Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 76
!óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 THE LAST KING OF SCOTLAND kl. 5.30, 8 og 10.35 B.I. 16 ÁRA NOTES ON A SCANDAL kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA PAN´S LABYRINTH kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 16 ÁRA LITTLE MISS SUNSHINE kl. 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA KÖLD SLÓÐ/COLD TRAIL kl. 5.45 B.I. 12 THE NUMBER 23 kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 16 ÁRA THE LAST KING OF SCOTLAND kl. 5.20, 8 og 10.35 B.I. 16 ÁRA THE LAST KING SÝND Í LÚXUS kl. 5.20, 8 og 10.35 B.I. 16 ÁRA GHOST RIDER kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 12 ÁRA THE PURSUIT OF HAPPYNESS kl. 8 og 10.30 ANNA & SKAPSVEIFLURNAR ÍSL. TAL kl. 4 og 4.45 STUTTMYND VEFUR KARLOTTU ÍSL. TAL kl. 3.40 NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5.40 SMOKIN ́ACES kl. 5.50, 8 og 10.10* B.I. 16 ÁRA THE NUMBER 23 kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA GHOST RIDER kl. 5.50 B.I. 12 ÁRA * KRAFTSÝNING MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI SVALASTA SPENNUMYND ÁRSINS “FORREST WHITAKER ER HREINT ÚT SAGT MAGNAÐUR Í HLUTVERKI HARÐSTJÓRANS OG SÝNIR SVO AÐ EKKI VERÐUR UM VILLST AÐ HÉR FER EINN FREMSTI LEIKARI SAMTÍMANS. B.S. - FRÉTTABLAÐIÐ HEIMSFRUMSÝNING MYND EFTIR JOEL SCHUMACHER Forever er fimmta Gus Gus-plat- an og sú fyrsta síðan Attention kom út fyrir fimm árum. Gus Gus byrjaði sem stór fjöllistahópur, en er í dag þriggja manna sveit skip- uð þeim Bigga Veiru (Birgi Þórar- inssyni), President Bongó (Step- hani Stephensen) og Earth (Urði Hákonardóttur). Gus Gus hefur verið að sækja í sig veðrið sem tónleikasveit síð- ustu ár og eftirvæntingin eftir nýrri plötu hefur aukist eftir því sem maður hefur heyrt fleiri ný lög. If You Don’t Jump (You’re English) sem notast við gítarlínu- brot út laginu „Augun úti“ með Purrki Pillnikk, Lust, Porn, Need In Me og Mallflowers eru allt lög sem voru komin út á smáskífum eða voru orðin áberandi á tón- leikadagskrá sveitarinnar áður en Forever leit dagsins ljós. Það var greinilegt á þessum lögum að Gus Gus var í stuði. Attention var að mörgu leyti ágæt plata og hefur elst vel. Á henni tók hin nýja og smækkaða útgáfa af Gus Gus á sig mynd. Í staðinn fyrir að herja á poppmark- aðinn með háþróuðu og hugmynda- ríku rafpoppi eins og á fyrstu plöt- unum þá var stefnan tekin á sálarfulla danstónlist. Það voru nokkur frábær lög á Attention (t.d. David og Dance You Down), en að mínu mati vantaði samt herslu- muninn upp á heildarmyndina. Það vantaði meiri kraft og hljóm- urinn var of einsleitur. Forever er í raun í grunninn ekki svo ólík Attention, en hún er hnitmiðaðri, fjölbreyttari og kraftmeiri. Það eru 12 lög á Forever. Helm- ingur þeirra er sunginn, hinn helmingurinn er instrúmental. Platan er mjög vel upp byggð og virkar vel í samfelldri spilun. Fjögur laganna eru sungin af Urði. Meistaralega. Hún sýnir að hún er ein af bestu söngkonum landsins. Lögin You’ll Never Change (sem er gamall soul-smellur), Hold You, Need In Me og Sweet Smoke eru öll frábær. Nýja smáskífulagið Moss sem Daníel Ágúst syngur er líka mjög flott. Það sama má segja um instrúmental lög eins og Lust, Forever og Demo 54. Tónlistin sækir áhrif í mismunandi tímabil í danstónlistarsögunni; soul, house, teknó, elektró og heildaryfir- bragðið nær því að vera í senn ferskt og klassískt – nútímalegt og retró… Taktarnir og riffin eru oft keim- lík hjá