Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 56
Síðbúin ritgerð og skrá sem henni fylgir eftir Svanfríði Larsen um þýðingar í prentmiðlum á Íslandi frá 1874 til 1910 kom út í ritröð Studia Islandica í síðustu viku. Ritgerðin var unnin sem meistara- prófsverkefni í þýðingafræði við Háskóla Íslands á árunum 1998 til 2003 og hefði því mátt komast fyrr á prent. Betra er seint en aldrei. Grein- argóður inngangur er ritgerðin fyrst og fremst: meginefni hennar er skráin sem tínir til úr hátt í fimmtíu tímaritum og blöðum þessa tíma þýtt efni af ýmsu tagi, ekki aðeins það sem telja má til skáldskapar, bæði í lausu og bundnu máli, heldur líka ýmislegt efni almenns eðli. Í ljós kemur að eftir að prent- frelsið var gefið eftir 1856 og rit- frelsið fengið 1874 kom mikill kippur í útgáfu blaða og tímarita á Íslandi. Útgáfa bóka var enn vand- kvæðum háð en blöð og tímarit blómstruðu. Er skráin sem Svan- fríður vinnur ítarlegri en eldri skrár og hún greinir efnið niður, birtir um það greinargóðar upp- lýsingar frá ári til árs, auk þess sem hún gerir grein fyrir efninu, aðstæðum þýðenda, mikilvirkum þýðendum og hverjir eru höfund- ar efnisins. Skráin er þó með þeim annmarka að úr henni eru tekin trúarleg rit og barnablöð – um það bil fimmtíu rit – sem er annað eins og skráin geymir. Flokkun á því efni er víst erfiðari en heildarút- tekt á rituðu efni þessa tíma heimt- aði slíkt heildaryfirlit. Svanfríður segir í riti sínu að óunnið sé það verkefni að skrá efni blaða og tímarita fyrir tíma- bilið frá 1911 til 1930 en það mun geyma um hundrað útgáfur til. Ljóst má því vera að hér er gífur- leg og merkileg viðbót að koma í ljós við bókmenntasögu þjóðar- innar, þýdd verk umsköpuð í íslenskt klæði. Hér eru heldur engir aukvisar þýddir: í nafnaskrá má glögglega sjá hverjir eru mest þýddir: Heine, Maupassant, Turganieff, Twain, Tolstoy, Petöfí, Longfellow. Kiell- and, Lagerlöf, Goethe svo þeir stærstu séu nefndir. Og ekki er skrá þýðenda veigaminni: Hannes Hafstein, Matthías og Steingrím- ur, Þorgils gjallandi, Þorsteinn Gíslason, Guðmundur skólaskáld – langflestir þýðendur eru karlar, konur í miklum minnihluta. Almennilegar skrár eru til alls fyrstar í öllum rannsóknum: hafi menn ekki glögga sýn yfir fram- boð texta hér á landi á tilteknum tímabilum hrapa þeir að röngum ályktunum. Það er kurteislega orðað hjá höfundi þá hún vitnar í einn slíkan dóminn (bls. 77), reyndar úr nýlegri fimm binda bókmenntasögu um þýddar bók- menntir: „oftast var um reyfara- bókmenntir að ræða, alþýðlegan skemmtiskáldskap sem átti sér hliðstæðu í almúgabókum 18. aldar,“ segir Matthías Viðar Sæmundsson þar. Undrar engan. Hafi menn í bókmenntafræðum íslenskum ratað áfram lengi vel án þess að vita hvað til var í þýðingum blaða, tímarita og smáprents, eins og sjá má af skrá Svanfríðar, er ekki nema von að þýðingar skyldu alfarið bornar frá borði í ritun íslenskrar bókmenntasögu. En þá er líka stórt gat í sögunni og allir dómar og hugmyndir manna um stefnur og strauma í sögulegri þróun því byggðir í sandkassa á róluvelli fræðanna. Niðurstaða Svanfríðar er enda óyggjandi: „Gegnum þýðingar kynntust menn fjölmörgum bókmenntategundum, meðal annars skáldsögum og urmul styttri sagna, með framandi inni- hald og form. Í fyrsta sinn gafst almenningi tækifæri til að ganga inn í heim skáldsögunnar á eigin tungumáli.