Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 31
Nýtt fyrirtæki | Stofnað hefur verið á Akureyri fyrirtækið Saga fjárfestingar hf. Meðal verkefna verður stöðutaka á verðbréfa- mörkuðum, samrunar og yfirtök- ur, fjárfestingalán og útlán auk meðfjármögnunar. Nær yfirtöku | Stór hluti eigenda House of Fraser hefur lagt bless- un sína yfir tillögur stjórnar um að samþykkja yfirtökutilboð frá Highland Acquisitions en að því standa meðal annars Baugur og FL Group. Verð lækkar | Og fjarskipti hafa gert umfangsmikinn samning við Vodafone Group um nánara sam- starf og samnýtingu vörumerkis þess síðarnefnda. Verð á símtölum erlendis ætti að lækka við samn- inginn. Verður stærst | Marel hf. gæti orðið stærsta fyrirtæki sinnar teg- undar í heiminum ef til samruna þess og matvælavinnslukerfa- hluta Stork-samstæðunnar kæmi, en Marel á stóran hlut í henni. Bæta við | Fjárfestingarfélagið Grettir hefur aukið við hlut sínn í Avion Group og fer nú með 8,25 prósenta hlutafjár. Eigendur Grettis eru Sund, Landsbankinn og Ópera Fjárfestingar sem eru í eigu Björgólfsfeðga. Prófun tefst | DeCode Genetics hefur gert hlé á þriðja fasa próf- ana á tilraunalyfinu DG031 meðal bandarískra hjartasjúklinga. Hléið kemur til vegna þess að tíminn sem tekur lyfið að losna úr töflunum hefur lengst. Nýir eigendur | FL Group mun vera tilbúið til að selja allan hlut sinn í Icelandair og fyrrverandi eigendur Vátryggingafélags Íslands munu mynda nýja kjöl- festu í félaginu og eiga ríflega þriðjungshlut. Sjálfsmyndarsköpun Íslendinga Eru ekki allir alltaf að? 14 Afkomuspár bankanna Nást hundrað milljarðar í hús? 8 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 11. október 2006 – 39. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Hagspár bankanna Varasamt að fagna of snemma 10-11 Kaupþingi er spáð 35 milljarða króna hagnaði á þriðja ársfjórð- ungi samkvæmt meðaltalsspá greiningardeilda Glitnis og Lands- bankans. Verði þetta niðurstaðan yrði ekki einungis um hagnaðar- met á einum ársfjórðungi að ræða heldur myndi einnig Íslandsmet fyrir hagnað á einu ári falla því heildarhagnaður Kaupþings næmi þá 67 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Ársfjórðungsmetið er í eigu gamla Burðaráss, sett á öðrum árshluta í fyrra, eftir að félagið seldi Eimskip til Avion Group með miklum söluhagnaði. Exista á svo Íslandsmetið í hagnaði á einu ári en félagið, sem þá var óskráð, skilaði rúmlega fimmtíu milljarða króna hagnaði í fyrra. Þennan mikla væntanlega hagnað er að stórum hluta hægt að þakka 23,8 milljarða hagnaði Kaupþings af skráningu og sölu hlutabréfa í Existu. Bankinn seldi tíu prósent hlutafjár í Existu til fagfjárfesta og almennra fjárfesta auk þess sem tíu prósenta hlutur var færður til markaðsvirðis. Stór hluti af bréfum bankans í Existu verður greiddur út sem aukaarður til hluthafa á næstunni. Til samanburðar nam allur hagnaður fjögurra fjármálafyr- irtækja, Glitnis, Landsbankans, Kaupþings og Straums-Burðar- áss, 31 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi. Sömu fyrirtæki högnuðust um 61 milljarð á fyrsta árshluta og ef Existu er bætt við þennan hóp verður heildarhagn- aður þeirra yfir 76 milljarðar á þriðja ársfjórðungi. Þótt Kaupþing verði líklega í sérflokki munu allmörg félög sýna góðar afkomutölur á næstu vikum. Existu er spáð um tut- tugu milljarða hagnaði og Glitnir, Landsbankinn, Straumur og FL Group koma til með að skila yfir fimm milljörðum króna fyrir nýliðinn fjórðung. - eþa / Sjá bls. 8 Hagnaðarmet í uppsiglingu Kaupþing skilar yfir þrjátíu milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Jafnframt er því spáð að Íslandsmet í hagnaði á einu ári falli. Greiningardeild Glitnis segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um breytingar á virðisaukaskatti og vörugjaldi á matvælum, sem kynntar voru á mánudag en taka gildi í mars á næsta ári, draga