Ísafold - 04.09.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 04.09.1879, Blaðsíða 4
88 síðan að dvelja hjer í Rvík til næstu póstskipsferðar, 18. oktbr. Prófessor Fiske talar og skrifar íslenzku, og föru- nautur hans herra Reeves er einnig all- fær orðinn í tungu vorri. í veizlu, sem alþingismenn hjeldu landshöfðinga og þessum góða gesti vorum, 24. f. m. svaraði hann (prófessorinn) minni því, er honum var drukkið, og Dr. Grímur Thomsen mælti fyrir, á íslenzku, í löngu erindi og fögru. Einnig hafa ferðast hjer um land í sumar þrír ítalir: Paolo Boggio riddari, og tveir stúdentar frá háskólanum í Túrín: Arturo Ceriano og Ludovico Ceriano. í»jóðvinafjelagið. Aðalfundur þjóð- vinafjelagsins var haldinn á alþingi 23. og 26. ágúst, undir stjóm varaforseta fjelagsins, kaupstjóra og alþingismanns Tryggva Gunnarssonar. í stjórn fje- lagsins til næsta alþingis voru þessir kosnir: Forseti: Varaforseti: Forstöðunefnd: Tryggvi Gunnarsson. Grímur Thomsen. (Magnús Andrjesson, cand. theol. ‘ j Björn Jónsson, ritstjóri, 'þórarinn Böðvarsson, prófastur. Fundurinn fól hinni nýju stjórnfje- lagsins sjerstaklega á hendur að rann- saka reikninga þess um undanfarin ár hin síðustu, og auglýsa svo greinileg reikningsskil, sem auðið væri. Enn fremur samþykkti fundurinn, að selja mætti bókaleifar fjelagsins (Ný Fjelags- rit o. fl.) með töluverðum afföllum. Sömuleiðis var það lagt á vald stjórn- arinnar, að selja aðra muni fjelagsins (tjöld o. fl.), ef henni litizt það ráð. Phönix, aðalpóstskipið, hafnaði sig hjer 27. f. m. Með því kom adjunkt Björn Magnússon Olsen, síra Guðmund- ur Helgason, cand. theol. Steingrímur Johnsen o. fl. —Með fyrri ferðinni, 27. júli, sigldu hjeðan til Hafnar: frú Her- dís Benediktsen og dóttir hennar fröken Ingileif Benediktsen, konsúl C. P. A. Koch, kaupm. W. Fischer, stud. theol. Jón |>órarinsson, stúdentarnir: OlafFin- sen, Bertel þorleifsson, Niels Lambert- sen og Skúli Thoroddsen. Díana, strandferðaskipið, kom hing- að 2i.'f. m., frá Khöfn norðan og vest- an um land með margt ferðafólk. Fór aptur 2 q. um morguninn, með marga alþingismenn, o. fl., austur fyrir land og norður. Camocns, hrossaskipið Slimons, fór með 317 hross hjeðan 30. júlí; kom aptur 27. f. m. norðan um land, og fer í dag beiua leið til Skotlands. — Með skipi þessu komu þessir farþegar 15. júlí: frú Sigríður Magnússon frá Cam- bridge, H. Magnússon, Hon. Emily Cath- cart, Mrs. Morris, Mrs. I.axton, öll frá London, J. F. Leatham frá Shrewsbury, Mr. Hunt frá Cirenster, Dr. J. B. Dyer frá Woolich, Mr. og Mrs. Craig frá Bel- fast, Rev. G. D. Davenport frá Yar- mouth, Mr. Hanold frá Birmingham, Mr. og Mrs. Walst frá Manchester, A. G. Taylor og M. H. Bobart frá Derby, Miss Stuart, Mr. Stuart og A. Stuart frá Edinburgh. Auglýsingar. fj'óðvinaíj clagið. Fyrir árstillagið um árið 1879, 2 kr., fá þeir, sem eru í Tjóðvinafjelag- inu, þessar bækur: 1. Almanak hins íslenzka jþjóð- S°j!1rve^ð' vinafjelags um árið 1880 ... „35 2. Andvara, tímarit hins íslenzka þjóðvinafjelags, V. ár, Rvík i879 ........................ 1 30 3. Ágrip af Mannkynssögunni. Eptir Pál Melsteð. Síðara hepti. Rvík 1879............. 