“ (77) Það er því full ástæða hvort ekki verði bætt við sjötta bindinu við bókmenntasöguna: Þýðingum, eins og fundið var að við útkomu síð- ustu bindanna tvegga liðið haust. Stóri kosturinn við skrá Svan- fríðar er að allt efnið er aðgengi- legt á vef: skönnuð tímarit frá þessu tímabili gefa mönnum greið- an aðgang að þessu efni til frekari rannsókna og skemmtunar. Svan- fríður hefur stækkað bókmennta- söguna með þessu verki. Vonandi hefur hún þrek og tækifæri til að halda vinnunni áfram: tímabilið frá 1911 til 1930 er ekki síður spenn- andi. Þýðingar fyrir og eftir aldamót Það hlaut að koma að því að hlut- skipti millistjórnenda yrði dramat- íserað, en á dauða mínum átti ég von en ekki að það yrði jafn fyndið og Eilíf hamingja. Í verki þessu er tekið nokkuð snaggaralega á kómískum aðstæð- um fjögurra framagosa sem starfa hjá markaðsdeild óskilgreinds stór- fyrirtækis. Þrír karlar og ein kona keppast þar við að leysa sjálfs- myndarkrísu fyrirtækisins, sem og sína eigin. Allar eru persónurnar mátulega steríótýpískar og ámát- legar til þess að salurinn engdist um af hlátri yfir yfirborðsmennsku þeirra, hégómleik og einfeldning- skap. Það skal ósagt látið hversu sann- færandi mynd þetta verk dregur upp af íslensku viðskiptalífi eða aðstæðum á skrifstofum en bak- svið þess er kunnuglegt og ádeilu- broddurinn til staðar þótt hann sé síður en svo að mála hlutskipti fólks í ímyndariðnaði of svörtum litum. Fjórmenningarnir eru fólk úr „efri lögum“ samfélagins, fólk í samkeppni og vellystingum og jakkafötum sem á ansi bágt með sig. Öll burðast þau með sín leynd- ar- og vandamál. Í þeim brýst fram klassísk íslensk sjálfsréttlætingar- árátta sem sannast máski best á óborganlegri senu þar sem hópur- inn „jákvæðir“ dauðasyndirnar sjö í þágu fyrirtækisins – allar dyggð- irnar eru fráteknar og því verður að „nýta“ syndirnar. Kynferðismálin flækja atburða- rásina töluvert, skilnaður forstjór- ans verður til þess að finna verður nýja ímynd á fyrirtækið sem einn- ig hefur „vaxið upp úr henni“. Ást- arflækjur valda gífurlegri tog- streitu á vinnustaðnum og farsakennd framsetning þeirra kitlaði nokkrar hláturtauganna og þótt slíkt geti tæplega haldið uppi heilli sýningu. Verkið Eilíf ham- ingja hverfist ekki síst um aðstöðu deildarstjórans (Sara Dögg Ásgeirsdóttir), konunnar sem eng- inn tekur mark á – hún er Þrándur í götu Geira (Jóhannes Haukur Jóhannesson) sem ekki vill taka skipunum frá kvensu utan úr bæ, hún er vinkona Ingvars (Guðjón Þorsteinn Pálmarsson) sem sér í henni andlegan bandamann og hún er viðfang Ólafs (Orri Huginn Ágústsson) sem að lokum svíkur hana fyrir „buddy-bandalagið“ á skrifstofunni. Þetta er skemmtilega skrifað verk, hnyttni höfundanna tveggja er augljós og hugvitsamlega útfærð í ofurstílhreinni leikmynd. Leikhópurinn stendur sig með stakri prýði og gerir vel úr gríninu og stöku alvöruþrungnum andar- tökum. Af öðrum ólöstuðum verð- ur að nefna frábæra takta Jóhann- esar sem leikur hinn smekklausa og kvenkúgandi Geira sem gæti hafa selt sálu sína fyrir gulleitan Porche Cayenne jeppling. Hann leikur einnig breskan leikhúsfræð- ing sem brýtur upp atburðarrásina með óvenjulegum fyrirlestrakorn- um um lögmál „fjórða veggsins“ og gerir úr honum alveg drep- hlægilega fígúru. Reyndar þurfa áhorfendur að skilja ensku til þess að meðtaka allt það grín en máski er það til marks um fjölþjóðleika landsmanna að tvær senur íslenskr- ar leiksýningar fari nú fram á því tungumáli. Sviðsetningin var í flesta staði til fyrirmyndar. Hópurinn nýtir sér rými Litla sviðsins eins og framast er kostur og nostrað er við þau fáu smáatriði sem tískumín- ímalisminn býður upp á. Hins vegar hefði að ósekju mátt velja örlítið minni sólgleraugu á hinn velgifta Ólaf Thors sem varð hreinlega skrípalegur með þau í samanburði við ofurdressað sam- starfsfólk sitt. Tónlistin samanstóð af velþekktum slögurum sem höfðu kómíska tilvísun í aðstæður verksins og heppnaðist það grín misvel að mínu mati. Lýsingin var haglega notuð og þrautæfð eins og sena leikhúsfræðingsins bar með sér. Það væri langt seilst að ætla að verk þetta birti smækkaða mynd af íslenskum veruleika en ég leyfi mér þó að ætla að Eilíf hamingja verði það verk sem öll millistjórn- endadrömu framtíðarinnar verði miðuð við. Drama í dragt og jakkafötum „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.