úr aðhaldi í ríkisrekstrinum á þeim tíma þegar aðhalds er þörf. Þenslueinkenna er sagt gæta víða í þjóðarbúskapnum, þau sjá- ist meðal annars í mikilli verð- bólgu og viðskiptahalla. Þótt hagspár gefi til kynna mjúka lendingu hagkerfisins á næsta ári þá byggi þær á aðhaldssamri hagstjórn á tímabilinu. Sérfræðingar efnahagsmála vara við því að sigri sé fagn- að of snemma í baráttunni við þensluna og telja aðhalds enn vera þörf í ríkisrekstrinum. - jab / Sjá einnig síðu 10 Minna aðhald í ríkisrekstrinum Landsbankinn kynnti í gær nýja innlánsvöru í Bretlandi undir nafninu Icesave. Um er að ræða sérsniðna sparnaðarleið ætlaða breskum almenningi sem ein- göngu er aðgengileg á netinu. Lágmarksinnistæða á Icesave- reikningi verður 250 pund og hámarksinnistæða ein milljón punda. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir þetta lið í því mark- miði bankans að breyta samsetningu heildarfjármögnun- ar bankans og auka vægi innlána þar. „Það sem er sérstakt við Icesave er að við lofum föst- um lágmarksviðmiðunum allt til ársins 2009 miðað við ákveðna grunnvexti sem breski seðlabank- inn ákvarðar og verðum þar að auki í hærri enda þeirra vaxta sem er verið að bjóða hér.“ Landsbankinn hefur verið á breska innlánamarkaðnum í þrjú ár og heildarinnlán þar nema nú rúmum 200 milljörðum króna, bæði frá einstaklingum og fyrir- tækjum. - hhs SIGURJÓN Þ. ÁRNASON, BANKA- STJÓRI. Sækja sér bresk innlán Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur tekist að lækka skuldir Iceland-keðjunnar um 120 milljónir punda eða um rúma fimmtán milljarða króna. Það þýðir að sjóðsflæði félagsins hefur styrkst verulega. Að mati sérfræðinga gefur slíkt, miðað við þann gang sem er í félaginu, færi á að endurfjármagna félagið í annað skipti og greiða út arð til hluthafa eða fjárfest frekar í starfseminni fyrir upphæð sem gæti numið um það bil 250 milljónum punda eða þrjátíu milljörð- um króna. Möguleiki er á slíkri aðgerð snemma á næsta ári ef allt fer sem horfir. Þannig gætu stærstu hluthafarnir, Fons, sem er í eigu stjórnarformannsins Pálma Haraldssonar, og Baugur Group, fengið um tíu milljarða til baka ef greiddur yrði út fyrrnefndur arður. Hlutur hvors nemur 30 prósentum en meðal annarra hluthafa er Karl Wernersson í Milestone og stjórnendateymi Iceland undir forystu forstjórans Malcolms Walker. Með þessu fengju eigendur Iceland nánast upphaf- legt kaupverð allrar Big Food Group-keðjunnar, sem var yfirtekin í skuldsettri yfirtöku síðla árs 2004, til baka og margfalt kaupverð Iceland til baka. Fyrr á árinu var Iceland-keðjan endurfjármögnuð í fyrra skiptið. Þá greiddu fjárfestarnir sér til baka upphaf- lega fjárfestingu ásamt vöxtum, tíu milljarða króna miðað við núverandi gengi pundsins. Heildarumfang þeirrar fjármögnunar nam tuttugu milljörðum króna. Algengt er að slíkur árangur náist á tveimur til þrem- ur árum. Iceland og Booker mynduðu að stærstum hluta verslanakeðjuna Big Food Group og var Iceland sett inn í sérfélag. Kaupverð hlutafjár BFG nam 326 millj- ónum punda. Grundvöllur þessara hugmynda er sú gjörbreyting sem hefur orðið á rekstri Iceland á síðustu mánuðum. Forstjórinn Malcolm Walker á drjúgan þátt í endur- reisn Iceland en hann sneri miklum hallarekstri áranna 2001-2004 í hagnað. Walker taldi að fyrri stjórnendur hefðu misst sjónar á hvaðan félagið kom: Iceland ætti að vera lágvöruverslanakeðja sem byði upp á frosin matvæli á lægsta verði. Gripið var til mikilla hagræð- ingaaðgerða til að stöðva taprekstur með því að loka fjölda verslana, draga úr yfirbyggingu, fækka birgjum og einblína á lágvöruverðsverslun. Iceland gæti skilað 30 milljarða arði Miðað við rekstrarbata gæti opnast leið til 30 milljarða fjár- festingar eða arðgreiðslu til hluthafa. Skuldir hafa lækkað um fimmtán milljarða á skömmum tíma með betri rekstri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.