Tíminn - 08.10.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.10.1977, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 8. október 1977 Nýtt skip til Sauðárkróks Hegranes SK 2 áþ-GÓ/Reykjavik. Fyrir nokkru bættist Útgeröarfélagi Skagfirö- inga skuttogari i skipastól sinn, en þaö er Hegranes SK2. Skipiö er 46 metrar á lengd, 10,5 metrar á breidd og mældist um 460 brúttó- smáiestir. t þvi er Crepell aöal- vél, 1500 hp og Bouduen hjálpar- vél, 125 hp., til rafmagnsfram- ieiöslu. Heildarverð skipsins með áorðnum breytingum mun vera um 260 milljónir. Togarinn erkeyptur frá Lorient I Frakklandi, og var smiöaöur i Póllandi 1975. Nýja Hegranesið kom frá Newcastle i Englandi, þar sem það hefur verið til breyt- inga og lagfæringa i rúman mán- uð. Lest skipsíns hefur verið breytt svo að hún henti notkun á kössum, og einnig þurfti að breyta ibúðum I samræmi við is- lenzkar venjur, og mun skipið geta farið til veiða mjög fljótlega. Skipstjóri er Sverrir Eövalds- son og fyrsti stýrimaður Július Skúlason. Fyrsti vélstjóri er Hannes Árnason. Framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Skagfirð- inga er Stefán Guðmundsson. Nýja Hegranesið kemur i stað togara, með sama nafni, sem seldur var s.l. vor Meitlinum h.f. i Þorlákshöfn. Ný bók á 85 ára afmælinu: Bernsku- og æsku- minningar Gunnars Benediktssonar JH-Reykjavik. — Gunnar Bene- diktsson rithöfundur verður 85 ára gamail á sunnudaginn og samtimis kemur út ný bók eftir liann, t flaumi lifsins fijóta, og er þaö þriöja bókin þar sem Gunnar rekur Þætti úr lifi sfnu t tveimur fyrri bókum af þessu tagi lýsti hann erfiöri Ufsbaráttu og stríöi sínu i þágu þcirra hugsjóna, sem hann haföi tileinkaö sér og brutu mjög i bága viö drottnandi sjón- armið i mannfélaginu. t þessari nýju bók hverfur hann til bernsku sinnar og æskuára I þvi byggöar- lagi, sem var hvaö fjærst straum- um nýrra vorboöa I samfélaginu um siöustu aidamót, umflotiö og sundurskorið af stórfljótum. Lýs- irhann mannlifi i þessu umhverfi eins og það var á timum sem aö- einsörfáir muna ogekki erlengur til né á sér neina hliöstæðu. í hinum umflotnu og sundur- skornu hornfirzku bernskustöðv- um fékk Gunnar fyrstu æfingu i að kljást við straumþunga lifsins, bæði beintog óbeint og bjarga sér ósködduðum á likama og sál, með dirfsku og gætni. En bók séra Gunnars er ekki aöeins lýsing á byggöarlagi. Hún er innlifun i lif ellefu barna fjölskyldu og lifs- reynslu unglinga, sem verða á eigin ábyrgð að taka ákvörðun um, hvar leggja skuli i ólgandi vatnsflauma, þar sem um lifeða dauða gat verið að tefla i hverju fótmáli. Gliman við jökulvötn og óbliða náttúru stældi unglingana Gunnar Benediktsson. og gerði þá hæfari i lifsbaráttunni sem beið þeirra handan næsta leitis — i flaumi lifsins fljóta — en fjarri fer þvi að yfir frásögninni hvili blær ógna og erfiðleika. Yfir henni allri er bjarmi bernsku- gletið og æskufagnaður i leik og starfi. Það er bókaútgáfan örn og örlygur, sem gefur bókina út. 41 myndlistarmaður sýnir á haustsýningu FÍM 1977 Haustsýning Félags ís- lenzkra myndlistamanna 1977 verður opnuð á Kjar- valsstöðum í dag kl. 15.00. Á þessari sýningu verða alls 123 myndlistarverk