Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Mįnudagsblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Mįnudagsblašiš

						Mánudagsblaðið
Mánudagur 1. nóvember 1971
UR SÖGU LANDS OG LÝÐS
TUNGUSTAP
í Eyrbyggðju, seinasta kapítula,
er sagt frá, að kirkja hafi verið
flutt í Sælingsdalstungu, kirkju-
garður grafinn og bein manna upp
tekin, t. d. Snorra goða og Barkar
digra; var það á dögum Guðnýjar
húsfreyju í Hvammi, móður peirra
Sturlusona, því söguritarinn segir,
að hún hafi verið við, og hefur
eftir henni það, sem greint er um
stærð beinanna. Sagan talar ekkert
um, hvers vegna kirkjan var flutt
úr stað, en á Vesturlandi gengur
þessi saga um tilefnið til flutnings-
ins.
í gamla daga, fyrir mörgum
hundruð árum, bjó mjög ríkur
bóndi í Sælingsdalstungu; hann átti
nokkur börn, og eru til nefndir
tveir synir. Ekki vita menn, hvað
þeir hétu, og köllum vér þá því
Arnór og Svein. Þeir voru báðir
efnilegir menn, en þó ólíkir. Arn-
ór var hreystimaður og mikill fyrir
sér. Sveinn var hægur og spakur og
enginn hreystimaður. Ef tir því voru
þeir mjög ólíkir í lund; Arnór var
gleðimaður og gaf því sig að leikj-
um með sveinum þar úr dalnum,
og mæltu þeir oft mót með sér við
stapa þarm, er stendur niður við
ána, andspænis bænum í Tungu, og
sem kallaður er Tungustapi. Var
það skemmtun þeirra' á vetrurh að
renna sér eftir harðfenni niður af
stapanum, því hann er hár mjög,
og niður á eyrarnar í kring; gekk
oft mikið á með kall og háreysti
kringurh Tungustapa í rökkrunum,
og var Arnór þar oftast fremstur
í flokki. Sjaldan var Sveinn þar
með. Gekk hann þá oftast í kirkju,
er aðrir piltar fóru til leika; oft fór
hann h'ka einförum og dvaldi þá
tíðum niður við Tungustapa. Var
það mál, að hann hefði mök við
álfafólk, sem bjó í stapanum, og
nokkuð var það, að hverja nýárs-
nótt hvarf hann, svo enginn vissi,
hvað af honum varð. Oft kom
Sveinn að máli við bróður sinn,
að hann eigi skyldi gjöra svo mikla
háreysti þar á stapanum, en Arnór
gjörði  gabb  að  og  kvaðst  eigi
mundi vorkenna álfunum, þó hátt
væri haft. Hélt hann uppteknum
hætti; en Sveinn varaði hann við
því oftar og sagði, að hann skyldi
ábyrgjast, hvað af slíku hlytist.
Það bar til eitt nýárskvöld, að
Sveinn hvarf að vanda. Lengdist
mönnum venju fremur eftir hon-
um. Kvaðst Arnór mundi leita
hans og sagði hann mundi dvelja
hjá álfum niður í Stapa. Gengur
Arnór af stað, allt til þess hann
kemur að stapanum. Veður var
dimmt mjög. Veit hann ekki fyrri
til en hann sér stapann opnast á
þá hlið, sem að bænum snýr, og
Ijóma þar ótal Ijósaraðir; heyrir
hann kveða við indaslan söng, og
skilur hann af þessu, að á messu
muni standa hjá álfum í stapanum.
Kemur hann nú nær og sér, hvað
fram fer. Sér hann þá fyrir framan
sig eins og opnar kirkjudyr og
fjölda manns inni. En prestur fag-
urlega skrýddur fyrir altari, og eru
margsettar Ijósaraðir til beggja
hliða. Gengur hann þá inn í dyrnar
og sér, hvar Sveinn bróðir hans
krýpur fyrir gráðunni, og er klerk-
ur að leggja hendur í höfuð honum
með einhverjum ummælum. Það
hyggur Arnór, að verið sé að vígja
hann einhverri vígslu, því margir
skrýddir menn stóðti umhverfis.
Kallar hann þá og segir: „Sveinn,
kom þú, líf þitt Iiggur við." Hrekk-
ur Sveinti þá við, stendur upp og
lítur utar eftir; vill hann þá hlaupa
móti bróður sínum. En í því kallar
sá, er við altarið var, og segir:
„Læsið kirkjudyrunum, og hegnið
hinum mennska manni, er raskar
friði vorum. En þú, Sveinn, hlýtur
við oss að skilja, og er bróðir þinn
sök í því. En fyrir það, að þú stóðst
upp í því skyni að ganga til bróður
þíns og mattir hans ósvífna kall
meir en heilaga vígslu, skalt þú
niður hníga og það örendur, næsta
sinn, er þú sér mig í þessum
skrúða." Sá Arnór þá, að hinir
skrýddu menn hófu Svein á loft, og
hvarf hann upp um steinhvelfing
þá, er yfir var kirkjunni. Kveður þá
við dynjandi klukknahlóð, og í því
heyrist þys mikill inni. Hleypur
hver um annan þveran til dyra.
Arnór hleypur þá sem hann mátti
út í myrkrið heim á leið og heyrir
álfareiðina, þysið og hófasparkið á
eftir sér; heyrir hann, að einn í
flokki þeirra, er fremstir ríða, kveð-
ur við raust og segir:
„Riðum, og ríðum,
það rókkvar í hltðum;
cerum, og fœrum
hinn arma af vegi,
svo að hann eigi
sjái sól á degi,
sól á ncesta degi."
