Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 78
 10. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR42 HRÓSIÐ … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 óviljugur 6 tveir eins 8 stefna 9 prjónavarningur 11 í röð 12 sykurefni 14 síli 16 bardagi 17 saur 18 niður 20 tveir eins 21 nabbi. LÓÐRÉTT 1 samtals 3 hljóta 4 jaðar 5 stykki 7 losaður 10 gerast 13 bók 15 sjá eftir 16 flana 19 tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2 ófús, 6 ll, 8 átt, 9 les, 11 jk, 12 sykra, 14 seiði, 16 at, 17 tað, 18 suð, 20 rr, 21 arða. LÓÐRÉTT: 1 alls, 3 fá, 4 útjaðar, 5 stk, 7 leystur, 10 ske, 13 rit, 15 iðra, 16 asa, 19 ðð. „Það er vísindalega sannað að karlmenn hafa mest gaman af klámfengnu gríni en konum þykir orð- leikjagrín toppurinn á til- verunni,“ segir Jón Gnarr, sem er nýbyrjaður með fyrir- lestra um íslenskt grín og húmor á vinnustöðum á vegum Þekk- ingarmiðlunar. „Þess vegna þarf að hugsa aðeins betur þá brandara sem við ætlum að segja við konur en oftast nægir bara að segja eitt- hvað dónalegt við karla,“ bætir Jón við. „Konur hafa hins vegar ekkert á móti klám- fengnu gríni, þeim þykir það bara svolítið barnalegt,“ bætir hann við. Jón segir íslenskan húmor fara batnandi með hverju árinu sem líður en grínið hafi lengi verið fast á því sem Jón nefnir „Ríó Tríó-tímabilið“. „Íslenskri tónlist tókst hins vegar að verða heims- fræg og nú er röðin komin að íslensku gríni,“ segir hann. Jón er með mörg járn í eldin- um og á næstunni kemur út skáldævisaga eftir hann auk þess sem hann er á fullu við að undirbúa nýjan sjónvarpsþátt með Pétri Jóhanni Sigfússyni. Þá eru hann og Eyþór Eðvarðsson að endurtaka leikinn frá því í fyrra þegar þeir ferðuðust á milli vinnustaða og héldu fyrir- lesturinn „Að takast á við erfiða einstaklinga“ en hlutverk Jóns er að leika allar þær týpur sem koma fyrir á vinnustaðnum. „Þær eru ótrúlega fjölbreyttar og ná frá týpum eins og einræðis- herranum til leyniskyttunnar,“ útskýrir Jón og segist hafa mjög gaman af þessu öllu saman. - fgg Karlar vilja klám, konur orðaleiki JÓN GNARR Heldur fyrirlestra á vegum Þekkingar- miðlunar um íslenskt grín og húmor á vinnustöðum. PÉTUR JÓHANN SIGFÚSSON Jón vinnur að undirbúningi nýrrar sjónvarpsþáttaraðar með grín- istanum úr Strákunum. „Ég hef farið leynt með þetta og reynt að hlífa öðrum en fjöl- skyldu og vinum við þessu,“ segir Þráinn Bertelsson rithöfundur, sem sýndi á sér óvænta hlið þegar hann kom út úr skápnum sem myndlistarmaður um helgina, en verk eftir hann seldist á rúmar þrjár milljónir króna á fjáröflunar- samkomu Krabbameinsfélags- ins. „Ég hef alltaf haft gaman af því að mála og teikna en byrjaði á þessu í einhverri alvöru fyrir ári síðan. Ég er ekki afkastamikill, geri tíu til fimmtán málverk á ári og er því takmörkuð auðlind svo myndlistarfólk þarf ekki að ótt- ast að ég sé að þrengja að því.“ Málverk Þráins var boðið upp ásamt verkum þriggja annarra málara á vel heppnaðri kvöld- verðarsamkomu Krabbameins- félagsins sem haldin er undir nafninu Bleika boðið og er ætlað að afla félaginu fjár til kaupa á fullkomnum tækjum til greining- ar á brjóstakrabbameini. „Þetta er fyrsta myndin sem ég sýni opinberlega,“ bætir hann við og má því vel við una þar sem söluverð myndarinnar er óneit- anlega í hærri kantinum. Listakonurnar Ólöf Björg Björnsdóttir, Hulda Vilhjálms- dóttir og Þórunn Inga Gísladóttir, máluðu ásamt Þráni hver sína myndina á meðan á borðhaldi stóð en verkin voru síðan boðin upp. Kaupverðið rennur vita- skuld beint til Krabbameins- félagsins. Bryndís Schram stjórnaði upp- boðinu þar sem verk listakvenn- anna voru öll slegin á um 600 þús- und krónur hvert en viðstaddir urðu enn örlátari á aurinn þegar stappið snerist um mynd Þráins. „Ég er ekki alveg klár á endan- legu verði myndarinnar enda var mig farið að svima en mér skilst að hún hafi farið á 3,3 eða 3,5 milljónir,“ segir Þráinn. „Það buðu mjög margir í myndina, sem segir mér að margir gátu hugsað sér að taka hana með sér. Þetta var mjög gaman og það er mér mikil hvatning hversu margir vildu eignast myndina. Verðið er samt bara dæmi um rausnarskap þeirra sem þarna voru og vilja styrkja Krabbameinsfélagið.