Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						 15. febrúar 2007  FIMMTUDAGUR8
Í GARÐINUM HEIMA
HAfstEINN HAflIÐAsoN skRIfAR UM  
AllAN GRóÐUR HEIMIlANNA
Íslendingar voru fljótir til að taka tómötunum 
opnum örmum þegar farið var að rækta þá að ein-
hverju ráði. Að miklu leyti má þakka það frænkun-
um Helgu Sigurðardóttur og föðursystur hennar, 
Jóninnu Sigurðardóttur. Báðar gáfu þær út merkar 
matreiðslubækur á fyrri hluta síðustu aldar. Segja 
má að í raun hafi þær frænkur mótað matreiðslu og 
matarsmekk þjóðarinnar alla síðustu öld. Bækur 
þeirra voru gefnar út í mörgum útgáfum fram yfir 
1950. Þau eintök sem ég er með hér fyrir framan 
mig eru báðar fjórða útgáfa og gefnar út 1943 og 
1945. En það eru ?Grænmeti og ber? eftir Helgu frá 
1945 og ?Matreiðslubók? Jóninnu frá 1943. Hér er 
aðeins gripið niður þar sem þær fjalla um tómata.
Grænmeti og ber
Helga segir tómata eiga að vera: ?þroskaðir, góðir 
tómatar af meðalstærð eru 60-80 grömm hver, 
hnöttóttir, jafnir að stærð og rauðir með engum 
grænum deplum. Hýði tómatanna er þunnt, fræhús-
in innan í tómötunum eru rauð og innihaldið á að 
vera þykkt svo að þeir séu vel sneiðfastir.? Og enn-
fremur: ?Tómatarnir eiga aðallega að vera borðaðir 
með rúgbrauði og smjöri, einnig má matbúa úr þeim 
fjölmarga ágætis rétti og með kjöt-, fisk-, og græn-
metisréttum eru þeir til mjög mikils bragðbætis.? 
Hér er sagt hvernig hlutirnir ?eiga að vera? en svo 
eru gefnir valkostir. Helga færir svo lesendum 
sínum tuttugu og eina aðferð til að matreiða tómata. 
Það er nokkuð góð byrjun fyrir grænmetistegund 
sem er að hefja innreið sína á nýjan markað ? og í 
landi þar sem ekki var fyrir mikil hefð á grænmet-
isáti. En það hefur breyst. Líklega má helst þakka 
Helgu fyrir að það gerðist.
Matreiðslubók Jóninnu
Jóninna Sigurðardóttir, sem ávallt var kölluð ?frök-
en Jóninna? stóð fast á íslenskri hreintungustefnu 
að hinum menningarlega og sígilda þingeyska hætti 
og kallar því tómatana aldrei annað en ?rauðaldin? 
en setur ?tomater? innan sviga. Hún segir nú ekki 
eins mikið og Helga um það hvernig tómatarnir 
eiga að vera, en gefur nokkrar uppskriftir. Meðal 
annars þessa ? og orðrétt: ?Rauðaldinbaut (-böff). 
1000 gr. rauðaldin (tomater), 50 gr. laukur, 60 gr. 
hveiti, salt, pipar. Rauðaldinin eru þvegin úr heitu 
vatni og yzta himnan tekin utan af. Svo er hvert 
aldin skorið í 3-4 sneiðar, salti og  pipar stráð á aðra 
hliðina og báðum hliðum velt vel í hveitinu. Brúnað-
ar í smjöri eða feiti móbrúnar með lauknum. Bautið 
er borðað með lauksósu og kartöflum eða káljafn-
ingum. Sósunni er hellt yfir.? ? Og að auki má geta 
þess að fröken Jóninna kallar melónur ?tröllepli?, 
en það er útúrdúr í þessu samhengi.
Íslenskir ? erlendir? 
