Fréttablaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 72
Guðmundur nær aldrei að spila eins lengi og ég Flestir íslenskir hand- boltaáhugamenn þekkja Anders Dahl-Nielsen. Hann spilaði og þjálfaði KR leiktíðina 1982-83 þar sem hann fór mikinn ásamt Alfreð Gíslasyni. Hann hefur síðar komið víða við á ferlinum og meðal ann- ars þjálfaði hann Flensburg í fimm ár. Hann tók síðan við Skjern en eftirlét Aroni Kristjánssyni starf- ið fyrir nokkrum árum og gerðist framkvæmdastjóri félagsins. Líkt og Aron yfirgefur hann herbúð- ir Skjern í sumar en hann mun þá taka við framkvæmdastjórastöð- unni hjá þýska stórliðinu Flens- burg. Yfir tíu Íslendingar hafa verið að spila í danska boltanum í vetur en hann er á hraðri uppleið. Ein ástæða þess er aukið fjármagn sem komið er inn í boltann. Virð- ist danska deildin geta keppt við þýsku og spænsku deildina í dag að stóru leyti. „Það hefur verið hröð þróun í danska handboltanum og miklir peningar komnir í hann. Bæjarfé- lög hafa verið að nota handbolta- og fótboltafélög til að kynna sig og fyrirtæki í bæjunum taka virkan þátt í þeirri herferð,“ sagði And- ers Dahl við Fréttablaðið í gær. Hann segir að önnur stór ástæða sé sú að fótboltafélögin séu farin að taka yfir handboltadeildirn- ar í stóru borgunum. Það sé hag- kvæmt fyrir báðar deildirnar og ekki síst handboltann sem fær sterka markaðsmenn í sín lið. Anders Dahl segir marga í Dan- mörku óttast að þessi þróun sé of hröð og að sum lið séu að tefla einum of djarft í samkeppninni. „Launin hafa hækkað samhliða þessari þróun og fyrir vikið eru að koma sterkari leikmenn í deildina. Leikmenn eru jafnvel að koma frá Þýskalandi eins og Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hall- grímsson. Danska deildin getur kannski ekki keppt við bestu liðin í Þýskalandi og Spáni en er vel sam- keppnishæf við liðin sem koma þar á eftir,“ sagði Anders Dahl. Annað sem laðar íþróttamenn til Danmerkur er hinn svokall- aði „prófessoraskattur“. Afburða- íþróttamenn falla undir þennan skattlið og greiða því aðeins 33 prósenta skatt í stað 63 prósenta eins og hinn almenni borgari. Þessara réttinda njóta íþrótta- mennirnir í þrjú ár en aðeins þeir sem hafa yfir 700 þúsund krónur í mánaðarlaun eiga rétt á þessum skattfríðindum. Danskur kvennahandbolti er geysilega vinsæll og danska deild- in er sú besta í heimi. Anders Dahl segir dönsku liðin geta fengið hvaða leikmann sem er í kvenna- boltanum. Konurnar hafa hingað til verið með mun hærri laun en strákarn- ir og það er fyrst núna sem karl- mennirnir fá sömu laun og kon- urnar. „Það er talið að bestu handbolta- konurnar hafi fengið tæplega eina og hálfa milljón króna í mánað- arlaun á meðan bestu karlarnir fengu aðeins tæplega milljón. Þeir allra bestu eru loksins farn- ir að sjá sömu tölur og konurn- ar núna þótt þær séu almennt að gera það betur en karlarnir,“ sagði Anders Dahl. Anders Dahl-Nielsen, framkvæmdastjóri Skjern, segir launin í danska handbolt- anum hafa hækkað mikið síðustu ár. Verðmiði leikmanna hefur einnig hækkað verulega. Karlarnir eru loksins komnir í sama launaflokk og konurnar. Ummæli Viggós Sig- urðssonar, fyrrum landsliðsþjálf- ara í handbolta, í fréttum Stöðvar 2 síðasta þriðjudagskvöld vöktu nokkra athygli. Þar lét Viggó í veðri vaka að hann gæti verið á förum til þýska stórliðsins Flens- burg á nýjan leik. Hann þjálfaði liðið fyrri hluta þessa tímabils þar sem þjálfarinn, Kent Harry Anderson, glímdi við veikindi. „Það er ekki loku fyrir það skot- ið að það verði eitthvað meira þar síðar,“ sagði Viggó meðal annars í viðtalinu á Stöð 2. Anderson er með samning við Flensburg út næsta ár og sá sem ræður framhaldinu er ekki að vinna hjá Flensburg í dag held- ur tekur til starfa í sumar. Það er Anders Dahl-Nielsen, fram- kvæmdastjóri Skjern, en hann hefur verið ráðinn í stað Thors- ten Storm sem réð Viggó á sínum tíma. Fréttablaðið bar ummæli Vigg- ós í viðtalinu undir Dahl-Niel- sen í gær. „Það eru engar áætl- anir um að fá Viggó Sigurðsson aftur til Flensburg,“ sagði Dahl- Nielsen sem vonaðist til þess að Einar Hólmgeirsson yrði kominn á fætur sem fyrst en hann fer til einnig til Flensburg í sumar. Viggó ekki í áætlunum Flensburgar Það hefur vakið mikla athygli í undanúrslitaein- vígi Njarðvíkur og Grindavíkur hversu lítið Brenton Birmingham hefur reynt í Njarðvíkursókninni. Brenton hefur aðeins skotið 9 skotum á 63 mínútum í fyrstu tveimur leikjunum og hefur enn fremur bara fengið 3 víti. Brenton hefur aftur á móti tapað 8 boltum og verið oft á tíðum ólík- ur sjálfum sér á þessum hluta vall- arsins. Friðrik Ragnarsson þekkir vel til Brentons eftir að hafa spil- að með og þjálfað hann í mörg ár. Það er spurning hvort hann hefur fundið leiðina til þess að loka á þennan frábæra leikmann. Liðin mætast þriðja sinni í Njarðvík í kvöld. Staðan í einvíg- inu er 1-1. Njarðvík vann fyrsta leikinn en Grindavík jafnaði í ótrúlegum leik í Röstinni síðasta mánudag. Hvar er Brenton í sókninni? Jacobsen Dagar New Style Restaurant / Pósthússtræti 11 / 578 2008 / www.silfur.is P IP A R • S ÍA • 7 0 5 9 1 Marineruð og bjórsoðin klaustursbleikja „Saaz Blonde“ með spínati, aspas, beikoni og eggjasósu. Íslenskur humar „Saaz Blonde“. Lambafillet og hægeldaður lambaskanki „Brown Ale“ með dilli, kartöflufroðu, blómkáli, ólífum og bjórgljáðum heslihnetum. Crème caramel „páskabjór“ með lime og engifer ásamt pistasíuhjúpuðum banana og karamellu-balsamico ís. Fjögurra rétta seðill með bjór: 8.900,- á sérréttaseðli Silfurs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.