Gus Gus, en fjölbreytnin fæst m.a. með flottum smáatriðum í hljómi og útsetningum, t.d. gítar- leik Ómars Guðjónssonar í You’ll Never Change og bakröddum Páls Óskars og Aarons Carl í Hold You. Á heildina litið er Forever frá- bær plata sem sýnir að Gus Gus er sveit í fullum blóma. Platan nýtur sín best á miklum styrk í góðum græjum. Heildin er óvenju sterk: Það er langt síðan ég hef heyrt danstónlistarplötu sem svínvirkar svona frá fyrsta tóni til þess síð- asta. Trausti Júlíusson Nýr hápunktur á ferlinum TónlisT Forever Gus Gus HHHHH „Forever er frábær danstónlistarplata sem svínvirkar frá fyrsta tóni til þess síðasta. Nýr hápunktur á ferli Gus Gus.“ Strákasveitin Take That ætlar í lok ársins í sína aðra tónleikaferð um Bretland síðan hún kom saman á nýjan leik á síðasta ári. Ferðin mun heita The Beautiful World Tour og munu þeir félagar meðal annars spila í London, Glasgow og í Manchester. Smáskífulag Take That, Pati- ence, og plata þeirra Beautiful World nutu gríðarlegra vinsælda á síðasta ári og fóru beint á topp- inn í Bretlandi. Skömmu áður hafði sveitin farið í vel heppnaða tónleikaferð um Bretland. „Við getum ekki hugsað okkur betri leið til að ljúka árinu en að gefa aðdáendum okkar eitthvað fyrir aurinn sinn,“ sagði Gary Barlow úr Take That. „Við erum allir ótrúlega þakklátir fyrir stuðninginn sem við höfum fengið á undanförnum átján mánuðum.“ Hljómsveitin spilaði fyrir rúmlega hálfa milljón áhorfenda á síðustu tónleikaferð sinni um Bretland. Seldist platan Beauti- ful World í rúmlega einni milljón eintaka í Bretlandi sína fyrstu mánuði frá útgáfu. Lagið Pati- ence hlaut jafnframt Brit-verð- laun sem besta smáskífan. Í aðra tónleikaferð Take ThaT Strákasveitin Take That ætlar í aðra tónleikaferð um Bret- land í lok ársins. Mugison, Baddi úr Jeff Who?, Jenni úr Brain Police og Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi söngvari Hjálma, eru á meðal þeirra sem munu syngja á nýrri plötu til heið- urs bandaríska blúsrokkaranum Tony Joe White. Guðmundur Kristinn Jónsson og Sigurður Halldór Guðmunds- son, sem hafa einnig gert garðinn frægan með Hjálmum, og Bragi Valdimar Skúlason úr Baggalúti eru mennirnir á bak við plötuna, sem er væntanleg í sumar. „Siggi fann lag á netinu og sendi mér. Þá fann ég disk í einkasafni Rúnars Júl. og við höfum mikið hlustað á hann. Við ákváðum að gera plötu því það þekkir hann enginn hérna,“ segir Guðmundur Kristinn um Tony Joe White, sem er frá Louisi- ana. „Hugmyndin að plötunni er að á henni syngi helstu rokkarar Íslands af yngri kynslóðinni,“ bætir hann við. Lögin á plötunni eru öll eftir Tony Joe en textarnir eftir Braga. Á meðal fleiri þekktra nafna sem munu hugsanlega syngja á plötunni eru Krummi, Steini úr Hjálmum, Ómar úr Quarashi, Ótt- arr Proppé, Ragnar Kjartansson. Ólafur Darri Ólafsson og meistari Megas. Til heiðurs Tony Joe White mugison Tónlistarmaðurinn Mugison mun syngja á plötu til heiðurs Tony Joe White. Tony Joe whiTe Íslenskir tónlistarmenn ætla að gera plötu til heiðurs bandaríska blúsrokkaranum Tony Joe White. Vi nn in ga r v er ða af he nd ir hj á BT Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þv í a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M Sk lú bb . 9 9 kr /s ke yt ið . HÖRKU HASARMYND FRÁ LEIKSTJÓRA NARC Sendu SMS skeytið JA SAF á númerið1900 og þú gætir unnið miða fyrir tvo! Vinningar eru:Miðar á myndina, fullt af Pepsi, DVD myndir og margt fleira FUMSÝND 2. MARS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.