Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 30

Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 30
30 SÚnnudagur 24. jdli 1977. Nú-Tíminn ★ ★★★★★★★ Tívolí komið í tuskið Upp á síðkastið hef ur ný hljómsveit farið að láta að sér kveða í danshúsum borgarinnar. Heitir hljómsveitin Tivolí og hefur hennar áður verið getið einum tvisvar sinnum í Nútímanum í tengslum við tónlistarkvöld Jazz- vakningar. Nútiminn kom nýlega að máli við ólaf Helgason, uppvekjanda hljómsveitarinnar og trommu- ieikara, — sem áður var í Dögg. ólafur tjáöi okkur aö aðdrag- andi aö stofnun hljómsveitar- innar hafi veriö nokkuð langur. Hann kvaðst hafa fariö aö litast um eftir efnilegu fólki og eink- um farið á æfingar hjá svo- kölluðum bilskúrshljómsveit- um, þar sem leynist margur efnilegur hljóöfæraleikarinn. Eftir eitt ár var siöan hljóm- sveitin Kvintettinn komin á legg, breytti um nafn i vor, réö til sin söngkonu sem áður var i Celsius, og heitir nú Tivoli. Hljómsveitina Tivoli skipa: Eggert Pálsson (pianó), Ellen Kristjánsdóttir (söngur), Friö- rik Karlsson (gitar), Jens Atla- son (gitar), Páll Sigurbjörnsson (bassi), og Ólafur Helgason (trommur). Nú á næstunni er siðan fyrirhugað aö Guðjón Guðmundsson komi til liös viö hljómsveitina og aöstoöi við söng. — Við byrjuðum að koma fram opinberlega á djasskvöld- unum og siðan á tónlistarkvöld- um hjá MH og viðar. Svo fórum viö að hugleiða sumarið og fundum okkur söngkonu sem áður var i Celsius. Siðan hefur okkur verið mjög vel tekið. Höf- um leikið fyrir dansi hjá Klúbbnum, Tjarnarbúð, Festi, Tónabæ og viðar, sagði Ólafur. Það sem Nútiminn þekkir helzt til Tivoli er hljóðfæraleg tónlist þess. Hefur hljómsveitin Tivoli t.d. vakið athygli fyrir rokkaða útgáfu af ,,Love Story — theme”, sem mér þykir per- sónulega mjög skemmtilegt á að hlusta. Við spurðum Ólaf hvort Tivoli væri hætt að leika hljóðfæratónlist og hvers konar tónlist þeir léku á dansleikjum. — Nei við erum alls ekki hætt með hljóðfæratónlistina. A dansleikjum leikum við þá tón- list, sem fólkið vill helzt heyra, en t.d. komum við fram á Rauð- hettu með hljóðfæratónlist. t veturhöfum við svo i hyggju að taka upp hljóðfæratónlist á plötu. Þá munum við einnig taka okkur fri og æfa upp nýja efnisskrá, en söngkona okkar fer út til Bandarfkjanna i söng- skóla. Þá sagði Ólafur okkur að beð- ið væri mikið um Love Story á dansleikjum, og eins skytu þeir stundum inn stuttum köflum af hraðri hljóðfæratónlist. — Er ekki dýrt að lifa? — Jú, við vorum að kaupa okkur söngkerfi fyrir 800 þús. (Við erum að æfa upp raddir). En okkur hefur verið ótrúlega vel tekið á dansleikjum og höfð- um upp i þetta með þvi að koma fram á nokkrum slfkum stöðum. KJ. Hvers vegna hættu Emerson, Lake & Palmer í tvö og hálft ár? „Pabbi, hverjir voru ELP?” — Þeir voru, sonur minn, einhver mest spennandi og kröftugasta hljórnsveitin við upphaf sjöunda áratugarins. Þeir voru Keith Emerson, hinn stórkostlegi hljómborðsleikari, Carl Palnter, sneggsti tví- fætlingurinn viö trommuleik, og Greg Lake, bassagitarleikarinn og söngvarinn frábæri. ELP fæddist i hræringum sem fylgdu nýju hæfileikafólki og stefnum i tónlist. Keith kom frá Nice, Greg frá King Grimson og Carl frá Atomic Rooster. Þeir komu inn i heiminn eins og sprengja á hljómleikunum á Wighteyju árið 1970 og fóru þaðan til að sigra Ameriku, Evrópu, Japan og jafnvel Austrið. Þeir seldu plötur i milljónatali og ferðuðust sleitulaust um heim- inn unz þeir hurfu 1974 jafn snögglega og þeir birtust. — Engin