eftir fjörutíu og einn höf- und. Af þessum mynd- listarmönnum eru tuttugu og tveir félagar í FIM en 19 utan félagsins. Nokkrir hinna síðarnefndu sýna nú myndir i fyrsta sinn á haustsýningu. Myndlistaverkin á haustsýn- ingu 1977 eru mjög fjölbreytt að stærð og gerö. A sýningunni eru batikverk, myndvefnaður, kera- mikverk, glermyndir, grafik af ymsu tagi, kritarmyndir, oliu- málverk, vatnslitamyndir, myndverk gerð meö blandaðri tækni og höggmyndir. Fyrir tveim árum var Louisa Matthiasdóttir listmálari sér- stakur gestur haustsýningar FIM, en i þetta sinn hefur sýn- ingarnefnd félagsins valiö verk Guðmundar Benediktssonar til kynningar. Guðmundur Benediktsson myndhöggvari fæddist i Reykja- vik árið 1920. Um þritugt geröist hánn nemandi Asmundar Sveins- sonar i Myndlistarskólanum, sem nú er til húsa við Freyjugötu. Guðmundur hefur tekið þátt i fjölda myndlistarsýninga bæði hér heima og erlendis t.d. á Norðurlöndum, i Þýzkalandi og i Bandaríkjunum. Haustsýning FIM 1977 stendur frá 8.-23. október og er opin virka daga kl. 16.00-22.00, en laugar- daga og sunnudaga kl. 14.00-22.00. Húsið er lokað á mánudögum. A0 þessu sinni eru verk Guðmundar Bendiktsson- ar kynnt sérstaklega. Málflutningi i Geirfinns- og Guð Dómurunun Hversu mikinn hlut á uppeldi þeirra á SJ-SSt Reykjavik. Við geðrann- sóknir i Geirfinns og Guð- mundarmálunum kom i ljós að fjögur ákærðu a.m.k. áttu ekki við of gott atlæti að búa I æsku. Þau eru frá heimilum i upp- lausn, áttu við agaleysi að búa, og á þeim bitnuðu afleiðingar hjónaskiinaða, drykkjuskapar og ýmissa vandræða. Hversu stóran hlut á uppeldið I afbrot- um ungmennanna, sem nú eru ákærð fyrir sakadómi? — Fjórðungi bregöur til fósturs, sagði verjandi Erlu Boiladóttur, Guðmundur Ingvi Sigurðsson fyrir réttinum í gær. — Þau ákærðu geta ekki borið ábyrgð á eigin uppeldi. Og máltækið segir að lengi búi að fyrstu gerð. Þetta vill Guömundur Ingvi Sigurösson að dómarar hafi i huga þegar þeir taka ákvörðun um örlög þessa ógæfusama æskufólks, sem þegar hefur hlotið þá refsingu að sitja I fangelsi i algerri einangrun mánuðum og árum saman. Jón Oddsson lauk i gærmorg- un vörn Sævars Ciesielski og krafðist algerrar sýknu honum til handa af morðinu á Geirfinni Einarssyni. Sævar hefði fjar- verusönnun kvöldið, sem morð- ið á að hafa verið framið. Hann hefði farið á Kjarvalsstaöi, ekið meö móður sina upp i Breiðholt og verið kominn þangað um kl. 10, hann myndi efni úr kvik- mynd, sem hefði verið i sjdn- varpinu upp úr kl. 10.30. Það hefði tálmað rannsókn Geirfinnsmálsins hvernig staðið var að frumrannsókninni I Keflavik. Henni hafi verið beint i ákveönar áttir. Fimm ára gömul mynd af Geirfinni hafi veriö birt þegar lýst var eftir honum. Hagir Geirfinns sjálfs hafi ekki verið nægilega kannaöir, það hafi ekki verið gert fyrr en siðar. Rannsóknin hafi beinzt i furðulegar áttir, m.a. til sjáenda i tveim f jarlæg- um löndum, og nú væri annar rannsóknarmannanna ákærður fyrir meint brot i störfum (ekki i Geirfinnsmáli). Jón Oddsson gat þess aö siga- rettustubbar þeir sem fundust I húsi þvi, sem Erla Bolladóttir dvaldist i næturlangt i Keflavik, hafi verið af Winston gerð, en þau