Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.01.1970, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 12.01.1970, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 12. janúar 1970 Dagbók CIANOS greifa Von Thoma sagði, að Þjóðverj- arnir væru sannfærðir um, að þeir hefðu tapað styrjöldinni, og her- inn sé á móti nazisma og leggi alla ábyrgðina á Hitler". 18. janiíar: „Það hefur komið símskeyti frá Tírana í nótt, þar sem lögreglustjórinn gerir okkur aðvart. Ekki er unnt að mynda stjórn. Uppreisninni vex fylgi. Meira að segja í Albaníu verðum við varir við afleiðingarnar af stór- viðburðum heimsins. Og þessir við- burðir eru ekki okkur í vil". 19. janúar: „Þjóðverjar hafa sagt okkur, að þeir geti ekki lengur sent okkur þær brynvörðu hersveitir til Túnis, sem þeir höfðu lofað. . . Antonescu (einræðisherra Rúm- eníu) sér fram á, að það verði nauð synlegt að ná sambandi við banda- menn til þess að koma upp varnar- virki gagnvart bolséverisingu Ev- rópu. . " 21. janúar: „Mussolini vonar að „500 tígrisskriðdrekar, 500.000 her menn og nýju þýzku fallbyssurnar geti allt til samans haft endaskipti á ástandinu (í Afríku). ...” Arne hershöfðingi (foringi upplýsinga- skrifstofu hersins) er mjög dapur í bragði. Hann er sannfærður um, að Þýzkaland muni gefast upp 1943". 22. janúar: „Skipulaus flótti við Stalingrad, undanhald alls staðar á vígstöðvunum. Trípóli að falla. Ennþá einu sinni hefur Rommel gert tilraun til að bjarga sínum eig- in herafla og skilið ítalina eftir til þess að deyja- . Mussolini heldui áfram að vagga sér í sínum hættu- legu tálvonum". 27. janúar: „Favagrossa (ríkisrit- ari hernaðarframleiðslu) talar um ástandið í sambandi við birgðir okk ar. . . Þátttaka okkar í vopnafram- Ieiðslunni er lítilfjörleg — milli hálfur og þrír fjórðu af hundraði. Við höfum fengið tilkyningu um fundinn í Casablanca (milli Roosevelts og Churchills). Það er of snemmt að fella nokkurn dóm, en það virðist vera alvarlegt, já, sannarlega mjög alvarlegt". Vonin um sérfrið 28. janúar: „Battaglini ofursti, herráðsforingi þriðju hersveitarinn- ar, er kominn afmr frá Rússlandi og málar ástandið þar í allra myrk- ustu litum. Hann sagði, að það væri aðeins eitt ráð til að bjarga ftalíu, hernum og stjórninni sjálfri, og það væri sérfriður. Sú hugsun festir Iíka rætur. Jafnvel systir Mussolin- is nefndi það við mig og sagðist vilja mæla með því". 30. janúar: „Ambrosio er orðinn eftirmaður Cavallero sem herráðs- foringi. . Eins og nú stendur á, gæti ekki einu sinni Napoleon gert kraftaverk." 5. febrúar: „Klukkan 16.30 í dag kallaði II duce mig fyrir sig. Frá því augnabliki, sem ég kom inn í stofuna, sá ég, að hann var vandræðalegur. Eg skil, hvað það er, sem hann ætlar að segja mér. „Hvað hugs- arðu þér að gera?" tekur hann til máls og segir með lágri röddu, að hann hafi umsteypt allt sitt ráðu- neyti. (Níu af ellefu ráðherrum voru settir af). Eg skil ástæður hans. Eg felst á þær. og ég get ekki með neinu móti haft neitt á móti þeim. Meðal ýmissa embætta, sem hann stingur upp á. neita ég að taka við land- stjórastöðunni í Albaníu. Þar mundi ég verða böðull þjóð ar, sem ég lofaði bræðralagi og jafnrétti. Eg kýs að verða sendiherra í Páfagarði. Það er róleg staða, sem getur boðið marga möguleika í framtíðinni. Framtíðin Iiggur í hendi Guðs fremur en nokkru sinni áður. Það er hart og þungt að skilja við utanríkisráðuneytið, þar sem ég í sjö ár — og þvílík ár! — hef varið mínum beztu kröfmm. Eg hef Iifað allt of lengi innan þess- ara veggja til þess að sakna þess ekki að þurfa að flytja þaðan. 