ferðalög, engir tónleikar, engar plötur, engin viðtöl. Frá ELP hætti að heyrast. En loks, þegar aðdáendur voru að gefa upp alla von um afturkomu þeirra, að tveimur og hálfur ári liðnu þá birtust þeir skyndilega aftur. Nú með nýjar áætlanir, endurnýjaðan þrótt og sjálfs- öryggi. Þeir hafa endurskoðað fyrri tónlistarstefnu sina, sem eins og Keith Emerson segir „hafði verið þurrmjólkuð”. TIL VIÐTALS Krafturinn sem fyrrum bjó bak við mikilfenglegt tónleikahald ELP og hugmyndir af sama tagi eru enn fyrir hendi, kannski þroskaöri. Sl. ár unnu þeir af kappi að nýjustu plötusamlokunni „Works”. Þeir höfðu ekkert á móti þvi nú að rabba við blaða- menn um endurhæfða ELP, um orsakir hlédrægninnar sl. tvö og hálft ár, eða Evrópu- og Ameriku-hljómleikaför þeirra með 70 manna hljómsveit, sem nú stendur yfir. „Þið verðið að afsaka okkur á meðan við erum að komast yfir eftirköstin af flugferðinni”, sagði Greg. „Við höfum allir verið er- lendis i frii. Við erum einnig búnir að taka upp aðra plötu, þ.e.a.s. fyrir utan „Works”. Leið langur timi i aðgerðarleysi eftiraðELP hætti að koma fram? „Ég var nú lengi i lyfjunum”, svaraði Keith blátt áfram. „Strákarnir voru stórkostlegir. Þeir hjálpuðu mér i gegn og komu mér yfir afturhvarfstimabilið.” Nú-Tíminn kynnir: Nitty Gritty Dirt Band John McEuen: banjó, mandólln, gltar, accordion. Jeff Hanna: raddir, gitar, per- cussion. Jim Ibbotson: raddir, bassi. Jimmie Fadden: trommur, radd- ir, harpa. Nitty Gritty Dirt Band var upp- haflega skólahljómsveit i Banda- rikjunum. A þeim tima voru ýms- ir við hljómsveitina riðnir, svo sem Jackson Brown o.fl. Þegar hljómsveitin lætur fyrst til sin taka áriö 1967 með „hit” lagiö „Buy For Me The Rain”, eru meðlimir hennar: Bruce Kunkel, John McEuen, Jeff Hanna, Jimmie Fadden, Leslie Thomp- son og Ralph Taylor Barr. Hljómsveitin vakti fljótt athygli vegna sérstæðrar og margbreyti- legrar tónlistar sinnar og hljóð- færaskipaninnar. A árunum ’67- ’68 ferðaöist hún vitt og breitt um Bandarikin viö góðan orðstir og gaf m.a. út þrjú „langspil” (breiöskifúr). Tónlist þeirra á þessu timabili bar mikinn svip af grini og gamni og kom hljóm- sveitin m.a. fram I myndinni: „Paint Your Wagon”. Næst varð nokkurt afturkast á framabraut Nitty Gritty Dirt Band. Kunkel og Barr yfirgáfu hljómsveitina, einnig Chris Darrow, sem veriö haföi með um skeið, en inn kom Jim Ibbotson. Meölimir sveitarinnar voru og nokkuö lausir i rásinni á þessum tima og léku margir undir með hinum og þessum frægum hljóm- listarmönnum. Seint á árinu 1969 gerði Nitty Gritly Dirt Band lagiö „Some Of Shelley’s Blues” vinsælt og siöan „Mr Bojangles” og gáfu út nokk- ur langspil og var frami þeirra nokkuö stöðugur þar á eftir. Hafa margar plötur komiö frá þeim siöan, hver annarri merkilegri og sérstæöari. Nitty Gritty Dirt Band er ekki sizt fræg fyrir að nota sekkjapip- ur, harmonikkuleik og fl. I þeim dúr á plötum sinum án þess þó að yfirgera i nokkru tækni nútímans Ihljóðritun. Segja má að það sem einkennirhljómsveitina sé —ekki of mikill hátiðleiki — samfara mjög vönduðum vinnubrögðum og tónlistarlegri og hljóöfæralegri fjölbreytni. Arið ’73 eöa ’74 yfirgaf Thom son Nitty Gritty Dirt Band og 1976 hætti Jef Hanna og var nafni sveitarinnar þá breytt I The Dirt Band. „Langspil” (Breið- skifur): The Nitty Gritty Dirt Band (Liberty 7501) Ricochet (Liberty 7516) Rare Junk —Liberty 7540) Alive (?) UncleCharlie And His Dog Teddy (Lib. 83345) All The Good Times (United Artists 29284) Will The Circle Be Unbroken (UAT 