1 35 samt. 3 Bækur þessar hafa verið sendar flestum útsölumönnum fjelagsins nú með síðustu ferð Díönu, og verða sendar hinum með fyrstu póstferð eða svo fljótt sem ferð fellur. þeir heiðruðu útsölumenn fjelags- ins, sem eigi eru enn búnir að standa skil á árstillögunum fyrir þetta ár eða árið sem leið, þ. e. fyrir ársbækur fje- lagsins, 2 kr. frá hverjum fjelaga um árið, eru beðnir að gjöra það sem fyrst, í hendur gjaldkera fjelagsins, cand. theol. biskupsskrifara Magnúsi Andrjessyni í Reykjavík. Reykjavík, 1. sept. 1879. Forstöðunefndin. ÁCrllIP af MANNKYNSSÖGUNNI eptir Pál Melsteð er ný komið út, frá ísafoldarprentsmiðju, og fæst hjá bóksölum hjer í Rvík og víðar. Kostar í kápu 2 kr., 70 a. „Alþiiigisfrj' ettir“. Blað þetta sem er viðaukablað við þ. á. ísafold (VI. árgang), er nú allt út komið, 19 númer (arkir) alls. Allir kaup- endur ísafoldar fá það ókeypis, og eins þeir, sem gjörast kaupendur að síðara helming þessa árgangs hennar. Undirskrifaður hefir fundið fstaða- lausan, gamlan hnakk á veginum frá Oskjuhlíð að Bústöðum. Eigandi get- ur snúið sjer til mín eða Torfa þ>or- grímssonar í Reykjavík, með því skil- yrði að borga fundarlaun og auglýs- inguna. Bárður Nikulásson frá Eyrarbakka. Sökum þess að mikill sægur stóð- hrossa úr fjarlægum hreppum, einkum af Innnesjum og úr Reykjavík, safnað- ist þegar á sumri þessu öndverðu að slægjulöndum nokkurra búenda hjer í sveitinni, og gjörði stórtjón á engjum manna og jafnvel túnum, — enþeir, sem urðu fyrir þessum usla, treystust eigi að leggja mannafla til að verja slægjur sínar —, sáum við sem stjórnendr hrepps- ins okkur ekki annað fært, en að sinna kvörtunum þessara hreppsbúa, og álit- um rjettast að verja þá tjóninu með því, að fjarlægja stóðhrossin frá engjum manna og túnum. Beiddum við því prest- inn á þingvöllum, að Ijá stóðinu haga í þingvallakirkjulandi, fyrir innan Ar- mannsfell, og leyfði hann stóðinu land- ið móti lítilli borgun fyrir haga; ljetum við svo smala stóðinu úr heimalöndum, og reka í hið leyfða land. Vegnaþessa tilkynnist öllum eigendum þessara stóð- hrossa, að við munum láta smala hross- unum til þingvallarjettar þeirrar, er haldin verður 29. sept. næstkomandi. Verða þá eigendur hrossanna að hirða eða láta hirða þau, og borga leitarkaup og hagatoll fyrir hvert hross með 1 kr. 33 a., sem skal gjaldast okkur undir- skrifuðum, þegar er hrossin eru tekin úr rjettinni. þ>au hross, sem engin hirð- ir, verða meðhöndluð sem óskilahross samkvæmt landslögum og landsvenju. J>ingvallahreppi, 15. ágúst 1879. Gísli Daníelsson, Jónas Halldórsson, hreppstjóri. hreppsnefndaroddviti. o .5? ’co 0 1——t d 0 C «S 0 m T3 fl cS m •iH O CÖ +3 fl iJO T3 fl O •|H u rH P4 fl cð rfl O Fr fl o •iH m m O V. O 2 u . o u ft 0 rQ Q 27 rÖ fl tí o cð tí > X C 0 ■i RS" par eð jecj fer utan 5. þ. m., eru þeir, sem vilja koma greinum í ísafold meðan jeg er fjarverandi, beðnir að senda þær til herra Db. phil. Gríms Thomsen á Bessastöðum. Auglýsingum veita þeir viðtöku: cand. theol. Magnús Andrjesson og amtsskrifari Páll Jó- hannesson. Aðalútsölu og útsending blaðsins annast amtsskrifari Páll Jóhannesson, sem býr í húsum Hlutafjelagsverzlunarinnar hjer í bœn- um. Andvirði blaðsins skal því greiða í hend- ur honum. Beykjavík, 1. septbr. Björn Jónsson, útgefandi Isafoldar. Ritstjóri: BJörn Jónsson, cand. pliil. Prentuð með hraðpressu Isafoldar-prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.