“ Það var Baugur Group sem eignaðist mynd Þráins eftir þó nokkurt at en Skarphéðinn Berg Steinarsson bauð fyrir hönd fyr- irtækisins og atti kappi við full- trúa fleiri fjársterkra aðila sem sóttust einnig eftir málverki Þrá- ins um leið og þeir létu gott af sér leiða. thorarinn@frettabladid.is ÞRÁINN BERTELSSON: RITHÖFUNDUR SELUR MÁLVERK FYRIR METFÉ Kominn út úr skápnum sem einhvers konar listmálari ÞRÁINN BERTELSSON Veit ekki alveg hvernig málari hann er. „Þegar maður er veikur veit maður að maður er veikur en þarf að fara til læknis til að fá að vita hvað er að manni og maður verður að fara til listfræðings til að fá úr því skorið hvernig málari maður er. Ég held sjálfur að það sé naívismi sem gangi að mér en hef ekki fengið neitt mat á það.“ „Ég var í rútubransanum áður en ég fór að vinna með poppurum svo það var nærtækast að stökkva í gamla fagið,“ segir Guðmundur Gíslason umboðs- maður, sem nú er búsettur í Nor- egi. Guðmundur starfar sem hóp- stjóri hjá stærsta rútufyrirtæki Noregs, býr í bænum Tönsberg og kann vel við sig. Hann hefur þó ekki alveg sleppt hendinni af íslenskum poppurum og flytur þá út til Noregs til skemmtana- halds. Fyrstur þeirra var Hreim- ur Heimisson sem kom út um daginn og spilaði á svokallaðri poppmessu. „Þetta var hugmynd íslenska safnaðarins hér. Þeir vissu að ég var vel kynntur í bransanum heima og vildu fá eitthvað númer til að koma. Það lá beinast við að tala við Hreim enda hefur hann gert þetta áður heima. Það var líka auðvelt að fá hann út til Nor- egs því foreldrar hans búa í Drammen. Hann var hérna í viku og spilaði golf í tæplega 20 gráðu hita,“ segir Gummi, sem er hvergi hættur. Hann ætlar næst að fá Skítamóral út til að spila á þorrablóti Íslendingafélagsins í febrúar. Ástæða þess að Guðmundur fluttist til Noregs er sú að hann á norska konu. „Hún var búin að vera hjá mér í átta ár á Íslandi svo það var kominn tími á mig,“ segir Gummi, sem hefur nú verið í um fjögur ár í Noregi. „Ég fíla mig líka mjög vel hér. Norðmað- urinn er svo afslappaður og skipulagður. Maður var búinn að vera í kaosinu svo lengi að það var góð tilbreyting. En það kemur alltaf púki í mann annað slagið, ætli það sé ekki svona tvisvar til þrisvar á ári, og þá skýst maður bara heim og tekur djamm og fer svo aftur út.“ - hdm Flytur íslenska poppara út til Noregs GUMMI OG HREIMUR Umboðs- maðurinn kunni fékk Hreim til að syngja á poppmessu í Tönsberg. ...fær Silja Hauksdóttir fyrir að leggja góðum málstaði lið og mynda ferðalag Sigur Rósar til Svasílands. Glöggir „rúntarar“ í miðborg Reykja- víkur á sunnudagskvöldið var staðnæmdust margir hverjir fyrir utan kosningaskrifstofu Sigurðar Kára Kristjánssonar við Austurvöll, enda sat þar velbúið herlið langt fram eftir kvöldi og ræddi stöðu mála í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins sem er á næsta leiti. Gísli Marteinn Baldursson var þar fremstur meðal jafningja og þingmaðurinn sjálfur var ekki langt undan. Gárungarnir voru ekki lengi að tengja Björn við Sigurð og telja þar komið einhvers konar bandalag enda heimsótti dóms- og kirkjumálaráðherr- ann kosningaskrif- stofu Sigurðar og Gísli Marteinn flutti ræðu við opnun kosninga- miðstöðvar Björns. Greinilegt var á blaðamannafundi Yoko Ono í Höfða í gær að íslensk- um fréttamönnnum þykir mikið til Bítlaekkjunnar koma. Engum þó meira en Maríu Sigrúnu Hilmars- dóttur, fréttamanni Sjónvarpsins, sem mætti með eigin myndavél til að festa viðtal sitt við Yoko á filmu. María státar þó ekki aðeins af mynd af sér við hliðina á betri helmingi John Lennon í myndaalbúminu sínu, því hún mætti einnig með gamla hljómplötu úr fórum karls föður síns og bað Yoko um að árita. Sem hún og gerði auðvitað með glöðu geði. -fgg/bs FRÉTTIR AF FÓLKI www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví k u rv e g u r 6 4 , H a fn a rf jö rð u r. S tæ ð il e g u r! !! 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.