9801) Stars And Stripes Forever (UST 307-8) Dream (TCK 29850) Dirt, Silver And Gold (?) Keith virtist mjög alvarlegur, en skyndilega fór hann að hlæja. „Þetta er í annað skipti I dag, sem hann segir þetta”, segir Carl Palmer. Keith segir: „Við höfðum unnið hvildarlaust frá þvi við byrjuðum 1970 og einnig fyrir þann tima höfðum við nóg að gera. Þetta var orðið mjög þreytandi og ég býst við að það hafi á end- anum leitt til spurningarinnar: „Við erum komnir hingað, hvaö tekur nú við?” Persónulega, þá vildi ég fara að gera eitthvað þýðingarmeira. Ég vildi fá næði til að hugleiða hvað ég ætti að gera næst fremur en að halda áfram að leika inn á plötur umhugsunarlaust.” ,Þegar þú hefur tekið þátt i sömu sýningunni I lengri tima hlýtur þú að nema staðar, þú bara verður,” skaut Carl inn i. „Við vildum brjótast undan þeirri grundvallarstefnu sem við höfðum fylgt,” sagði Greg. „Við höfðum leikið hana i gegn. Og til þess að gera svona róttækar breytingar — þið hafið heyrt nýju plötuna — þurfti mikillar um- hugsunar við. Þessi plata þarfnaðist mikillar vinnu og tilrauna, sem sjálft framleiðslumagnið segir ekkert um. Við hefðum jú getað haldið áfram að senda frá okkur elek- tróniska tónlist, en nú hefur hljómsveitin allt annan svip og merkingu. Með þvi að gefa út þessa samloku höfum við afhjúpað okkur persónulega og reynt að sýna úr hverju hljóm- sveitin er búin til. Það tók bara svona langan tima að fá þaö á hreint. Keith hafði aldrei áður leikið með klassiskri hljómsveit á þennan hátt og þvi fylgdu ótal vandkvæði. Hljóðfæraleikararnir voru auðvitað á varðbergi gagn- vart þeim og höfðu áhyggjur af þvi að vinna með poppurum”. „C’EST LA VIE” Keith: „A meðan við vorum i burtu hef ég persónulega lagt - áherzlu á að skrifa niður það sem ég hef samið fyrir aðra að fást við. Leyfa öðrum að léika tónlist- ina, þú veizt. Þess vegna, nú þegar „Works” er komin út, eru fáanlegar nótur með tónlistina á henni. Nú getur hver sem er leikið tónlistina og það færir mér a.m.k. miklu meiri fullnægju. Það er að vinna eins og raunverulegt tónskáld i stað þess að senda bara frá sér plötur”. „Fyrir mig”, sagði Greg, „var þetta timabil til þess að þróa með mér alvarlegra viðhorf gagnvart ballöðusöng og allri vinnu i kringum klassiska hljómsveit. Fjölbreytnin er þar miklu meiri. Ég hefði jú getað sungið lag eins og „C’est la vie” með ELP, en dýptin og tilfinningakrafturinn hefði aldrei getað oröið eins mikill eins og með klassfsku hljómsveitinni”. (Framhald i næsta Nútima) •ÍNÝBREYTNI Við munum nú taka upp þann siö i hverjum Nútlma aö kynna eina erlenda hljómsveit eöa hljómlistarmann i föstum þætti. Reynt veröur aö hafa nokkub fast form á þessari kynningu, óneitanlega snubbóttri, en tilraun samt til aö koma til móts viö fjöl- breytilegar óskir lesenda Nú- timans. Þátturinn hefst með kynn- ingu á Nitty Gritty Dirt Band og er það siðbúin úrlausn á ósk tveggja Akureyringa. Þeim og öðrum lesendum Nútimans Reykjavik eru a.m.k. fjórar plötuverzlanir sem leggja mikið upp úr þjónustu við Landsbyggðina. Hljómdeild Faco, Laguavegi 89, sendir þeim sem óska plötulista mánaðarlega og senda jafn- framt þeim sem óska plötu eftir pöntun. A vegum Plötu- portsins er starfandi Plötu- klúbbur meö svipuðu sniði (Box 1143 Rvk.) og Karnabær og Fálkinn senda jafnframt plötur I ðóstkröfu. Að sögn starfsmanna þessara fyrirtækja er ekki skilyrði að þekkja plötunúmer þegar pantaö er, en þó óneitanlega tryggara. Með beztu kveðju. KJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.