Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķsafold

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķsafold

						ÍSAFOLO
VI   6
Reykjavík, fóstudaginn 7. marzmán.
1879.
— fað er ekki ólíklegt, að lands-
stjórnin sje að undirbúa nýja reglugjörð
fyrir hreppstjóra, því verksvæði þeirra
hefir talsvert breytzt, síðan tilskipun
um sveitastjórn 4. maí 1872 náði laga-
gildi. En jafnframt væri eflaust þörf á
reglugjörð fyrir hreppsnefndirnar, því
22. gr. tjeðrar tilskipunar, sem fyrir-
skipar, að   „hreppsnefndin  með hverju
móti sem hún getur-------styðji að þvf,
að góð regla eflist og viðhaldist í hreppn-
um", er of óákveðin ogleggur hrepps-
nefndunum um of í sjálfsvald, hvað mik-
ið eða lítið þær í þessu skyni vilja gjöra
eða ógjört láta. Á meðan hreppstjór-
ar engin laun fá, er heldur ekki sann-
gjarnt, að láta öll þau eða álík störf
lenda á þeim, sem Instrúx fyrir hrepp-
stjórnarmenn frá 24. nóv. 1809 ætlar
þeim, og það því síður sem skattalög-
in nýju hafa svipt þá þeim undanþág-
um frá ýmsum gjöldum, sem þeir áður
höfðu; aukaútsvar hvilir á þeim eins
og öðrum hreppsbúum, og það má varla
heita, að þeir fái neina þóknun fyrir
störf sín, nema uppboðslaun, þegar þeir
halda uppboð fyrir sýslumann, og svo
þann part af sektum, sem sum lög, t.
d. húss- og lausamanna tilskipunin gjör-
ir ráð fyrir, en sem sjaldan greiðist,
því sjaldan er eptir gengið. Enda hlýt-
ur sú að vera meiningin með hinum
nýju sveitastjórnarlögum, að hrepp-
stjórar framvegis sjeu Htið annað en
lögregluþjónar sýslumanna, en að þau
mörgu og margbreyttu störf, sem reglu-
gjörðin frá 1809 lagði hreppstjórum á
herðar, skiptast nú niður á hrepps-
nefndarmenn. f>etta á sjer nú þegar
stað um fátækrastjórn, vegaviðhald,
notkun afrjetta, fjallskil, fjárheimtur,
refaveiðar, niðurjöfnun, heilbrigðis-
ástand o. fl., en um margt annað, sem,
eptir hinni eldri reglugjörð, var skyldu-
verk hreppstjóra, þegir tilskipun 4. maí
1872.
Vjer skulum nú leyfa oss, meðan
tími er til, að benda á sumt, sem má
heita að vera fólgið í því eptirliti með
„góðri reglu", sem 22. gr. sveitastjórn-
arlaganna heimtar af hreppsnefndun-
um, og sem allt finnst fram tekið í hinu
eldra hreppstjóra-instrúxi, grein fyrir
grein. I 6. gr. er hreppstjórum boðið
að sjá um, að ekki eigi sjer stað hávaði
í kirkjum, að kirkjufólk ekki dragi
hunda með sj'er til kirkju, o. fl.; 7. og
38. gr. eiga við brennivíns útsö'lu, prang,
hneykslanlega sambúð, o. fl.; 11. gr.
býður eptirlit með hreinlæti og þrifn-
aði, að ekki finnist andstyggileg fora-
söfn fyrir framan bœjardyr ; 12. gr. á
við bústjórn fátækra; 14. gr. fyrirskip-
ar meðal annars fœkkun óparfahrossa t
heimahö'gum; 15.gr. býður eptirlit með
því, að þeim reglum sje fylgt, sem sett-
ar eru fyrir fiskiveiðar með tilsk. 28.
febr. 1758, staðfestri af konungi 13. júní
1787 (um porskanetja brúkun), og fyrir
friðun œðarfugls; 26. gr. minnir á sparn-
að og framsýni íhreppnum; 27, 34. og
35, gr. skipa að hafa  eptirlit   með   at-
orku búenda í öllum bjargræðisvegum,
bæði til lands og sjávar (þar á meðal
fjallagrasatekju, sölvatekju, skelfisks-
brúkun til fæðis, saltgjö'rð við sjó, en
einkum kályrkju), með túngarða- og
&sk\ga.rða.hleösl\i,jarðeplarœkt (sbr. tilsk.
