Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						 29. október 2006 SUNNUDAGUR38
HRÓSIÐ ?
?Þannig var að viku eftir tökur 
Mýrinnar fór ég að hitta Mugison. 
Á meðan keyrir vörubíll inn í 
hægri hliðina á Rammanum 
mínum og rústar hana,? segir Balt-
asar Kormákur kvikmyndaleik-
stjóri.
Fréttablaðinu bárust sögur af 
afar sérkennilegum uppákomum í 
lífi Baltasars á tímabili. Óhöppum 
sem margir þeir sem trúa á aðra 
heima, myndu án nokkurs vafa 
skrifa á yfirskilvitleg fyrirbæri. 
Drauga og forynjur. Eftir að gripið 
var til tiltekinna aðgerða linnti 
óhappahrotu sem leikstjórinn virt-
ist fastur í. Og síðan hefur allt leik-
ið í lyndi í lífi Baltasars. Mýrin nú 
þegar, eftir aðeins viku, orðin 
fjórða tekjuhæsta kvikmynd 
Íslandssögunnar frá því að mæl-
ingar hófust. Á eftir Englum 
alheimsins, Hafinu og Djöflaeyj-
unni. 30 þúsund áhorfendur hafa 
þegar séð Mýrina. En áfram af 
sérkennilegri og dularfullri frá-
sögn Baltasars ? sem í fyrstu var 
tregur til að tjá sig af virðingu 
fyrir hinum látnu, en lét til leiðast.
?Við finnum reyndar út úr því 
hver var þar á ferð og sá var böst-
aður. Ég fór í kjölfarið á réttinga-
verkstæði sem Ræsir rekur og læt 
tjónameta bílinn. Skömmu síðar er 
ég að leggja við Þjóðleikhúsið. Ein-
hverjir menn frá konunglega leik-
húsinu vildu hitta mig út af Pétri 
Gaut. Þegar ég er að keyra í gegn-
um rafmagnshliðið aftan við leik-
húsið í þrjúhundruðþúsundasta 
skiptið rek ég bílinn illa utan í og 
risti upp hægri hlið bílsins. Mjög 
illa.?
Nú var Baltasar hætt að standa 
á sama. Hann fer enn upp á rétt-
ingaverkstæði og lætur meta tjón-
ið. Maðurinn þar spyr hvað sé eig -
inlega í gangi. Nú er rétt að taka 
fram að Baltasar hefur aldrei lent 
í tjóni með bíl sinn. Í tuttugu ár 
keyrt án óhappa.
Skömmu síðar, meðan Baltasar 
er að aka með börn sín, er hann 
skyndilega hundeltur og króaður 
inni við Snorrabraut af fjölda lög-
reglubíla. Lögreglumennirnir urðu 
kindarlegir þegar í ljós kom hver 
sat undir stýri, margir nýverið 
lagt honum lið við tökur Mýrarinn -
ar. Þeir sögðu honum að þeir hefðu 
tekið hann í misgripum fyrir konu 
sem var á samskonar bíl og hafði 
keyrt um allt og á hvað sem fyrir 
var. Þeir töldu að hún væri komin 
á kreik á nýjan leik.
Baltasar fór fyrir tilviljun að 
taka til í hanskahólfi bíls síns, var 
að leita að pappírum fyrir rétt-
ingaverkstæðið, þegar hann sér 
plastpoka þar, innst inni út við 
hægri hlið bílsins ? þar sem ágjöf-
in hafði verið.
?Mér bregður við. Fékk algert 
sjokk. Í pokanum var bein af 
manni. Spjaldhryggur. Moldugur. 
Og svo rifjast upp fyrir mér. Þegar 
við vorum í Hvalneskirkjugarði 
þar sem við fengum að grafa gröf 
vegna eins atriðis í myndinni á stað 
þar sem ekkert leiði var þá komum 
við niður á mannabein. Ég bað 
strákana að passa vel upp á þetta 
því þarna væri um minjar að ræða. 
Einhver hafði misskilið mig þannig 
að ég vildi halda upp á þetta sjálf-
ur. Pokað beinið og sett í bílinn.?
Baltasar hafði samband við 
leikmyndagerðarmann sinn, Atla 
Geir Grétarsson. Og hann fór með 
beinið aftur á sinn stað, gróf niður 
og las yfir bæn.
?Og síðan hefur ekkert fyrir 
mig komið nema gott eitt,? segir 
Baltasar. Sem hefur það alveg á 
hreinu að þetta verði ekki útskýrt 
með því að líta til efnisheima 
einna. Svo virtist sem hinn látni 
hafi verið farþegi í bíl Baltasars 
og viljað fá friðinn. 
 jakob@frettabladid.is
BALTASAR KORMÁKUR: MÝRIN ÞEGAR ORÐIN FJÓRÐA TEKJUHÆSTA MYNDIN
Draugur ofsækir Baltasar Kormák 
og neitar að vera farþegi hans
OFSÓTTUR LEIKSTJÓRI Poki með beinum var fyrir misskilning settur í bíl Baltasars 
Kormáks. Leikstjórinn lenti í ýmsum skringilegum uppákomum þar til hann komst að 
rót vandans.FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
...fær Nína Magnúsdóttir, 
framkvæmdastjóri Sequences-
listahátíðarinnar sem lauk í gær, 
fyrir vel unnið verk og að kynna 
fjöldann fyrir myndlistinni.
Hvað er að frétta?
Fyrsti geisladiskurinn minn, með Víkingi 
Heiðari Ólafssyni píanóleikara, var að 
koma út.
Augnlitur:
Grágrænn.
Starf:
Klassísk söngkona.
Fjölskylduhagir:
Gift og barnlaus.
