Tíminn - 11.10.1979, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.10.1979, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 11. október 1979 MÍÍI!!! Langeldar undir berum himni. Hér getur hver og elnn gldðarsteikt aO sinum smekk. Það var ys og þys i ýmsum skátafélögum, er liða tók á júli- mánuð. Verið var að undirbúa ferðir skátaflokka á farand- flokkamót á Austurlandi, hið fyrsta sinnar tegundar og liöur I starfsári Bandalags Isl. skáta, sem að þessu sinni heitir „Skáta- lif er þjóðlif”. bað voru tvö skáta- félög, Asbúar á Egiisstöðum og Nesbúar á Norðfiröi, sem tóku að sér skipulagningu og framkvæmd þessa móts. Og skátana dreif að úr ýmsum áttum, akandi og fljúgandi, þeir stefndu að Egilsstöðum þar sem mótið var sett 24. júli af mót- stjóra, Jósef Marinóssyni. Um 200 skátar voru mættir til að taka þátt i þessu lærdómsrika ævintýri. Sumarið var naumlega komið ennþá á Austurlandi. Við hugðum það gæti varla dregist, þvi Suður- og Vesturlandið hefur dreymt um heitu sumrin fyrir norðan og austan. Þá er næst að koma sér fyrir. Akureyrarskátar, um 60 tjöld- uðu sinum eigin tjöldum, allir aðrir sváfu I tveimur griðarstór- um samkomutjöídum og starfs- liðiö I eldhústjaldi, þvi nú var aðeins tjaldað til einnar nætur. E.ftir ýmiss konar skipulagningu og flokkun á farangri, fer sumt beint á Skriðdal, annað i bil til Norðfjarðar, þvi á faraldsfæti er um að gera að hafa það minnsta mögulega meðferðis. Og ungu, frisku skátarnir skriðu i pokana, alveg áhyggjulausir og sjóöheitir, þeir örfáu eldri hugsuðu, það hlýnar örugglega á morgun, en ofboð getur norðanáttin verið köld. Þriðjudagsmorun er fótaferð kl. 8, þvi annasamur dagur er fyrir höndum. Skoða á Egils- staðakauptún, fara kynnisferðir i ýmis fyrirtæki, og sigla með hraðbáti um Lagarfljót. Skátax á: 'i Mótstjórinn hafði vakið starfs- fólkið kl. 6 um morguninn. Það gekk furðufljótt að afgreiða alla með morgunmat og koma flokk- um af stað i dagskrána. Allir voru vel klæddir og regnföt við hönd- ina, þvi það lá við rigningu og ekki hafði hlýnað ennþá. Og þegar þú vappar kappklædd • við vatnsborð Lagarins og hefur það verkefni að stjórna flokkun- um, einum eftir öörum i hraðbát, þá ertu allt I einu farin að tala við elskuleg hjón sem áttu leið um. Þegar þau heyra að það eru um 20 skátaflokkar sem koma og þetta taki marga tima, þá virðist sem þeim sé ósköp eðlilegt að segja „við búum hér á Ullarhöfð- anum rétt hjá, þú ert velkomin i kaffi og hlýju”. Já, það var þá þannig sem þú kynnist Austfjarðahlýjunni, og sú var ekki árstiðabundin, von bráðar kemst þú að þvi að þetta er ekki einstakt tilfelli. Um miðjan dag voru höfö snör handtök við að fella tjaldbúðina og ganga frá svæðinu, þvi nú fer stærsti hluti mótsgesta með rút- um til Seyðisfjarðar, þar sem all- ur hópurinn er tekinn um boð i - skuttogarann Barðann. „Dýrmætasti farmur sem ég hef siglt með,” sagði skipstjórinn, sem hafði i þrjátiu ár fært björg i bú. Það var strekkingur og skipið tómt, svo það valt töluvert, en krakkarnir voru hinir hressustu, sigling með fiskiskipi var alveg nýtt fyrir þeim flestum. Margt býr í þokunni. Barðinn skilaði' okkur vel og örugglega til Neskaupstaðar, nú var gengið fylktu liði inn á dal upp af Norðfirði og slegið upp tjöldum rétt við árbakkann. Nú kynnt- umst við Austfjarðaþokunni, og hún var ekkert að flýja okkur, þó við hefðum hátt, en hún rændi okkur fjallasýn. En rétt þegar liðið er að koma sér fyrir birtist út úr þokunni heimsókn sem var vel fagnað, og kom heldur færandi hendi. Þar voru á ferð velunnarar skáta, norðfirskar húsfreyjur meö heitt kakó og brauð. Og meðan við dvöldum við Norðfjörð voru þær okkar matmæður, algjört kónga- lif i útilegu. Þökk sé öllu þvi ágæta fólki. Næsta dag var fjölbreytt dag- skrá, skoðuð voru frystihús, salt- fiskverkun, prentsmiðja, neta- gerð, náttúrugripasafn og sveita- búskapur, farnar fjöruferðir, kappróðrar o.fl. Heimsókn á sveitabæ var ánægjuleg og verður Kjrrstæðar kvikmyndir Af Feneyjarbiennali á Kjarvalsstöðum MYNDLIST Að skilja og skilgreina nýlist. Hver hefur valið þessa menn veit ég ekki, en innan sins ramma eru þetta allt færig lista- menn. Að skilja og skilgreina nýlist er dálitið örðugt. Undirrituðum er það minnis- stætt þegar Björn Th. Björnsson fjallaði einu sinni um pólitisk