13. mai 1776, sem ekki er apturtekin
enn þann dag í dag) o. fl. — Um leið og
vjer í þessu efni vísum til þeirrar fróðlegu
„Handbókar fyrir hvern mann", sem
Magnús konferenzráð Stephensen gaf
út 1812, leyfum vjer oss að skora álands-
stjórnina, og alla sem hlut eiga að máli,
þar á meðal amtsráðin (sbr. tilsk. 4. mai
1872, 52. gr. 4.), að sjá svo fyrir, að
allt, sem, eptir enn pá gildandi lö'gum,
heyrir undir „góða reglu" í sveitafje-
lögunum, sje gagngjört framtekið í þeirri
nýju reglugjörð fyrir hreppsstjóra og
hreppsnefndir, sem vjer búumst við að
umboðsstjórnin hafi í undirbúningi. f>að
er ekki vanþörf á, að allar þær laga-
greinir, sem eldri yfirvöld höfðu nóg
fyrir að semja bjargræðisvegunum og
búskaparþrifnaði til sjávar og sveita
til varnar og eflingar sjeu nákvæmlega
endurteknar. J>að tjáir ekki að láta
þær gleymast; oss íslendingum er of
hætt við að dofna í framkvæmdinni, og
hlýðnari erum vjer ekki, en hver önn-
ur þjóð. pað virðist heldur ekki of-
ætlun fyrir hin núverandi yfirvöld, að
framfylgja öllum þeim góðu lagareglum,
sem formenn þeirra gáfu, ríður meira
á því, en að búa til ný og, ef til vill,
ófullkomnari lög um sama efni, sem að
Eggert Ölafsson
fæddist i Svefneyjurn 1. desbr. 1726.
Foreldrar hans voru Olafur bóndi Guð-
mundsson og Ragnhildur Sigurðardótt-
ir, systir þeirra Guðmundar sýslumanns
í Snæfellsnessýslu Sigurðssonar og Sig-
urðar, prests til Flateyjar og Múla. Tólf
vetra gamall var Eggert tekinn til fóst-
urs af Sigurði sýslumanni móðurbróður
sínum á Ingjaldshóli, og lærði í þrjá
vetur hjá síra fórhalla presti Magnús-
syni til Borgar og ÁlptanessáMýrum.
Haustið 1741 setti þessi móðurbróðir
Eggerts hann 15 vetra gamlan í Skál-
holtsskóla. paðan útskrifaðist Eggert
tvítugur 1746, fór utan samsumars, og
varð 1748 Baccalaureus. Snemma bar
á því, hversu hneigður hann var fyrir
náttúrufræði, því 1749 gaf hann út bækl-
ing á latínu (enarratio de Islandia) og
sýndi þar fram á, að ísland væri af
jarðeldi uppkomið. Eggert kom inn
hingað 1750 ásamt Bjarna, síðar land-
lækni, Pálssyni, vini sínum og háskóla-
bróður, er einnig hafði tekið líka vís-
indastefnu og Eggert, sem sje að stunda
náttúruna og  þá  helzt náttúru íslands.
Hófu báðir á þessu sumri ferð sína hjer
um landið, og gengu upp á Heklu.
þaðan fóru þeir til Geysis, eins og Egg-
ert segir í ferðarollu, þaðan upp í Gríms-
nes og skoðuðu Skeljabakka hjá Ás-
garði. f>á rannsökuðu þeir Krisuvík-
urnáma, eins og segir í æfisögu Bjarna
Pálssonar. Sama haust fóru þeir aptur
utan; en í aprilmánuði 1751, bauð Frið-
rik konungur V. þeim, að tilhlutun hins
konunglega danska vísindafjelags, að
fara aptur til íslands og skyggnast ná-
kvæmlega eptir eðli landsins og ásig-
komulagi, sjer í lagi í þá átt, hvernig
hagnýta mætti hlunnindi þess. I.agði
konungur þeim bæði fararefni, og 200
ríkisdali species á ári hverju. Ferðuð-
ust þeir nú um allt land frá 1752 til
1757 sumarlangt, ýmist ásamt eða hvor
um sig, en sátu á vetrum í Viðey hjá
Skúla Magnússyni. Fyrirætlun þeirra
var, eins og segir í formálanum fyrir
ferðabók þeirra, sjer í lagi að lýsa land-
inu, hvað búskaparháttu og bjargræðis-
vegu snerti, en meðfram, og þá helzt
af því, hver andleg stefna Eggerts var,
varð ferðin vísindaleg rannsóknarferð,
því bæði var höfðhliðsjón afjarðmynd-
unarfræði (jarðeldi, eldgosum, hverum,
ölkeldum o. s. frv.), dýra-, fiska- og
skorkvikindafræði, fornmenjum og jurta-
fræði landsins. petta atriði lá Eggerti,
eins og síðar mun sýnt verða, ríkast á
hjarta. Haustið 1758 hurfu þeir fjelag-
ar, að afloknum ferðum sínum, aptur
til Kaupmannahafnar. Fól visindafje-
lagið þeim nú, að semja ferðabókina,
en þar eð Bjarni Pálsson 1760 var skip-
aður fyrsti landlæknir á íslandi, lenti
starfið á Eggerti einum, nema hvað
Bjarni yfirlas það allt og lagði smiðs-
höggið á, þegar hann 1763 fór vestur
að Sauðlauksdal. J>ar settist Eggert
að frá 1760 hjá mági sínum, merkis-
manninum Birni prófasti Halldórssyni,
og vann þar að ferðabókinni; hvíldi
hann sig frá skriptum með jurta- og
öðrum náttúrufræðisrannsóknum, jarð-
yrkju og sjer í lagi garðyrkju, sem
hann kom í bezta lag í Sauðlauksdal,
er þá mátti heita fyrirmyndarbú á vest-
urlandi. Arið 1764 fór Eggert enn ut-
an, og dvaldi þar til 1766; lauk hann
þar við ferðabókina, sem þá þótti mik-
ið afreksverk, ekki að eins meðal ís-
lendinga, heldur og meðal Dana,   eins
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24