Tíminn - 21.08.1979, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.08.1979, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 21. ágúst 1979. HEI Sennilega vildu sumar þjóðir nú geta eignað sér eyjuna Jan Mayen, sem mikið er i fréttum bæði hér og erlendis St jórnvöld hér á landi hafa áður fjaiiað um málefni vegna eyjar- innar. t skjalasafni Stjórnar- ráðsins, eldri gögnum, sem nú eru varðveitt á Þjóðskjalasafni, eru nokkur skjöl varðandi réttindi yfir Jan Mayen. Skjölin eru frá árunum 1924 — 29 og 1940 — 43. Eldri skjölin fjalla um yfirráðin yfir eynni, en þau_ yngri einkum um rekavið þar. Elsta skjalið frá sumrinu 1942, er bréf þáverandi fors æti sráðherra Jóns Magnússonar til utanrikisráöu- neytisins danska. Visað er til erindis utanrikisráðuneytisins frá árinu áður, þar sem skýrt hafði veriö frá þvi að sendi- fulltrúi Noregs hafi tilkynnt um landnám á hluta af Jan Mayen. Forsætisráðherra tekur fram, að ekki sé hægt að útiloka þann möguleika að islenskir hags- munir séu tengdir eynni og óskar umsagnar um að hvaða leyti landnám einstaklings — eins og þarna um ræddi — geti talist hafa þjóöréttarlegt gildi, áöur en islenska rikisstjórnin taki fúllnaöarafstöðu til tilkynn- ingarinnar. Svar danska utanrikisráðu- neytisins barst tveim árum siöar, 1926. Þar er skýrt frá nýrritilkynningufrá sendiherra Noregs um að landnám norsku verðurfræðistofnunarinnar nái nú til eyjarinnar allrar. Siðan segir að landnám einkaaöila hafi ekki þjóöréttarlegt gildi, en bent á aö þar sem norska stjórn- in hafi tilkynnt um landnámið, kunni að vaka fyrir henni að draga eyna siðar undir norska rikið. Rekaviður sóttur 1918 til Jan Mayen Um svipað leyti virðist for- sætisráðherra, sem þá var orðinn Jón Þorláksson, hafa leitað ipplýsinga um feröir Islendinga til Jan Mayen eftir rekaviði. Kemur fram að sumarið 1918 hafi 36 tonna vél- skip i eign Snorra Jónssonar á Akureyri fariö til Jan Mayen og fengiö fullfermi af rekaviði. Sumarið 1927 berast nánari upplýsingar frá danska utan- rikisráðuneytinu, þar sem talið erað JanMayen skipti litlu sem engu málifyrir Danmörku o g að Grænlandsstjórnin telji að eyjan hafi enga þýðingu fyrir Grænland, nema að þar mætti hugsanlega hafa útgeröarstöðv- ar til veiða á þeim hafsvæöum Jan Mayen Jón Þorláksson um Jan Mayen 1927: Askíldí Islendingum jafnanréttávið hverj a aðra sem liggja að Grænlandi. Aformað sé að svara norsku stjórninni, aö ekki þyki ástæða að taka afstöðu til ráðstöfunar norsku veöurfræðistofnunar- innariréttarlegu tilliti. Spurter hvort Islenska stjórnin geti fallist á slikt svar. íslendingar töldu sig eiga hagsmuna að gæta. I svarbréfi Jóns Þorlákssonar er þess óskað að sérstaklega verði tekiö fram, að tsland, sem næsti nágranni Jan Mayen, eigi Rekaviður sóttur til Jan Mayen árið 1957 HEI— „Jú.þaðerrétt, ég fór til Jan Mayen aö sækja rekavið ár- ið 1957”, sagði Agúst Jónsson, byggingameistari á Akureyri, I samtali við Timann. Agúst sagði að hann ásamt bróður sfnum og fleirum, þar af tveim Norömönnum, hefðu stofnað svolitinn félagsskap um rannsóknir á Jan Mayen og rekaviðarsókn þangað. Aðeins var þó farin þessi eina ferð, sagði Agúst. Komiö heföi I ljós, aö skipið sem þeir fengu til fararinnar — mótorskipið Odd- ur frá Vestmannaeyjum, sem var 300 tonn — var ekki nógu vel búið til svona ferða. Eftir þessa fyrstu ferð sáu menn betur hvaða tæki þurfti til þess að geta komið viðnum um borð með góöu móti. En á þessum árum var mjög erfitt að fá skip, og þvi varð ekki af þvi að fleiri ferðir væru farnar. Þarna var hins vegar mikill viður, sagði Agúst. Þeir komu til baka úr ferðinni, sem tók tvær vikur, með næstum fullt skip, þrátt fyrir erfiðar aðstæð- ur við að koma rekaviðnum um borð. Að mestu varö að gera það með