6. febrúar: „II duce símaði til - mm-^neínraa í morgun og vildi, að útnefningu minni til sendiherra í Páfagarði yrði frestað. „ Menn segja, að þú hafir fengið spark upp á við, og þú ert allt of ungur til þess". „Eg hafði búizt við þessu hiki hjá Mussolini og hafði þegar sent Guariglia sendiherra til páfans til að fá samþykki. Acquarone (hirðmarskálkur) seg ir, að konungurinn hafi ekkert vit- að um afsetningu mína, er hann sá mig tveim dögum áður. Konung- turinn er ánægður yfir, að ég fari til Páfagarðs". Leiðbeiningar til ráðherrans (Bastianini, sem varð ríkisritari í utanríkisráðuneytinu- Mussolini tók sjálfur við utanríkisráðherra- embættinu). „Framtíð þín er í mínum höndum“ Síðan gekk ég til Mussolinis. . Hann sagði við mig: „Þú verður að gera þér Ijóst, að nú kemur rólegur tími fyrir þig. Það kemur seinna að þér. Framtíð þín er í mínum höndum, og þú þarft ekki að vera órólegur. Ef þeir hefðu gefið okkur þrjú ár í viðbót, þá hefðum við ef til vill verið færati um að heyja styrjöld undir öðrum kringumstæðum, eða það hefði kannski alls ekki verið nauðsynlegt að fara í styrjöld". Hann spurði mig, hvort ég hefði öll skjöl í Iagi. Já, svaraði ég, ég hef þau öll í Iagi, og þegar erfiðu tímarnir koma, sem vafalaust verð- ur, þá get ég með fullum skilríkj- um sýnt fram á alla sviksemi Þjóð- verjanna gagnvart okkur, allt ftá fyrstu áætdlun fyrir stríðið og fram að árásinni á Rússland, sem við fengum ekki að vita, fyrr en Þjóðverjarnir voru komnir yfir landamærin. Og ef þið þurfið þess: þá get ég Iagt fram nákvæmar upp lýsingar, já, eftir tuttugu og fjóra tíma get ég haft þá ræðu tilbúna, sem ég hef haft í huganum í þrjú ár. Eg held, að ég springi í loft upp, ef ég fæ ekki að halda hana. II duce hlustaði þögull og sam- þykkti næstum. Hann var órólegur og áhyggjufullur. Undanhaldið á austurvígstöðv- unum heldur áfram að nálgast full- kominn flótta. Hann bað mig að koma oft og heilsa upp á sig — „helzt á hverj- um degi" Skilnaður okkar var hjartanleg- ur, og mér þykir vænt um það, því að mér þykir mjög vænt um Mussolini. Meira en nokkurs ann- ars akna ég að slíta sambandinu við hann" LO KAO RÐ Síðustu orð Cianos greifa, skrif- uð í fengelsisklefa nr. 27 í Veróna, þann 23- des. 1943: „Ef þesi dagbókarblöð mín eiga einhverntíma eftir að sjá dagsins ljós, verður það vegna þess, að ég hafði gert varúðarráðtafanir, áður en ég var handtekinn, til þess, að Þjóðverjar næðu ekki í þau með lúalegum svikum. Þegar ég var að rita þessar at- hugasemdir mínar í flaustri, var til- gangurinn minn ekki sá, að gefa þær út eins og þær eru. Miklu fremur var ætlun mín sú að festa í minni mér atburði, smáatriði og staðreyndir sem gætu komið mér að gagni í framtíðinni. Ef Guð hefði gefið mér næði í ellinni, hvílíkt afbragðsefni hefði þetta þá ekki verið fyrir sjálfsævi- sögu! Dagbókarathugasemdir