Ísafold - 14.07.1877, Blaðsíða 4

Ísafold - 14.07.1877, Blaðsíða 4
08 í tíundbærum peningi, skal telja fram allan sinn pening á vorhreppskilaþingi (12*—24. júni), en draga á hausthrepp- skilaþingi (1 .—20. okt.) frá vanhöldin yfir sumarið. I tíund skal pening telja þannig, að 1 hundrað er: 1 kýr í leigu- færu standi, 3 geldkvígur 1 árs eða eldri, 3 geldneyti 1—2 ára, 2 naut eldri, 6 ær með lömbum, bornar í fardögum, 12 lambgotur og geldar ær, 12 sauðir 3 v. og eldri, 15 sauðir tvævetrir, 24 sauðir veturgamlir. h'ella skal úr tíund 7. hvert hundrað og að sama hóíi af minni tíund. Sjávarútveg skal og tíunda, þannig: þilbátur, sem gengur til há- karla- eða þorskveiða að vori eða sumri 2 hdr., teinæringur eða áttæringur, sem haldið er út til fiskjar, 1l/2 hdr., sexær- ingur eða feræringur eins 1 hundrað, tveggjamannafar %-hdr. Með hverju skipi skal tíunda veiðigögn, er því fylgja. Gangi eigi skip til fiskjar nema að eins eina vertíð, fellur það í tíund um helming. Tíundargjaldið skal vera að eins 3 ál. af hverjum 5 hdr., og að sömu tiltölu af minni tiund, og skiptist til helminga milli kirkju og fátækra. .Preststíund sje af numin (eins og kon- ungstíund), og fái prestar hana endur- goldna úr landssjóði. þ»ingnefnd neðri d. ll/7: Jón vSig., Ben. Sv., Guðm. Ein., E. Asm., E. Gísl. Fjáraukalög 1876—1877. Stjómin vill fá veittar með fjáraukalögum 2600 kr. í viðbót við það, sem veitt var á síð- asta þingi í fjárlögunum fyrir þessi ár, sem sje sínar 400 krónurnar handa hvor- um amtmannanna í viðbót við skrif- stofuköstnað (sbr. „ísafold'* III10), 800 kr. handa landfógetanum í viðbót við þóknun fyrir endurskoðun reikninga gjaldheimtumanna, og 1000 kr. í laun handa dýralækni Snorra Jónssyni, er amtsráðið í suðurumd. sagði upp þjón- ustu frá 1. maí 1876. Nefndin (fjár- laganefndin) ræður í einu hljóði fast- lega frá að veita fjárbænir þessar. (f>að er fyrsta nefndarálit á þessu þingi, útg. 12. þ. m.). Fiskiveiðar útlendra pegna Danakon- ungs. Frumvarpið (frá Arnljóti og Tryggva) fer fram á, að „hver sá skip- stjóri, er í landhelgi fiskar á eður frá skipi því, er liggur fyrir akkeri eður um strengi, hann skal greiða spítala- gjald eptir 1. gr. tilsk. 12. febr. 1872, svo og sveitarútsvar til hrepps þess eður hreppa, er hann veiðir fyrir landi þeirra“. Fiskilóðalagnir á (safjarðardjúpi. Frv. fer fram á að banna að láta fiskilóðir liggja í sjó náttlangt, á tímabilinu frá veturnóttum til sumarmála. Útflutningsgjald á hrossum á eptirfrv. (frá Jóni á Gautl.) að vera 7 kr. af hverju hrossi. í tíundarlagafrumvarp- inu, sem áður er getið, er hrossum sleppt úr tíund, og á gjald þetta að koma í stað tíundargjaldsins, enda er svo áætlað, að tekjurnar af útflutnings- gjaldinu nemi viðlíka miklu og fæst upp úr hrossatíundinni. Víndrykkjur. f. Frumvarpið um vín- drykkjur (frá landlækninum) er allmik- ill bálkur, í 25 greinum löngum, og má að efni til skipta því í tvo kafla; er hinn fyrri um skilvrði fyrir að mega búa til áfenga drykki, selja þá eða veita, en siðari kaflinn um sektir og víti við drykkjuskap m. fl. Til víngjörð- ar (þar á meðal spritt-blöndunar) þarf kunnáttu-vottorð frá lærðum víngjörð- armanni i öðrum löndum, vottorð land- læknis, að víngjörðin sje eigi óheilnæm, svardaga um að hegða sjer eptir regl- um landlæknis um víngjörðina, og 100 kr. leyfisbrjef frá landshöfðingja. Hver sem vill selja eða veita áfenga drykki þarf 26 kf. leyfisbrjef frá lögreglustjóra, og fær það ekki, nema hann sje reglu- maður við drykk, sje fullráðandi íjár síns, hafi óflekkað mannorð og sje auk þess annaðhvort kaupmaður, borgari, verzlunarmaður, eða þá efnaður bóndi eða lausamaður (eigi 1000 kr. virði skuldlaust auk daglegra verkfæra og matbjargar). Vilji lögreglustjórar veita vín, geta þeir fengið til þess leyflsbrjef hjá landfógeta fyrir 15 kr. Veitinga- hús er.u ólögleg nema þar fáist góð 10 manna gisting. Undanþegin þessum böndum er veiting" á rauðavíni, hvítu öli og messuvíni. Enginn má veita drukknum mönnum áfenga drykki nje yngri mönnum en tvítugum, og eigi selja vín