlega skoðun
um land og þjóð.
Upplausn og hasar í
^lóðleikhúsinu
Leikarar vilja lengri æfingatíma, bætt vinnu-
skilyrði — bókmenntaráðunaut og aðrar um-
bætur.
Blaðið fréttifyrir skömmu, að leikarar Þjóðleikhúss-
ins hefðu gert all-harðar samþykktir í garð Þjóðleik-
hússins og komið þeim á framfæri við Þjóðleikhússtjóra,
sem kallaði fund s.l. miðvikudag með leikarafélagi Þjóð-
leikhússins.
Leikarar kurruðu illa í samþykktum sínum, kröfðust
m.a. lengri æfingatíma, bókmenntaráðunauts, ýmissa lag-
færinga við starfið. Var hiti í þeim allmikill, enda þykj-
ast þeir búa við kröpp kjör. Sannleikurinn er sá, að hvað
æfingar snertir er tíminn oftast ófullnægjandi, sem auð-
séð er á frumsýnirigum. Bókmenntir hafa annazt jöfr-
arnir andlegu Vilhjálmur Þ. Gíslason, séfdeilis vel
menntur leikhúsmaður og Laxness, sem nú hefur tvö
stykki í bígerð, bæði sennilega á heimsmælikvarða ef
ekki meira. Endanlega hefur úrskurðarvald legið hjá
Þjóðleikhússtjóra, enda nauðsynlegt, því í marina minn-
um hefur hvorugur hinna mætu sérmenntuðu 'leikhús-
manna skiiað áliti sínu á þeim verkum, sem þeim hefur
verið falið að lesa og dæma. Verður ekki annað séð, en
að í þessum efnum hafi leikarar nokkurt kvabb-efni.
Neyðaróp Alþýðublaðsins
Þeir fáu, sem fylgjast með
fréttum Alþýðublaðsins hafa
veitt því athygli, að undan-
farnar vikur hefur sí og æ
verið að birta f réttir um rík-
isstyrk handa dagblöðum
Noregs. Fréttir þessar vekja
hvergi athygli nema á síðum
Alþýðublaðsins.
Þeir, sem kunnugir þykj-
ast málum telja þetta ósköp
skiljanlegt. Benedikt Grön-
dal, sem er aðal-,,fréttamað-
urinn" í þessu máli er orð-
inn svo uggandi um hag
blaðsins, að hann telur enga
von um framtíð þess, komi
rikið þvi ekki til hjálpar.
Blaðinu  hefur  gengið  illa,
allt frá því Gísli Ástþórsson
fór frá því, en hann hafði
komið því talsvert upp á við.
Margir færustu blaðamenn-
irnir hafa horfið burtu en
óvanir komið í sum skörðin,
þótt blaðið eigi enn mörgum
ágætismönnum á að skipa
m.a. einum bezta bókmennta-
gagnrýnanda dagblaðanna,
Clafi Jónssyni.
Það er því aannarlega
neyðaróp, sem blaðið rekur
nú upp og alls endis óvíst
nema það verði að hætta sem
dagblað og koma út t.d.
þrisvar í viku til að halda
sér á floti.
Barnaleikritið Ferðdn til jLimbó líefur nú verið sýnt 15 sinnum
í Þjóðleikhúsinu og alltaf fyrir fullu húsi. Næsta sýning verð-
ur á sunnudag kl. 3. — Myndin er af Arna Tryggvasyni, Valdi-
mau- Lárussyni og Ómari Ragnarssyni í hlutverkum sinum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6