mín- ar eru því ekki hluti úr bók, heldur aðeins uppistaðan, sem bókin átti að verða til úr. Ef til vill er það bezt við þessa dagbók einmitt það, að hún er beinagrind, sem er ekki klædd neinu prjáli. Atburðirnir eru Ijós- myndaðir, án þess að nokkur til- raun sé gerð til að lagfæra mynd- irnar, og sagt er frá þeim eins og þeir komu mér fyrst fyrir sjónir, blátt áfram og án áhrifa seinni gagnrýni og vizku ókomna tímans. Eg var vanur að hripa niður aðalatburði hvers dags jafnóðum og þeir gerðust. Ef til vill má sum- staðar finna endurtekningar og jafnvel mótsagnir, rétt eins . og gengur í lífinu sjálfu. Ef ég hefði ekki skyndilega ver- ið sviptur tækifærinu til að vinna úr þessum athugasemdum, þá mundi ég hafa viljað gefa ná- kvæmari Iýsingar, samkvæmt öðr- um skjölum og endurminningum, á atburðum sumra daga, sem hafa verið óvenjulega afdrifaríkir í sögu heimsins. Mig hefði langað til að gefa fyllri rök fyrir ábyrgð einstak- linga og ríkisstjórna, en þetta var því miður ókleift, jafnvel þótti mér komi í hug á þessum síðustu tím- um svo mörg smáatriði, sem ég vil ekki, að þeir menn gangi fram hjá, sem á morgun munu skilgreina og rannsaka þá atburði, er hér greinir. Harmleikur Ítalíu hófst 1939, í ágústmánuði. Ég tók það upp hjá sjálfum mér .að fara til Salzburg (aðalstöðva Hitlers) og uppgötv- aði þá allt í einu, að ég stóð and- spænis kaldri og miskunnarlausri, þýzkri ákvörðun um að framkalla friðslit. Sáttmálinn (við Þýzkaland) hafði verið undirritaður í maí. Ég hafði alltaf verið á móti honum, og mér hafði tekizt að draga á langinn að svara síendurteknum tilboðum Þjóðverja og gera þau þannig óvirk. Að mínu áliti var alls engin ástæða til að binda örlög sín í Iífi og dauða við Nazista-Þýzka- land. í stað þess hafði ég stungið upp á samvinnu, því að samkvæmt Iegu lands okkar getum við og verðum að fyrirlíta, en getum ekki virt að vettugi 80 milljónir Þjóðverja, sem mynda svo harðan og grófan kjarna í hjarta Evrópu. Ákvörðunin um að tengjast sátt- málaböndum var tekin allt í einu, af Mussolini, þegar ég var í Míl- anó með Ribbentrop. Einhver amerísk blöð höfðu sagt, að Míl- anó tæki kuldalega á móti utan- ríkisráðherra Þýzkalands, og að þetta væri sönnun þess, að stjarna Mussolinis væri að hrapa. Hann varð æfareiður. í símtali fék ég skipun um að samþykkja kröfur Þýzkalands um bandalag, sem ég hafði hummað fram af mér að ganga að til þessa og ætlaði mér að gera miklu leng- ur. „Stálsáttmálinn" fæddist. Á- kvörðunin, sem átti eftir að hafa svo ill áhrif á allt líf og framtíð ítölsku þjóðarinnar, var eingöngu að kenna illu viðskoti einræðis- herrans gagnvart ábyrgðarlausri og einskisverðri frétt einhverra er- Iendra blaðamanna. í sáttmálanum var ákvæðið um það, að næstu þrjú eða fjögur ár mætti hvorki Ítalía né Þýzkaland aðhafast neitt, sem truflað gæti friðinn í Evrópu. Þrátt fyrir þetta bar Þýzkaland fram kröfur sínar gagnvart Pólverjum sumarið 1939, Framhald á 5. síðu. SYNING SYNING Nýjar gerðir af Runtal miðstöðvarofnum ásamt eldri gerðum Sýning í Byggingaþjónustunni, Laugavegi 26. Opin alla virka daga kl. 13-22 Gjörið svo að líta inn SYNING ranfal

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.