Tómatar eru auðugir af næringarefnum og vítamín-
um, en það verður seint sagt að þeir séu fitandi. Í 
hverjum 100 grömmum eru að jafnaði 87kj eða 
21kcal, 93g vatn, 1g prótein, 0,2g fita, 3,7g fita, 1,4g 
af meltanlegum trefjum, 275mg kalíum, 11mg kalk, 
0,2mg járn, 1 míkrógramm seleníum, 600 míkró-
grömm beta-karoten og 20 mg C-vítamín. Þetta eru 
sænskar meðaltölur sem fengnar eru með rann-
sóknum á sænskum markaðstómötum árið um 
kring. Það virðist litlu breyta meðalgildunum hvort 
tómatarnir hafa verið ræktaðir að sumarlagi við sól 
og sumaryl eða að vetrarlagi við flóðlýsingu í gróð-
urhúsum. Þó kemur það fram í bragð- og gæðamati 
að tómatar sem teknir eru af plöntunum eftir að 
þeir hafa náð að roðna vel þykja skara fram úr 
þegar miðað er við tómata sem eru teknir grænir 
eða hálfrauðir og látnir eftirþroskast við etýlengas 
í þar til gerðum skemmum áður en þeir eru settir á 
markað. En við eftirþroskann bæta þeir ekki við sig 
neinum bragðgæðum, þótt þeir líti alveg eðlilega út. 
Og það er einmitt það sem skilur að heimaræktaða 
tómata frá innfluttum. Þar sem tómatar eru ræktað-
ir í stórum stíl til útflutnings er þessari aðferð beitt, 
annars myndu tómatarnir ekki þola flutninginn. 
Hér á landi eru tómatar ávallt teknir vel rauðir af 
plöntunum og fara á markaðinn beint úr gróðurhús-
unum árið um kring. Þess vegna ná bragðefnin að 
þroskast og tómatarnir verða gegnrauðir með sætu-
keim. 
lýkópen fyrir heilsuna
Að tómatar verða rauðir má fyrst og fremst þakka 
efnasambandi sem kallast lýkópen. Lýkópen er í 
flokki karóteníða sem eru nauðsynleg sindurefni 
fyrir líkamann. En tómatar hafa þá sérstöðu að í 
þroskuðum tómötum er mun meira magn af lýkó-
peni en í nokkurri annari fæðutegund. Lýkópen 
hefur mikla þýðingu fyrir alla inniviði lungna og 
meltingarfæra. Sömuleiðis fyrir þvagrás, kynkirtla 
og frjósemi, en þó einkum og sér í lagi blöðruháls-
kirtil karlmanna. Lýkópenið er talið halda aftur af 
meinvörpum og nauðsynlegt í baráttunni við 
krabbamein og aðra menningarsjúkdóma. Lýkópen 
leysist upp í fitu og magnast við matreiðslu og mat-
argerð úr tómötum. Í venjulegum tómötum er lýkó-
penmagnið um 3mg í hverjum hundrað grömmum 
og nú eru komnir á markaðinn sérstakir ?heilsutóm-
atar? sem innihalda þrefalt þetta magn, eða um 
9mg/100g. Æskilegur lágmarksdagskammtur af 
lýkópeni fyrir heilbrigðan mann er um 20mg. Það 
samsvarar um 10 ?heilsutómötum? eða góðum slurk 
af ítalskri spaghettísósu. Ítalskir karlmenn fá sjald-
an blöðruhálskrabbamein, ef marka má alþjóðlegar 
heilbrigðisskýrslur. Sama gildir um Mexíkana.
Rauðaldinbaut ? og fleira gott úr tómötum
Hinar vinsælu 
dönsku bókahillur 
komnar aftur
Tekk - Kirsuberja - Hlynur
Hringið og biðjið um mynda- og verðlista
         www.4you.is - 4you@4you.is - 564 2030 - 690 2020
Við erum að taka 
niður pantanir 
á ryðfríum 
stálgrillum
Fyrstu 50 
grillin verða 
á sértilboði 
49.800

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96