Fréttablaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 90
 Efnilegasti tennisleikari Íslands, Rafn Kumar Bonifacius, er á leið til Bandaríkjanna þar sem hann mun leika á heimsmeistara- móti í tennis. Mótið ber heitið Orange Bowl og fer fram í Miami í næstu viku. Rafn Kumar er 12 ára gamall og er Íslandsmeistari bæði í 12 og 14 ára aldursflokki. Rafn Kumar er í hópi 253 tólf ára drengja sem áunnið hafa sér þátttökurétt á mótinu að þessu sinni. Rafn er í tólfta sæti á stigalista evrópska tennissambandslins í sínum aldursflokki en hann hefur tekið þátt í alþjóðlegum tennis- mótum frá níu ára aldri. Hann er einnig meðal 109 efstu manna á heimsmeistaramótinu og þarf því ekki að taka þátt í forkeppni fyrir mótið. Rafn er fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í þessu móti, sem á sér 40 ára sögu og er stærsta tennismótið í heiminum í 12 ára aldursflokki. Margir af bestu tennisleikurum sögunnar hafa stigið sín fyrstu spor á þessu móti og má þar nefna Roger Federer, Andre Agassi, Steffi Graf, Önnu Kournikova og Monicu Seles. Rafn á leið á HM Guðmundur E. Stephensen og félagar hans í sænska meistaraliðinu Eslövs AI eru komnir í átta liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu í borðtenn- is. Guðmundur er margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis en Eslövs lék á föstudagskvöld gegn Angers frá París en það lið er Frakklandsmeistari. Þetta var síðari viðureign liðanna um sæti í átta liða úrslitunum. Eslövs sigraði Angers á útivelli þar sem Guðmundur átti hreint magnaðan leik gegn Torben Wosik sem er þýskur landsliðsmaður. Wosik er númer 38 á heimslistanum en Guðmund- ur lagði hann í hörkuleik 3-2 þar sem hann vann fimmtu lotuna 13- 11. Guðmundur í miklum ham Gærdagurinn í Ung- verjalandi var tileinkaður fótboltagoðsögninni Ferenc Puskás en útför hans fór fram í Búdapest í gær. Hann var lengi fyrirliði ungverska landsliðsins en lést í síðasta mánuði, 79 ára að aldri. Hann var mikill markaskor- ari og með baneitraðan vinstri fót. Hann lék meðal annars fyrir spænska liðið Real Madrid þar sem hann raðaði inn mörkunum. Hann þótti mjög skemmtilegur leikmaður og var í miklu uppá- haldi hjá áhorfendum. Tala þeirra sem sóttu minningarathöfn um Puskas í gær telur á þúsundum en þar á meðal voru m.a. nokkrir fyrrverandi samherjar hans úr boltanum. Puskás var jarð- settur í gær Á miðvikudaginn dæmdi Georgía Olga Kristiansen sinn fyrsta leik í Iceland Express deild kvenna. Georgía dæmdi þá leik Keflavíkur og ÍS í Reykjanes- bæ. Georgía lék áður með KR en hún hóf ekki að dæma fyrr en í haust og er strax búin að fá nokk- ur krefjandi verkefni. „Mig langaði bara að breyta aðeins til. Tækifærið gafst núna til að fara í dómgæslu, dómaranefnd- in var aðeins að pressa á mig og ég gaf mig,“ sagði Georgía sem dæmdi sinn fyrsta leik í byrjun október. „Ég tók dómaraprófið í fyrra og stóð mig víst vel og svo fór ég á dómaraþing í haust og þá var bara ekkert aftur snúið. Mér var bara hent út í djúpu laugina og er ennþá að læra sundtökin.“ Georgía var leikmaður áður og lék allan ferilinn með KR ef frá eru talin tvö tímabil þar sem hún lék með ÍS. Þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára gömul þá hefur hún leikið í meistaraflokki í 13 ár. „Ég var tekin 13 ára gömul upp í meist- araflokk. Ég byrjaði ekki að spila alveg strax en ég byrjaði að æfa og fékk að leika nokkra æfinga- leiki og leiki á Reykjavíkurmót- inu,“ sagði Georgía. Leikur Keflavíkur og ÍS var fyrsti leikur Georgíu í Iceland Express deild kvenna en hún hafði áður dæmt í Lýsingarbikar karla. „Ég dæmdi leik Skallagríms og Fjölnis B og svo leik Keflavíkur og Hattar. Það er töluverður munur að dæma hjá körlum en konum. Ég þekki þessar stelpur og veit alveg við hverju ég má búast en hjá strákunum er þetta bara allt önnur íþrótt. Mér finnst samt alveg jafngaman að dæma karla- og kvennabolta,“ sagði Georgía og bætti við að karlarnir komi öðru- vísi fram sig en karldómarana sem dæma með henni. „Það eru forréttindi að vera kona í þessu, hafði ég heyrt ein- hvern tímann. Ég held samt að hveitbrauðsdagarnir séu búnir hjá mér þannig séð og þeir eru byrjað- ir að láta mig heyra það. Þeir verða búnir að gleyma því að ég sé stelpa eftir smá tíma,“ sagði Georgía á léttum nótum. Georgía sagði að dómgæslan væri öðruvísi en hún hefði búist við. „Ég bjóst ekki við að þetta væri svona erfitt. Þetta er gjör- ólíkt því sem ég átti von á. Ég bjóst ekki við að ég myndi endast í þessu en ég ákvað að gefa þessu tæki- færi. Ég er líka mjög þakklát strákunum sem eru að dæma með mér fyrir alla hjálpina. Ég væri ekki komin svona langt án tilsagna þeirra.“ Georgía er ekki eini kvenmað- urinn sem er að dæma í meistara- flokki hér á landi því Indíana Sól- veig Marquez hefur einnig verið að dæma í vetur og það er því alls ekki ólíklegt að tveir konur dæmi saman leik í vetur. „Það er bara spurning hvenær. Ég er bara rétt að byrja. Ég hef sett mér nokkur markmið og er búin að ná töluvert mörgum núna og vonandi fæ ég bara að dæma á þessu tímabili með Indíönu.“ Auk þess að vera dómari og fyrrverandi leikmaður þá er Georgía einnig að þjálfa körfu- bolta hjá KR og því ljóst að áhug- inn er mikill á þeim bænum. „Ég elska leikinn og það að dæma og að spila er eins og svart og hvítt. Mér finnst bæði gaman að dæma og að spila. Ég er að þjálfa líka og þetta eru eiginlega þrjú stig í körfubolta sem ekki er hægt að bera saman,“ sagði Georgía. Georgía Olga Kristiansen, dómari úr KR, dæmdi sinn fyrsta leik í Iceland Express deild kvenna á dögunum. Georgía hefur aðeins dæmt í um tvo mánuði en er strax farin að taka að sér krefjandi verkefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.