Sævar hefðu keypt Viceroy sigarettur. Byggt á smáatriðum í rökstuöningi ákæruvaldsins telur verjandinn mikiö lagt upp úr þvi að ýmis smáatriði gangi upp og bendir á að smáatriði hafi lika gengið upp i öllum þeim sögum, sem ákærðu hafa sagt og ekki hafa reynzt sann- leikur. Ver jandi gagnrýndi hve mikil áherzla hefur verið lögð á frum- kvæði Sævars, hann eigi t.d. að hafa stappað stálinu i félaga sina á heimleiðinni til Reykja- vikur og siðar, en hinir eiga að hafa veriö meira og minna með- vitundarlausir. Finnst Jóni Oddssyni það ekki trúverðugt. Eftir að Karl Schiitz tók við rannsókninni hafi málið mjög verið einfaldað og fjármála- tengsl ekki veriö tekin með i reikninginn. Ótrúlegtsé að Geirfinnur hafi talið að Sævar, Kristján Viðar og Guöión v?eru Maenús Leó- poldsson veitingahúseigandi og aðrir eigendur eða aðstandend- ur Klúbbsins. Sævar sé litill fyr- ir mann að sjá og hafi verið til þess tekið hve illa hann hafi ver- ið til fara á þessu timabili. Jón Oddsson gagnrýndi að skýrslur um fjarvistir Sævars hafi ekki fengið hljómgrunn hjá dómendum i málinu. Þegar hér var komið greip Sævar fram i réttarhöldin og kvaðst hafa skrifað dómsforseta bréf I mal- mánuði og það hafi ekki verið bókað. Verjandi kvað það ekki sannað að Sævar hafi verið á varð- bergi að afmá sönnunargögn, að hann hafi látið mánuðum saman hjá lfða að ná I kápu Erlu, sem getið er i málsskjölum. Annar bilstjórinn sem ók Erlu frá Keflavik, tók ekki eftir þvi að Erlu liði illa á nokkurn hátt, að sögn Jóns Oddssonar, og finnst honum það ekki stuðning- ur við að hún hafi dvalizt kápu- laus i' geymsluskúr, heldur hafi alveg eins getað verið um aðra ferð Erlu til Keflavikur að ræða. Ofskynjanir og draum- ar Að sögn Sævars sjái Erla sýn- ir, hafi ofskynjanir og dreymi illa. Samstarfsstúlka hennar hafi tekið undir þetta og sagt að hún hafi frjótt imyndunarafl, og erfitt sé að átta sig á hvenær hún sé að tala um eitthvað raun- verulegt og hvenær ekki. Visaði verjandi i bréf sem Erla skrif- aði Sævari, þegar þau voru bæði i Siðumúlafangelsinu, og liggja fyrir I málinu. Verjandi gat þess að rann- sóknardómarar heföu um skeið talið að ákærðu I Geirfinnsmáli væru róttæk i skoðunum og væri það ástæðan fyrir gerðum þeirra. Þetta telur hann stafa af þvi, að Karl Schiitz hafi um skeið starfað að svonefndu Baader Meinhof máli i Þýzka- landi. Verjandi lagði áherzlu á, að æska Sævars hefði verið erfið, og hann hefði lága greindarvísi- tölu. Ævilangri fangelsisvist hefði ekki verið beitthér á landi sem refsingu á þessari öld a.m.k. Rannsóknarmenn i málum þessum hafi sætt harðri gagn- rýni. Vitanlega hafi margt farið úrskeiðis við þær aöstæður sem þeir starfa og þeir séu ekki van- ir að fást viö svo umfangsmikið mál sem þetta. Hafa beri það hugfast, hver sem sannleikur- innkunniað vera um framkomu þeirra, að Sævari hafi fundizt að hann væri beittur harðræði og sér ekki trúaö, og við þær kringumstæður hafi hann sam- sinnt ýmsu sem upp á hann sé borið. Jón Oddsson gat þess að fjöl- skylda Sævars hefði orðið fyrir aðkastj.vegna málsins og hefðu Orn Clausen ver skjóistæbing sinn Albert Klahn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.