Ísafold - 17.03.1876, Blaðsíða 4

Ísafold - 17.03.1876, Blaðsíða 4
20 andi Skorradalsvörðtir verði haldinn í r sumar á kostnað jafnaðarsjóðsins og fjáreigenda, eptir fyrirmælum tilsk. 4. marz 1871. Sýslunefnd Húnvelninga | ætlar að fá alla fjáreigendur i sýslunni, j tií að skuldbinda sig til að greiða skaða- j bætur, og sendir hinum sýslunefndun- um áskoranir um, að snúast vel undir málið. Seint f f. m. fannst við skoðanir í Grimsnesi kláði þar á einum bæ, og nýlega hefir orðið kláðavart á einurn bæ f Iíjós (Fossá), og á Móum á Kjal- arnesi, hjá hreppstjóranum. — ITIannalát. Hinn 29. jan. siðastl. andaðist eptir langa og þunga banalegu, að Útibleiksstöðum við Mið- fjörð,húsfrú Sólveig Guðmunds- d ó 11 i r (prófasts Vigfússonar á Mei- siað), 38 ára gömul, kona fyrv. hrepp- stjóra lugimundar Jakobssonar (prests Finnbogasonar á Steinnesi). þeim hjón- um varð 4 barna auðið; ern 3 þeirra látin, en 1 lifir í æsku. Sólveig sál. var kona kurteis og vel menntuð, reglu- söm, stjórnsöm og dugleg búkona, góð ogástrík eiginkona og móðir; hún varð því mjög harmdauði eptirlifandi ástvin- um sinum og mörgum öðrnm, sem reyndu tryggð hennar og staðfestu. Jarðarför hennar fór fram að Meistað hinn II. f. m. (Aðsent). Á þorranum snemma urðu 2 menn bráðkvaddir vestur undir Jökli: Jón nokkur, bóndi á Hamraendum i Breiðu- vík, merkur maður og nýtur vel; en hitt kona f Rifl. — Veðrátta. Siðan snemma í fyrra mánuði hefir gengið hjer hrein- viðrasöm norðurátt, með litlu frosti, þangað til hinn 14. þ. m., að frostið herti og gjörði hríð allmikla, aem slóð I 3 daga. Mestfro^t 15° á C. (15. þ. m.). Ferðamaður að norð- an, sem lagði af stað frá Akureyri 5. þ. m., eða 3 dögum síðar en póstur- inn, heflr eptir Grímseyingum, sem voru nýkomnir í land, að menn haft j þar (í Grímsey) þótzt sjá ýms merki þess, að hafis mundi allnærri landi. — Aflabrögð. Síðan um 20. f. mán. hefir verið dálítill Dskreylingur j hjer á Innesja-miðum, þá sjaldan geBð hefir að róa, en opt ekki náð skiptum hjá sumum. Ekki halda menn það sje ný ganga. I syðri veiðislöðvunurn (Garði, Leiru, Vogum o v ) kvað nú vera farið að aflazt dálitið, og á Mið- j nesi bezti afli, af nýfengnum fiski. j Eru menn því góðrar vonar um, að heldur fari að lifna hjer fyrir norðan Reykjanes, ef einhvern tima gæfi að róa. ÍMlskipin hjeðan hafa litinn afla fengið enn, enda sjaldan haft næði til liggja stunda lengur fyrir veðurs sakir. Austanfjalls er hvergi getið fiskjar, nema á Eyrarbakka, af ýsti. Loks hefir nú frjetzt til afla I Yestmannaeyjum, enda mun hvergi vera jafnmikil þörf a björginni og þar. — Frá úflöndiim kom hjng- að 6. þ. m. frakknesk (iskiskúta (Jeanne, 121 tons, skip<tj. Chapelle), sem hafði lagt út frá Boulogne 12. f. m. Skip- stjóri segir Karlunga komna til valda á Spáni (?). Góð veðrátta á Frakklandi i vetur, en þó stormasamt, eins og hjer. Mun eplir þvi eigi þurfa íðafold keniur út 2 -3w á 32 bi. um árib. Kofltar 3 kr. árgangurinn (er- ieudis 4 kr.), etf*k i»t. 20 a. Öólulauti: 7. h>ert expl. að óttast ísalög ytra í vetur, eins og í fyrra, enda höfðu kaupför verið ný- komin úr Eystrasalti tii Bonlogne, er skipið fór þaðan. 