handafli, eftir að dekkspil skipsins biluðu strax á fyrsta degi. Agúst sagði að leyfi fyrir þessari ferð hefði verið fengið hjá norsku rikisstjórninni. Um rannsóknarferð var að ræða i aðra röndina og eftir heimkom- una gaf hann skýrslu um þær rannsóknir, sem Norðmenn hafa ef til vill haft eitthvað gott af. Ekki var heldur farið fram á greiðslu fyrir viðartökuna. Spurður um notkun á reka- viönum, sagði Agúst að mikið hefði verið notað I staura og sið- ast sem girðingarstaura. Sagði Agúst þetta hafa verið ágætur viður en dregist hefði að vinna hann vegna þess hve léleg tækin voru, sem fyrir hendi voru til þess. Þar af leiðandi var minna unnið i timbur til annarra nota. Að áliti Agústs mun þessi ferö eftir rekaviöi til Jan Mayen hafa verið ein a ferðin sem héðan var farin i þessum til- gangi, utan þeirrar ferðar sem farin var árið 1918. vissra hagsmuna að gæta varð- andi eyjuna, t.d. hafi verið sóttur þangað rekaviður. Þá skipti veðurþjónusta þar tsland miklu máli en að þvi leyti sem til greina komi aö nota eyjuna I öðru skyni óski rikisstjórn tslands að áskilja islenskum rikisborgurum jafnan rétt á við borgara hvaöa annars rikis sem er. Voru þessir fyrirvarar af hálfu Islands teknir að fullu upp i svar þaö, sem norska sendi- herranum i Kaupmannahöfn var afhent I sept. 1927. 1 Noregi mótmæltu þarlendir aðilar kröfum norsku veður- fræðistofnunarinnar til Jan Mayen. Meðal þeirra var C5ir. Ruud, sem taldi sig hafa numið eyjuna 1916 — 1917 og tilkynnt norska rikinu þaö áriö 1920. Til þessara mótmæla var ekki tekin afstaða hér á landi. Undir Noreg 1929 með konungsvaldi 1 bréfi frá danska utanriks- ráðuneytinu 1929 er tilkynnt, að eyjan Jan Mayen hafi þá með konunglegri tilskipun verið lögð undir Noreg og að lögregluvald þar sé i höndum forstöðumanns veðurathugunarstöðvarinnar. Biður ráöuneytið um upplýs- ingar um hvernig tslendingar óski að svara þessu. Engin skjöl eru fyrir hendi, sem benda til þess að islenska rikisstjórnin hafi tekið afstöðu til málsins, eða að hún hafi svarað danska utanrfkisráðuneytinu. Hæstiréttur dæmdi Jacobsen eyna 1933 Arið 1933 skeði það að Hæsti- réttur Noregs dæmdi Birger Jacobsen eiganda að öllu land- svæði á Jan Mayen vegna land- náms hans árið 1921, og var þar með hafnað kröfum norska rikisins byggðum á landnámi norsku veðurfræðistofnunar- innar. Jacobsen hafði hins - vegar tapað málinu i undirrétti. tslendingar hafa þó ekki hætt að velta fyrir sér hugsanlegum hlunnindum á Jan Mayen, þvi utanrikisráðuneytið gerði ráö- stafanir til að afla upplýsinga um kolajarölög þar og aðstöðu til kolavinnslu. 1940 berastsiöan upplýsingar um að kol sé þar ekki að finna. Mikill áhugi fyrir reka- viði 1944 Gögn frá árinu 1940 sýna að aUmargir aðilar hér hafi um það leyti haft áhuga á reka- viöartöku á Jan Mayen og það ár gerir Vilhjálmur Finsen samning um rekaviðartöku á eynni. Ekki mun þó hafa orðið af þessu fram til ársins 1943, að talið er vegna skorts á hentugum skipum og synjunar breskra hernaðaryfirvalda. Samningur þessi var siðan endurnýjaður 1943 til ársloka 1948. En þar sem þessi gömlu skjöl ná aðeins til ársins 1943 verður ekki af þeim ráöið hvort rekaviður hefur verið sóttur á samningstimanum. HVaÐ er Portabulk ? A komandi Kaupstefnu ’79 i Laugardaishöllinni k im dagana 24.08.—09.09., munum við ásamt fulltrúa frá Norsk Hydro sýna áfyliingu og tæmingu Portabulk stórsekkja, en Portabulk stórsekkir gefa möguleika á flutningi og geymslu á 500—1000 kg af áburði. Með notkun þeirra gefst islenskum bændum kostur á aö auðvelda sér áburðardreifingu, c,Qjl eins og bændur hinna Norðurlandanna gera nú þegar. ÖUHI8 GISUSÍN A CO. Hf. SUNDABORG 22 - 104 REYKJAVlK - SlMI 84800 - TELEX 2026 &

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.