málverk, og varpaði fram þeirri spurningu, hvort ekki væri áhrifameira að gefa út blöð i milljónaupplagi til að útskýra pólitiskar hugmyndir, en hafa þær i einu málverki, sem færi svo ekkert nema heim til næsta kaupanda. Og þannig getum við einnig spurt, hvort ekki væri unnt að leysa sum þessara verka, sem nú hanga á Kjarvalsstöðum t.d. með þvi að spila á fiðlu. Þetta er ekki útúrsnúningur, öðru nær. Maöur er bara ekki alveg viss alltaf, hvort myndlistin sé réttari miðill fyrir þessar hugsanir, en kvæði eða tónlist. betta er þó dálitið misjafnt, misjafnt hversu langt frá myndlistinni einstakir menn reika i þessum verkum. Ég hefi heyrt að Kristján Daviösson kalli svona myndir kyrrstæðar kvikmyndir, og er það réttnefni. Ljósmyndir þessara manna, hafa t.d. ekkert i raun og veru með ljósmyndun að gjöra, hvorki portret eöa iðnaðarljósmyndun. Það er atburöarás myndarinnar sem felur inntakið, eða túlkar það, og við notum orðiö atburöarrás með hliðsjón af orðfæri Kristjáns Daviössonar að kvik- mynd geti verið kyrrstæð. Þetta nægir til að skilja t.d. Sigurð Guðmundsson, sem flokkast til helminga undir ljóð- list og ljósmyndun, ef almenningur misskilur hann rétt. Sama má segja um Finnann, sem er mikill mynda- smiöur og.túlkar ný myndlistar- sviö, rétt eins og Siguröur. Danina skil ég aftur á móti minna, en’ Norðmaðurinn og Sviinn eru venjulegri að þvi er manni virðist, og Sviinn Lars Englund gæti hafa lært mynd- listarvinnu hérna innansveitar, er ekki lengra frá okkur en það. Þaö er þó rétt að taka þaö skýrt fram, að sá sem þetta ritar veit að þaö er þjóöarlöstur á íslandi að þurfa að skilja alla skapaða hluti, til þess aö geta metiö þá. Aðeins bændur hafa að mlnu viti nægjanlega hrein- skilni til þess að horfa á mynd- listarsýningar og skýra öðrum frá. Ekkert er að minnsta kosti jafn vont á Islandi og vera álitinn fifl. Það hefði þvl vel komið til greina að segja þessari sýningu strið á hendur, þannig séð. En vegna þess að undirrituðum er það ljóst að án tilrauna, veröur engin framvinda, þá skoöar maður svona sýningar i hljóðri alvöru, og þakkar fyrir ef hið latneska orð bienalle — annað hvert ár — er I heiöri haft eða uppruni orösins, og timann þar á milli getur maður notaö til þess að hugsa. Framúrstefnusýningar eru oft á lágu plani. Þaö er þessi ekki. Hin hvimleiöi fáranleiki hefur greinilega kafnaö, ef þetta er rétt sýnishorn af vinnu land- gönguliösins, og I staöinn hefur komiö yfirveguð ró og sérstæð hugsun, sem framtiðin ein sker úr um hvort dafnar innan myndlistar, i kveðskap eöa i fiðlu. Jónas Guömundsson Þegar fólk kemur fram fyrir (slands hönd erlendiS/ hvort heldur bað er á söngmótum, í knatt- spyrnu, eða teflir, virðist manni á stundum að of mikið sé gert úr að þessi eða hinn sé fulltrúi íslands. Ekki hefi ég beðið um neinn söng, og mér vitanlega ekki menn sem mogga undir færum, smala fé, eða sitja við borð. Það er nefnilega einu sinni svona, að menn qeta .efðeins keppt fyrir sjálfa sig, og ábyrgðina bera þeir sjálfir. Listin er ekki samábyrgðar- félag manna þannig séð, og það er fráleitt að þessi eða hinn geti ákveðið,,fulltrúa Islands”, nema þjóðin sjálf. Hitt er frekja. Feneyjabiennallinn. Mer kom þetta i hug, rétt einu sinni, þegar ég sá sýninguna NORRÆN LIST í FENEYJUM. Þar hafa menn komnir yfir miöjan aldur einmitt verið gerðir að fulltrúum fyrir eitt- hvað, sem þeir eru ekki full- trúar fyrir. Hitt er svo annað mál, að Biennallinn er haldinn annað hvert ár i Feneyjum og hýsir þá einkum og sér i lagi einhverjar framvaröarsveitir, eða land- göngulið myndlistarinnar, eða á aö gera það, en verk slikra manna eru oft á tlðum undan- fari sjálfsagðra hluta, þótt ein- kennilegir þyki I svipinn. Við getum tekið dæmi. Abstraktlistin þótti einkennileg fyrstu áratugina eftir aö hún kom fram i dagsljósiö, en þykir nú jafn sjálfsögð i umhverfinu og fólkiö i næsta húsi, og sama má segja um ljóölistina I land- inu, hún átti örðugt uppdráttar, þegar hún hafði fataskipti eftir striöið. Þeir sem þarna sýna eru þrir Danir, þeir STIG BRÖGGER, HEIN HEINSEN og MOGENS MÖLLER, frá Finnlandi er OLAVI LANU, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON frá íslandi, LARS ENGLUND frá Sviþjóð og FRANS WIDERBERG frá Noregi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.