2000 fiskjar var skip þetla búið að afla þá fáu daga, siðan það kom hjer að landinu. Ilitt og þetta. Skírnir hefir getiS norðurhafsleita þeirra Weyprechts og Payers frá Austurríki áskip- inu Tegethoff árin 1872—74. þeir fundu, svo sem kunnugt er, ókennt land allmikið, 200 vikur sjávar fyrir norðan Novaja Semija, en 100 mílur frá Grænlandi, og kölluðu Franz- Jósefsland, í höfuðið á keisara sínum. Sem % "If næmmágeta, kunnu þeirfrámörgu aðsegja úr ferðalagi sínu þar norður í hinum ægilega klakageim, og hefir Payer meðal annars lýst kuldanum 4 Franz-Jósofslandi á góunniíhitt eð fyrra (1874). Hann var þá á sleðaför til að kanna landið. Einn dag var 40'h° frost á R. þó Yoru þeir Payer og fjelagar hans þá á fótum og úti fyrir sólaruppkomu, til þess að athuga veðurfarið oggjöra uppdráttu af því, sem fyrir augun bar. Lætur Payer mikið af því, hve fagurt hafi verið að horfa á, þegar sólin rann upp. Húu var í úlfa- kreppu, og hafði þeim fjelögum aldrci sýnzt hún jafnbjört. því olli kuldinn. þeir höfðu með sjer romm til að svala sjer á, og urðu þeir að varast að láta bikarana koma við var- imar; það hefði farið með allt skiunið af þeim. En úr romminu var allur máttur; það var bragðlaust .og þykktsem lýsi. Ekki varheld- ur til neins að reyna að reykja vindil eða úr pípu ; vindillinn varð óðara að gaddi í munn- inum á manni. Nokkiir fjelagar Payers báru gull-medaljónur á beru brjóstinu; þær sviðu undan sjer eins og glóandi járn. Svo segir Payer, að STona mikill kuldi dragi allan kjark úr manni; maður reiki og geti varla á fót- unum staðið og stami eins og drukkinn mað- ur; ekki geti maður heldur hugsað neitt af viti. Onnur verkun kuldans er sú, að allur raki gufar burt úr líkamanum, og þyrstir mann þá ákafloga. Mörgum vorður á að jeta snjó við þorstanum, en það er mjög báska- legt; þvi að við það hleypur bólga í hálsinn, góminn og tunguna. Auk þess er snjó-átið ónýtt við þorstanum; hann minnkar ekki, hvað miklu sem maður ryður í sig af snjó. Svo var gufan mikil, semlagði út úr kroppnumá þeim fjelögum, að engu var líkara en sæi þjettan jóreyk, þar sem þeir voru á ferðinni, og höfðu þó allir yfir sjer þykkva skinnfeldi. Gufa þessi fraus óðara í loptinu, og varð að klakakomum, og heyrðist í, þegar þau hrundu til jarðar. þrátt fyrir hinn mikla raka f lopt- iuu, þóttust þeir fjelagar kenna mjög óþægi- legs þurks. Hvað lítið hljóð sem var, barst það óvenjulega langt, og heyrðist 100 skref álengdar ef íalað var í venjulegum róm, en rjett hjá heyrðist ekki þótt skotið væri úr byssu, einkum á fjailatindum. Kennir Payer það ákaflega miklum loptraka. Kjöt það, er þoirhöi'ðu með sjer, fraus svo, aðkljúfaroátti í