Þusti þá flokkurinn milli hans
og bæjarins, svo hann varð að
hörfa undan. Þegar hann var kom-
inn í brekkur nokkrar suður frá
bænum og austur frá stapanum,
gafst hann upp og hneig máttvana
niður; reið þá allur flokkurinn á
hann ofan, og lá hann þar eftir nær
dauða en lífi.
Það er frá Sveini að segja, að
hann kom heim eftir vökulok. Var
hann daufur mjög og vildi engum
segja um burtveru sína, kvað nauð-
syn að leita Arnórs. Var hans leit-
að alla nóttina, og fannst hann eigi,
fyrr en bóndi frá Laugum, er kom
til óttusöngs að Tungu, gekk fram
á hann þar í brekkunum, sem hann
lá. Var Arnór með rænu, en mjög
aðframkominn; sagði hann bónda,
hvernig farið hafði um nóttina, eins
og áður er frá sagt. Ekki kvað hann
tjá að flytja sig til bæjar, því hann
yrði eigi lífgaður. Andaðist hann
þar í brekkunum, og heita það síð-
an Banabrekkur.
Aldrei varð Sveinn samur eftir
þenna viðburð; hneigðist skap hans
enn meir til alvöru og þunglyndis,
en aldrei vissu menn hann koma
nærri Alfastapa eftir þetta, og
aldrei sást hann nokkru sinni horfa
í þá átt, sem stapinn er. Gaf hann
sig frá öllum veraldar-umsvifum,
gjörðist munkur og gekk í klaustur
á Helgafelli. Varð hann svo Iærður
maður, að enginn bræðra komst til
jafns við hann, og svo söng hann
fagurlega messu, að enginn þóttist
jafnfagurt heyrt hafa.
Framhald á 8. síðu.
EINNAR AAÍNÚTU
GETRAUN:
Hve
slyngur
runnsóknurí
ertu
Msstök í msnngresningu
„Ég yar handviss um að líkið hafði legið í vatni í
nokkra daga" sagði Ronson, hafnarrannsóknarlög-
regluþjónn, þegar hann og Fordney prófessor voru
á leiðinni í líkhúsið, þar sem fram átti að fara form-
leg niðurstaða á jarðneskum leifunum.  .
„Við fundum hann þar sem þú sagðir að við mund-
um líklega finna hann," hélt Ronson áfram, „Ijót sjón
lítil, svei mér þá, þar sem hann lá á grúfu í leðjunni á
árbakkanum, hnakkinn sundurbarinn og allur útataður
í blóði, og fötin öll gegnsýrð og næstum litlaus eins
og þau alltaf verða eftir langa legu í vatni. Og and-
litið, guð minn góður. En hvað um það, þú sérð það
sjálfur, þegar við komum þangað. Hann hafði legið
í vatninu að minnsta kosti fjóra daga. Ég er hárviss
um að það er Butterworth, eftir lýsingunni á honum
að dæma, þótt ég gæti ekki lesið það á skjölunum,
sem fundust á líkinu."
Fordney horfði spurnaraugum á rannsóknarann,
meðan leigubíllinn ók með hraði áleiðis að húsi hinna
dauðu, en sagði þó ekki neitt. Þegar þeir komu í lik-
húsið, hittu þeir frú Butterworth, alla útgrátna bíðan.d,i.
í fremri skrifstofunni, ásamt bróður sínum. Eftir að
hafa skipzt á við þau nokkrum orðum, þá fóru þeir
Fordney, rannsóknarinn og varafulltrúinn í hið kalda
herbergi niðri í kjallaranum, þar sem starfsmaður dró
hellu úr veggnum en á henni lá hið upp belgda, græn-
leita lík mannsins.
Frú Butterworth herti sig upp eins og hún megnaði
um leið og hún undirbjó sig til að skoða líkið. Síðan
hrópaði hún: „Þetta er ekki Charles" og steinleið yfir
hana. Bróðir hennar sannaði orð systur sinnar svo
ekki var um villzt. Líkið var ekki af Charles Butter-
worth.
„Þó vel megi skilja, að mönnum mistakist að ákveða
af hverjum líkið er í svona tilfellum, þá er ég alveg
undrandi vegna yfirsjónar þinnar, Ronson", sagði
Fordney. „Þú hefðir átt að vita betur."
Við hvaS átti prófessorinn? Svar á 10. síðu.
Jlfslátíapfapgjðld innanlands
Tjölshglduafslátíur         Námsmannaafslattur    Jlfsláttor f yrir hópa
Samkvæmt ákveðnum reglum er fjöl-
skyldum, sem hefja ferð sína saman,
veittur afsláttur þannig að fjöiskyldu-
faðir greiðir fullt fargjald, en aðrir í f jöl-
skyldunni hálft fargjald.
Námsfólki er veittur 25% afsláttur af
fargjaldi á skólatímábili, gegn yfirlýs-
ingu frá skóla, á ferðum milli skóla og
lögheimilis.
Hópum 10—15 manna og stærri, er
veittur 10%—20% afsláttur.
Jlfsláttur f yrir aldraða   11 ngiingaafsláf tur
Fólki 67 ára og eldra er veittur afsláttur
af fargjaldi innanlands gegn framvís-
un nafnskírteinis.
Unglingum á aldrinum 12—18 ára er
veittur 25% afsláttur af fargjaldi gegn
framvísun nafnskírteinis.
Skrifstofur flugfélagsins og
umboðsmenn um 'land allt veita
nánari upplýsingar og fyrirgreiðslu.
FLUGFELAG ISLAMDS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12