Hvaðan ertu?
Ég fæddist í Reykjavík.
Ertu hjátrúarfull?
Nei, ekki neitt.
Uppáhaldssjónvarpsþátturinn:
Ég horfi aldrei á sjónvarp.
Uppáhaldsmatur:
Það myndi vera sjávarréttapaella mannsins 
míns.
Fallegasti staður:
Á tindi Snæfellsjökuls.
iPod eða geislaspilari:
iPod og 500 geisladiskar ...
Hvað er skemmtilegast?
Að syngja.
Hvað er leiðinlegast?
Að bíða, án bókar eða iPods.
Helsti veikleiki:
Fljótfærni.
Helsti kostur:
Einbeitni.
Helsta afrek:
Að krækja í manninn minn.
Mestu vonbrigðin:
Að fá ekki að leika í Jólaævintýri 
hjá LA þegar ég var fimm ára.
Hver er draumurinn?
Að vera hamingjusöm.
Hver er fyndnastur/
fyndnust?
Það er Kristján Þórður 
Hrafnsson.
Hvað fer mest í taugarnar 
á þér?
Eigingirni.
Hvað er mikilvægast?
Góðmennska.
HIN HLIÐIN: GUÐRÚN JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR SÖNGKONA
Fékk ekki að leika í Jólaævintýri
Blaðaútgáfa Íslendinga heldur 
áfram að stækka og stækka þrátt 
fyrir að nokkur af rótgrónustu 
blöðum landsins hafi gengið í 
gegnum miklar breytingar. Mikil 
spenna hefur myndast í kringum 
nýjasta blað Reynis Traustasonar, 
Ísafold, þar sem sjálf Unnur Birna 
tjáir sig í ?í sínu síðasta viðtali,? eins 
og Reynir orðaði það í viðtali hjá 
DV. Matgæðingar landsins halda 
jafnframt niðri í sér andanum en 
nýjasta matarblaðið, Bístró, er 
væntanlegt úr prentsmiðju á næstu 
dögum. Öllu hefur verið til kostað 
við gerð þess og lá ritstjórnin, með 
þær Nönnu Rögnvaldardóttur og 
Friðrikku Geirsdóttir fremstar í 
flokki, lengi yfir því hvernig pappír 
ætti að vera notaður. Kunnugir 
segja að blaðið 
sé með glæsi-
legasta móti og 
minni frekar 
á matreiðslu-
bók en 
tímarit.
Arnbjörg 
Hlíf Valsdóttir 
hefur farið mikinn í hlutverki Ronju 
Ræningjadóttur á fjölum Borgar-
leikhússins og hefur sýningin geng-
ið fyrir fullu húsi undanfarin tvö ár. 
Börnin hafa tekið miklu ástfóstri 
við Ronju og senda leikkonunni 
aðdáendabréf í gríð og erg. Skipta 
bréfin tugum ef ekki hundruðum 
eftir því hver segir 
frá. Flest þeirra 
eru send beint 
til leikkonunnar 
sjálfrar en einhver 
munu þó vera stíl-
uð á heimilisfang 
Ronju í Matthíasar-
skógi. - fgg
FRÉTTTIR AF FÓLKI
22.07
.77
Útvarpsmaðurinn sívinsæli Þröst-
ur Gestsson, kenndur við 3000, 
snýr aftur í útvarp eftir árs hlé, en 
hann hefur verið ráðinn dagskrár-
stjóri KissFM 895. ?Þetta er fyrsti 
dagurinn sem ég er í útsendingu 
og allt að gerast,? sagði Þröstur 
kampakátur þegar Fréttablaðið 
náði tali af honum á föstudag. ?Ég 
er ofsalega kátur, kominn aftur í 
gamalkunnugt umhverfi með 
mjög skemmtilegu fólki,? sagði 
Þröstur, sem var áður á FM 957, 
en hann var dagskrárstjóri þeirr-
ar stöðvar í þrjú ár. Eftir að hann 
hvarf úr útvarpi hefur Þröstur 
verið skemmtanastjóri á Café 
Victor og Sólon og mun hann sinna 
þeim skyldum sínum samhliða 
nýja starfinu. KissFM hefur aug -
lýst breyttar áherslur í dagskrá, 
og Þröstur segist ætla að nostra 
við útvarpsstöðina. ?Ég mun laga 
það sem upp á vantaði og breyta 
aðeins til,? sagði hann. ?Dag-
skránni hefur nú þegar verið 
breytt nokkuð, og dagskrárgerð er 
lengur í loftinu. Hér er fullt af 
góðri tónlist og góðu fólki,? sagði 
hann. ?Og svo er náttúrlega fram-
kvæmdastjórinn fallegi, Kristján 
Jónsson,? bætti hann við, en sá er 
einnig þekktari undir viðurnefni 
sínu, Kiddi Bigfoot.
?Ég hef skrifað nafnið mitt 
undir það að Reykjavík hafi aldrei 
hljómað betur,? sagði Þröstur um 
framtíð KissFM. ?Hér eiga eftir 
að heyrast nöfn sem fólk mun reka 
upp stór augu yfir, fólk á alveg 
eftir að finna fyrir mér á næst-
unni,? sagði Þröstur áður en hann 
sneri sér aftur að hljóðnemanum. 
 - sun
Þröstur 3000 fer aftur í loftið
AFTUR Í LOFTIÐ EFTIR ÁRS HLÉ Þröstur 3000 við hljóðnemann á fyrsta degi í útsend-
ingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á bls. 8
 1 40 ár .
 2 Pétur H. Blöndal .
 3 Egill Ólafsson .
Veistu svarið
1.  40 ár
2.  Pétur H. Blöndal
3.  Egill Ólafsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88