í staupatali dýrara en lög- reglustjóriákveður ár hvert, að viðlögð- um sektum, og ónýting" leyfisbrjefsins, ef brotið er optar en þrisvar. Fyrir- mæli um sektir og víti við drykkjuskap eru mjög ýtarleg. Drykkjuskapur em- bættismanna er látinn varða embættis- missi, ef hlutaðeigandi skipast eigi við þríteknar áminningar og sektir. J>að skal prestum öflug meðmæling til betri brauða, ef þeir koma öllu sóknarfólki sinu eldri en 10 vetra i bindindi. Laun presta. Nýlagt er fyrir neðri deildina ,-frumarptil laga um aðraskip- un prestakalla á Islandi“, enværi rjett- nefndara „frv. t. 1. um laun presta o. s. fr.“ ; flutningsmaður sira |>ór. Böð- varsson, oddviti synodusnefndarinnar. Aðalefnið er þetta: Enginn sóknar- prestur skal hafa minna í laun en 1000 kr. Til þess að koma því á, skulu þau brauð, sem metin eru minna en það, og sem eigi verður við komið að bæta upp með samsteypum, bætt upp úr landssjóði, að öllu, eða nokkru leyti, annaðhvort með peningum, eða afgjaldi stólsjarða, eða þá með því að leggja þeim tekjur frá hinum betri brauðum, annaðhvort tekj- ur íasteigna (kirkjujarða) eða peninga. Uppgjafaprestum og prestaekkjum skal launað úr landssjóði, eptir sömu reglum og öðrum embættismönnum, sem lausn fá, og embættismannaekkjum, en óhreifður skal ábúðarrjettur þeirra ájörðum, gegn fullu eptirgjaldi; aptur fellur niður afgjald af brauðum handa þeim, og eins uppbótin úr landssjóði til fátækustu brauða. Enn fremur eru í frumvarpinu sams konar fyrirmæli og í 2. og 3. grein launal. ir>/10 75. Frv. fer fram á að fækka brauð- um á landinu úr 171, sem þau eru tal- in í brauðamatinu frá 1870, ofan 1 142, og á að steypa þessum brauðum sam- an: J>ingmúla við Hallormsstað, Stöð við Heydali, Kálfafelli á Síðu við Kirkjubæjarklaustur, Stóradal við Holt undir Eyjafjöllum, Fljótshlíðarþingum við Breiðabólstað, Hrepphól. við Stóra- núp, Miðdal við Mosfell í Grímsnesi, Krysuvík leggist til Staðar í Grinda- vík, Brautarholtssókn sameinist við Mosfell, Saurbæjarsókn við Reynivelli, Saurbær á Hvalíjarðarströnd við Mela, Hítardalur við Staðarhraun (sem þeg'ar er orðið), Garpsdalur við Saurbæjarþing, Otrardalur við Selárdal, Alptamýri við Rafnseyri, Sandar í Dýrafirði við Dýra- fjarðarþing, Sæbólssókn við Holt í Ön- undarfirði, Staður á .Snæfjallaströnd við Kirkjubólsþing, Staður í Hrútafirði við Prestsbakka, Staðarbakki við Melstað, Hjaltabaltki við þúngeyrarklaustur, Ból- staðarhlíð og Holtastaðir við Bergstaði, en Blöndudalshólakirkja leggist niður, Flof á Skagaströnd við Höskuldsstaði, Reynistaður, Fagranes og Rípur sam. f eitt brauð, I'ellssókn við Barð i Fljótum, Kvíabekkur við Knappstaði, Upsir og Urðir við Velli í Svaxfaðar- dal, en Tjarnarkirkja leggist niður, Hólar í Eyaf. við Saurbæ, Munkaþverá, Kaupangur og Svalbarð eitt brauð, Glæsibær sameinist við Alcureyri, en Lögmannshlíðarkirkja leggist niður, Stærri-Arskógur við Möðruvefli í Hörgr árdal, Grund, Möðruv. og Mikligarður eitt brauð, Tlöfði sameinist við Laufás, en Grýtubakkakirkja leggist niður, J>ór- oddss.taður við Nes, Múlasókn við Grenj- aðarstað, (Múlakirkja leggist niður), Ljósavatnss. leggist til I.undarbrekku, Garður í Kelduhverfi sameinist við Skinnastaði. Aptur eiga að koma upp þessi 2 ný brauð: Fjörður í Mjóafirði, og Víðirhóll og Möðrudalur. Breyting þessari á prestaköllum skal koma á jafnóðum og brauðin losna; þangað til fái hin rýru hrauð uppbót úr landssjóði, svo þau nemi 1000 kr. Auglýsingar. Nýprentaður er: K R I S T I L E 6- UR BARNALÆRDÓföUR eptirlút- erskri kenningu. Höfundur: Helgi Hálfdánarson. Verð 50 aurar. Fæst í Reykjavík hjá Ó. Finsen póstmeist- ara, Brynjólfi bókbindara Oddssyni og höfundinum. Um lestirnar í fýrravor fannst á Vogastapa ullarsjal, og getur rjettur eigandi vitjað þess til undirskrifaðs gegn sanngjörnum fundarlapnum og borgun fyrir þessa auglýsingu, Árbæ í Holtum, 2. júli 1877. Magnús Magnússon. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. philos., Prentsmiðja nísafoldah“.,— Sigm. Guðmundssan,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.