hellur, og kvikasilfrið mátti hafa í byssu- kúlur. Lykt og smekkur sljóvgaðist, líkam- inn varð máttvana, augun lukust ósjálfrátt aptur og frusu þegar saman; stæði maður við, hvarf þegar öll tilfinning úr iljunum. Á því furðaði þá, að ekki kom nein hjeia í skegg- ið; en til þess var sú orsök, að andardrátt- urinn varð að snjó undir eins og út kom úr munninum, og fjell tiljarðar. þvf tóku þeir eptir, að dökkt skegg hvítnaði í kuldanum. Ekkort segir Payer verja kuldanum nema hlý föt, og ekki sje til neins að bera feiti á lík- amann eða sverta hann, sem margir hafa tal- ið gott f kulda. — Ráð til að verða gamall. — f fyrra endaði danskur glersölumaður, er Ronge keit- ir, hundraðasta árið, og sendi konungur vor honum dannebrogskross í minningu þess. þegar hann kom að þakka konungi sendingu. spurði hann Ronge, hvernig hann ímyndaði sjer að á því stæði, að hann lifði svona lengi. Ronge svaraði: „það er því að þakka, yðar hátign, að jog hefi aldrei matazt ósvangur aldrei drukkið óþyrstur, aldrei lagzt til svefns ósyfjaður, og aldrei haft óhóf á neinu þessu“. — Læknir: „Hvernig þykir þjer inntak- an?“ Sjúklingurinn: „Fyrsta skeiðin er slæm“. Læknirinn: „Taktu þá ekki fyrstu skeiðina“. Augiýsingar. — Hjer með gef jeg til vitundar m'nurn heiðraðu landsmönnum nær og fjær, að jeg, ef G. 1., hefi ( áformi eptir miðjan maímántið að opna mitt nýja v eiliugainis „GEYSIR“, sem jeg hefi byggt á Skólavörðustign- um hjer i bænum (gagnvarl þinghus- inu). Hefi jeg ásett mjer að veiia gestum minum allan þann fararbeina, sem þeir við þurfa, og fá má á slik- um stöðum erlendis, svo sem mat og drykki, svo og sctngur handa 20 manns og þaðao af fleirtim með timanum. Verði lofa jeg svo lágu, sem jeg sje mjer framast fært að ákveða, sem og vörugæðum. Sjálfsagt er, að við næt- urgestnm verður tekið til kl. 12, og á hvaða tíma nælur sem er við þeim ferðamönnum, sem koma til bæjarins eptir þann tíma, og beiðast gistingar, ! ef þá pláss leyfir. Reykjavík, í marz 1876. Páll Eyjúlfsson. — j næstliðnu haustrjettum varmjer dregin hvít ær, veturgömul, með mark: hálftaf fr. hægra, stúfrifað og biti fr. vinstra. Sá, sem geiur helgað sjer ó- skilakind þessa, má vitja hennar hjá undirskriftiðum til maíloka, gegn borg- un á öllum tiliieyrandi kosinaði. Hæli í Gnúpverjahreppi, 28. febr. 1876. Einar Gestsson. — Inn- og útborgnn sparisjóðsius verður fyrst um sinn á skrifstofu land- fógetans á hverjum laugardegi frá ki. 4—5 e. tn. (ýTgf’ Nærsveitamenn geta vitjað ísafold- arí apótekinu. Ársverbib greifcist í kauptib, eha þa hslit á sumarmáluin, hálft á haustlestum Auplýsiunar eiu tekuar í blaíiib fyrir 6 a. smileturs- iínau eba jafnmikib rúm, en 7 a meb venjulegu meginmálsletri. — Skrifstnfa ísafoldar er í Dokturshúainu (»' Hlifcarhúsum). Kititjúri: Björn Jónsson, cand phil Landsprentamif'jan í Keykjavík. Einar pórðarson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.